Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.07.2006, Qupperneq 64

Fréttablaðið - 30.07.2006, Qupperneq 64
28 30. júlí 2006 SUNNUDAGUR sport@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? JÚLÍ 27 28 29 30 31 1 2 Sunnudagur ■ ■ LEIKIR  18.00 ÍA og FH mætast í Lands- bankadeild karla í fótbolta. ■ ■ SJÓNVARP  11.30 Formúlan á Rúv. Bein útsending frá þýska kappakstrinum.  21.40 Íslandsmótið í golfi á Sýn. Bein útsending frá lokadeginum.  21.40 Helgarsportið á Rúv.  23.45 MÍ í frjálsum á Rúv. Samantekt frá móti helgarinnar. HANDBOLTI Fram verður í F-riðli Meistaradeildar Evrópu í hand- bolta en í gær var dregið í riðla. Það er ekki hægt að segja annað en að Fram hafi fengið sannkallað- an drauma drátt en með þeim í riðli verða Celje Pivovarna Lasko frá Slóveníu úr fyrsta styrkleika- flokki, Gummersbach frá Þýska- landi úr öðrum flokki og svo að öllum líkindum Sandefjord frá Noregi. „Það er stórkostlegt að fá tækifæri til að etja kappi við Gummersbach sem er náttúrulega stórveldi í þýskum handbolta. Svo gerir það þetta enn skemmtilegra að liðið er með tvo fyrrum leik- menn Fram,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Fram, sem var í skýjunum með dráttinn í gær. Alfreð Gíslason er nýtekinn við þjálfun liðsins og með því leika síðan íslensku landsliðsmennirnir Guðjón Valur Sigurðsson, Róbert Gunnarsson og Sverrir Björnsson. Þeir tveir síðarnefndu eru fyrrum leikmenn Fram en Sverrir lék með Safamýrarliðinu á síðustu leiktíð, en gekk nýlega til liðs við Gummersbach á stormasaman hátt eins og frægt er orðið. Fyrsti leikur Fram verður einmitt á heimavelli gegn Gummersbach og má reikna með stútfullri Laugar- dalshöll en leikurinn fer fram á tímabilinu 30. september til 1. október. Fram leikur heimaleiki sína gegn Gummersbach og Celje Lasko að öllum líkindum í Laugar- dalshöllinni en leikurinn gegn Sandefjord gæti farið fram í íþróttahúsi félagsins í Safamýri. „Við erum fyrirfram kannski ekki taldir líklegir til afreka í þessum riðli. Celje Lasko er mjög sterkt lið sem hefur verið í fremstu röð undanfarin ár og Gummersbach er náttúrulega frábært lið. En við tökum þátt í þessari keppni til að ná árangri, ekki bara til að vera með. Það verður síðan að koma í ljós hvernig okkur reiðir af, við erum með ungt lið og það hafa verið umtalsverðar breytingar á liðinu. Við þurfum að púsla saman nýrri vörn og því erfitt að meta styrk liðsins í svona alþjóðlegum bolta.“ Guðmundur er strax farinn að hlakka til að mæta Gummersbach og segir að ekki sé hægt að ímynda sér skemmtilegri leik. Alfreð Gísla- son tekur í sama streng. „Liðin úr okkar styrkleikaflokki voru dregin síðust og þegar ég var búinn að sjá riðlana vonaðist ég strax til þess að við myndum lenda í þessum F-riðli og það er frábært að það hafi orðið að veruleika,“ sagði Alfreð sem vonast eftir hörkustemningu þegar hans menn mæta á klakann. elvargeir@frettabladid.is Stórkostlegt tækifæri Framarar verða í riðli með Gummersbach í Meistaradeild Evrópu í handbolta en dregið var í gærmorgun. Tveir fyrrum Framarar spila með Gummersbach. HVER SKRIFAÐI HANDRITIÐ? Varnarmaðurinn sterki Sverrir Björnsson fær að etja kappi við sína fyrrum félaga í Fram í Meistaradeildinni en hér er hann í leik með félaginu í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FÓTBOLTI Eiður Smári Guðjohnsen lék sinn fyrsta leik með Evrópu- meisturum Barcelona er liðið mætti danska liðinu AGF í Árósum á föstudagskvöldið. Eiður var ekki í byrjunarliðinu en kom inn á í síðari hálfleik og átti