Tíminn - 05.02.1978, Side 7
Sunnudagur S. febrúar 1978
7
Vilhjálmur Hjálmarsson,
menntamálaráðherra:
Ræða við
setningu
„Það verður jafnframt ætlazttil,að hinum
máttuga miðli, kvikmyndinni, verði i si-
vaxandi mæli beitt til fræðslu og kynn-
ingar, til siðvæðingar — já, i sem allra
fæstum orðum: til þess að byggja upp
innihaldsrikara mannlif, farsælla sam-
félag.”
kvikmyndahátíðar í Reykjavík 1978
Þaö hefir verið efnt til kvik-
myndahátiöar. Listahátiðar-
nefnd og áhugafólk um kvik-
myndir og kvikmyndagerð
hefur annazt undirbúning. Þeim
sé heiður og þökk.
„t fornöld voru engin bréf”
Og það voru engar kvikmyndir
á öldinni sem leið. — En „bréfin
eru orðin mörg”. Og kvikmynd-
in er orðin óaðskiljanlegur hluti
af mannlifi og menningu. — A
kvikmyndahátið skal þetta
áréttað. Hátið kvikmyndanna
færirokkur i senn Urvalsmyndir
að skoða og njóta, og svo er hún
tilefni og tækifæri til að vega og
meta hvað unnt er að gera og
hvað þarf aö gera til að efla
islenzka kvikmyndagerð.
Nú er sá sem þessi orð mælir
aldamótamaður að þvi leyti að
hann er ekki alinn upp með
kvikmyndum og kann ekki að
njóta góðra mynda nema að
litlu leyti. En engum getur
blandazt hugur um almenna
þýðingu kvikmynda i daglega
lifinu né heldur verður dregið i
efa mikilvægi þess að efla inn-
lenda kvikmyndagerð og varð-
veita gamlar islenzkar myndir
sem gerðar hafa verið og þær
sem gerðar kunna að verða.
Við höfum þegar eignazt
álitlegan hóp áhugasamra
kunnáttumanna i kvikmynda-
gerð, auk annars áhugahðs á
þvi sviði. Hér mun þvi ekki
skorta frumkvæði né atorku til
að leita fullkomnustu mennt-
unar sem fáanleg er og til þess
að takast á við vandasöm verk-
efni—Ogþettaer nú fyrsta skil-
yrðið fyrir þvi að hlutirnir ger-
ist. — En enda þótt orðtakið
„peningarnir eru afl þeirra
hluta sem gera skal” sé fremur
„billegt”, þvi þrátt fyrir allt er
mannlegur vilji aflvakinn eins
og ég áðan sagði, þá fer ekki á
milli mála, að kvikmyndagerð
kostar peninga, né heldur hitt,
að islenzkkvikmyndagerð hefir
ekki átt og á ekki greiðan að-
gang að fjármunum.
Þvi er það, að áhugasamir
menn vöktu máls á þvi að sett
yrðu lög um islenzka kvik-
myndagerð, sem tryggðu henni
nokkurnaðgang að fjármagni.
Þingmannafrumvarp um
þetta efni var flutt á Alþingi
fyrirfáum árum. Þvifrumvarpi
var visað til rikisstjórnarinnar
með tilmælum um nánari
athugun og um undirbúning lög-
gjafar. En nýtt frumvarp hefir
nú verið samið. Það var lagt
fram á Alþingi i dag sem frum-
varp rikisstjórnarinnar.
Frumvarp um
kvikmyndasafn
og
k vikmyndas j óð
Meginefni þessa frumvarps er
tviþætt. Stofna skal kvikmynda-
safn. Þvi er einkum ætlað að
varðveita islenzkar kvikmyndir
i frumgerð og svo i eftirgerðum
eftir þvisemástæðaþykir til, og
einnig skal safnið afla sér ein-
taka af erlendum kvikmyndum
sem hafa listrænt og kvik-
myndasögulegt gildi.
Safnið skal fá fimm milljón
króna framlag i fjárlögum
næsta ársog svo árlegt framlag
eftir þvi sem ákveðið verður i
fjárlögum hverju sinni.
