Tíminn - 05.02.1978, Síða 18
18
Sunnudagur 5. febrúar 1978
Sunnudagur 5. febrúar 1978
19
1811, svo sem frægt er i sögum.
Me6 Guörúnu eignaðist Samúel
fjóra syni. tJt af einum þeirra eru
þeir komnir, Richterarnir á
ísafiröi. Þegar langafi minn var
kominn um sextugt og oröinn
ekkill, kvæntist hann öðru sinni,
og siðari kona hans hét lika
Guörún Jónsdóttir. Hún var frá
Jónsnesi i Helgafellssveit.
Honum hefur sjálfsagt h'kaö vel
við þetta nafn, gamla manninum,
en hins vegar gæti þetta villt um
fyrir ættfræðingum, þar sem
eiginkonurnar voru alnöfnur.
Með þessari siðari konu sinni
eignaðist Samúel einn son, Samú-
el Richter, afa minn. Það eru
„Stykkishólms-Richterarnir
mina, eins og oft áður og siðar.
Hún sýndi mér þá visuhelming,
sem hún sagði að hefði komið
fram á Iðunnarfundi, og menn
áttu siðan að botna. Ég bað hana
að gefa mér upp visuhelming
þennan, þvi að mig langaöi að
sýna hann vinnufélögum minum
tveim, sem ég vissi að voru báðir
hagmæltir. Ekki kann ég nú
lengur þessa visu, en hitt man ég,
að ég fór með fyrripartinn til
félaga minna, og við botnuðum
allir. Siðan færði ég frænku minni
botnana, hún sýndi þá Kjartani
Ólafssyni, þáverandi formanni
Iðunnar, á næsta fundi, og hann
sendi hana með þau skilaboð um
hæl, að okkur þrem væri boðiö,
Gömul og virðuleg Borgundarhólmsklukka, sem lengi hefur fylgt ætt-
mennum Ulrichs. — Timamynd Róbert.
næst þegar fundur yröi haldinn i
félaginu. Þangað stormuöum viö,
og gengum í félagiö á fúndinum.
Siðan hef ég verið félagsmaður i
Iðunni. A næsta aöalfundi lenti ég
i þvi aö vera kosinn gjaldkeri
félagsins. Ég var þannig gjald-
keri siðasta formannsár Kjartans
Ólafssonar, sem var fyrsti for-
maöur félagsins, og ég var lika
gjaldkeri fyrsta formannsár
Sigurðar frá Haukagili, sem tók
við formannskunni af Kjartani.
Alls var Kjartan Ólafsson for-
maður I sautján ár, en þó ekki
alveg samfleytt. Björn Friöriks-
son og Jósep Húnfjörð gegndu
báðir formennskuum skeið, en ég
man það nú ekki i svipinn, hversu
lengi þeir voru, hvor um sig, enda
gerir það ekkert til. Viö rifjum
það upp, þegar Iðunn verður
fimmtug á næsta ári!
Siðan valt á ýmsu um trúnaðar-
störf hjá félaginu. Ég hætti að
vera gjaldkeri, en Siguröur frá
Haukagili hélt formennskunni
áfram i átta ár. Þá varð Rik-
harður Hjálmarsson formaöur og
var það i fjögur ár, og ég var
gjaldkeri öll formennskuár hans.
Sigurður frá Haukagili varð for-
maður næstur á eftir Rikharði
Hjálmarssyni, og gegndi þvi
starfi í eitt ár, en þá tók ég við, og
hef verið það siðan. Félagssyst-
kin min i Iðunni voru að kjósa
migformann i tólfta skiptið núna
um daginn.
Nýir félagsmenn koma i
stað þeirra sem kveðja
— En hvernig er starfsemin I
félaginu núna? Yrkiö þið ekki á
fundunum, eins og tiökaðist I
gamla daga, þegar átti aö heita
aö ég þekkti dálitiö til i Iöunni?
— Jú, hagyrðingarnir gera
það, ekki viö hinir. Þaö er alltaf
mikið kveðið, — i tvenns konar
merkingu. Viö kveöum kvæðalög
og stemmur, og svo veröa alltaf
til visurá hverjum fundi. Þetta er
nú svona. Manni er alltaf annað
slagið aö detta i hug, að þetta
hljóti að fara aö deyja út, kvæða-
mönnum hljóti að fækka, eftir þvi
sem eldra fólkið tinist út af
sviðinu, hægt og hægt. En þrátt
fyrir öll slik svartsýnisköst
okkar, hinna eldri, þá heldur
félagið áfram að lifa og starfa,
góðu heilli. Alltaf annað slagið
eru að koma i félagið nýir menn,
sem vilja læra aö kveða, og
Framhald á bls. 3 3
örlftill hluti þess sem fyrir augu ber á hinu glæsilega heimili Ulrichs
Richters og konu hans, frú Margrétar Hjaltested Richters. —
Timamynd Róbert.
