Tíminn - 28.02.1978, Side 7

Tíminn - 28.02.1978, Side 7
Þriöjudagur 28. febrúar 1978 7 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Itristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.), og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Jón Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Stein- grimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmda- stjórn og auglýsingar Siðumúla 15. Simi 86300. Kvöldsimar bíaðamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verð i lausasölu kr. 90.00 Áskriftargjald kr. 1700 á mánuði' Blaðaprent h.f. Ólögleg verkf öll Það verður alltaf greinilegra og greinilegra, að leiðtogar stjórnarandstöðunnar standa á bak við hin ólöglegu verkföll, sem viss launþegasamtök hafa boðað á miðvikudag og fimmtudag i þessari viku. Þeim er einhliða stefnt gegn rikisstjórninni og eiga að verða henni að falli. Leiðtogar stjórnar- andstöðunnar hafa hvatt þá forustumenn laun- þegasamtakanna, sem þeir hafa mest áhrif á, til þess að beita sér fyrir slikum aðgerðum. Fyrst og fremst eru það fulltrúar Alþýðubandalagsins i verkalýðshreyfingunni, sem eru hér að verki, en augljóst er, að innan þess eru það hin öfgafyllri öfl, sem ráða nú ferðinni þar. Ef haldið verður fast við þær fyrirætlanir, sem þessi öfgafullu öfl hafa boðað, munu átökin næstu vikur snúast um það, hvort brjóta eigi vald Alþing- is á bak aftur og skapa hreint stjórnleysisástand i landinu. En hvort sem slik átök vara lengur eða skemur, verður tap launþega mest. Leggi þeir nið- ur vinnu, tapa þeir launum þann tima. Jafnframt veikist staða þjóðarbúsins til að greiða sæmileg laun. Siðast, en ekki sizt er það, að þetta getur leitt til stöðvunar margra atvinnufyrirtækja, sem nú standa mjög höllum fæti, og þannig orðið upphaf vaxandi atvinnuleysis. Launþegar ættu því að hugsa sig vel um áður en þeir láta stjórnast af öfgaöflum Alþýðubandalags- ins, sem nú ráða alltof mikið ferðinni hjá laun- þegasamtökunum. Það er ekki hagur launþega, að brotið sé niður það viðnám gegn verðbólgunni, sem hafið er með efnahagslögum rikisstjórnarinn- ar. Á grundvelli þeirra er hægt að tryggja svipað- an kaupmátt launa og á siðasta ári og næga at- vinnu. Meiri launahækkanir myndu hins vegar leiða til aukinnar verðbólgu og atvinnuleysis. Þetta skyldu menn vel ihuga áður en þeir ganga undir merki öfgaaflanna i Alþýðubandalaginu, sem nú ráða alltof mikið ferðinni hjá launþegasam- tökunum. í þágu hátekj umanna Leiðtogar stjórnarandstöðunnar hafa látið laun- þegasamtökin senda frá sér útreikninga, sem eiga að sýna i krónutölu það t$p launþega,sem hlýzt af efnahagslögum rikisstjórnarinnar. Útreikningar þessir eru mjög villandi, þvi að þeir eru byggðir á fölskum forsendum. Ekkert tillit er tekið til, að umræddar kauphækkanir myndu leiða til stórauk- innar verðbólgu, og heldur ekki til þess, að þær myndu leiða til atvinnuleysis. En að einu leyti eru þessar tölur athyglisverðar. Þær sýna glöggt ranglæti þess verðbótakerfis, sem launþegasam- tökin halda i dauðahaldi. Samkvæmt þessum út- reikningum tapar maður sem hefur 300 þús. króna mánaðartekjur, fjórfalt meiri verðbótum en maður, sem hefur 106 þús. króna mánaðarlaun. Verkföllin, sem nú er verið að boða, eru þvi fyrst og fremst háð i þágu hátekjumanna. Ætla lág- launamenn að fórna launum sinum á altari þeirra? Samkvæmt áðurnefndum útreikningum tapar sá, sem hefur 106 þús. króna mánaðarlaun, 114 þús. kr. á ári vegna efnahagslaganna, en sá, sem hefur 300 þús. kr. mánaðarlaun, 444 þús. kr. á ári. Af þessu er meira en augljóst, fyrir hverja er fyrst og fremst verið að vinna með hinum fyrirhuguðu verkfallsaðgerðum. Þ ^ ERLENT YFIRLIT Efhahagsstefna Begins hefur misheppnazt Hann fór eftir ráðum MTitons Friedmans JERÚSALEMFOR Sadats og viöræður hans og Begins, sem fóru i kjölfarið, hafa til þessa verið mjög pólitiskt hagstæðar fyrir þann siðar- nefnda. Þær hafa vakið vonir meðal ísraelsmanna um að friður gæti verið i nánd, en að sjálfsögðu þrá þeir ekki annað meira, en þó með þeim fyrir- vara, að öryggi landsins sé tryggt. Siöustu fregnir frá Israel