Tíminn - 28.02.1978, Síða 19

Tíminn - 28.02.1978, Síða 19
Þriöjudagur 28. febrúar 1978 19 Tvieyg og riddari hennar ásamt sköpurum sinum, Helgu Steffensen og Hailveigu Thorlacius Leikbrúðuland frumsýnir fjóra leikbrúðuþætti SKJ — Leikbrúöuland frumsýndi si. sunnudag fjóra nýja leik- brúöuþætti, en nú eru liöin tiu ár siðan Leikbrúöuland var stofnaö, og jafnframt er þetta 6. áriö sem fastar sýningar eru aö Frfkirkju- vegi 11. Fyrsti þátturinn af fjórum er leikur án orða. Hann er um litínn strák, sem dreymir ferðalag til annarra stjarna. t þættinum eru notaðir sjálflýsandi litir og út- fjólublá lýsing. Erna Guðmars- dóttir gerði brúðurnar og leik- stýrði, en Guðmundur Guö- mundsson sá um tónlist og hljóð- upptöku. Næsti þáttur er byggður á kvæðinu um litlu Gunnu og litla Jón eftir Davið Stefánsáon og er með brúðum Hallvegar Thorlaci- us og leiktjöldum. Leikstjóri er Hólmfriður Pálsdóttir. Þórunn Magnea Magnúsdóttir syngur kvæðið. Siðan kemur leik- þáttur eftir Arne Mykle, þekktan brúðuleikhúsmann i Noregi. Hann er ætlaður yngstu börnun- um og fjallar um dreka, sem ræn- ir prinsessu og hetjuna sigildu, sem bjargar henni, en fær næsta óvenjuleg laun fyrir. Leikstjóri er Hallveig með ugluna úr Eineyg, Tvieyg og Þrieyg. Hólmfriður Pálsdóttir og leiktjöld eftir Þorbjörgu Höskulds- dóttur. Siðasti þátturinn er byggður á ævintýri Grimms- bræðra um Eineygu, Tvieygu og Þrieygu. Kristján Arnason og Hólmfriður Pálsdóttir sömdu leiktexta. Brúður gerði Helga Steffensen og leiktjöld eru eftir Þorbjörgu Höskuldsdóttur. Þá hefur Leikbrúðulandi bætzt nýr liðsmaður, giraffinn Girfinnur Girmundarson, kallaður Giri. Hann sér um að kynna atriðin. Guðrun Helgadóttir samdi texta giraffans. Ymsir kunnir leikarar hafa ljáð þessari sýningu raddir sinar en það eru: Briet Héðins- dóttir, Baldvin Halldórsson, Guðrún Asmundsdóttir, Karl Guðmundsson og Þórunn Magnea Magnúsdóttir. Leikstjóri er Hólmfriður Pálsdóttir. Leiktjöld eru eftir Þorbjörgu Höskulds- dóttur, sem að þessu sinni aðstoð- ar einnig við stjórn brúðanna. t Leikbrúðulandi eru: Erna Guð- marsdóttir, Hallveig Thorlacius og Helga Steffensen. Sýningar verða á hverjum sunnudegi kl. 3 að Frikirkjuvegi 11 og svarað i sima Æskulýðsráðs frá kl. 1, en aðeins sýningardagana. 0 Aiþingi harla vel. Þá er hann að mæla fyrir hugsjón sinni svikalausri og án yfirdrepsskapar þegar hann segir: Ég ætlast til þess að ein- staklingar njóti arðs af fyrirtækj- um sinum, þegar vel gengur. Ég ætlast lika til þess segir háttvirt- ur þingmaður Jón Sólnes að þeir beri sjálfir skaðann þegar svo fer og illa gengur. En einhvern tima minnir mig.ég vona að háttvirtur þingmaðurteiðrétti mig ef það er rangt,að hann hafi greitt atkvæði ásamt háttv. þingmönnum Fram- sóknarflokksins og öðrum þing- mönnum stjórnarliðsins hérna með laga frumvarpi rikis- stjórnarinnar I efnahagsmálum þar sem ógiltir voru með 1. kjara- samningarnir sem Alþýöusam- band Islands gerði við atvinnu- rekendur fyrir 7 mánuðum og sem formælendur atvinnurek- enda lýsa nú yfir að þeir hafi gert þótt þeir vissu að þeir gætu staðið við þá i þvi trausti að erindrekar þeirra á Alþingi myndu taka að sér þetta litilræði fyrir þá eins og þeir hafa ávallt gert að ógilda samningana. Nei, ég er þeirrar skoðunar að meginatriðin i þeirri hugsun sem gerð er grein fyrir i þessari þings ályktunartillögu sé þess verð að viðhugleiðum þau mjög vandlega i sambandi við umfjöllun okkar um efnahagsvandræði þessarar blessuðu þjóðar og ég veit það að háttvirtir flutningsmenn reikna fastlega með allt annars konar rikisstjórn en þeirri sem nú situr þegar þeir renna vonaraugum til þess tima að rikisstjórn flokksins eigi að hafa heiðarleg afskipti af kjarasamningum á landi hér, þvi að ég ætla þeim ekki þá dul, ég ætla þeim ekki þann óheiðarleika, þann skripishugsunarhæatt að búast við þvi að rikisstjórn af þessu tagi geti gerzt á ærlegan hátt virkur aðili að heildarkjara- samningum um kaup og kjör hér á landi, sem fólkið geti tekið mark á. Það mundi