Tíminn - 03.02.1978, Qupperneq 2

Tíminn - 03.02.1978, Qupperneq 2
2 Föstudagur 3. febrúar 1978 Alsir: Tveggja daga ráðstefna and- stæðinga Sadats Algeirsborg/Reuter Houari Boumedienne forseti Alsir setti i gær tveggja daga ráðstefnu Ar- abaleiðtoga er andvigir eru stefnu Sadats forseta i málefnum Miðausturlanda. Eftirtektarvert var að leiðtogi Libýumanna Mu- ammar Gaddafi var ekki við- staddursetningarathöfnina. Talið er, að á ráðstefninni verði sam- Houari Boumedienne hafin þykktar aðgerðir sem stefna að þvi að eyðileggja „samsæri Egypta gegn Aröbum”. Gaddafi ofursti sem kom ekki til Algeirsborgar i fyrrakvöld vegna minni háttar magaveik- inda, lét ekki heldur sjá sig i gær, en búizt hafði verið við að hann kæmi i tæki tið til að vera við- staddur setningarathöfn ráð- stefnunnar. Forsætisraðherra Li- býu, Abdel Sala Jalloud, kemur i stað Gaddafis sem formaður li- býsku sendinefndarinnar. Aðrir þjóðarleiðtogar sem sitja ráðstefnuna, eru sýrlenzki forset- inn Hafez Al-Assad, aðalritari suður-jemensku frelsishreyfing- arinnar, Abdul Fattah Isamil, og formaður frelsissamtaka Pale- stinumanna Yasser Arafat. I ræðu við opnun ráðstefnunnar fór Boumedienne mjög hörðum orðum um friðarumleitanir Sadats forseta, og likti þeim við högg sem ætlað væri Aröbum og Palestinumönnum sérstaklega. Forsetinn sagði: „Við berjumst gegn hvers konar yfirgangi. þess vegna reynum við að vinna að varðveizlu valdajafnvægis i Arabaheiminum og i Afriku”. Norskir og brezkir ráðherrar ræða út- færslu fiskveiðilög- sögu við Svalbarða London/Reuter Jens Evensen, hafréttarmálaráðherra Norð- manna, átti i gær viðræður við brezka ráðherra og opinbera starfsmenn þarlenda, um fisk- verndunarsjónarmið Norðmanna og skyld málefni. Umræðurnar fjalla einkum um þá ákvöröun Norðmanna, er tekin var i júni siðastliðnum, að koma á 200 mllna fiskveiðilögsögu kringum Svalbarða. Fyrirhugaðri útfærslu hefur hins vegar veriö tekið heldur fá- lega af Sovétmönnum, Banda- rikjamönnum og Bretum. Tals- maður Breta sagði i gær að verið væri að kanna lagalegan grund- völl fýrir útfærslunni, en Bretum væri sönn ánægja að vita að unnið væri að fiskverndunarmálum með jákvæðu hugarfari. Sagði hann, að þar sem verndun fiski- stofnanna væri annars vegar ættu Bretar og Norðmenn sameigin- legt áhugamál. Evensen kom til Bretlands frá Brissel og heldur þaðan til Paris- ar til að ræða útfærsluna við Sval- barða við frönsk stjórnvöld. Sam- kvæmt áætlunum Norðmanna yrðivissum þjóðum leyftað veiða innan nýju lögsögunnar, en settur yrði sérstakur kvóti, og veiðum hætt er hann hefði verið fylltur. Þjóðir sem veitt hafa á svæðinu við Svalbarða, verða hafðar i samráði við ákvörðun um friðun- araðgerðir. Samkvæmt samningi, er gerður var i Paris 1920, hafa Norðmenn yfirráðyfir Svalbarða, en 40 þjóð- ir, er undirrituðu samninginn, þar á meðal Bandarikjamenn, Bretar, Frakkar og Sovétmenn, hafa vissan rétt til að nytja auð- lindir eyjarinnar og hafsins um- hverfis hana. 1 gær ræddi Evensen við fiski- málaráðherra Breta, John Silkin,. og aöstoðarutanrikisráðherrann Frank Judd, en Judd hefur mál Efnahagsbandalagsins að megin- verkefni. Norski