Maður er nefndur Ulrich Richt-
er. Þeir sem eitthvaö þekkja til i
Kvæðamannafélaginu Iðunni,
kannast mætavel við manninn,
þvi að þar á Ulrich langt og gott
starf að baki, og þar á hann vafa-
laust margt og mikið óunnið enn,
þvi aö nýlega var hann kosinn
formaður þess félagsskapar i
tólfta skiptiö. Aö þvi komum við
ef til vill siöar, en fyrst skulum
viö huga að ættinni — þeim ágætu
Islendingum, sem bera þetta út-
lenda nafn.
Siðan eru tæpar
tvær aldir liðnar
— Hvaöan ert þú, Ulrich, og
fólk þitt?
— Föðurfólk mitt er frá
Stykkishólmi. Faðir minn var
Reinholt Richter. Hann lagði
stund á verzlun, en var þar að
auki leikari, gamanvisnahöf-
undur og skemmtikraftur. Auk
verzlunarstarfanna ’fékkst hann
viö iönrekstur. Hann rak efna-
gerð, og á sinum tima fór hann til
Englands og lærði þar sultugerö,
og ég hygg, að hann hafi veriö
með fyrstu mönnum hérlendum,
sem það gerðu. Vel getur þó
verið, aö einhverjir gömlu bakar-
anna okkar hafi orðið á undan
honum, þvi þeir byrjuðu snemma
aðfara utan til þess að læra ýmis-
legt sem kom iðn þeirra við, og
vafalaust hefur sultugerð verið
meðal þess sem þeir komust i
kynni við erlendis.
Faðir föður mins var Samúel
Richter, faktor viö Tangs-verzlun
i Stykkishólmi. En faöir þessa afa
mins var Samúel Richter beykir,
sem kom hingað til lands ein-
hvern tima nálægt 1790. Hann var
fæddur árið 1770 i Danmörku, af
danskri móður, en faðir hans var
þýzkur. Þaðaner komiöhið þýzka
ættarnafn sem ég ber. Ég er
þannig fjórði maður i beinan
karllegg Richteranna, sem eiga
heima á Islandi, og nú eru liðin
tæp tvö hundruð ár siðan langafi
minn, Samúel Richter eldri, kom
hingað til Islands og settist hér
að, kornungur maður, rétt um
tvitugt.
Langafi minn, Samúel Richter,
kvæntist fyrst Guörúnu nokkurri
Jónsdóttur, dóttur Jóns Ketils-
sonar, umboðsmanns Skógar-
strandarjarða, enhannvar bróðir
Magnúsar Ketilssonar. Guðrún
þessi var systir Ketils Melsted,
sem féll fyrir Englendingum árið
,,I sextíu ár hefur Kölski kviðið
Spjallað við Ulrih Richter, formann Kvæðamannafélagsins Iðunnar
Ulrich Richter viö skrifboröiö heima hjá sér. — Tlmamynd Róbert.
Biblla, Grallarinn og Vidallnspostilla skarta hér saman á boröi Ulrichs, en þar á bæ er til margt fleira gamalla og gagnmerkra bóka. —
Timamynd Róbert.
heim, eins og hann hafði ætlað,
gat hann alveg eins búizt við þvi
að lenda i Knarrarklettum, sem
eru stórhættulegir, og má lítið út
af bera til þess að þeir verði ekki
á vegi ferðamanna á þessari leið.
Hann tók nú þann kostinn að
haldaferðinni áfram, því að heim
vildi hann komast. Gekk hann svo
á stað út I hriðina og teymdi
hestinn.
Ekki vissi hann betur en hann
væri á réttri leiö, en allt i einu
brast undir honum snjóhengja, og
hann hékk i lausu lofti, en missti
þó ekki takið á beizlistaumunum.
Hann hugöist nú vega sig upp á
taumunum, en þá kippti klárinn i
og sleit taumana. Við þaö datt
maðurinn niður mikiö fall, en
koni þó niður I snjó. Þegar hann
fór aö þreifa i kringum sig, varö
hann þess var, að hann sat á ör-
mjórri hillu i klettum. Ekki vissi
hann gjörla hvar hann var niður
kominn, en þó grunaði hann að
hann væri einmitt i Knarrar-
klettum, þar sem ekki var vitað
að neinn hefði komizt lifandi
niður nema fuglinn fljúgandi.
