Tíminn - 03.02.1978, Qupperneq 6

Tíminn - 03.02.1978, Qupperneq 6
6 Föstudagur 3. febrúar 1978 Landsbankamálið: Rannsókn og réttvisi verður að hafa sinn gang — sagði Olafur Jóhannesson dómsmála- og viðskiptaráðherra ólafur Jóhannesson dómsmála- og viðskiptaráöherra kvaddi sér hljóðs utan dagskrár á fundi sam- einaðs alþingis I gær og flutti þingmönnum skýrslu um gang Landsbankamálsins. Kvaðst ráð- herra hafa skrifaö bankastjórn Landsbankans og óskað eins ýtarlegra upplýsinga og fært þætti að veita um gang málsins I samræmi viö fyrirspurn Sighvats Björgvinssonar alþingismanns. Las ráöherra siðan svarbréf Landsbankans og fer það hér á eftir: ,,Sem svar viö bréfi yöar, herra viðskiptaráðherra, dags.24. þ.m., vill bankastjórnin upplýsa eftir- farandi: Þann 22. desember s.l. ritaði bankastjórnin rannsóknarlög- reglustjóra rikisins bréf, þar sem beðiö var um, að þá þegar yröi hafin rannsókn á misferli, sem komið hefði fram, að einn af starfsmönnum bankans, Haukur Heiðar, deildarstjóri ábyrgðar- deildar, heföi gerzt sekur um. Nokkru áður hafði eitt af viö- skiptafyrirtækjum bankans óskað eftir sundurliðun á kostnaöar- reikningi hjá ábyrgöardeildinni og hafði þá komiö i ljós, aö ósam- ræmi var milli færsluskjals I bók- haldi bankans og tilsvarandi færsluskjals 1 bókhaldi fyrirtæk- isins. Þegar endurskoðunardeild bankans kannaði hvað mismuni þessum ylli, varð ljóst að Haukur Heiðar myndi hafa Utbúið tvenns konar færsluskjöl, önnur sem við- skiptamaðurinn greiddi eftir, hin með lægri upphæð, sem gengu til bókhalds bankans, en siðan dreg- ið sér mismuninn. Var þá beðið um rannsókn þá sem fyrr er getið Ólafur Jóhannesson Oskar upplýsinga um skipákaupa- og gjald- eyrisreikningamálin Þórarinn Þórarinsson (F) beindi i gærdag við umræður ut- an dagskrár um Landsbanka málið tveimur fyrirspurnum tii Ólafs Jóhannessonar dóms- og viðskiptamáiaráðherra, annars vegar um skipamálið svokall- aða, hins vegar um gjaldeyris- reikninga íslendinga i dönskum bönkum. 1 upphafi ræðu sinnar þakkaði Þórarinn ráöherra fyrir hversu fljótt og vel hann hefði brugðizt við fyrirspurn Sighvats Björg- vinssonar um Landsbankamál- ið. Þá vakti hann athygli á, aö hér væri um upphaf að nýjum vinnubrögðum að ræða og skap- azt hefði visst fordæmi um meö- ferð upplýsinga I málum sem þessum. Sagði Þórarinn siðan, að að fengnum þessum upplýsingum um rannsókn Landsbankamáls- ins rifjuðust upp fleiri mál nokkuð skyld. Nefndi Þórarinn sérstaklega nýfengnar upplýs- ingar um gjaldeyrisreikninga Islendinga erlendis. Seölabank- inn hefði nú skrifað viðkomandi reikningseigendum og óskað þess að þeir flyttu gjaldeyris- eignir sinar erlendis á banka- reikninga hérlendis. Ljóst væri, sagði Þórarinn, að hér gæti verið um að ræða ein- hver brot á gjaldeyrislöggjöf. A.m.k. væri eðlilegt að þaö væri Þórarinn Þórarinsson athugaö en ekki látið nægja að flytja gjaldeyri þennan heim. Þórarinn bar siðan fram þá fyrirspurn hvort ráðherra gæti ekki fengið upplýsingar hjá Seðlabankanum um hverjar áætlanir séu þar uppi um hvern- ig standa skuli að málum. 1 ööru lagi beindi Þórarinn þeirri fyrirspurn til ráðherra, hvort Seðlabankinn gæti ekki jafn- framt gefið alþingi upplýsingar um rannsókn skipakaupamáls- ins svokallaða. ólafur Jóhannesson dóms- og viðskiptamálaráðherra tók til máls að lokinni ræðu Þórarins og kvaðst ekki geta svarað fyrirspurnum hans þá þegar, en hann skyldi leita eftir sjónar- miðum Seðlabankans við fyrir- spurnum þessum. Þó benti hann á, að bæði þessi mál væru fyrst og fremst á vegum skattyfir- valda og þá fjármálaráðuneyt- isins. Siðan sagði ráöherra, að ekki færiá milli mála, að ef um brot eraðræða i þessum málum yrði kært yfir þeim. Það væri hins vegar útbreiddur misskilning- ur, að gjaldeyriseign