herma, að trú manna á árangur þessara viðræðna fari nú dvinandi og jafnframt trúin á Begin sem eins konar undra- mann, sem gæti leyst deiluna við Araba. Hæglega má þvi búast við, að aftur dragi úr vinsældum Begin's. Meðal annars gerist þetta á þann hátt, að athyglin beinist i vax- andi mæli að efnahagsráð- stöfunum þeim, sem hann beitti sér fyrir á siðastl. hausti, en þær og afleiðingar þeirrahafa undanfarið horfið i skuggann sökum friðarvið- ræðnanna. óhætt er þó að segja, að þær hafa valdið miklum vonbrigðum, einkum meðal láglaunafólks, og muni óánægjan með þær þvi koma i vaxandi mæli til sögunnar, þegar vonirnar um árangur friðarviðræðnanna dvina. Það er fjármálaráðherrann i stjórn Begins, Simha Ehrlich, sem er talinn hafa ráðiö mestu um efnahagsað- gerðir stjórnarinnar. Hann er mikill aðdáandi hins svo- nefnda frjálsa markaðskerfis. Aður en hann gekk frá tillög- um sinum, fékk hann sér til ráðuneytis hinn umdeilda bandariska hagfræðing, Milton Friedman. Friedman lagði blessun sina yfir fyrir- ætlanir Ehrlichs og komu þær til framkvæmda örfáum vik- um áður en Sadat kom i hina frægu heimsókn sina til Jerúsalem. UPPISTAÐAN i efnahags- aðgerðum þeirra Ehrlichs og Friedmans var að hverfa sem mest frá þeim efnahagsað- gerðum, sem fráfarandi stjórn Verkamannaflokksins hafði beitt i samráði við verkalýðs- hreyfinguna, en þær voru fólgnar i margvislegri ihlutun og afskiptum rikisvaldsins. Gengi gjaldmiöils Israels var fellt um ein 45% og siðan hefur það verið fellt meira. Horfið var frá ýmsum hömlum og felldir niöur ýmsir styrkir. Trúin var sú, að þótt þessu Sadat og Begin Simha Ehrlich fylgdu vissir annmarkar 1 bili, myndi þetta lagast meö timanum og leiða til þess, að verðbólgan hjaðnaði og hag- vöxtur ykist. Hann hefur verið nær enginn undanfarin ár og verðbólgan nálægt 38% á ári. Nú er veröbólgan i ísrael um 50% og hefur þvi aukizt veru- lega frá þvi ráðstafanirnar voru framkvæmdar. Erlich hefur birt spá um, að heldur muni draga úr henni á siðari helmingi ársins, og hagvöxt- urion muni verða á árinu um 1-2%. Sagt er, að ýmsir nán- ustu samstarfsmenn hans telji þessa spá alltof bjartsýna. Almennasta spá fjármála- manna i einkarekstrinum er sú, að verðbólgan muni halda áfram að leika lausum hala, og engin tök nást á henni, að óbreyttum aðstæðum, og hag- vöxturinn verði undir núlli á árinu. MEÐAL almennings hefur hin aukna dýrtið, sem hefur hlotizt af efnahagsaögerðun- um, vakið mikla óánægju, sem fer óðum vaxandi. Einkum er óánægjan mikil hjá láglauna- fólki, en margt af þvi kaus flokk Begins á siðastl. vori, þvi að þaö taldi rikisstjórn Verkamannaflokksins hafa vanrækt hagsmuni þess. Af hálfu rikisstjórnarinnar og flokka hennar hefur verið reynt að reka þann áróður, að þetta muni lagast af sjálfu sér, ef menn hafi þolinmæði til að biða eftir batanum. Blaðið Jerusalem Post birti nýlega skopmyndum þetta. Stjórnar- sinni er að útskýra þetta fyrir öðrum manni og segir: „Við felldum gjaldeyrinn og lækk- uðum útflutningsvörur okkar i verði og með timanum mun þetta styrkja hagkerfið”. Hinn spyr þá: „Hvað eigum við að gera á meðan?” Svar hins fyrra er stutt og laggott: „Svelta”. Fréttamaöur New York Times, sem segir frá þessu , telur þessa mynd sýna allvel viöhorf margra Israelsmanna um þessarmundir. Hann vitn- ar einnig i grein eftir þann rit- stjóra Jerusalem Post, sem ritar um efnahagsmál, en hann varpar fram þeirri spurningu, hvort efnahags- stefna Begins-stjórnarinnar muni ekki leiða til þess, að i tsrael veröi stjórn fátæks fólks, sem verði stjórnað af hinum riku og fyrir hina riku (a government of the poor, by the rich and for the rich). Siðustu fréttir frá ísrael herma, að rikisstjórninnisé að verða ljóst, að efnahagsstefna hennar þarfnist verulegra end- urbóta. Þannig vilji Ehrlich nú ná samkomulagi við verka- lýðshreyfinguna um verð- og kaupstöðvun. öliklegt þykir, að hún fallist á þetta, nema kjör hinna láglaunuðu verði bætt áður. En verði gripið til veröstöðvunar, er stefna hins frjálsa markaðskerfis úr sög- unni. Þ.Þ.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.