heiðurinn að þriðja og síðasta marki liðsins en þeim dönsku tókst ekki að komast á blað. Eiður átti skot að marki sem markvörður danska liðsins varði en síðan fór boltinn í varnarmann AGF og í netið. Leikurinn þótti heldur bragðdaufur en Eiður Smári komst vel frá sínu. Hann lék einn í stöðu framherja hjá Barcelona. Frank Rijkaard, þjálfari liðsins, ákvað að gefa mörgum ungum leikmönnum tækifæri en eins og gefur að skilja var mikið um skiptingar hjá báðum liðum. Þjálfari danska liðsins var þó heldur duglegri en Rijkaard en alls komu 23 leikmenn AGF við sögu í leikn- um. Eiður Smári var vel studdur á áhorfendapöllunum af nokkrum leikmönnum U-17 liðs Vals í kvennaflokki, sem tekur þátt í svokölluðu Football-Festival móti í Árósum þessa dagana. Eiður Smári gekk sérstaklega upp að Valsstúlkum eftir leikinn og þakkaði þeim stuðninginn og komuna. Mikill áhugi var meðal danskra fjölmiðla á liði Barcelona og var Eiður Smári spurður hvort hann þekkti vel til landa síns sem þar til fyrir skömmu lék með liði AGF. Sá var Helgi Sigurðsson og sagðist Eiður kannast vel við kauða. „Ég spilaði marga leiki með Helga og hann er kómískur karakter,“ sagði Eiður Smári í létt- um dúr. „Hann myndi gera næstum hvað sem er til að skora mark. Hann gat hlaupið endalaust. Skemmtilegur persónuleiki, bæði innan vallar og utan,“ sagði Eiður og brosti. Lið Barcelona heldur áfram æfingaferð sinni og heldur næst til Bandaríkjanna. - esá Eiður Smári Guðjohnsen var vel studdur af Valsstúlkum í Árósum á föstudag: Eiður Smári lék vel í sínum fyrsta leik TAKK FYRIR STUÐNINGINN Eiður Smári þakkar Valsstúlkunum og öðrum áhorfendum fyrir stuðninginn eftir leikinn á föstudag. FRÉTTABLAÐIÐ/OLE NIELSEN GOLF Kylfingurinn Heiðar Davíð Bragason úr Kili er nú staddur í Lettlandi þar sem hann er að taka þátt í móti í Riga. Mótið er hluti af sænsku mótaröðinni í golfi en Heiðar lék vel í gær eða á 69 högg- um sem er þremur höggum undir pari vallar. Hann er því samtals á tveimur höggum undir pari og komst í gegnum niðurskurðinn fyrir lokadaginn sem verður í dag. 54 holur eru leiknar á mótinu. - egm Sænska mótaröðin í golfi: Heiðar Davíð lék vel í gær HEIÐAR DAVÍÐ Gekk vel í Lettlandi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FÓTBOLTI Keppni í skoska fótboltan- um hófst í gær og byrjuðu meistar- arnir Glasgow Celtic af krafti með 4-1 sigri á heimavelli gegn Kilmarnock. Majiej Zurawski skor- aði fyrsta mark tímabilsins en hann skoraði tvö mörk fyrir Celtic í gær. Miðjumaðurinn Jiri Jarosik skoraði í sínum fyrsta mótsleik fyrir Celtic en hitt mark liðsins gerði Shunsuke Nakamura beint úr aukaspyrnu. Allir hinir leikir gærdagsins enduðu með 2-1 útisigri. St Mirren vann Inverness, Hearts vann Dunfermline og Falkirk vann Dundee. - egm Skoski fótboltinn í gær: Titilvörn Celtic byrjar á sigri Íslenski boltinn er ... góður. Hafnarfjörður er ... frábær bær. Randers er ... gott lið. Óli Jó er ... stórkostlegur. Af hverju eru svona margir Danir í FH? Af því að Íslendingum og Dönum semur svo vel. Íslenska sumarið er ... kaldara en það danska. Tommy, Allan, Allan eða Peter? Hef bara spilað með Tommy Nielsen og Allan Borgvardt þannig að ég segi þeir. Kaffi eða te? Kaffi, takk. Íslenskt lamb eða dönsk skinka? Dönsk skinka. Besta knattspyrnulið heims? Real Madrid. Besti knattspyrnumaður heims? Fernando Redondo frá Argentínu, þegar hann var upp á sitt besta. Zidane eða Materazzi? Zidane, án nokkurs vafa. MEÐ DENNIS SIIM60 SEKÚNDUR FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR