Tíminn - 09.04.1978, Blaðsíða 2
2
Sunnudagur 9. apríl 1978
Dufgús
FRÁ LITLUSÖNDUM
Þátturinn um daginn og veginn í útvarp-
inu hefur reynzt lífseigastur allra þeirra
þátta sem þar hafa verið reyndir. Hann
hefur verið á dagskrá á hverjum virkum
mánudegi í meira en f jörutíu ár, að því er
ég bezt veit. Hann hef ur notið stöðugra vin-
sælda og er vafalítið meðal þess efnis sem
mest er hlustað á að minnsta kosti þekki ég
fáa sem ekki hlusta á daginn og veginn
hvenær sem þeir fá því við komið. Oftast
nær hef ur þátturinn einkennzt af víðsýni og
hófsemi og oft af skemmtilegum málflutn-
ingi. Þeir sem flutt hafa þáttinn hafa yfir-
leitt vandað betur til þess sem þeir hafa lát-
ið frá sér heyra þar heldur en annars
staðar og stafar það væntanlega af þeirri
virðingu sem þátturinn hefur notið. Menn
hafa nánast litið á það sem helgispjöll að
segja nokkuð á þessum vettvangi sem þeir
gætu ekki fullkomlega staðið við.
Frá þessu haf a að sjálfsögðu orðið nokkr-
ar undantekningar á meira en f jörutíu ára
ferli. Ein slík undantekning varð á mánu-
daginn þann 3. apríl sl. Þá var ráðizt af
rakalausri og sjúklegri heift að ýmsum
aðilum, mönnum og stofnunum, fyrst og
f remst að Sambandi ísl. samvinnufélaga og
Stéttarsambandi bænda en vissulega fengu
fleiri aðfljóta með. Þaðerekki hægtað láta
ósköp eins og þessi fara fram hjá þegjandi
og hljóðlaust þó að ekki sé það svaravert í
raun og veru. Hatri verður ekki svarað ill-
girninni er erf itt að festa hendur á, getsök-
um má gera nokkur skil.
Flytjandi þáttarins
Flytjandi þáttarins var Þorvarður Júlíus-
son bóndi á Söndum í Miðfirði. Ekki var
getið í kynningu hver væri höf undur þáttar-
ins en flestir gera ráð fyrir að flytjendur
þáttanna um daginn og veginn séu einnig
höfundar þeirra. Þorvarður Júlíusson
hefur alloft flutt erindi um daginn og veg-
inn á undanförnum árum oftar en algeng-
ast er enda hef ur hann lagt þó nokkuð á sig
viðaðfáaðflytjaerindin. Framan af vöktu
erindi hans nokkra athygli enda lagði hann
hart að sér og sýndi mikið þolgæði við að fá
mikilsmetna skynsemdarmenn til þess að
semja erindin fyrir sig. Á síðari árum hafa
erindi hans breytzt til hins verra. Annað
hvort er að hann er sjálf ur farinn að semja
erindin eða hitt að hann er ekki orðinn eins
vandur að höf undum og er það líklegra. Það
er líklegra vegna þess að höfundurinn
vitnar mest í Svarthöfða Vísis en það
myndu svo fáir gera að auðvelt er að telja
þá á fingrum annarrar handar og jafnvel
þó að sú hendi hefði lent í vélsög
Ef sá maður sem skrifar Svarthöfða-
greinar Vísis hefur vit á einhverju kemur
það aó minnsta kosti ekki fram í því sem
hann skrifar. Hann virðist hafa sérhæft sig
i að skrif a um það sem hann veit ekkert um
og hef ur engan skilning á. Að hafa geð í sér
til þess að vitna t slík skrif á vettvangi þar
sem gert er ráð fyrir að talað sér af alvöru
og skynsemi, er ekki öllum gef ið. Sá maður
sem slíkt gerir hlýtur að vera lítill sanda.
Höfundurinn
En látum útrætt um flytjandann en snú-
um okkur þess í stað að höfundinum. Ekki
er rúm hér til þess að fara yfir allar þær
perlur sem í erindinu má finna. Sýnishorn
verður að duga. Höfundurinn skrifar:
,, Ellert heitir þingmaður í Reykjavik.
Hann telur það allra meina bót að fjölga
þingmönnum í Reykjavík og á Reykjanesi.
Er helzt að skilja að hann vilji að þessi
byggðarlög fái alla þingmennina 60. Máske
landsbyggðarkjördæmin einn hvert?"
Málflutningur af þessu tagi dæmir sig
sjálfur. Ellert Schram hefur gert skýra
grein fyrir sjónarmiðum sinum í þessum
málum, þannig að fyrir mann með venju-
lega skynsemi fer þar ekkert milli mála.