ráðherrann ræddi, aukfyrrgreindra mála um horfur mála á fyrirhugaðri haf- réttarráöstefnu Sameinuðu þjóð- anna i næsta mánuði við fulltrúa Breta á hafrettarráðstefnunni, Ronald Arculus. Lítil loönuveiöi s.l. sólarhring GV — Litil loðnuveiði hefur verið tvo siðastliðna sólarhringa, sið- degis i gær höfðu 13 bátar tilkynnt um afla til loðnunefndar með 5300 lesta afla. Sólarhringinn þar á undan öfluðu átta bátar 2860 lesta. Veður er nú gott á miðun- um, svo ekki er hægt aö kenna þvi um aö illa aflast. Bátarnir 13, sem tilkynnt höfðu um afla frá miðnætti i gær, voru: Hilmir SU með 470 lestir, örn KE með 540 lestir, Hrafn Svein- bjarnarson GK með 240 lestir, Hrafn GK með 500 lestir, Þórs- hamar GK með 450 lestir, Grind- vikingur GK með 610 lestir, Al- bert GK með 520 lestir og Arney með 150 lestir. Thailendingar og Kambódíu- menn skiptast á sendiherrum — fortíðin skal falla í gleymsku Bangkok/Reuter. Thailending- ar og Kambódiumenn hafa samþykkt að taka upp verzlun- arviðskipti sin á milli og skipt- ast á sendiherrum. Ætla þjóð- irnar nú að „gleyma fortíðinni”, en sambúðin hefur verið vægast sagt stirð og blóðug landamæra- áötk verið tið. Tilkynning um þessa ákvörðun stjórna land- anna var birt i gær. Utanrikisráðherra Thailands Upadit Pachirayangkun sagði aðheimsókn hans til Kambódiu, sem stóð i fjóra daga, hefði verið „árangursrik og ánægju- leg”. Utanrikisráðherrann, átti viðræður við aðstoðarforsætis- ráðherrann, Ieng Sary, og hitti Pol Pot forsætisráðherra. Ekki er ljóst af orðum thailenzka ut- anrikisráðherrans hvort ráð- stafanir hafa verið gerðar til að koma’ i veg fyrir frekari árekstra á landamærum land- anna, en rösklega 150 Thailend- .ingar létu lífið i landamæra- skærum á siðasta ári. Ráðherr- ann virtist þó vera vongóður. „Héðan i frá munum við lita svo á að friður riki milli þjóð- anna, sérstaklega i landamæra- héruðunum. Við hefjumst nú hana um að koma samskiptum landanna i eðlilegt horf”, sagði Upadit. Thailenzkur ráðherra hefur ekki farið i opinbera heimsókn til Kambódiu frá þvi að kómm- únistar tóku þar völdin 1975. Meðal þeirra mála er náðu fram að ganga i viðræðum ráða- manna landanna á dögunum, var að nú hafa Kambódiumenn samþykkt að láta lausa thai- lenzka fiskimenn er verið hafa i haldi i Kambódiu siðan 1975. Fiskimennirnir voru handteknir Thailenzkur hermaður stendur yfir liki barna eftir landamæra- árás Kambódiumanna. Alit slikt skal nú gleymt. af kambódiskum strandgæzlu- mönnum á Thailandsflóa. Ýmis millirikjamál verða ekki leyst fyrr en skipzt hefur verð á sendiherrum, en Upadit sagðist vona að viðskipti milli rikjanna hæfust hið fyrsta. Að- stoðarforsætisráðherra Kambó- diu Sary hefur þegið heimboð til Thailands, en það verður i annað skiptið sem hann fer þangað i opinbera heimsókn. Verða mun af heimsókninni innan tveggja mánaða. Enn nýjar kærur á hendur Bhutto Lahore, Pakistan/Reuter Fyrr- verandi forsætisráðherra Pakist- ans, Zulfikar Ali Bhutto, var i gær skipað að koma fyrir sérstakan rétt, þar sem hann verður ákærð- ur fyrir kosningasvik og misnotk- un opinberra sjóða. Bhutto, sem er fimmtugur að aldri, var steypt af stóli