Engin Íslands- met voru sett á fyrri keppnisdegi á meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum í gær. Góður árangur náðist þó í mörgum greinum en Sveinn Elías Elíasson úr Fjölni og Silja Úlfarsdóttir fögnuðu bæði sigri í hundrað metra hlaupi sem og fjögur hundruð metra hlaupi. Jónas Hlynur Hallgrímsson náði mjög góðum árangri í spjótkasti er hann kastaði yfir sjötíu metra. MÍ í frjálsum íþróttum: Fyrri keppnis- degi lokið SVEINN ELÍAS ELÍASSON Vann tvær greinar í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI SIGURVEGARAR Á MEISTARAMÓTI ÍSLANDS Í GÆR 100 METRA HLAUP KARLA: SVENN ELÍAS ELÍASSON, FJÖLNI 10,89 SEK. 110 METRA GRINDAHLAUP KARLA: JÓN ARNAR MAGNÚSSON, FH 15,28 SEK. 400 METRA HLAUP KARLA SVEINN ELÍAS ELÍASSON, FJÖLNI 49,19 SEK. 1500 METRA HLAUP KARLA KÁRI S. KARLSSON, BRBLK. 4:00,46 MÍN. 3000 METRA HINDRUNARHLAUP KARLA: STEFÁN GUÐMUNDSS., BRBLK. 9:55,26 MÍN. 4 X 100 METRA BOÐHLAUP KARLA SVEIT FH 43,71 SEK. HÁSTÖKK KARLA: ÖRN DAVÍÐSSON, SELFOSSI 1,93 M LANGSTÖKK KARLA: HALLDÓR LÁRUSSON, UMFA 7,17 M SPJÓTKAST KARLA JÓNAS H. HALLGRÍMSSON, FH 70,58 M SLEGGJUKAST KARLA: BERGUR INGI PÉTURSSON, FH 60,03 M 100 METRA HLAUP KVENNA: SILJA ÚLFARSDÓTTIR, FH 12,11 SEK. 100 METRA GRINDAHLAUP KVENNA: VILBORG JÓHANNSDÓTTIR, UMSS 14,87 SEK. 400 METRA HLAUP KVENNA SILJA ÚLFARSDÓTTIR, FH 56,50 SEK. 1500 METRA HLAUP KVENNA ÍRIS ANNA SKÚLAD., FJÖLNI 4:47,02 MÍN. 4 X 100 METRA BOÐHLAUP KVENNA SVEIT BREIÐABLIKS 48,91 SEK. LANGSTÖKK KVENNA SIGURBJÖRG ÓLAFSDÓTTIR, BRBLK 5,85 M SPJÓTKAST KVENNA: ÁSDÍS HJÁLMSDÓTTIR, ÁRMANNI 49,60 M SLEGGJUKAST KVENNA: AÐALHEIÐUR VIGFÚSD., BRBLK. 47,66 M STANGARSTÖKK KVENNA: FANNEY TRYGGVADÓTTIR, ÍR 3,40 M FÓTBOLTI Íslandsmeistarar FH eiga möguleika á að ná tólf stiga for- skoti í Landsbankadeildinni í kvöld er þeir leika gegn ÍA á Skag- anum. Athygli er vakin á því að leikurinn er klukkan 18, en hann var færður aðeins fram vegna tón- leika hljómsveitarinnar Sigur Rósar sem verða í Reykjavík í kvöld. Þetta er annar leikur tólftu umferðar en ef ÍA nær sigri kom- ast þeir upp úr fallsæti. Liðið þykir spila stórskemmtilegan sóknar- bolta eftir að Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir tóku við stjórninni og má búast við hörkuleik í kvöld, en FH-ingar töpuðu gegn ÍA á úti- velli í deildinni í fyrra. Garðar Örn Hinriksson dæmir leikinn. - egm Landsbankadeildin í kvöld: FH heimsækir ÍA í kvöld DYRING SKALLAR Úr fyrri viðureign liðanna í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR > Birgir náði sér ekki á strik Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur úr GKG, náði sér ekki á strik í gær á áskorendamóti í Wales en þar lék hann á þriðja keppnisdegi eftir að hafa komist í gegnum niðurskurðinn daginn áður. Birgir lék á 76 höggum, fimm yfir pari vallarins og var samtals á fjórum yfir pari eftir gærdaginn og sat í 51.-59. sæti, fimmtán höggum á eftir efsta manni. Sem fyrr vantaði nokkuð upp á stöðug- leikann í leik Birgis Leifs, en hann fékk þrjá fugla og fimm skolla auk þess sem hann fékk þrefaldan skolla á 17. braut. Ólöf María slapp í gegn Kylfingurinn Ólöf María Jónsdóttir slapp naumlega í gegnum niðurskurðinn á móti á sænsku mótaröðinni í golfi í gær. Hún lék í gær á þremur höggum yfir pari og var samtals á átta yfir eftir fyrstu tvo hringina en hún var, ásamt sex öðrum kylfingum, á slakasta skorinu til að komast í gegnum niðurskurðinn. Ólöf María var í 33.-39. sæti á mótinu og heldur áfram keppni í dag.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.