Tíminn - 07.02.1978, Side 18

Tíminn - 07.02.1978, Side 18
Þriðjudagur 7, fehrúar 1978 Dagarnir ætla aldrei að taka enda, framtíðin er í óvissu. A hann afturkomu auðið til Ródesíu? Flóttamennirnir eru óbærilegur baggi á efna- hagslifi Mosambík. Þar í landi á fólk varla til næsta máls- Innrás Styjöldin er stöðug ógn- un. Hermenn Ródesíu- stjórnar réðust einmitt á þennan bæ, Nyazona, fyr- ir tæpu ári. Fjöldamorð komu í kjölfarið. Nálægt þúsund manns voru drepin og fleygt i f jöldagrafir. í flóttamannabúðunum eru einkum börn og ungl- ingar, vannærð og veik, og líf þeirra er vonlaust. Á þessu svæði úir og grúir af s.k. sandflugum, sem hafa limlest fætur mikils hluta flóttafólks- ins. Flugurnar eru í jarð- veginum og grafa sig inn i fætur berfættra barn- anna, verpa þar eggjum, sem verða siðar að lirf- um. Fæturnir verða sárir, útgrafnir og svo bólgnir, að börnin geta oft ekki gengið óstudd. Lyf og hjúkrunargögn eru varla til. Þegar þessar myndir voru teknar voru aðeins til höfuðverkjapillur og heftiplástur. Hann litur út eins og fangi í einangrunarbúðum og er það lika i raun, þótt hvergi séu verðir, girðingar né lásar. Hann á i engan stað að leita, fyrr en Ródesía verður frjáls og hann getur snúið heim. Enginn veit hvenær það verður. Maturinn er næringarefnasnauö magafylli, maísgrautur og soðið kál. Lirfur hafa skemmt fætur drengsins i miðju og félagar hans verða að hjálpa honum að sækja matarskammtinn sinn. Börnin í skugga kynþáttastríðsins Þau flúðu í ofboði Tugir þúsunda hafa flúið átök skæruliða og stjórnarherja í landa- mærahéruðum Ródesiu. Þetta fólk er nú i einu fátækasta landi heims, Mósambik, sem auk þess á við mikla efnahags- erfiðleika að stríða, en nýlenduveldi Portúgala var af létt þar fyrir aðeins tveim árum.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.