Hann hefur aldrei svo mikið sem gefið í
skyn að hann vildi haga málum eitthvað í
áttina við það sem höf. segir. Annað mál er
svo það hvort menn eru honum sammála en
um það á að vera hægt að ræða án þess að
gera honum upp skoðanir.
Höfundurinn segir:
,, Það eru um 6000 sjómenn og 4000 bændur
sem brauðfæða þessa þjóð."
Ef til vill héldu menn f yrir hundrað árum
að slík sjónarmið væru gild. Nú vita allir
hugsandi menn að það þarf f leira til þess að
halda uppi nútíma lífskjörum. Það verður
ekki komizt hjá verzlun, samgöngum og
iðnaði til að brauðfæða eina þjóð og er þá
sizt af öllu gert lítið úr hlut ofannefndra
stétta. En það er nú einu sinni svo að allar
stéttir eru nauðsynlegar þó að áríðandi sé
að ekki hlaupi of vöxtur í neina. Og fallegra
verk er þaðað hvetja til þess að stéttir skilji
gildi hver annarrar en að etja þeim saman.
„Ás.l. ári græddi SÍS að minnsta kosti 80
milljónir króna á pylsugerð á Kirkjusandi",
segir höfundurinn.
Kjötiðnaðarstöðin á Kirkjusandi er
stofnuð með tvö markmið í huga. Annars
vegar til þess að gefa neytandanum kost á
f jölbreyttari kjötvörum og leitast við að
f ramleiða kjötvörur á þann hátt að þær f alli
neytandanum í geð á hverjum tíma. Hins
vegar til þess að stuðla að aukinni sölu á
f ramleiðsluvörum bænda og hærra verði til
þeirra. Vitaskuld er reynt að haga rekstri
Kjötiðnaðarstöðvarinnar þannig að rekstur
hennar skili sem beztum árangri f járhags-
lega. Sá ávinningur kemur að fullu i hlut
framleiðenda. SÍS græddi því hvorki 80
milljónir króna né neinar aðrar milljónir á
pylsugerð á Kirkjusandi.
Og næst kemur höfundurinn að fóður-
bætissölunni:
„Þá er löngu kunnur sá ofsagróði sem SIS
og aðrir innflytjendur hafa haft af fóður-
bætissölunni... Væri Stéttarsambandið óháð
stéttarsamtök myndi það krefja umboðs-
salana um reikninga og léti jafnframt gera
rannsókn á því erlendis hver gróðinn á
fóðurbætissölunni raunverulega er áður en
rokið er til með tillögu um skatt á fóður-
bæti. Þeir sem eiga að greiða þennan skatt
eru innflytjendurnir sjálfir..." Samband
ísi. samvinnufélaga flytur inn fóðurvörur
fyrir kaupfélögin. Alagning á innfluttar
fóðurvörur er undir lágmarki til þess að
standa undir kostnaði. Álagning í heildsölu
og smásölu samanlagt er 9.5% og er miklu
stærri hluti smásöluálagning. Tillaga um að
SÍS greiði hundruð milljóna króna fóður-
bætisskatt til viðbótar er álíka gáfulegt og
annað í þessu erindi.
Höfundurinn lætur sig ekki muna um að
segja eftirfarandi:
„SÍS má heita einrátt um afurðasölu
bænda... fullnaðargreiðsla fyrir sauðfjár-
af urðir berst stundum ekki fyrr en einu eða
einu og hálf u ári eftir að varan er lögð inn."
Þarna hefði flytjandinn átt að geta leið-
rétt handrit höfundarins. Bóndanum hlýtur
að vera það kunnugt að Sl'S annast um
minna en helming af afurðasölu bænda.
Bóndanum ætti lika að vera það kunnugt að
fullnaðarsala á sauðfjárafurðum tekur
ekki minna en eitt ár og stundum nokkru
meira. Fullnaðargreiðsla umboðsaðila
hlýtur að fara saman við fullnaðarsölu
nema annað komi til. Stéttarsamband
bænda hefur lengi unnið að því að fá af-
urðalánin hækkuð þannig að hægt sé að
brúa þetta bil. En vandamál fjárbóndans
eru f leiri en þau að það taki langan tima að
selja afurðirnar eftir að þær hafa verið
framleiddar. Fyrsti kostnaður við kjöt-
f ramleiðslu fellur á nærri einu og hálf u ári
áður en varan er tilbúin til sölu. Höf undur-
inn gleymiraðsaka SíS um það eða kannski
hefur flytjandinn séð að þar væri of langt
gengið og strikað það út.
