Tíminn - 07.02.1978, Side 14

Tíminn - 07.02.1978, Side 14
14 Þriðjudagur 7. febrúar 1978 Úlfarnir í hlut- verki lambsins % ■ á City Ground, þar sem Nottingham Forest hélt sigxurgöngu sinni áfram Veðurguðirnir léku knat+spyrnumenn á Bret- landsey jum grátt á laugardaginn, f resta varð 29 af fyrirhuguðum leikjum, þar af f jórum í fyrstu deild og sjö í annarri deild. En lið Nottingham lét veðrið ekkert á sig fá, völlur þeirra, City Ground, var dæmdur keppnishæfur og leikurinn við Úlfana gat farið fram. Og sem fyrr á þessu keppnistímabiii var það heimaliðið sem réði ríkjum á City Ground, úlfarnir léku hlutverk lambsins í þessum leik. Þrátt fyrir nær stöðuga pressu Nottingham í fyrri hálf leik, lét markið bíða ef tir sér, og þegar það kom á 42. mínútu, var það hálfgert heppnismark. Knött- urinn hrökk af varnarmanni Wolves fyrir fætur Tony Woodcock, sem aðeins þurfti að stýra knettin- um í tómt markið^en markið sem fyrirliðinn John McGovern skoraði í seinni hálf leik var aftur á móti glæsilegt mark, eftir fallegt samspil sóknarmanna Nottingham. Bæði liðin áttu tækifæri til að skora eftir þet+a, en tveggja marka sigur Nottingham var i hæsta máta sanngjarn. Everton sá til þess, að forskot Nottingham er ennþá ekki nema sex stig með 2-0 sigriyfir Leicest- er á Goodison Park i Liverpool. Lið Leicester hefur skorað 11 mörk i deildinni á þessu keppnis- timabili, og ef leikmenn Everton hefðu verið á skotskónum i þess- um leik, hefðu þeir svo hæglega getað skorað jafnmörg mörk i þessum eina leik. En mörkin urðu aðeins tvö eins og fyrr segir, og skoraði Bob Latchford bæði mörkin. Jim Blyth i marki Coventry sá til þess, að Evrópumeistarar Liverpool fóru sigraðir frá High- field Road i aðeins annað skiptið á 11 árum. Frábær markvarzla hans i seinni hálfleik kom hvað eftir annað i veg fyrir að Liver- pool tækist að skora, m.a. varði hann vitaspyrnu frá Phil Neal seint i seinni hálfleik. Þremur minútum siðar skoraði Mike jók við forystu sína — í Skotlandi Vellirnir i Skotlandi voru viðast mjög þungir yfirferðar á laugardaginn og settu þeir mark sitt á lcikina. Rangers jók við forystu sina i deildinni meðknöppum sigri yfir neösta liðinu, Clydebank, 1-0. Derek Johnstone skoraöi mark Rangers er tólf minútur voru til leiksloka. 1 Skotlandi urðu urslitin þessi: Ayr—Dundee Utd. 0-1 Celtic-Hibernian fr. Motherwell—Aberdeen 0-0 Rangers—Clydebank 1-0 Mirren—Partick 1-1 Dundee Utd vann i Ayr með marki frá Fleming, og Alan Rough i marki Partick þurfti sannarlega að sýna landsliðs- form sitt i leiknum á móti St. Mirren, en hvað eftir annaö varði hann meistaralega. Craig náði forystunni fyrir Partick úr vitaspyrnu, en Bobby Reid jafnaði metín fyr- ir St. Mirren með þrumu- skalla. ó.o. BOB LATCHFORD.... skoraöi bæði mörk Everton. 