Yrði hann nitjánda fórn-
arlambið?
Þarnasathannnú þaðsem eftir
var dags, og nóttina með. Þegar
birti af degi, var hriðin gengin
niður, og þá fyrst fór maöurinn að
geta litið i kringum sig. Og jú,
mikið rétt: Hann sat i miðjum
Knarrarklettum. Það var gömul
trú, að þar i klettunum ættu að
farast tuttugu menn, áður en lyki,
og nú var vitað um átján, sem
þegar voru farnir, svo það var þá
öldungis rétt, eftir öllum kokka-
bókum, að hann yrði sá nitjándi!
Afi sá, aö hér var ekki margra
kosta völ. Þegar hríðina birti,
haföi gert grimmdarfrost. Ef
hann héídi þarna kyrru fyrir,
hlyti hann að kólna upp og frjósa
siöan i hel, þvi að engin leið var
að hreyfa sig til þess aö halda á
sér hita á þessari örmjóu syllu,
þar sem hann nú var kominn.
Hugsanlegt var aö reyna að
stökkva niður, en það var ekki
fýsilegt, enda þótt snjór væri und-
ir. Hann var þó að þvi leyti betur
á vegi staddur en þeir sem höfðu
hrapað þarna á undan honum, að
hann gat dálitið valið sér
„lendingarstað” neðan undir
klettunum.
Hann tóknú það ráð, sem i raun
og veruvar einasta lifsvon hans:
Þokaði sér á þann stað, þar sem
honum sýndist aö einna væn-
legast myndi niöur að koma — og
stökk. Fallið var h átt, hann kom
niður i mikinn snjó, og sökk á
bólakaf. En svo mjúkur og djúpur
var þó snjórinn, að maðurinn
sem ekki gátu greitt skuldir sin-
þótt vilji til þess væri nægur.
Þetta var auðvitað nóg til þess að
kæfa verzlun föður mins, svo að
segja i fæðingunni. Hann hafði
komiö til Ólafsvikur, ungur og
bjartsýnn, en ekki auðugur, og
byrjað að verzla þar, en hraktist
þaðan eftir tæpfimm ár, gersam-
lega eignalaus.
— Fluttist fjölskyldan þá til
Reykjavikur?
— Já, við fluttumst hingaö, og
pabbi fór að vinna hjá Garöari
Gislasyni. Fyrir það fyrirtæki fór
hann til Færeyja og var verzl-
unarstjóri þar á þess vegum i
einn vetur. Faðir minn var einn
þeirra manna, sem bera ýmislegt
við og leggja gjörva hönd á
margt. Hann leitaöi sifellt nýrra
leiða. Og stundum gekk honum
vel, en stundum miður, eins og
gengur.
— Lagðir þú svo ekki út á
menntaveginn, eins og við mátti
búast um ungan mann I Reykja-
vik, þar sem tækifærin voru fyrir
hendi, þótt ekki væri auður I
garði?
•— Ég fór I verzlunarskóla, en
þó var það ekki „æskuhugsjón”
min, heldur langaði mig i bænda-
skóla og að eiga heima i sveit. Ég
hafði á barnsaldri verið I sveit á
sumrin að Gljúfurá i Borgarfiröi,
þar sem ég undi hag minum hið
bezta, og mig langaði til aö verða
bóndi. En aðstandendur minir
sögðu mér, að eignalausum
mönnum þýddi ekki að hugsa um
slIkt.Éggætialdreikeypt jörð, og
þar með væri það nokkurn veginn
gefið, aö hlutskipti mitt yröi
aldrei annað en að moka skit hjá
öðrum. Þetta var ekki neitt upp-
örvandi kenning, en ég lét mér
hana að kenningu verða —- og tók
þann kostinn, sem skynsamlegri
var talinn, þótt mig langaöi til
annars.
— Gerðist þú svo verzlunar-
maður, eins og faðir þinn, þegar
þú hafðir lokið námi?
— Nei, ég stundaði aldrei
verzlun. Ég kynntist ágætum
manni, Axel :Tulinius_hjá Sjóvá-
tryggingafélaginu, x»g' þar vann
ég i mörg ár. En kaupið var ekki
hátt, hundraö og fimmtiu krónur
á mánuði, en svo bauðst mér
hærra kaup hjá Fálkanum, tvö
hundruð krónur á mánuði, svo ég
lét freistast, og skipti um vinnu-
stað. Þar þótti mér gott aö vera.
Ólafur i Fálkanum var ágætur
maður, eins og allt hans fólk, og
þar eignaðist ég góða vini.
