Fréttablaðið - 30.07.2006, Blaðsíða 63
Chris Cornell, söngvari og laga-
höfundur Audioslave, Soundgar-
den og Temple of The Dog, mun
flytja aðallag Casino Royale, nýj-
ustu James Bond-myndarinnar
sem frumsýnd verður í nóvember.
Lagið, „You know my name“, er
samið í samvinnu við Bond-laga-
smiðinn David Arnold. Engu mun-
aði að Cornell hefði neitað að gera
Bond-lagið því honum líkaði ekki
við Pierce Brosnan í nýjustu mynd-
unum. Eftir að hafa séð grófa
klippingu af myndinni með Daniel
Craig í aðalhlutverki snerist
honum hugur. „Ég var ekki viss
um hvort þetta væri góð hugmynd,
því ég er ekki mikill aðdáandi síð-
ustu mynda. Svo heyrði ég að það
yrði nýr leikari, Daniel Craig, sem
væri Bond. Og hann er allt öðru-
vísi,“ sagði Craig við VH1, en
hann flaug til Prag í Tékklandi þar
sem upptökur stóðu yfir til að sjá
fyrstu útgáfuna af myndinni. „Hún
kom mér rosalega á óvart. Hún er
ólík öllum hinum myndunum.
Craig er alvöru leikari og það eru
alvöru tilfinningar í henni. Hann
er manneskja af holdi og blóði og
mun gjörbreyta hvernig fólk lítur
á persónuleika Bond,“ sagði Craig.
Cornell er nú kominn í hóp
listamanna á borð við Madonnu,
Sheryl Crow, Paul McCartney og
Wings, Tom Jones, Tinu Turner
og Duran Duran sem flutt hafa
Bond-lög. Hins vegar eru fáir
flytjendurnir sem eru einnig höf-
undarnir að lögunum, en McCartn-
ey og Wings, Crow og Madonna
hafa auk Cornells verið lagahöf-
undar Bond-laganna.
„Ég hef alltaf verið mjög hrifin
af verkum Chris, bæði sem laga-
höfundi og sem listamanni, og
hafði vonað að einhvern tímann
myndi ég finna réttu myndina til
að veita honum innblástur,“ sagði
Lia Vollack, starfsmaður Colombia
Pictures. „Tónlistin hans er bæði
innileg og hörð. Þetta er fullkomin
viðbót fyrir Daniel Craig og Casino
Royale.“
Bond-lagið í höndum Cornell
CHRIS CORNELL
Cornell er hljómsveitarmeðlimur Audio-
slave og hinnar sálugu Soundgarden.
Eins og kunnugt er ætlar Playboy-
fyrirsætan og leikkonan Pamela
Anderson að ganga í það heilaga með
rokkaranum Kid Rock í St. Tropez á
laugardaginn. Gestalistinn er ekki af
verri endanum en þar má finna nöfn
eins og Cindy Crawford og Paris
Hilton. Einnig mun tískuljósmyndar-
inn David LaChapelle vera brúðar-
sveinn og Jim Carrey verður við-
staddur. Ekki verður hefðbundin
brúðarveisla að athöfninni lokinni en
fyrirhuguð er risastór veisla á Nikki
Beach þar sem eflaust mun vera
mikið um dýrðir. Parið ætlar að halda
fimm athafnir til að fagna því að það
hefur gengið í það heilaga.
Giftist fimm sinnum
PAMELA ANDERSON
Gengur í það heilaga um helgina í St.Tropez
með rokkaranum Kid Rock.
