Tíminn - 09.04.1978, Blaðsíða 10
10
íiiliíl!’
Sunnudagur 9. apríl 1978
Siöastliðiö haust var hiuti af
heilsugæzlustöð formlega tek-
inn i notkun á Hornafirði og er
þetta tveir þriðju hlutar af
væntanlegu húsnæði heilsu-
gæzlustöðvarinnar. t öðrum
áfanga stöðvarinnar verður
legurými fyrir 20 sjúklinga.
Miklar framkvæmdir í
vaxandi þorpi
Rætt við Óskar Helgason oddvita
á Höfn i Hornafirði
Við leggjum mikla áherzlu á
að byggja hér upp sem fjöl-
breyttasta atvinnu og viljum
gjarnan efla iðnað úr sjávar-
afurðum og landbúnaðarvörum,
sagði Óskar Helgason oddviti á
Höfn i Hornafirði i samtali við
Timann. Hér höfum við mjög
fullkomið frystihús og stutt er
héðan á fiskimiðin, og bátum
fjölgar stöðugt. En iðnaðarupp-
bygging yrði staðnum enn frek-
ari lyftistöng.
Miklar framkvæmdir hafa
verið hér i sveitarfelaginu
undanfarin ár. Stærstar hafa
þar verið skólabyggingin og
hafnarframkvæmdir, en auk
þess sinnir sveitarfélagið fjöl-
mörgum öðrum framkvæmd-
um.
Dagheimili er nú fokhelt og
stefnt er að þvi að ljúka bygg-
ingu þess á þessu eða næsta ári.
Þar á að verða rúm fyrir 40
börn. Nú er dagheimili rekið i
gömlu húsi sem kaupfélagið á,
en það húsnæði er orðið gamalt
og fullnægir ekki nútima kröf-
um. Ýmis félagasamtök i
þorpinu hafa sýnt þessari dag-
heimilisbyggingu mikinn áhuga
og lánað til verksins rúmlega
hálfa fimmtu milljón. Aætlaður
kostnaður með öllum búnaði er
um 48 millj. kr.
1 sumar munum við vinna
nokkuð að framkvæmdum við
vatnsveitu þorpsins en hér höf-
um við ekki nægjanlegt vatn. 1
sumar er áætlað að leggja 12
tommu viða lögn hluta af
leiðinni og er kostnaður við það
áætlaður um 30 millj. kr.
Við höfðum ráðgert að halda
áfram viðað endurbyggja eldri
götur þorpsins i sumar en af þvi
getur þvi miður ekki orðið
vegna þess hve vatnsveitufram-
kvæmdirnar verða dýrar.
Á þessu ári ætlum við að
koma upp sorpbrennsluofni og
er rætt um að það verk verði
unnið i samvinnu við Nesja-
hrepp. Þá er hér iþróttavöllur i
byggingu og vantar okkur til-
finnanlega meira fjármagn til
þeirrar framkvæmdar. Búið er
að grófvinna völlinn, en eftir er
að fullvinna efni til að leggja
þar ofan á.
Auk þess höfum við i hyggjú
að byggja leigu- og söluibúðir
samkvæmt lögum um slikar
byggingar á vegum sveitar-
félaga. Við höfum þegar byggt
14 leiguibúðir eftir þessu kerfi
og aðrar 14 söluibúðir. Eru
þessar ibúðir i tveimur sam-
býlishúsum. Mó
<-------«
Óskar Helgason.
Kaupfélag Austur-Skaftfell-
inga á Hornafirði rekur um-
fangsmikla starfsemi. Auk
verzlunarreksturs er það með
frystihús sláturhús, mjólkurbú,
bakari'og sitthvað fleira. Kaup-
félagsstjóri er Hermann Hans-
son og sagði hann i viðtali við
blaðamann á dögunum að
frystihúsið sem tekið var i
notkun fyrir ári, væri stærsta
fjárfesting kaupfélagsins til
þessa.
Kaupfélagið er ekki með út-
gerð hún er alfarið i höndum
einstaklingá sem leggja fiskinn
siðan inn hjá kaupfélaginu. 1
vetur hafa átta bátar verið
gerðir út á linu frá Hornafirði og
fiskað vel en nú hafa þeir hafið
netaveiðar. Alls eru 16-18 bátar
gerðir út frá Hornafirði i vetur.
Hermann sagði að út-
flutningsverðmæti fisks sem
unninn var i frystihúsinu sl. ár
væri um 1,4 millj. kr. 1 vinnslu-
sal er vinnuaðstaða fyrir um 90
manns en nú eru þar i vinnu 65
manns, en verkafólk hjá kaup-
félaginu er alls um 230-240
manns.
1 Austur-Skaftafellssýslu eru
nú um 120 bændur. Hermann
sagði að búskapur i sýslunni
væri þróttmikill, þótt meðal-
tekjur bænda væru ekki nógu
háar. Framleiðslan væri fremur
vaxandi. Sl. haust var slátrað
um 30 þúsund fjár i sláturhúsi
félagsins og um 1900 þúsund
litrar komu i mjólkurbúið á
siðasta ári.
MÓ
Kaupfélag Austur-Skaftfellinga
Hermann Hansson
Umfangs-
mikil
starfsemi
kaup-
félagsins
Afurðarlí
að að hæ’
verulega
— segir Ingólfur Björ
Verðlagsmálin eru okkur
bændum alltaf efst i huga sagði
Ingólfur Björnsson bóndi á
Grænahrauni i Austur-Skafta-
fellssýslu i samtali við Tímann
á dögunum. Mjög er mikilvægt
að bóndinn fái verð vörunnar að
mestu leyti greitt við afhend-
ingu hennar, og til þess að svo
megi verða þarf að hækka
afurðalánin verulega svo að
vinnslufyrirtækin geti greitt
verðiðstrax. Það er ekki mönn-
um bjóðandi að fá laun sin ekki
greidd fyrr en löngu eftir að
verkið hefur verið unnið.en með
núverandi fyrirkomulagi er það
i raun svo.
Þá vil ég nefna þá óhæfu að
bændur þurfi að greiða tolla,
vörugjald og söluskatt af öllum
þeim búvélum sem þeir þarfn-
ast til búrekstursins. Væri þess-
ari skattheimtu hætt, mætti
lækka vöruverðið mikið.
Þriðja málið sem ég vil nefna
og tel mjög brýnt er það að