Tíminn - 03.02.1978, Síða 7
Föstudagur 3. febrúar 1978
7
Útgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm.), og Jón Heigason. Rit-
stjórnarfulltrúi: Jón Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Stein-
grimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmda-
stjórn og auglýsingar Siðumúla 15. Simi 86300.
Kvöldsimar blaðamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00:
86387. Verð i lausasölu kr. 90.00 Áskriftargjald kr. 1700 á
mánuöi- . ...
Blaðaprent h.f.
Skrif Þjóöviljans
vorið 1974 og nú
Það má segja um skrif Þjóðviljans undanfarna
daga, að ólik eru vinnubrögð sumra flokka eftir
þvi, hvort þeir eru i stjórn eða stjórnarandstöðu.
Aðstæður i efnahagsmálum eru nú á ýmsan hátt
svipaðar og vorið 1974 eftir að ljóst var orðið, að
kjarasamningar þeir, sem voru gerðir þá um vet-
urinn myndu leiða til mikillar verðbólgu. Vinstri
stjórnin, sem þá fór með völd, brást mannlega
viðþessum vanda. Þótt Ólafur Jóhannesson, sem
þá var forsætisráðherra, hefði aðalforustu um
aðgerðirnar, átti hann trausta stuðningsmenn,
þar sem voru ráðherrar Alþýðubandalagsins,
þeir Lúðvik Jósefsson og Magnús Kjartansson.
Sama mátti segja um annan ráðherra Samtaka
frjálslyndra og vinstri manna, Magnús Torfa
Ólafsson. Af hálfu vinstri stjórnarinnar voru i
samræmi við þetta lagðar fram á Alþingi itar-
legar tillögur um hömlur gegn verðbólgunni. Þær
fólu m.a. i sér frestun á visitölubótum og vissum
grunnkaupshækkunum. Það er almennt viður-
kennt, að verðbólgumálið hefði orðið auðveldara
viðfangs siðar, ef þessar tillögur hefðuverið sam-
þykktar.
Illu heilli komu þáverandi stjórnarandstæð-
ingar i veg fyrir, að þessar tillögur væru sam-
þykktar. Það var þá réttilega fordæmt af Þjóð-
viljanum. Hann sagði réttilega, að stjórnarand-
stæðingar gerðu sig seka um verstu tegund af
ábyrgðarleysi. En þvi miður er nú annar tónn i
Þjóðviljanum, þegar gera þarf — undir hlið-
stæðum kringumstæðum — svipaðar aðgerðir og
vinstri stjórnin beitti sér fyrir vorið 1974. Nú
ræðst Þjóðviljinn harðlega gegn svipuðum
aðgerðum og hann mælti með vorið 1974. Þannig
breytast skoðanir og skrif blaðsins eftir þvi, hvort
flokkur þess er i stjórn eða stjórnarandstöðu.
Alþýðubandalagið vann sér traust með hinni
ábyrgu framkomu sinni vorið 1974. Það bætti við
sig atkvæðamagni og einum þingmanni. Óábyrg
afstaða þess nú mun hins vegar mælast illa fyrir.
Uppskeran mun lika verða önnur en forustumenn
þess gera sér vonir um.
Lúðvík verður óskýr
Það má segja með sanni um Lúðvik Jósefsson,
að honum vefst yfirleitt ekki tunga um tönn og
framsetning hans er jafnaðarlega glögg og
auðskilin. Þó brást honum alveg bogalistin i sjón-
varpsumræðunum á dögunum, þegar hann átti að
fara að útskýra siðustu efnahagstillögur Alþýðu-
bandalagsins. Þessar tillögur eru nefnilega botn-
lausar áróðurstillögur, eins og forsætisráðherra
benti á réttilega. Það fann Lúðvik lika, þegar
hann átti að fara að útskýra þær. Hann gerðist
óðamála og hugðist þannig leyna þvi að öll fram-
setning hans varðóskiljanlegt bull. Þess eru ekki
dæmi að honum hafi tekizt eins herfilega. önnur
var framganga hans vorið 1974, þegar hann mælti
með hinum ábyrgu viðnámstillögum gegn verð-
bólgunni. Mikið má vera, ef Lúðvik hefur ekki
óskað eftir þvi i hjarta sinu að vera kominn i þau
spor aftur.