erlendis væri alltaf og i öllum tilvikum brot á gjaldeyrislögum. Svo væri þó ekki, menn gætu bæði komizt yfir gjaldeyri og átt hann erlendis með löglegu móti. Margumræddur listi yfir reikningseigendur i Danmörku yrði að sjálfsögðu og nauðsyn- lega kannaöur mjög vel. Kæmi þá I ljós hvort reikningseigend- ur væru brotlegir og þá hverjir. Nafnbirting sagði hann að væri hæpin ráðstöfun. Til henn- ar hefði verið gripið af illri nauðsyn i tékkamálinu vegna ýmissa gróusagna og hugsan- lega þyrfti enn að gripa til þess ráðs af illri nauðsyn þar sem gróusögur um alsaklausa menn væru enn farnar af stað. Nöfn reikningseigenda yrðu þó ekki birt nema að vandlega athuguðu máli. Stóraukið fé til vegamála — á leið í gegnum þingið Halldór E. Sigurðsson sam- göngumálaráðherra mælti á sameinuðu þingi i gær fyrir breytingartillögu á þingsálykt- un um vegaáætlun fyrir árin 1977-80. Felur tillagan f sér mjög verulega hækkun á ráðstöfunar- fé árið 1978 til vegamála. ,,Um útgjöldin er það að segja, aö heildarútgjöld samkvæmt til- lögunnieru 9300 milljónir króna á móti 5650 milljónum króna ár- ið 1977. — Hækkun i krónutölu er þvi 3650 millj. kr. eða 65% frá árinu 1977. Magnaukning er hins veg- ar 26% ef gert er ráð fyrir að verðiag hækki um 30% milli ár- anna 1977 og 1978,” sagði ráð- herra i framsöguræöu sinni i gær. Nánar verur fjallað um vega- áætlunina og ræða ráðherra birt á þingsiðu á morgun. og enn stendur yfir. Mismunar af þessu tagi hefir orðið vart i um 25 tilvikum á timabilinu 1970-1977, að báðum árum meötöldum, og lúta þau öll aö viðskiptum sama viöskiptafyr- irtækis. Samtals nemur sá mis- munur, sem um ræðir i þessum tilvikum, nálega 50 millj. kr. Ekkert hefur komið fram, sem bendir til aö hliðstæður fjárdrátt- ur hafi átt sér stað i sambandi við viðskipti annarra fyrirtækja við ábyrgðardeild bankans, en þessa eina, en það verður að sjálfsögðu rannsakað til hlitar. A hinn bóg- inn hefur Haukur misnotað reikn- inga sex fyrirtækja til þess að ná þvi fé, sem hann dró sér, út úr bankanum. Enn er ekki fullkann- aö að hve miklu leyti féð hefur veriö dregiö af bankanum og að hve miklu leyti af viöskiptafyrir- tækinu, en flest bendir þó á þessu stigi til þess, að það sé að mestu af bankanum. Ekkertbendirtilað neinn innan bankans, sé samsekur Hauki i máli þessu. A þvi sem hér hefur verið lýst eru kærumál bankastjórnar á hendurHauki Heiðarreist. Rann- sókn málsins er hins vegar undir forræði og yfirstjórn rannsóknar- lögreglustjóra og er það ekki á valdi bankastjórnar að gefa skýrslu um hana. Af bankans hálfu hefur verið lögö áherzla á að flýta rannsókn málsins eftir þvi sem það stendur i hans valdi. Rannsóknarlög- reglustjóri hefur að beiðni banka- stjórnar til nefnt óháðan, löggilt- an endurskoðanda til að hafa yfir- umsjón með þeirri gagnavinnslu, sem fram fer I bankanum og starfslið bankans vinnur að. A þeim rúma mánuöi, sem liö- inn er siðan mál þetta kom upp hafa farið fram á vegum banka- ráðs og bankastjórnar ýtarlegar umræður og undirbúningur að að- gerðum, sem hrundið verður i framkvæmd á næstunni I þvi skyni að koma eins og fært er i veg fyrir aö atburðir af þessu tagi endurtaki sig. Þessar aðgerðir munu einkum verða tvenns kon- ar: 1 fyrsta lagi veröa teknar til endurmats og endurnýjunar allar vinnuaðferöir endurskoðunar- deildar bankans. Þörfin á slikri endurnýjun hefur komið til um- ræðu i bankanum áður. Nú hafa hins vegar verið gerðar ráðstaf- anir til að fá utanaökomandi sér- fræðiaðstoð til að annast þetta endurmat án tafar. 