Þá eru fyrirmæli i frumvarp-
inu, um að kvikmyndasafnið fái
til umráða tæknilega útbúið
geymslurými, þar sem kvik-
myndirnar skulu varðveittar,
og kosti rikissjóður annan um-
búnað.
lannanstaðskalstofiia Kvik-
myndasjóð til styrktar islenzkri
kvikmyndagerð. Veita skal til
sjóðsins 30 millj. kr. á næsta ári,
og svo árlega eftir þvi sem
ákveðið verður i fjárlögum
hverju sinni. Tilgangur Kvik-
myndasjóðs er að styrkja
islenzka kvikmyndagerð með
lánum og með beinum fjár-
framlögum til kvikmynda-
gerðarmanna.
Ég vænti þess, að þetta frum-
varp nái fram að ganga á þvi
þingi er nú situr. En enginn
alþingismaður getur sagt fyrir
daginn og stundina! Fjarri fer
þvi að það leysi allan vanda
þetta frumvarp, og þá sizt að
dómi áhugamannanna sjálfra.
En mjór er mikils visir og ég
vænti þess, að það geti talizt
spor i' rétta átt og að islenzk
kvikmyndagerð fái með þvi, ef
að lögum verður,örlitla tátyúu á
erfiðri leið að kli'fa þritugan
hamarinn.
Auknar kröfur
Þaðer eins vistog dagur fylg-
ir nóttu að með skipulegum
stuðningi samfélagsins við
islenzka kvikmyndagerð aukast
kröfur þjóðarinnar á hendur
þeim er hana stunda. — Og þær
kröfur verða eigi aðeins um list-
ræn gæði og tæknilega gerð
myndanna. — Það verður jafn-
framt æflazt til að hinum mátt-
uga miðli, kvikmyndinni, verði i
sivaxandi mæli beitt til fræðslu
og kynningar, til siðvæðingar,
já i sem allra fæstum orðum: til
þess að byggja upp innihalds-
rikara mannlif, farsælla sam-
félag.
Þannig fylgir áreiðanlega frá
allri alþýðu böggull skammrifi
þegar rætt er um aukinn stuðn-
ing samfélagsins við islenzka
kvikmyndagerð, — En sá bögg-
ull er af góðum huga gjörður.
Svoersagtað kvikmyndagerð
sé að hluta til listsköpun og að
hluta iðngrein. En eitt er vist, að
hún kostar mikla fjármuni,
a.m.k. ef vel skal vanda til alls.
Er það undrunarefni satt að
segja, hverju islenzkt áhugalið
hefúr áorkað með tvær hendur
to'mar. — Það er vissulega
ánægjulegt og uppörvandi aö
kynnast viðhorfum þess fólks og
ekki fátt sem þessi hópur hefur i
taki: Söfnun og varðveizla
islenzkra kvikmynda, gerð
heimildamynda um menningar
og atvinnusögu og um einstaka
atburði, gerð annarra kvik-
mynda, oftast þö úr islenzkum
efniviði, nýting kvikmynda og
annars myndefnis til fræðslu og
kynningar margvislegra mál-
efna, að kenna fólki og þjálfa
það til að notfæra sér margvis-
legt myndefni i fjölþættum til-
gangi og aðdrættir úrvals
mynda utan úr heimi svo að
dæmi séu nefnd um einstök
áhugasvið. öllu þessu er
ánægjulegt að kynnast.
Við hin eldri sum hver sökn-
um kyrrlátari tiða frá yngri ár-
um. En öllum má vera ljóst, að
ekki tjóar að sporna gegn nýj-
ungunum, tækninni. Þvert á
móti ber að taka tækninni tveim
höndum, temja og gera mannin-
um auðsveipa, með öðrum orð-
um leggja við hana og riða til
kosta.
Margs er að
minnast
Þótt saga kvikmyndagerðar á
íslandi sé ekki lengri orðin en
raun ber vitni, er margs að
minnast frá fyrstu árunum og
þörfin brýn að hefjast handa um
varðveizlu sögu og minja.