jafngilda þvi að kveða á um það með lögum að ómerkilegur aðili skuli vera beinn og viðurkenndur aðili að almenn- um kjarasamningum á landi hér. Til hagsbóta fyrir aðila vinnumarkaðarins Ingvar Gislason (F) kvaðst gleðjast yfir þeim orðum Stefáns Jónssonar að hugmynd sína og Gunnars Sveinssonar um beina aðild rikisins að kjarasamningum væri athyglisverð og ætti fullan rétt á sér. Hins vegar sagði Ingv- ar að viðbrögð Jóns Sólnes og Karvels Pálmasonar væru byggð á misskilningi. Ekkert væri fjær tillögumönnum en aö ganga á rétt aðila vinnumarkaöarins, þ.e. samtaka launþega og vinnuveit- enda. t tillögunni fælist siöur en svo skerðing á samningsfrelsi þessaræ aðila.,,Við flutningsmenn tillögunnar viljum að sjálfsögðu láta virða samningsrétt stétta- samtakanna. En við teljum það skynsamlegt fyrirkomulag að rikisvaldið verði einnig beinn aðili að samningum um kaup og kjör. Við teljum að það myndi auðvelda samningsgeröina ef svo væri og tryggja að samningsgerð yrði réttlátari gagnvart láglauna- fólki og raunhæfari frá almennu efnahagslegu sjónarmiði”, sagði Ingvar Gislason. Þá sagði hann að ákvörðun launaværisvomikilvægt þjóðmál að um það mætti ekki rikja neitt handahóf. „Þvimiður rikir nú al- gert handahóf i ákvörðun kaups og kjara og reynsla sýnir að þetta handahóf hefur á liðnum árum leitt til handahófslegrar niður- stöðu. Núverandi kerfi launa- ákvörðunar er ekki réttlátt”, sagði Ingvar, ,,þvi aö launamis- munurinn og ójöfnuður i kjörum hefúr vaxið i skjóli þess. Ég er á móti þvi að launamismunur sé mikill á íslandi. Ég álit að verka- maðurinn eigi ekki að hafa svo miklu lægri laun en langskóla- maðurinn af þvi einu að hann er verkamaður og vinnur ekki lærðra manna störf.” Þá vék Ingvar að orðum Stefáns Jónssonar um ógnir at- vinnurekendavaldsins. „Við hvers konar atvinnurekendavald er að glima i þjóðfélagi nútim- ans?” spurði Ingvar. „Hvaða at- vinnurekendavald þrifst t.d. i kjördæmi okkar Stefáns Jónsson- ar, Norðurlandsk jördæmi eystra? Ég vil benda á þaö að yfirleitt er allur atvinnurekstur i okkar kjördæmiogviðari landinu byggður upp á félagsskap fólksins sjálfs, samvinnufélögum og hlutafélögum, sem sveitarfélögin standa að með félögunum og al- menningi á viðkomandi stöðum. Það er kominn timi til að þeir sem hlynntir eru kenningunni um stéttabaráttu skilgreini orðið at- vinnurekendavald i samræmi við staðreyndir nútimans en ekki eftir 19. aldar formúlum.” Þá vék Ingvar að ádeilum Kar- vels Pálmasonar á samvinnu- hreyfinguna og sagði augljóst að Karvel vissi ekkert hvað sam- vinnuhreyfing væri. „Ég kann þvi ákaflega illa,” sagði Ingvar, „þegar menn leyfa sér að setja samvinnuhreyfinguna á bekk með einhverju atvinnurekenda- auðvaldi með eðli ameriskra og enskra auöjöfra á öldinni sem leið. Samvinnuhreyfing á tslandi er fullkomlega lýðræðisleg ekki siður en verkalýðshreyfingin og borin uppi af alþýðu manna i landinu. Ég held að það væri mjög æskilegt að við gætum rætt málefni samvinnuhreyfingarinn- ar á annan hátt en Karvel Pálma- son vegna þess að slikt tal leiðir til skakkrar niðurstöðu og sýnir að þeir, sem þannig tala fylgjast ekki með timanum og hafa ekki söguskyn”, sagði Ingvar að lok- um. HIM BO-veggsamstæður fyrir hijómflutningstæki Húsgögn og innréttingar Suðurlandsbraut 18 Sími 86-900 Laus staða við sementsverksmiðju ríkisins Sementsverksmiðja rikisins auglýsir laust til umsóknar starf viðskiptalegs framkvæmdastjóra. Viðskiptaleg eða hliðstæð menntun svo og starfsreynsla i stjórnun er æskileg. Launakjör samkvæmt kjarasamningi BHM. Umsóknarfrestur er til 3. april 1978. Umsóknir sendist stjórn sementsverk- smiðju rikisins Akranesi. SEMENTSVERKSMIÐJA RÍKISINS Tilvaldar fermingargjafir BlalalalalaSIsIalalsBIalalsBlalgEslgQ (X ALFA-LAVAL drykkjarkerin nú fyrirliggjandi wmwiwmuiw"."... :—----------- ........................ Samband isienzkra '>amvinnuíéiaga VELADEILD simi 58900 Vmula 3 weyKiaviK E]E]E]E]E]E]G]E]E]E]E]E]E]G1E]E]E]E]E]

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.