Fyrstu kynnin af kveð-
skap og kvæðamönnum
— En segðu mér nú annað:
Hvenær kynntist þú Kvæða-
mannafélaginu Iðunni, þar sem
þú hefur nú starfað um langt ára-
bil?
— Áður en ég svara þeirri
spurningu beint, vil ég lita um öxl
og bregða mér vestur i Ólafsvik.
Þegar við áttum heima þar, bjó
ámma min þar i sama húsi og
maöur nokkur, Asbjörn Eggerts-
son að nafni. Hann var formaður
á báti i Ólafsvik og hinn mesti
dugnaðarmaður. Asbjörm var
mjög mikill kvasðamaður, og
heima jafnan mikið kveöið. Ná-
grannarnir, og aörir Ólafsviking-
ar, sem gaman höfðu af kveð-
skap, sóttu Asbjörn gjarna heim
og nutu með honum þessarar
þjóðlegu skemmtunar. Um mig
er þaðað segja aðég sótti mjög til
ömmu minnarog var þar hálfa og
heila dagana og langt frm á
kvöld. Ég komst þvi ekki hjá þvi
að heyra kvæðalögin og rimurn-
ar, sem kveönar voru eins og
framhaldssaga. Margt af þessu
lærði ég að mestu eða öllu leyti,
og ég var fljótur að tileinka mér
kenningar rimnanna.
— Það hefur ekki vrið ort á
þessum rimnakvöldvökum I
ólafs vlk?
— Nei, aldrei varö ég var við
það. Hins vegar var amma min
hagmælt, en hún lagöi nær ein-
göngu stund á guörækilegan
kveðskap, hun var þannig sinnuð,
gamla konan, eins og margir af
hennar kynslóð.
Þaö var sem sagt á barnsárum
minum vstur i ólafsvik, sem ég
kynntist fyrst kveðskap og
kvæðamönnum. Siðanlá leið min
hingaö til Reykjavikur, eins og ég
var aðsegja áöan. Kvæðamanna-
félagið Iðunn var stofnaö áriö
1929. Forgöngumenn að stofnun
félagsins voru Björn Friðriksson
og systur hans, og sömuleiðis
Kjartan Ólafsson múrari og
bæjarfulltrúi I Reykjavik. Björn
mun hafa átt fyrstu hugmyndina,
en svo komu aðrir til skjalanna og
hjápuðu honum að hrinda henni i
framkvæmd. Fljótlega gekk
Vigdis Kristmundsdóttir, móður-
systirmin,i félagiö og gerðistþar
ötull liösmaður, og þar kom að
hún fór að taka mig með sér á
fundi.
Fyrr á árum var Iöunn miklu
öflugri en hún er nú. Félagiö hélt
opinberar samkomur i Reykjavik
og það fyrir fullu húsi. Ég man
vel þá daga, þegar Varöarhúsið
troðf y lltist á Iöunnar-sam-
komum. Mönnum þótti þetta hin
bezta skemmtun i þá daga.
Trúnaðarstörf i þágu Ið-
unnar
Svo var það einhverju sinni, að
ég heimsótti Vigdisi frænku
komnir, og einn þeirra er ég.
Móöir min hét Ragnhildur
Kristmundsdóttir, Kristjáns-
sonar Sigmundssonar, og munu
þeir feðgar hafa veriö úr Borgar-
firði vestra. Móöir mömmu hét
Sigurrós Sigurðardóttir, og var
systir Sigurðar föður Jóhanns
Gunnars Sigurðssonar.
Þar hafði enginn maður
komizt lifandi niður
Foreldrar móður minnar, þau
Sigurrós og Kristmundur,
byrjuðu búskap sinn I Bergholts-
koti á Snæfellsnesi. Það kot stóö
vist niður við sjó, og er nú löngu
komiö i eyði.
Svo var þaö skömmu fyrir jól,
rétt um 1880, —- liklega árið 1881,
— að umræöa varð um það á milli
Kristmundar afa mins og ná-
granna hans, að gott væri nú, ef
einhver gæti farið I kaupstaö til
þess að kaupa einhvern
smá-glaðning fyrir jólin. Kaup-
staðurinn, sem um var að ræða,
var auövitaö Ólafsvik, og yfir
Fróöárheiði aö fara, en hún hefur
löngum þótt erfiö yfirferöar á
vetrum, ogauk þess er þar reimt i
meira lagi. Kristmundur var
þaulvanur ferðamaöur, og þess
vegna réðist hann til ferðarinnar
fyrir nágranna sina og sjálfan sig
um leið. Lagði hann nú á stað
nokkrum dögum fyrir jól, með
einnhest til þess að flytja á jóla-
varninginn heim.
