Fréttablaðið - 30.07.2006, Blaðsíða 61
SUNNUDAGUR 30. júlí 2006 25
Postulín, glös og hnífapör
– fyrir brúðhjón og betri veitingahús
R
V
62
10
Opn
una
rtím
i
í ve
rslu
n RV
:
Mán
udag
a til
föstu
daga
frá k
l. 8:0
0 til
18:0
0
Laug
arda
ga f
rá
kl. 1
0:00
til 1
4:00
Föstudag 21. júlí kl. 20 uppselt
Laugardag 22. júlí kl. 20 uppselt
Sunnudag 23. júlí kl. 15 aukasýning
Sunnudag 23. júlí kl. 20 uppselt
Föstudag 28. júlí kl. 20 örfá sæti laus
Laugardag 29. júlí kl. 20 örfá sæti laus
Sunnudag 30 júlí kl 15 aukasýning
Sunnudag 30. júlí kl. 20 nokkur sæti laus
Föstudagur 4. ágúst kl. 20
Laugardagur 5. ágúst kl 20
Sunnudagur 6. ágúst kl. 15
Sunnudag 6. ágúst kl. 20
Laugardagur 19. ágúst kl 20
Tvíréttaður kvöldverður og
leikhúsmiði
kr. 4300 - 4800.-Söngmenn Karlakórs Reykjavíkur
leggja upp í söngferðalag um
Þýskaland og Austurríki eftir helg-
ina og mun kórinn halda ferna tón-
leika í ferðinni. Kórinn mun koma
fram á opnunarhátíð alþjóðlegrar
söngráðstefnu í Salzburg auk þess
að syngja í dómkirkjunni þar í borg
og við messu í Stephansdom í Vín.
Með í för verða sópransöngkon-
an Sigrún Hjálmtýsdóttir og Anna
Guðný Guðmundsdóttir píanóleik-
ari. Stjórnandi kórsins er Friðrik
S. Kristinsson.
Á efnisskrá tónleikanna verða
bæði íslensk og norræn kórlög auk
sígildra verka eftir meistarana
Rossini, Verdi, Mozart, Schubert,
Beethoven, Bruckner og Grieg.
Þess má geta að í austurrísku
borginni Graz munu kórfélagar
hitta Pál Pampichler Pálsson, fyrr-
verandi kórstjóra Karlakórs
Reykjavíkur. - khh
Meginlandið bíður
KARLAKÓR REYKJAVÍKUR Á faraldsfæti um Evrópu.
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
JÚLÍ
27 28 29 30 31 1 2
Sunnudagur
■ ■ TÓNLEIKAR
13.30 Friðrik Vignir Stefánsson organ-
isti heldur tónleika í Grundarfjarðarkirkju.
15.00 Tónleikar í Skálholtskirkju.
Bachsveitin leikur verk eftir Locatelli,
Quantz og Mozart. Leiðari er Kati
Debretzeni.
16.00 Tónlistarhátíð í Reykholti.
Hljómsveitin Virtuosi di Praga flytur verk
eftir Respighi, Dvorák og Samuel Barber.
Stjórnandi er Oldrich Vleck.
16.00 Stofutónleikar á Gljúfrasteini,
Píanóleikarinn Jón Sigurðsson verk eftir
W. A. Mozart, Richard Strauss, J. S. Bach
og W. A. Rossi.
17.00 Eitt hundruðustu sumartónleikar
Akureyrarkirkju. Fram koma Margrét
Bóasdóttir sópran og Björn Steinar
Sólbergsson orgelleikari en auk þeirra
leikur Nicole Vala Cariglia á selló.
20.00 Bine Bryndorf, prófessor í org-
elleik við Konunglega Tónlistarháskólann
í Kaupmannahöfn heldur tónleika í
Hallgrímskirkju í tilefni af Alþjóðlegu
orgelsumri.
20.30 Margret Ponzi sópransöngkona
og Marco Belluzzi orgelleikari halda tón-
leika í Akraneskirkju.
21.00 Hljómsveitin Blue Brazil leikur á
Kringlukránni.
■ ■ LEIKLIST
16.00 Einleikurinn Úti bíður and-
lit á glugga eftir Halldóru Malín
Pétursdóttir er sýndur í gamla póst-
húsinu á Borgarfirði eystri. Önnur
sýning kl. 17.30.