1 öðru lagi verður tekinn upp sá siður sem allsherjarregla, að flytja menn til i störfum innan bankans á hæfilegu árabili. Þessi siður tiðkast i mörgum erlendum bönkum, og þykir hafa marga kosti, en hefur ekki tiðkazt hér- lendis fyrr en Landsbankinn tók hann upp I nokkrum mæli fyrir 6-7 árum. Vér leyfum oss að vænta þess, herra viðskiptaráðherra að þetta bréf svari fyrirspurn yöar.” Ólafur Jóhannesson kvaöst ennfremur hafa skrifað Rann- sóknarlögreglu rikisins og óskað gleggri upplýsinga um rannsókn málsins eftir þvi sem fært væri. Las ráðherra siöan fyrir þing- menn svarbréf rannsóknarlög- reglustjóra rikisins: „Með bréfi viöskiptaráðuneyt- isins, dagsettu 30. f.m. barst mér ljósrit af bréfi bankastjórnar Landsbanka íslands, dagsettu 28. f.m. 1 bréfi ráöuneytisins er þess farið á leit viö mig, að ég gefi al- þingi allar þær upplýsingar um gang lögreglurannsóknar þeirr- ar, sem lýst er i fyrrgreindu bréfi, er ég telji fært að veita á þessu stigi rannsóknar. Svo sem fram kemur I fyrr- greindu bréfi bankastjórnarinnar var það hinn 22. desember s .1., sem stjórn Landsbanka Islands sneri sér til rannsóknarlögreglu- stjóra rikisins með beiöni um að hafin yrði rannsókn á fjármála- misferli, sem komið hefði fram, að Haukur Heiðar, deildarstjóri ábyrgðardeildar bankans hefði gerzt sekur um. Rannsóknarlög- regla rikisins hóf þegar i stað rannsókn þessa kæruefnis, og hefir hún staðiö yfir sleitulaust siðan. Við þá rannsókn, sem þegar hefir farið fram, hefir kærði, Haukur Heiöar, játað að hafa um árabil staðiö að stórfelldum fjár- tökum og misferli meö skjöl i sambandi við viðskipti bankans og tilgreind fyrirtæki. Þykir i meginatriðum upplýst með hvaða hætti kærði hefir staðið að þess- um fjártökum að þvi marki sem kæruefni og rannsóknargögn liggja þegar fyrir. Jafnframt beinist rannsóknin að þvi að ganga úr skugga um, hvort um aðrar fjártökur eöa önnur brot hafi verið að ræða en þegar þykir i ljós leitt. Rannsókn sakarefna máls þessa er eigi lokið enda umfangs- mikil, en hefir verið hraðað eftir föngum og miðar vel áfram. Guðmundur Skaftason, hæsta- réttarlögmaður og löggiltur end- urskoöandi, hefir verið rannsókn- arlögreglu rikisins til ráöuneytis við skipulagningu rannsóknar þessa máls og athugun sakar- gagna, þ. á. m. að þvi er varðar öflun gagna og greinargerða af hálfu Landsbankans og athugun bókhaldsgagna frá þeim við- skiptafyrirtækjum bankans, sem koma við sögu. Þá hef ég tilnefnt Olaf Nilsson, löggiltan endur- skoðanda, til að hafa umsjón með þeirri gagnavinnslu, sem fram fer innan bankans. Á þeim tima, sem liðinn er siðan mál þetta kom upp, má heita að gögn og greinar- geröir af hálfu bankans hafi stöö- ugt verið að berast eftir þvi sem kæruefni og r annsókn þeirra hefir þótt gefa tilefni til. Rikissaksóknara hefir verið gerð grein fyrir rannsókn rann- sóknarlögreglu rikisins í máli þessu og fullt samráð verið haft viöhann um rannsókn og meðferö þessa máls. Frekari upplýsingar verða veittar svo fljótt sem kostur er vegna rannsóknar málsins.” Ráöherra kvaðst ekki geta gef- ið fyllri upplýsingar um málið frá eigin br jósti en fram kæmi I bréf- um þessum. Hann gæti hins vegar fullyrt að unnið væri að rannsókn málsins af fullri atorku. Þá undir- strikaði hann það viðhorf sitt að sjálfsagt væriþaðað alþingi fengi aö fylgjast eins vel meðmálinu og rannsókn leyfði. Máliö snerti al- þingij þar sem bankinn heyröi fyrst og fremst undir það. Alþingi kysi bankaráð, sem aftur kysi bankastjóra. Þá kysi alþingi enn- fremur endurskoðendur bankans. Nokkrar umræður uröu að lok- inni ræðu ráðherra. Benedikt Gröndal (A) þakkaöi ráðherra hversu vel og fljóti hann heföi brugðizt við ósk Sighvats Björg- vinssonar um að veita upplýsing- ar um máliö. Hann fjallaöi siðan um aðgerðir, sem hægt væri að gripa til í kerfinu til að stemma stigu við misferli af þessu tagi. Lúðvik Jósepsson (Abl) vakti m.a. athygli á litlum vörnum sem Framhald á bls. 17. alþingi

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.