1 r Ferguson eina mark leiksins með skemmtilegu skoti yfir Clemence i marki Liverpool. Sigur Coventry var sanngjarn, þar sem leikmenn fóru illa með upplögð færi i fyrri hálfleik þegar liðið lék mun betur en lið Liverpool. Úrslitin i Englandi á laugar- daginn urðu þessi: 1. dcild: Arsenal-Aston Villa .......0:1 Birmingham-Middlesb........1:2 Bristol C.-Norwich.........3:0 Coventry-Liverpool ........1:0 Everton-Leicester..........2:0 Ipswich-Leeds ..............0:1 Ipswich-Leeds ..............0:1 Nott.For.-Wolves...........2:0 Fresta varð þessum leikjum: Derby-Chelseá, Manchester United-Manchester City, Q.P.R.- West Ham og W.B.A.-Newcastle. 2. deild: Blackpool-Blackburn........5-2 Burnley-Southampton .......3-3 Fulham-Tottenham...........l-l Hull-Brighton ..............l-l öðrum leikjum i 2. deild var frestað vegna gifurlegrar út- komu, sem gerði vellina likasta forarpyttum. Aston Villa kom mjög á óvart á Highbury i London með þvi að sigra lið Arsenal þar 1-0. Fyrir þennan leik var búizt við frekar auðveldum sigri Arsenal, en Aston Villa, með Tommy Craig sem bezta mann, réði lögum og lofum á vellinum nær allan leik- inn. Eina mark leiksins skoraði Malcolm Macdonald i eigið mark, en hann gat litið að þvi gert, þar sem Jennings i marki Arsenal sló knöttinn ihnakkanná honum og inn eftir hornspyrnu. Sigur Middlesbrough i Birm- ingham kom frekar á óvart, EDDIE GRAY... Skotinn snjalli tryggði Leeds sigur gegn Ipswich á Portman Road. „Boro” hefur hingað til ekki verið þekkt fyrir að sigra á útivöllum. Craggs færði Middlesbrough for- ystuna i leiknum, en Joe Gallagh- er jafnaði fyrir Birmingham. Á siðustu minútu leiksins skoraði svo Milis fyrir „Boro”, og náði þannig óvænt báðum stigunum. Ipswich tapaði nú sinum fimmta leik i röð i deildinni, er liðið mætti Leeds á Portman Road i Ipswich. Þrátt fyrir mikil meiðsli i liði Ipswich réði liðið öllu um gang leiksins, en leikmenn fundu ekki leiðina i gegn um þétta vörn Leeds. Þegar tiu minútur voru til leiksloka átti Leeds eina af fáum sóknarlotum sinum i leiknum og lyktaöi henni með þvi að Eddie Gray skoraði eftir góða sendingu frá bóður sinum Frankei Gray. Þessu eina marki héldu leikmenn Leeds eins og þeim er lagið til ieiksloka. Bob Hatton á skotskónum — skoraði 4 mörk fyrir Blackpool, sem lagöi Blackburn að velli - 5:2 Gamla kempan Bob Hatton, fyrrum leikmaður Birmingham, var heldur betur á skotskónum, þegar Blackpool vann öruggan sigur (5:2) yfir Blackburn. Þessi síungi leikmaður sýndi svo sannarlega, að hann kann ennþá ýmislegf fyrir sér i listinni að skora mörk — hann skoraði f jög- ur mörk og er nú lang- markhæsti leikmaðurinn í 2. dei Idarkeppninni. Fimmta mark Blackpool skoraði Waldron, en mörk Blackburn gerðu þeir Waddington og Hurt. Tottenham fór i efsta sæti 2. deildar á markatölu yfir Bolton, eftir l-l jafntefli á móti Fulham á Craven Cottage á bakka Thames- ár. Leikur þessara tveggja frægu Lundúnaliða var afar skemmti- legur, Tottenham