Um þessar mundir eru sjötíu ár liðin frá upphafi borgarastyrjaldarinnar á
Spáni. Þann 17. júlí risu nokkrir herforingjar af hægri vængnum, undir for-
ystu Francisco Franco, upp gegn ríkisstjórn hins unga lýðveldis landsins og
innan við viku síðar höfðu þeir tryggt sér stuðning Mussolinis á Ítalíu og
Hitlers í Þýskalandi. Hrikaleg borgarastyrjöld, sem stóð í þrjú ár, var hafin.
Frjálslyndir og vinstrisinnar í allri Evrópu skynjuðu Spánarstríðið þar af
leiðandi sem fyrsta alvöru möguleikann til að stöðva framrás fasismans
í álfunni. Og sennilega hefur ekkert stríð á 20. öld verið rithöfundum og
menntamönnum á Vesturlöndum jafn mikil herhvöt. Það var beinlínis vakn-
ing meðal þeirra, ekki síst á Englandi þar sem menn höfðu megna skömm á
hlutleysisafstöðu bresku ríkisstjórnarinnar. Hver um annan hvöttu skáld og
rithöfundar starfsbræður sína og landa til að taka afstöðu og gengu margir á
undan með góðu fordæmi og lögðu lýðveldinu lið með því að gerast félagar
í Alþjóðaherdeildunum svonefndu. Ljóðskáldið Stephen Spender lýsti því
yfir, í sönnum krossferðaranda, að nú væri hafin barátta ljóss og myrkurs í
Evrópu. Áður en árið var liðið höfð eitt þúsund manns munstrað sig í þessar
sveitir og voru menntamenn í miklum meirihluta.
Óhermannleg fylking
Þetta hefur ekki verið hermannleg fylking sem að miklu leyti var skipuð
skáldum og rithöfundum, en hugsjónakrafturinn var þeim mun meiri. Sumir
guldu fyrir með lífi sínu, einsog Christopher Cauldwell og Julian Bell, bróðir
Virginu Woolf, aðrir særðust lífshættulega einsog George Orwell. Meira að
segja jafn ómilitarískur maður og eitt helsta ljóðskáld Breta á öldinni, W.
H. Auden, lét sig dreyma um að leggja lýðveldinu lið, þó ekki væri nema
með því að aka sjúkrabíl. Enn voru þeir höfundar sem fóru til Spánar þar
sem styrjöldin varð þeim uppspretta stórbrotinna skáldsagna, einsog Ernest
Hemingway (Hverjum klukkan glymur) og André Malraux (Vonin). Meðal
fjölmargra annarra skálda sem fóru til Spánar voru jafn ólíkir höfundar og
Ilja Ehrenburg og Arthur Koestler, Erika Mann (dóttir Tómasar) og Dorothy
Parker.
Íslenskir vinstrimenn létu sig spænsku borgarastyrjöldina miklu varða
og hvöttu til stuðnings við lýðveldisstjórnina, þeirra á meðal Halldór Lax-
ness sem átti leið um Spán um það leyti sem stríðið hófst, og var vitni að
því þegar hermenn fasista misþyrmdu stjórnmálamanni úr hópi spænskra
lýðveldissinna. Og þrír Íslendingar fóru til Spánar til að berjast með alþjóða-
sveitunum. Þeir voru reyndar ekki rithöfundar en einn þeirra, Hallgrímur
Hallgrímsson, skrifaði seinna bók um för sína: Undir fána lýðveldisins.
Endurminningar frá Spánarstyrjöldinni. Og það var meðal annars á reynslu
og frásögn hans sem Álfrún Gunnlaugsdóttir byggði nýlega skáldsögu sína,
Yfir Ebrófljótið.
