Tíminn - 07.02.1978, Side 16

Tíminn - 07.02.1978, Side 16
16 Þriðjudagur 7. febrúar 1978 ídag Priðjudagur 7. febrúar 1978 Lögregla. og slökkvilið Reykjavik: Lögreglan slmi' 11166, slökkviliðið og sjúkra- bifreið, simi 11100. Kópavogur: Lögreglan simi 41200, slökkviliðið og sjúkra- bifreið simi 11100. Hafnarf jörður: Lögreglan simi 51166, slökkvilið simi 51100, sjúkrabifreið simi 51100. Heilsugæzla Slysavarðstofan: Simi 81200, eftir skiptiborðslokun 81212. Sjúkrabifreið: Reykjavik og Köpavogur, simi 11100, Hafnarfjörður, simi 51100. Hafnarfjörður — Garöabær: Nætur- og helgidagagæzla: Upplýsingar á Slökkvistöð- inrfi, simi 51100. Læknar: Reykjavik — Kópavogur. Dagvakt: Kl. 08:00-17:00 mánud.-föstudags, ef ekki næst i heimilislækni, simi 11510. Kvöld-, nætur- og helgidaga- varzla apóteka i Reykjavik vikuna 3. febr. til 9. febr. er i Lyfjabúð Iðunnar og Garðs Apótek. Það apótek sem fyrr er nefnt, annast eitt vörslu á sunnudögum helgidögum og almennum fridögum. 'Hafnarbúðir. Heimsóknartimi kl. 14-17 og 19-20. Heimsóknartimar á Landa- kotsspitala: Mánudaga til föstud. kl. 18.30 til 19.30. Laugardag og sunnudag kl. 15 til 16. Barnadeild alla daga frá kl. 15 til 17. Kópavogs Apótek er opið öll kvöld til kl. 7 nema laugar- daga er opið kl. 9-12 og sunnu- daga er lokað. Bilanatilkynningar Rafmagn: i Reykjavik og Kópavogi i sima 18230. 1 Hafnarfirði i sima 51336. Hitaveitubilanir kvörtunum verður veitt móttaka i sim- svaraþjónustu borgarstarfs- manna 27311. Vatnsveitubilanir simi 86577. . Simabilanir simi 95. Bilanavakt borgarstofnana. Slmi 27311 svarar alla virka daga frá kl. 17 siðdegis til kl. 8 árdegis og á helgidögum er svarað allan sólarhringinn. Félagslíf Kvenfélag Frlkirkjusafnaöar- ins I Reykjavik. Spilakvöld félagsins verður fimmtudag- inn 9. febrúar kl. 8 s.d. i Tjarnarbúð. Safnaðarfólk fjöl- menniö og takið meö ykkur gesti. Stjórnin. Kvenfélag Langholtssóknar heldur aðalfund þriðjudaginn 7. febrúar n.k. i Safnaðar- heimilinu. Konur eru hvattar til að fjölmenna og taka nýja féiaga með. Venjuleg aðal- fundarstörf. Stjórnin. Kvenfélag Grensássóknar heldur aðalfund sinn mánu- daginn 13. febr. kl. 20,30 i Safnaðarheimilinu við Háa- leitisbraut. Félagskonur eru hvattar til að mæta vel og stundvislega. Stjórnin. Miðvikudagur 8. febr. kl. 20.30. Myndakvöid i Lindarbæ niðri. Arni Reynisson og Jón Gauti Jónsson sýna myndir með skýringum frá Ódáðahrauni, og viðar. Aðgangur ókeypis. Allir vel- komnir meðan húsrúm leyfir. Ferðafélag Islands. Kvenfélag Háteigssóknar. Aðalfundur félagsins verður haldinn i Sjómannaskólanum þriðjudaginn 7. feb. kl.8.30. Ariöandi mál á dagskrá. Fjöl- mennið. Stjórnin. Atthagasamtök Héraðsmanna minna á árshátið sina i Domus Medica laugardaginn 11. febrúar kl. 19.30. (V/linningarkort Minningarspjöld Sfyrktar-" sjóðs vistmanna á Hrafnistu, DAS fást hjá Aðalumboði DAS Austurstræti, Guðmundi Þórðarsyni, gullsmið, Lauga- vegi 50, Sjo'mannafélagi Reykjavikur, Lindargötu 9, Tómasi Sigvaldasyni, Brekku- stig 8, Sjómannafélagi Hafnarfjarðar, Strandgötu 11 og Blómaskálanum viö Nýbýlaveg og Kársnesbraut. Minningarkort Kirkjubygg- ingarsjóðs Langholtskirkju i Reykjavik fást á eftirtöldum stöðum: Hjá Guöriði Sólheim- um 8, simi 33115, Elinu Alf- heimum 35, simi 34095, Ingi- björgu Sólheimum 17, simi 33580, Margréti Efstastundi- 69, simi 69, simi 34088 Jónu, Langholtsvegi 67, simi 34141. MINNINGARSPJÖLD