Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.07.2006, Qupperneq 65

Fréttablaðið - 30.07.2006, Qupperneq 65
SUNNUDAGUR 30. júlí 2006 29 FÓTBOLTI Indriði Sigurðsson hefur gert svokallaðan áhugamanna- samning við KR og verður á morgun væntanlega gengið formlega frá félagaskiptum frá belgíska félag- inu Genk til KR. Indriði mun þó ekki geta leikið með KR-ingum gegn Fylkismönnum annað kvöld en ætti að getað komið inn í liðið fyrir næsta leik. Hluti af samkomulaginu er að ef Indriði fær tækifæri til að reyna sig hjá erlendu liði mun KR ekki standa í vegi fyrir honum. Baldur Stefánsson, stjórnarmaður KR Sports, sagði þetta hið besta mál fyrir báða aðila. „Á meðan að hann er að finna sér félag erlendis þá fær hann tækifæri til að æfa og spila með okkur. Það væri jafnvel möguleiki að útsendarar erlendra liða kíki á hann í leik með KR.“ Á miðnætti annað kvöld lokar félagaskiptaglugginn hér á landi og því ekki seinna vænna. Indriði varð samningslaus í vor og reyndi fyrir sér hjá ensku liðunum Southampton og Ipswich, en án árangurs. Hann lék síðast með KR árið 1999 áður en hann hélt út til Noregs í atvinnumennsku. Þar lék hann með Lilleström áður en hann gekk til liðs við Genk. Hann er 25 ára gamall og hefur leikið flesta leiki íslenska landsliðsins undan- farin ár. - esá Indriði Sigurðsson kominn á heimaslóðir í Vesturbæinn: Indriði Sigurðsson semur við KR INDRIÐI SIGURÐSSON Klæðist senn búningi KR. Hér er hann á landsliðsæfingu í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ FÓTBOLTI Þór Akureyri vann í gær mikilvægan sigur á Haukum í botnslag í 1. deildinni, 3-2. Eftir þennan sigur eru bæði lið með tólf stig í áttunda og níunda sætinu eða jafnmörg og KA sem á reyndar leik inni. Í neðsta sætinu er Víkingur Ólafsvík með átta stig eftir markalaust jafntefli gegn Leikni á föstudag. Framarar eru hins vegar í toppsætinu og náðu tíu stiga forskoti á Þrótt með 3-1 sigur á KA á föstudag, Það var Ingi Hrannar Heimis- son sem skoraði sigurmark Þórs- ara í gær úr vítaspyrnu á lokamínútu leiksins. Þór komst í 2-0 með mörk- um frá Ármanni Pétri Ævarssyni og Daða Kristjánssyni. Ómar Karl Sigurðsson skoraði þá tvö mörk fyrir Hauka og jafnaði metin áður en Þór fékk víti undir lokin. - egm Einn leikur í 1. deild í gær: Þór sigraði Hauka í gær BARÁTTA Kristján Ómar Björnsson, leik- maður Hauka, er hér í baráttu við Lárus Orra Sigurðsson, spilandi þjálfara Þórs. FORMÚLA Finninn Kimi Raikkönen verður á ráspól í þýska kappakstr- inum sem fer fram á Hockenheim- brautinni í dag. Þetta er í fyrsta sinn í ár sem Raikkönen verður fremstur á ráspól en Fernando Alonso og Michael Schumacher hafa nánast einokað það sæti á tímabilinu. Schumacher varð annar í tímatökunum. - esá Formúlan í Þýskalandi: Kimi á ráspól KIMI RAIKKÖNEN Náði bestum árangri í tímatökunum í gær. NORDIC PHOTOS/GETTY GOLF Sigmundur Einar Másson hefur átta högga forystu á næstu menn á Íslandsmótinu í höggleik sem fer fram á Urriðavelli en lokahringurinn verður leikinn í dag. Tryggvi Valtýsson náði reyndar að minnka forystuna í tvö högg í gær en fór illa að ráði sínu á lokaholum dagsins. Ragnhildur Sigurðardóttir og Helena Árnadóttir eru jafnar fyrir lokadaginn en Ragnhildur lék á 72 höggum í gær og jafnaði þar með vallarmet Önnu Lísu Jóhannsdóttur sem hún hafði sett fyrr um daginn. Hlynur Geir Hjartarson úr GS setti einnig vallarmet í gær, af hvítu teigunum, er hann lék á 67 höggum. - esá Íslandsmótið í golfi: Tvö vallarmet FÓTBOLTI Landsliðsmarkvörðurinn Árni Gautur Arason stóð í marki Vålerenga sem tapaði 3-2 á útivelli fyrir Odd Grenland í norsku úrvalsdeildinni. Olof Hvidén- Watson skoraði sigurmark leiks- ins þegar þrjár mínútur voru til leiksloka. Liðin voru jöfn að stigum fyrir leikinn en Vålerenga er nú í sjötta sæti deildarinnar. Í sænsku deildinni gerðu Djur- gården og Örgryte 2-2 jafntefli en Kári Árnason sat allan leikinn á varamannabekk Djurgården sem er í fjórða sæti þar í landi. - egm Norski og sænski boltinn: Árni fékk þrjú mörk á sig KÖRFUBOLTI Íslenska kvennalands- liðið í körfubolta, skipað leikmönn- um átján ára og yngri, vann í gær góðan sigur á liði Finna í B-deild Evrópumótsins sem fer fram í Finnlandi. Leiknum lauk með 79- 76 sigri íslenska liðsins og sem fyrr fór Helena Sverrisdóttir fyrir sínu liði en hún skoraði 31 stig í leiknum, gaf þrjár stoðsendingar og tók sex fráköst. Bryndís Guðmundsdóttir skoraði sextán stig og María Ben Erlingsdóttir þrettán. Ísland mætir Írlandi í dag í lokaleik sínum á mótinu og mun með sigri sennilega tryggja sér tíunda sæti mótsins. - esá U-18 lið kvenna í körfubolta: Sigur á Finnum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.