Jack Sparrow og félagar hans í
Pirates of the Caribbean: Dead
Man’s Chest, fara vel af stað í
kvikmyndahúsum á Íslandi en
myndin var frumsýnd á miðviku-
dag. Aldrei hafa fleiri mætt á
kvikmynd á frumsýningardag á
virkum degi en rétt innan við 5.000
manns sáu myndina á miðviku-
daginn. Á föstudagsmorgun höfðu
um 10.000 manns mætt á myndina
frá því að sýningar hófust og upp-
selt hefur verið á allar kvöldsýn-
ingar í bíóhúsunum. Myndin hefur
fengið ágætis dóma heima og
erlendis en greinilegt er að Jack
og félagar hafa eitthvað til að bera
sem lokkar áhorfendur að.
Sjóræningjarnir slá í gegn
SJÓRÆNINGJARNIR
Johnny Depp sér um að myndin sé
nógu kúl, Keira Knightley færir myndinni
kynþokka og Orlando Bloom bætir við
krúttlegheitum.
UMFJÖLLUN
[TÓNLIST]
Partísveit Bobby Gillespie er sér á
báti. Þetta er ein af fáum sveitum
sem geta gefið út plötu án þess að
hlustandinn viti fyrirfram hvað
bíður hans. Fyrsta plata sveitar-
innar var alls ekki svo langt frá
The Jesus and Mary Chain sem
Bobby trommaði með áður. Hann
sló þó ekki í gegn fyrr en með
dansklúbbalaginu Loaded, sem
hann fylgdi svo eftir með gospel-
popplaginu Movin´on Up og hippa-
laginu Higher then the Sun en þau
var öll að finna á meistarastykk-
inu Screamadelica. Sú plata seld-
ist í milljónum eintaka í Bretlandi
og víðar. Bobbie hamraði járnið
meðan það var heitt, setti sig í
Mick Jagger gírinn og sló aftur í
gegn með Rolling Stones(lega)
laginu Rocks en síðan þá hefur
hann borið á borð allt frá hörðustu
big-beat elektróník til keyrslu-
rokks.
Nú er engu líkara en að Bobby
og félagar hafi uppgötvað blús-
hunda á borð við Howlin Wolf,
Muddy Waters, Chuck Berry eða
Sonny Boy Williamson. Áhrif frá
Keith Richards eru líka enn áber-
andi því Riot City Blues er full af
slide-gíturum, blúslegu kassa-
gítarspili, honky-tonk píanói og
kunnuglegum krókum. Opnunar-
lagið Country Girl skartar til að
mynda harmonikku og mandólíni
sem er kannski óður til bluegrass-
tónlistar þó lagið sé bara venju-
legt blúsrokk. Það væri auðveld-
lega hægt að dansa línudans við
þetta lag sem og reyndar önnur á
þessari plötu.
Öll lögin eru sniðin fyrir partíið
nema Little Death og Sometimes I
Feel So Lonely sem eru bæði á
niðurtúrnum. Í Little Death stelur
Bobby bassalínunni úr The End
með The Doors og semur annað
lag utan um hana en það tekst
alveg ágætlega hjá honum. Síðar-
nefnda lagið minnir örlítið á Neil
Young, sérstaklega þegar stelpu-
kórinn syngur viðlagið.
Bobby er nokkuð skemmtileg-
ur tónlistarmaður sem starfar
svolítið eins og leikari sem getur
algjörlega orðið að þeirri persónu
sem hann er að túlka. Í þetta skipt-
ið er Bobby blúsari og Riot City
Blues virkar sem gjörsamlega
hrein blús-kántríplata. Og sem
slík er hún alveg bara sæmileg. Að
sama skapi neyðast aðdáendur
Primal Scream að sætta sig við að
á hverri plötu hljómar Primal
Scream eins og ný hljómsveit.
Birgir Örn Steinarsson
Blúsrokk partí
PRIMAL SCREAM: RIOT CITY BLUES
Niðurstaða: Á nýjustu plötu Primal Scream er
að finna stuðandi blúsrokk. Bobby Gillespie
setur sig örlítið aftur í hlutverk Mick Jagger og
er í feikna stuði.
DANIEL CRAIG Var ástæða þess að Cornell vildi semja lagið fyrir næstu Bond-mynd.