Loftur heitinn Guðmundsson,
ljósmyndari, var einn hinna
miklu áhugamanna um kvik-
myndagerð og ótrauður að tak-
ast á við ný verkefni.
Þann 13. janúar 1949 frum-
sýndi hann fyrstu islenzku tóna-
og talmyndina, Milli fjalls og
fjöru. 1 henni léku margir hinna
ágætustu leikara okkar. Og hún
var tekin i litum. Tæplega
þremur árum siðar er ný mynd,
Niðursetningurinn, frumsýnd.
Loftur samdi efnið sjálfur, ann-
aðist leikstjórn og kvikmynda-
töku — og kostaði kvikmynda-
gerðina. Engar nothæfar kópiur
eru fll af myndum þessum. En
frummyndirnar eru varðveittar
hjá börnum hans. Þess má geta
að sr. Hákon Loftsson, sem nú
er látinn, tók saman stutta frá-
sögn af myndatökunni og er að
henni mikill fengur.
Mérer þaö sérstök ánægja að
geta skýrt frá þvi hér aö börn
Lofts hafa ákveðiö að afhenda
væntanlegu kvikmyndasafni
Islands myndir þessar til varö-
veizlu. Má segja að þetta spái
góðu um stofnun og starfsemi
kvikmyndasafnsins. Fyrir
þessahugulsemi vil ég þakka af
heilum huga.
Jafnframt vil ég geta þess, aö
ég hef ákveðið i samráði viö
fjármálaráðherra og með sam-
þykki eigendanna að mennta-
málaráðuneytið láti gera kópiu
af báðum myndunum til varð-
veizlu og notkunar eftir þvi sem
siðar verður ákveðið.
Góðir gestir. Ég vona að þessi
hátið marki spor: Sýningar á
úrvalsmyndum muni gleðja
sýningargesti og efla góðan
smekk þeirra. Og umræða sú og
kynning,sem verður við þessar
aðgerðir allar, muni eigi aðeins
flýta þeirri lagasetningu sem
hér var drepið á heldur jafn-
framt treysta samstöðu og
hvetja til dáða næsta áfangann.
Ég árétta þakkir til þeirra
sem undirbúið hafa þessa kvik-
myndahátið. Það er ósk min og
von að þið megið hafa árangur
sem erfiði og ná þvi marki sem
að er stefnt.
Vilhjálmur Hjáltnarsson
Fíkniefnamálið:
Enn 60 daga
gæsluvarðhalds
úrskurður
SJ — A föstudag var 23 ára gam-
all maður úrskurðaður i allt að 60
daga gæzluvarðhald vegna rann-
sóknar fikniefnamáls þess, sem
verið hefur til meðferðar hjá
Fíkniefnadómstólnum siðan fyrir
jól. Þetta er lengsti gæzluvarð-
haldsúrskurður, sem kveðinn hef-
ur verið upp i fikniefnamáli hér-
lendis.
Maðurinn var handtekinn á
Húsavik fyrr i vikunni vegna
gruns um þátttöku i þessu máli,
en þar starfaði hann sem sjómað-
ur.
Hér mun vera um meintan inn-
flutning á mörgum kilóum af
fikniefnum að ræða. Maðurinn
var úrskurðaður i 5 daga gæzlu-
varðhald á Húsavik og fluttur til
Reykjavikur til yfirheyrslu.
Arnar Guðmundsson fulltrúi
við Ffkniefnadómstólinn fram-
lengdi úrskurðinn á föstudag i 60
daga. Maðurinn hefur kært
gæzluvarðhaldsúrskurðinn til
Hæstaréttar.
Fimm menn eru i gæzluvarð-
haldi vegna rannsóknar þessa
máls.
Ritstjórn, skrifstofa og afgreiðsla
Costa del Sol Kanaríeyjar
Irland Jugóslavía
JÍA wr Samvmnuferðir tfi iLANDSÝN
L AUSTURSTRÆTI 12 SÍMI 27077 ^ SKÓLAVÖRÐUSTÍG 16 SÍMI 28899 Á