Félags einstæðra foreldra fást i Bóka- búð Blöndals, Vesturveri, i skrifstofunni Traðarkotssundi 6, hjá Jóhönnu s. 14017, Ingi- björgu s. 27441, Steindóri s. 30996 i Bókabúð Olivers I Hafnarfirði og hjá stjórnar- meðlimum FEF á ísafirði og Siglufirði Minningarspjöld Háteigs-' kirkju eru afgreidd hjá Guð- rúnu Þorsteinsdóttur Stangar- holti 32. Simi 22501 Gróu Guðjónsdóttur, Háaleitisbraut 47. Simi 31339. Sigriði Benó- nýsdóttur, Stigahlið 49, Simi 82959 og Bókabúð Hliðar, Miklubraut 68. Minningarkort Barnaspitala- sjóös Hringsins fást á eftir- töidum stöðum: Bókaverzlun Snæbjarnar, Hafnarstræti 4 og 9. Bókabúð Glæsibæjar, Bókabúð Ólivers Steins, Hafnarfirði. Verzl. Geysi, Aðalstræti. Þorsteins- búð, Snorrabraut. Verzl. Jóh. Norðfjörð hf., Laugavegi og Hverfisgötu. Verzl. Ó. Elling- sen, Grandagarði. Lyfjabúð' Breiðholts, Arnarbakka 6. Háaleitisapóteki. Garðs- apóteki. Vesturbæjarapóteki. Landspitalanum hjá forstöðu- konu. Geðdeild Barnaspitala Hringsins v/Dalbraut. Apóteki Kópavogs v/Hamra- borg 11. K*up S«la 1 01 -B»ndaríkj»dolUr 1 02-St«rling»puad 1 03-KanadadolUr 100 04-D»n»kar kronur 100 05-Nor»k«r krónur 06-Saemkar Krónur 27/1 30/1 09-Bclg. frankar • 10- Svi««D. frankar 11- Gyllini 12- V. - Þýtk roork 13- Lfrur 14- Amturr. Sch. 15-E»cudoi lfe-P«»«tar 17-Ven 217,50 424, 10 196, 80 3787. 10 4229, 50 4685, 50 5437, 50 4593.20 664,45 11002,90 9609,40 10289, 30 25,05 143), 30 542, 10 269,70 90,03 218, 10' 425, 30' 197,30' 3797, 50’ 4241, 10' 4698,40 5452,50 4605.90 666, 25 11033,30 9635.90 10317,70 25, 12 1437,20 543,60 270, 50 90. 28 ’cyting írá líSuitu ikráningu. krossgáta dagsins 2699. Lárétt D Löggjafarsamkoma. 6) Fæða. 7) Biö. 9) Eyja. 11) Jökull. 12) Eins. 13) Bók. 15) 1501. 16) Kona. 18) Restar. Lóðrétt 1) Land. 2) Skjól. 3) Þófi. 4) Tók. 5) Heimsóknar. 8) Stryktarspýta. 10/ 100 ár. 14) Tölu. 15) Ambátt. 17) Efni. Ráðning á gátu No. 2698 Lárétt 1) Drangey. 6) Una. 7) Náð. 9) Töf. 11) ML. 12) LI. 13) öls. 15) Ein. 16) Tað. 18) Klókari. Lóðrétt 1) Danmörk. 2) Auð. 3) NN. 4) Gat. 5) Ylfingi. 8) All. 10) Oli. 14) Stó. 15) Eða. 17) Ak. Irar „Þekkir þú McKeown?” ,,Já, auðvitað, mjög vel.” ,,Er hægt að treysta þvl að hann fari rétt meö?” ,,Já og nei. Ég hef komizt að þvi, að þegar hann segir satt er óhætt að trúa hverju orði — en þegar hann lýgur er honum ails ekki treyst- andi.” „Begorrah, ég mundi gefa allt spariféð mitt til að vita hvar ég mun deyja”, sagði frú McCall. „llvers vegna,” spuröi vinkonan. „Hvað heföir þú svo sem upp úr þvl?” „Alveg nóg”, svaraöi frú McCall. „Ég mundi aldrei koma á þann stað.” „Ef herra Smith kemur á meðan ég er I burtu,” sagði forstjóri við ritara, „segið honum aö ég hitti hann klukkan tvö.” „J á,” sagði ungfrú Bryant. „En hvað á ég að segja honum ef hann kemur ekki?” r C David Graham Phillips: 133 SÚSANNA LENOX C Jón Helgason hún er eitthvað auðnuleysisleg! Það er þó auðséð, að hún hefur gert sér far um að láta fötin lita þolanlega út, þó að árangurinn sé ekki meiri en þetta. Það er eitthvað svipað ástatt um hana og mig — hún er bara ennþá verr sett, það er auöséð. En svo áttaði hún sig á þvl, að þetta var hún sjálf og engin önnur. Hún hafði verið að vorkenna sjálfri sér. Það var svo dimmt I herbergi þeirra stallsystranna, aö hún gat aldrei séð sig almennilega I sprungnum og blettóttum speglinum yfir óhreinu þvottaboröinu. Henni gafst nú I fyrsta skipti I þrjá mánuði kostur