Þ.Þ.
Óvenjulegur dauðadómur í Saudi-Arabíu
1 SÍÐUSTU viku birtist i
enskum blöðum, aðallega þó
Daily Express, frásögn af af-
töku arabiskrar prinsessu og
elskhuga hennar, sem för
fram í borginni Jedda i
Saudi-Arabiu. Prinsessan,
semhétMisha Bin Abdul Aziz,
var barnabarn Muhameds
prins, sem mun vera bróðir
Khalids konungs. Þeir munu
sameiginlega hafa fellt dauða-
dóminn yfir elskendunum. Af-
takan fór fram að viðstöddum
miklum rpannfjölda, sem lét i
ljós mikinn fögnuð yfir henni.
Prinsessan var skotin, en
elskhugi hennar hálshöggvinn
og þurfti böðullinn ekki færri
en sex högg til að fullkomna
verkið.
Meðal þeirra, sem voru við-
staddir aftökuna, var brezkur
maöur, sem var með litla ljós-
myndavél, og tókst að ná
myndum af þessum atburði.
Þær hafa nú birzt i Daily Ex-
press og fleiri blöðum, og orð-
ið til þess að vekja enn meiri
athygli á þessum óvenjulega
atburði og hryllilega að
margra dómi.
FRASAGNIR af aödrag-
anda þessa atburðar, eru
hvergi nærri ljósar, enda flest
gert til þess af stjórnvöldum
Saudi-Arabiu að hans sé sem
minnst getið Ut á við. Ef tir þvi,
sem næst verður komizt, var
Misha prinsessa 23 ára gömul
og haföi ung verið gefin ná-
frænda sinum, sem siöar yfir-
gaf hana. Ariö 1976 mun hún
hafa verið við nám i Beirut og
þar kynnzt umræddum elsk-
huga sinum, sem er sagður
vera náfrændi eða sonur
sendiherra Saudi-Arabiu I
Libanon. Þau felldu fljótt hugi
saman, en reyndu þó að fara
dult með kynni si'n. M.a. munu
þau hafa dvalizt leynilega i
London um skeið. Sumar
heimildir herma, að þau hafi
verið leynilega gift, en aðrar
segja, að svo hafi ekki verið.
Svo fór, að samvistir þeirra
bárust til eyrna afa hennar og
Khalids konungs. Misha er
sögö hafa treyst þvi, að hUn
myndi sleppa viö refsingu
vegna ættar sinnar, en þó
munu elskendurnir ekki hafa
taliö sig óhult I Saudi-Arabiu,
þvi að sagan segir, að þau hafi
verið handtekin á flugvelli,
þegar þau voru aö reyna að
komast af landi burt.
SAMKVÆMT arabiskum
lögum varðar framhjáhald
Misha prmsessa
dauðarefsingu og einnig er
tekið mjög strangt á þvi, ef
konur af æðri ættum hafa mök
við ótigna karlmenn. Sam-
kvæmt þessum lögum hafði
Misha unniö til dauöarefsing-
ar. Sagan segir.að þeir Khalid
konungur og Muhamed afi
hennar, hafi gjarnan viljaö
hlifahenni og báöir hafi veriö
með tár i augum, þegar þeir
kváðu upp dauðadóminn. Það
réði ákvöröun þeirra, aö kon-
ungsættin yrði að hlita sömu
lögum og óbreyttir þegnar.
Annaö myndi grafa grunninn
undan því stjórnkerfi, sem nU
er i Saudi-Arabiu. Hvað, sem
um valdhafa Saudi-Arabíu
má segja, viröast þeir fylgja
hérhinni frægu reglu Hálfdan-
ar svarta: Setti lög og hélt
sjálfur og lét aðra halda. Þvi
verður ekki neitaö, aö þetta er
góð regla, þótt oft geti reynzt
örðugt aö framfylgja henni.
Þ.Þ.
ERLENT YFIRLIT
Háir sem lágir verða
að sæta sömu lögum