1 fyrstu gekk ferðin að óskum.
Afi minn kom til Ólafsvikur á til-
settum tima, rak þar erindi sin og
gisti þar um nóttina. Þegar hann
hugðist leggja á staö heimleiöis
morguninn eftir, var honum ein-
dregið ráðið frá þvi, þar sem
veðurútlit var i meira lagi
iskyggilegt. Afi minn svaraði þvi
til, að á stórhrið gæti staðið i
marga daga áfjallinu, ensér væri
mikil nauðsyn að ná heim fýrir
jól, þar sem kona sin væri ein
heima með smábarn, en auk þess
vildi hann aö sjálfsögðu komast
sem fyrst heim með jólavarn-
inginn, sem hann hafði keypt
fyrir sjálfan sig og nágranna
sina.
Hann lagöi þvi af stað snemma
um morguninn, og segir ekki af
ferð hans fyrr en hann kom aö
sæluhúsinu, á miöri heiðinni. Þar
stanzaöi hann, fór inn i húsiö og
fékksérað boröa af nesti sinu, en
þegar hann kom út aftur, var
skollin á iðulaus stórhriö. Hann
átti nú einungis um tvo kosti að
velja: Að snúa við eða halda ferð
sinni áfram. Ef hann sneri við,
gátu ýmsar torfærur oröið á vegi
hans, þar á meðal sjálft Drauga-
gil, en tæki hann aftur á móti
þann kostinn aö halda áfram
meiddist ekki neitt, og er hann
áreiðanlega eini maður, sem
sloppið hefur lifandi frá þvi að
hrapa fram af Knarrarklettum.
Nú er að segja frá því sem
gerðist heima hjá afa mínum.
Um miðnættið heyrði amma min,
að einhver var úti á hlaði. Hún
taldi vist, að þar væri afi kominn
með jólavarninginn, dreif sig á
fætur og fór út til þess að taka á
móti honum. Enhennibrá i brún,
þegar hún sá hvers kyns var:
Hesturinn kominn heim I hlað
með klyfjarnar, mannlaus og
með slitna beizlistaumana. Hún
skildi auðvitað strax, að hérhafði
eitthvað alvarlegt gerzt. Hafði
hún snör handtök, dreif sig i karl-
mannsföt, tók ofan klyf jarnar af
hestinum og kom honum I hús, en
snaraðist siðan inn i bæ, tók barn
sitt á fysta ári og hlúði aö þvi svo
vel sem hún kunni, og reyndi að
búa svo um, aö ekkert gæti orðið
að barninu, þótt hún brygði sér
frá um stund. Siöan brauzt hún til
hæsta bæjar og bað um,að bónda
sins yrði leitað. Menn brugöust
auðvitað vel við, það var safnaö
liði strax um nóttina og ákveðið
að leggja á stað i birtingu
um morguninn. Auðvitað duttu
mönnum fyrst í hug Knarrar-
klettar, þvi aö allir vissu, hversu
stórhættulegir þeir voru ferða-
mönnum sem villtust á heiöinni,
og þess vegna var leitinni fyrst
steínt þangað. Það fyrsta, sem
leitarmenn sáu, þegar þeir komu
að klettunum, var afi minn, þar
sem hann var að brölta upp úr
skaflinum.
— Og þetta afrek hans, að kom-
ast þarna lifandi niður, hefur auð-
vitað veriö lengi i minnum haft?
— Ég sá aldrei þennan afa
minn, en ég ólst upp með ömmu,
og hún sagði mér glögglega frá
öllum atvikum i sambanói við
þessa sögulegu kaupstaðarferð
afa mins.
Langaði til að verða
bóndi
— En svo við víkjum að
s jálfum þér: Ert þú ekki fæddur i
Stykkishólmi?
— Jú, ég fæddist þar, en þegar
ég var fjögurra ára, fluttust for-
eldrar minir til ólafsvikur, þar
sem faðir minn gerðist kaup-
maður. I Ólafsvik vargott fólk, en
fátæktin var mjög mikil. A meðan
við vorum þar kom lika hörm-
ungaáriö, þegar frostaveturinn
mikli kom, og spánska veikin
1918. Þá einangruðu Ólafsvik-
ingar sig til þess að verjast
veikinni, fyrir bragðið voru ekki
neinar siglingar, og samgangur
við umheiminn eins litill og
framast varð komizt af með. Þá
komu ekki neinur vörur, sama og
ekkert var verzlað, og faðir minn
hafði auk þess lánað mönnum,
Kassi úr eigu Hildar Guömundsdóttur Scheving, langömmu Ulrichs. —
Timamynd Róbert.