Tálsýnir krossfaranna
En skáldakrossferðin varð ekki sigursæl. Franco og liðsmenn hans fóru með
sigur af hólmi og héldu völdum mörgum áratugum lengur en hinir ítölsku
og þýsku bandamenn þeirra. Og margir þeirra rithöfunda sem komust
heim voru kalnir á hjarta, einsog sjá má af frægri bók Orwells, Homage to
Catalonia. Það var einkum innbyrðis sundrung lýðveldissinna og harðsvíruð
framganga sovétkommúnista gagnvart pólitískum andstæðingum á vinstri
væng sem varð þeim áfall. Orwell hafði gengið til liðs við andstalíníska
vinstriflokkinn POUM og upplifði ósköpin sjálfur. Í nýlegri úttekt vitnaði
breska blaðið Independent til orða hans úr fyrrnefndri bók: „Ég held að
það sé ekki hægt að vera nokkrar vikur á Spáni án þess að glata mörgum
tálsýnum. Og hvað varðar blaðaskrifin um að þetta hafi verið stríð í þágu
lýðræðisins eru þau hreinn blekkingaleikur.“ Franco er löngu allur og lýð-
ræðið stendur traustum fótum á Spáni. En eftir krossfarana liggur andlegt
herfang þeirra, fjöldi merkra bókmenntaverka um hörmungar styrjaldarinn-
ar. Og enn standa óhögguð þau orð sautjándu aldar skáldsins John Donne,
sem Hemingway sótti bókartitil sinn í: „Dauði sérhvers manns smækkar
mig, af því ég er íslunginn mannkyninu; spyr þú því aldrei hverjum klukkan
glymur, hún glymur þér.“ Halldór Guðmundsson
Skáldakrossferðin
HALLDÓR GUÐMUNDSSON
> SKRIFAR UM BÓKMENNTIR Aðalsteinn Ingólfsson listfræð-ingur verður með leiðsögn um
sýninguna „Kraftur heillar
þjóðar“ í Gerðarsafni, Listasafni
Kópavogs, í dag en henni lýkur
nú um helgina. Sýningin geymir
einstakt safn verka málarans
Jóhannesar S. Kjarvals sem eru
í eigu Landsbankans. Fjölmarg-
ir gestir, bæði innlendir og
erlendir, hafa lagt leið sína á
safnið enda um einstakt tæki-
færi að ræða að sjá þessi verk
en um síðustu helgi komu yfir
100 manns og hlýddu á fróðleik
Aðalsteins um sýninguna.
Leiðsögnin hefst kl. 15 en
safnið er opið til kl. 17. Aðgangur
að sýningunni er ókeypis. - khh
Sýningu að ljúka
LANDSLAGS OG PORTRETTMYNDIR
Úrval verka málarans í eigu Lands-
bankans.
Píanóleikarinn Jón Sigurðsson
leikur á stofutónleikum á Gljúfra-
steini í dag og verður enginn svik-
inn af smá bíltúr í Mosfellssveit-
ina því Jón mun leika fjölbreytta
af fjölbreyttri efnisskrá sem
spanna mun vítt svið tónlistar-
sögunnar. Meistararnir Mozart,
Strauss og Bach munu heyrast og
auk þess vals eftir W. A. Rossi.
Jón Sigurðsson lærði hjá Helgu
Laxness á sínum tíma en hann
hefur haldið fjölda einleikstón-
leika og komið fram með mörg-
um af færustu hljóðfæraleikurum
og söngvurum á Íslandi auk þess
að leika inn á hljómplötur. Hús
Halldórs Laxness og Auðar konu
hans á Gljúfrasteini er opið alla
daga nema mánudaga en þar er
lögð áhersla á að sýna heimili og
vinnustað Halldórs eins og það
var í sinni tíð. Fjölmörg listaverk
prýða húsið, meðal annars verk
eftir Svavar Guðnason, Nínu
Tryggvadóttur og Jóhannes Kjar-
val. Sumartónleikar á sunnudög-
um hafa fest sig í sessi í safninu
og hafa fjölmargir þekktir lista-
menn komið þar fram í sumar.
Tónleikarnir hefjast sem fyrr
klukkan 16.00. - khh
Flygillinn í stofunni
JÓN SIGURÐSSON Leikur á Steinway-flygilinn í stofu skáldsins. MYND/HÖRÐUR SVEINSSON
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI
17. ágúst - kl. 20:00 - laus sæti
18. ágúst - kl. 20:00 - laus sæti
24. ágúst - kl. 20:00 - laus sæti
25. ágúst - kl. 20:00 - laus sæti