Fleiri periur hefur þetta erindi að geyma
og varða aðeins tilfærðar nokkrar til við-
bótar án athugasemda:
„Stéttarsamband bænda er angi af
Framsóknarf lokknum og þá um leið angi af
Sambandi ísl. samvinnufélaga". ,, En þetta
stórveldi (þ.e. SÍS) innan heildsölunnar í
landinu er fyrir löngu orðinn svo þungur
baggi á bændaversluninni að við liggur að
halda megi því fram að allur vandi bænda
væri leystur með því að leggja SíS niður."
Látum þetta nægja. Það þarf meiri sál-
f ræðiþekkingu en ég hef til þess að ráða í
það hvernig svona hugmyndir verða til í
mannsheila.
Ellert og Eyjólfur Konráð
Aldrei fór þó svo að höfundur sæi ekki
einhvern vonarneista. Eyjólfur Konráð
Jónsson alþm hefur borið fram þings-
ályktunartillögu um breytingu á rekstrar-
og afurðalánum bænda. Þar sér höfundur
nokkra glætu. „Gefðu duglega á kjaft
stendur þar," segir hann.
Áður er minnzt á Ellert Schram alþm.
Hann er maður undirhyggjulaus. Þegar
hann ræðir eitthvert mál þá ræðir hann um
það mál, en ekki eitthvað annað. Þetta er
meira en hægt er að segja um Eyjólf Kon-
ráð. Frumvarp hans um afúrðalán til
bænda er varla fram komið til þess að
verða bændastéttinni til góðs þó að undir-
hyggjumaðurinn láti það í veðri vaka frem-
ur er þaðfram komiðtil þessað koma höggi
á samvinnuhreyf inguna eins og f jölmargar
aðrar tilraunir Eyjólfs Konráðs á undan-
förnum árum.
Og vissulega væri það áfall fyrir sam-
vinnuhreyfinguna ekki fjárhagslegt áfall
heldur félagslegt áfall. Það er félagslegt
áfall fyrir samvinnuhreyf inguna ef bændur
verða almennt á þeirri skoðun að það sé
ekki lengur rétt að leysa mál sín sameigin-
lega, heldur hætti að haf a samvinnu. Það er
skoðun samvinnumanna að þau verkefni
sem árangursríkara og ódýrara er að leysa
á félagslegum grundvelli eigi að leysa
þannig. Það er skoðun samvinnumanna að
það mundi skapa fjölmörgum bændum
mikla fyrirhöfn og óþægindi ef að hver
bóndi yrði að sækja afurðalán sín sjálfur.
Það er skoðun samvinnuhreyf ingarinnar að
kostnaður muni vaxa mjög verulega og
milliliðabáknið aukast. Það er andstætt
hagsmunum bænda.
Ef bændur vilja hins vegar að þessi hátt-
ur verði á hafður hef ur samvinnuhreyf ing-
in ekkert um það að segja því að samvinnu-
hreyf ingin er ekkertannað en fólkið sem að
henni stendur þar með að sjálfsögðu
bændur. Og vissulega væri það mikill léttir
fyrir ýmsa starfsmenn samvinnuhreyfing-
arinnar er bankarnir tækju alfarið aðsér þá
f jármögnun landbúnaðarins sem nauðsyn-
leg er og lent hefur á samvinnufélögunum
að leysa að stórum hluta en eftir þeim létti
sækist samvinnuhreyf ingin ekki. Því að það
er hlutverk samvinnuhreyfingarinnar að
vinna fyrir félagsmenn sina. Hins vegar er
f ull þörf á því að bankarnir taki meiri þátt í
þeirri f jármögnun en nú er. En haf i bændur
áhuga á breytingum á afurðalánum er það
þeirra að óska eftir þeim en ekki hlutverk
Alþingis að þröngva breytingum upp á þá.
Af þessum sökum er ég hræddur um að
það Ijós sem höf undur sér í þingsályktunar-
tillögu Eyjólfs Konráðs sé vjlluljós. Bænd-
um yrði breytingin erfiðari og kostnaðar-
samari og er það varla eftirsóknarvert.
Mestu erfiðleikar bændastéttarinnar nú
stafa af verðbólgu og óhæfilegum vöxtum.
Það hafa margir brugðizt í baráttunni við
verðbólguna þar á meðal þeir sem sízt
skyldi. Viðsvo búið má ekki standa lengur.
Ef Eykon vill verða bændum til raunveru-
legs gagns þá getur hann ekkert betra gert
en að helga sig af alefli stöðvun verðbólg-
unnar og vaxtalækkun. Næði hann veruleg-
um árangri á þessu sviði þá yrði naf n hans í
landbúnaðarsögunni og þingsögunni meira
en það eitt að vera rímorð við beikon.