við valdatöku hersins i júli siðastliðnum. Hann á nú á hættu að verða dæmdur i sjö ára fang- elsi fyrir hverja einstaka kæru gegn honum en þær munu alls vera sex talsins. Liklegt þykir einnig að hann verði dæmdur til að endurgreiða fjárhæðir, er hann er talinn hafa svikið úr opinber- um sjóðum. Sú upphæð nemur alls 800 milljónu.. islenzkra króna. Dómstóllinn, sem fjallar um mál Bhuttos, var settur á fót að tilhlutan núverandi leiðtoga landsins, Mohammad Zia-Ul Haq. A þessi ráðstöfun að vera hluti af aðgerðum pr stefna að þvi að upp- ræta pólitiska spillingu i landinu. Zia hershöfðingi hefur neitað að nefna ákveðinn kosningadag, og telur ótimabært að snúa aftur til þingræðis fyrr en réttarhöldunum yfir Bhutto er lokið. Hinar nýju ákærur á hendur Bhutto verða ekki teknar fyrir fyrr en dómur hefur fallið i máli sem höfðað var gegn honum vegna morðtilraunar við fyrrum pólitiskan andstæðing hans, Ahmed Raza Kasuri. Morðtilraun var gerð við Kasuri fyrir þrem árum, og er Bhutto talinn hafa staðið að baki henni. Zia hershöfðingi hefur skipað öllum, er sæti áttu á þingi frá 1970, að gefa nákvæma skýrslu um eignir sinar og hótar að úti- loka þá frá frekari afskiptum af stjórnmálumr ef uppvist verður um ólöglega auðsöfnun. Zulfikar Ali Bhutto Weizman snúinn heim — beðið eftir árangri af ferð Sadats til Bandaríkjanna Tel Aviv/ReuterVarnarmálaráð- herra Israels, Ezer Weizman, sneriheim i dag eftir að hafa mis- tekizt að brúa bilið milli Egypta og ísraelsmanna á fundum her- málanefndarinnar i Kairó. Weiz- man sat þar á fundum með her- málaráðherra Egyptalands, Ab- del Ghani-Gamassi. Weizman neitaði að svara spurningum fréttamanna við komuna til Ben Gurion-flugvallar. Heimildir telja að hermálavið- ræöurnar i Kairó verði ek'ki t'enar upp að nýju fyrr en Sadat forseti kemur aftur heim úr ferð sinni til Bandarikjanna og sex annarra landa. Fréttaskýrendur segja, að ekkert hafi miðað i deilunni um búsetu gyðinga i herteknu svæð- unum i Sinai eyðimörkinni. Talið er að Bandaríkjamenn muni reyna að fá Sadat til að hefja stjórnmálaviðræðurnar i Jerúsalem, sem fóru út um þúfur fyrir tveim vikum. Regnboginn: Enn eru bílastæðis- málin rædd FI — Er afgreiðsla kvikmynda- hússins Regnbogans i borgar- stjórn nokkurs konar „Armanns- fellsmál”? Þessari spurningu er óbeint varpað fram í einu morgunblaðanna I gær og er gild að þvi leyti, að svo virðist sem eigendur Regnbogans hafi aöeins greitt bílastæðisgjald fyrir sem svarar 30 bilastæðum i stað 60, og hafi þar meö sparaðsér 6 milljón- ir króna. Hinu er enn ósvarað fyr- ir hvaða 30 bilastæði Regnboginn hafi greitt, þvi að ekki liggja slík stæði á lausu við kvikmyndahúsiö sjálft. Ekki náðist i skrifstofustjóra borgacverkfræðings i gær, en Timinn hefur það eftir áreiðan- legum heimildum, að bilastæða- fjöldinn og greiösla fyrir hann hafi verið ákveðin eftir gamalli reglu, sem gildir um bilastasði borgarinnar og reiknuð er út frá rúmmetrafjölda húsa. Endurskoðað aðalskipulag er hins vegar ekki enn staðfest, en samkvæmt þvi eiga kvikmynda- hús greiða eitt bílastæði á hver tiu sæti i húsinu.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.