á að skoða sjálfa sig I spegli. Það fór hrollur um hana, en þó hélt hún áfram að stara á myndina af sjálfri sér. En — Hkamsfegurð hennar var horfin — farin veg allr- ar veraldar, svo að hennar sáust varla merki lengur. Þessi dauf- legu, stóru augu — þetta magra, draugslega andlit — þessi tálghor- aði likami — þetta úfna og druslulega hár, sem einu sinni hafði verið svo fallegt — og sérstaklega þessir vonleysislegu, beiskjulegu drættir kringum munninn! Þessar blóðlausu varir! Hún starði agn- dofa á þessa sýn. Hún virti fyrir sér hvern drátt. Hve djúpt hún gat verið sokkin! Hún var sannarlega glötuð kona! Þeir, sem voru fæddir og uppaldir við þessi kjör, sem nú höfðu riðið hana á slig, þoldu þau kannski. En hún, sem vanizt hafði lifsháttum mannaðs fólk .... Glötuð kona! Heiðarleg vinna! Jafnvel þótt það væri satt, aö þessi heiöarlega vinna væri nauðsynleg til þess að heröa fólk og stæla til annarra og meiri átaka —jafnvel þótt það væri satt, varð ekki á móti þvl borið, að það voru aðeins sárfáir, sem nokkurn tima náðu fótfestu I Ilfinu, en langflestir — þar með taldir allir, sem voru viðkvæmir I lund — urðu aö velta sér i saurnum og verða þar úti. ó, þessi lygi, þessi lygi um heiðarlega vinnu! Rósa Mohr, ung stúlka á aldur við hana, er vann i sama sal og hún, kom til hennar. — Ertu að dást að sjálfri þér? sagði hún og hló við. — Ég lái þér það ekki, þvi aö þú ert falleg. Súsanna hélt fyrst, aö Rósa væri að henda ganian að henni. En það bólaði ekki á neinni undirhyggju, hvorki I svip né raddblæ. — Það verður þó ekki lengi, hélt Rósa áfram. — Ég var sjálf ekki ólagleg stúlka, þegar ég hætti I skólanum og byrjaði að vinna, eftir að pabbi veiktist og missti vinnuna. Hann var einum af þessum hringum til óþurftar. Þeir lögðu hann auðvitað í einelti, en hann kippti sér ekki upp við það. Hann sagði alltaf að þeir gerðu ekki annað en það, sem hann hefði sjálfur gert, ef hann hefði veriö I þeirra sporum. Mér dettur alltaf i hug það, sem pabbi var vanur að segja, þegar ég heyri fólk býsnast yfir þvl, hvilikur óþokki og fantur þessi eða hinn sé. — Ætlarðu að halda áfram að lifa svona lifi? spurði Súsanna, sem ennþá horfði á spegilmynd slna. — Það geri ég sjálfsagt. Hvaö get ég annað? Ég á kunningja. Við giftumst undir eins og kaupið hans kemst upp I tólf dali á viku. En ég verð svo sem ekkert betur sett fyrir það. Kunningi minn er allt of barnalegur til þess, að hann efnist nokkurn tímann. Sjáir þú mig eftir tlu ár, verð ég sjálfsagt orðin feit og ellileg og lúin. — Er þá engin von til þess að sleppa úr þessu viti? — Það skyldi maður halda — hvað finnst þér? En ég hef velt þessu fyrir inér, og ég hef ekki komið auga á neina undankomuvon — og ég er hér um bil hreinn Gyðingur. Fólk segir, aö nú séu timarnir betri en þeir hafi verið, og ég held, að það sé satt. En þeir eru samt ekki svo góðir, að það gagni mér. Kannski börnin mln — ef ég verö svo heimsk að ala börn — kannski þau finni eitthvert úrræði .... En ekki vildi ég láta mikið að veði. Súsanna stóð enn I sömu sporum og virti fyrir sér tötra slna og blóðlausar varir. Augnaráð sitt forðaöist hún. — Hvers vegna ekki að reyna götuna? — Það er víst ekki meira upp úr þvi að hafa, svaraöi Rósa. Hún var hagsýn stúlka. „Ég sagði ekkert... en það er svo kalt að tennurnar i mér eru að tala hver við aðra.” DENNI DÆMAtAUSI

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.