liðið er greini- lega á leiö upp i 1. deild, en Ful- ham er með mjög ungt og skemmtilegt lið, sem gæti gert stóra hluti þegar á næsta keppnis- timabili. Peter Taylor skoraði mark Spurs i fyrri hálfleik, og var mikill klaufi að bæta ekki við öðru markinu, er honum tókst aö leika á markvörð Fulham og autt markið blasti við honum. En þá skrikaði honum fótur i forinni og Fulham tókst að bægja hættunni frá á siðustu stundu. Greenaway skoraði mark Fulham er sex min- útur voru til leiksloka, og rúm- lega 25 þúsund áhorfendur fóru ánægðir heim. Burnley náði þriggja marka forystu á móti Southampton og öruggur sigur virtist blasa við. En leikmenn „The Saints” voru ekki á sama máli, og á siðustu tuttugu minútunum breyttu þeir stöðunni úr 0-31 3-3. Mörk Burnley gerðu þeir Kindon (2) og Cochrane, en fyrir Southampton skoruðu MacDougall, Boyer og Peach. Holt skoraði fyrir Hull á móti Brighton, en nýr leikmaður i liði Brighton, Malcolm Poskett, sem keyptur var frá Hartlepool fyrir 60.000 pund, skoraði fyrir Bright- on i sinum fyrsta leik fyrir liðið. — Ó.O. Bristol City vann frekar auö- veldan sigur yfir liði Norwich á Aston Gate I Bristol, og lið Nor- wich hefur aðeins unnið einn deildarleik af fjórtán á útivelli. Mörk Bristol i leiknum skoruðu þeir Tom Ritchie, Joe Royle og Clive Whitehead. Með þessum sigri færði lið Bristol sig nokkuð frá fallsætunum a.m.k. i bili. Ó.O. 1. deild Notth. For ..27 18 6 3 49:15 42 Everton. ... . .27 14 8 5 52:31 36 Man. City . . .26 15 4 7 51:27 34 Liverpool . . .27 14 6 7 35:20 34 Arsenal... . .27 14 5 8 35:23 33 Leeds , .27 12 8 7 42:34 32 Coventry.. ..27 13 6 8 50:43 32 WBA ..27 10 8 8 36:32 28 A.Villa ... , .26 10 6 9 30:26 28 Norwich .. ..27 9 10 8 33:40 28 Derby .. 26 9 8 9 32:38 26 Middlsb ... , .27 9 8 10 28:37 26 Man.Utd. . ,.25 11 3 11 41:39 25 Chelsea ... ,.26 8 8 10 30:40 24 Wolves.... .27 8 7 12 34:40 23 Ipswich ... .27 8 7 12 29:36 23 Bristol C .. .26 7 8 11 30:32 22 Brimingh . .27 9 4 14 36:45 22 West Ham. .26 5 6 13 31:42 19 QPR .26 4 10 12 27:41 18 Newcastle .25 6 2 17 29:47 14 Leicester . .27 2 9 16 11:43 13 2. deild 1 Tottenham . .27 14 10 3 55:26 38 Bolton .26 17 4 5 42:24 38 Southampt . .27 15 7 5 43:27 37 Brighton ... . 27 12 9 6 40:27 33 Blackburn . .26 12 8 6 37:34 32 Oldham . ... .26 11 8 7 33:29 30 Blackpool .. . 27 11 6 10 42:35 28 Luton . 26 10 7 9 37:27 27 Sundcrland . 26 8 11 7 45:38 27 C. Palace .. . 26 9 9 8 37:33 27 Sheff. Utd. . . 26 10 6 10 40:49 26 Fulham . ... .26 9 7 10 36:31 25 Charlton ... .25 9 6 10 37:44 24 Orient .26 6 11 9 28:31 23 Bristol R ... .26 7 9 10 37:47 23 Stoke .25 8 6 11 26:29 22 NottsC .26 7 8 11 35:34 22 Hull .27 6 9 12 24:29 21 Cardiff .25 6 7 12 29:50 19 Burnley .... .27 6 7 14 25:43 19 Mansfield .. .26 5 7 14 32:39 17 Millwall.... .25 3 10 12 20:35 16

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.