Tíminn - 09.04.1978, Blaðsíða 16

Tíminn - 09.04.1978, Blaðsíða 16
16 Sunnudagur 9. apríl 1978 Stefán Valgeirsson: Verðbólga innanlands og vemdaraðgerðir — erlendis gera útflutning landbúnaðarvara óhagstæðari Frumvarp Sighvatar Björg- vinssonar (A) og Benedikts Grön- dal (A) til laga umbreytingu álög- um um framleiðsluráð land- búnaðarins verðskráningu verö- miðlun og sölu á landbúnaðarvör- um o.fl. var til fyrstu umræðu á lunduin neðri deildar Alþingis i vikunni. Var frumvarpið afgreitt til landbúnaðarnefndar en felld var tillaga llutningsmanna þess efnis að þvi yrði visað til fjár- liags- og viðskiptanefndar. Nokkrar umræður urðu um frumvarp þetta á fundi deildar- innar á miövikudagskvöld. P'yrstur talaði Stefán Valgeirsson og mætli á móti frumvarpinu. Hann sagði að frumvarp þetta sem aðeins væri tvær greinar gerði ráð fyrir að verðábyrgð úr rikissjóöi á útfluttar land- búnaðarafurðir yrði mjög skert eða sem næmi aðeins 10% af framleiðsluverðmæti nautgripa- afurða og mest 12% af fram- leiðsluverðmæti sauðfjárafurða vegna útflutnings á þeim afurðum. Sagði Stefán aö ekkert færi á milli mála hvað fyrir flutnings- mönnum vekti og hér væri ekki um neitt hagsmunamál bænda að ræða eins og þeir þó fullyrtu. Þetta væri seindrepandi aðgerð en þó markviss fyrir land- búnaðinn i landinu. Geröi Stefán ýmsar athuga- semdir við framsöguræðu Sig- hvatar fyrir máli þessu flutt fyrr i vetur og sagði m.a. að það væri nú en fyrir Stefán Valgeirsson alrangt að um væri að ræða um- talsverða breytingu á útflutnings- þörf frá t.d. viðreisnarárunum. Miðað við heildarframleiðslu hefði mest verið flutt út árið 1969, eða 43,6% og næstmest árið 1976 eða 35%. Fullyrðing Sighvatar þess efnis að útflutningurinn um þessar mundirnæmi um 50% væri einfaldlega út i hött og kvað Stefán það hollara fyrir flutnings- menn að kynna sér betur málefni sem þeir fjölluðu um i þingsal. Þá sagði Stefán hélt flutnings- maður þvi fram i framsöguræðu að framsóknar og sjálfstæðis- menn bæru alla ábyrgð á lögun- um um þessi efni. En hverjir stóðu eiginlega að þessari laga- setningu árið 1959 spurði Stefán. Voru það framsóknarmenn þegar kkrum árum við stjórn var minnihlutastjórn Alþýðuflokksins. Eða réðu Al- þýðuflokksmenn engu á viðreisnarárunum, hefur Sjálf- stæðisflokknum alla tið haft þá i vasanum? Stefán hnýtti einnig i þá fullyrð- ingu Sighvatar, að lögin hefðu á sinum tima verið samþykkt vegna þess að þingmenn hefðu ekki skilið efni þeirra. -Sagði Stefán að lögin væru eins ljós og framast væri hægt að hugsa sér. Telur Alþýðuflokkurinn nú, spu- rði hann, að fulltrúar hans árið 1959 hafi verið svo skyni skroppn- ir að skilja ekki einföldustu hluti, og flokkurinn sé nú saklaus af lagasetningunni vegna einfeldni þingmanna hans þá? Er hægt að gera hlut Alþýðu- flokksins aumkunarverðari, spurði hann ennfremur. Sá flokk- urinn yfirleitt ekki annað en að hann hélt þremur ráðherrastólum á viðreisnarárunum? Er skýring- in á hversu Sjálfstæðisflokknum likaði vel samstarfaið? Þá sagði Stefán, að hin raun- verulga ástæða fyrir útflutnings- vandamálunum nú væri ekki svo mjög aukin framleiðsla. Það sem ylli væri breyting á neyzluvenjum þjóðarinnar og hin gifurlega verðbólga sem sifellt gerði út- flutning örðugari auk þess sem nágrannaþjóöinar vernduöu sina landbúnaðarframleiðslu og gerðu samkeppni þannig erfiðari. Nú, sagði Stefán, fæst ekki nema 50% Frh. á bls. 35 Full samstaða um að breyta vara- mannakj ör inu A lundi neðri deildar Alþingis á iniövikudag mælti Gunnlaugur Kinnsson (F) formaður félags- inálauefndar, l'yrir nefndaráliti uni frumvarp til laga um breyt- ingar á löguin um s veitarstjórn- arkosningar og um frumvarp lil laga um breytingu á sveitar- stjórnarlöguin. Mælli nefndin með samþykkt l'ruinvarpanna en þó böl'ðu tveir nefndarmenn fyrir- vara gagnvart þeim breytingum að kjördagur s veita rstjórnar- kosninga verði cinn i stað tveggja áður og þvi ákvæöi að kosið verði framvegis á laugardegi en ekki sunnudegi. Nokkrar umræður urðu á eftir framsögu Gunnlaugs en hann er jafnframt fyrsti flutningsmaður þessa frumvarps. Kom fram i umræðum að full samstaða var um breytingu á varamannakjöri sem sveitarstjórnarlagafrum- varpið gerir ráð fyrir. Þá lýsti Gunnlaugur þvi yfir að honum Gunnlaugur Kbinsson þætti vel koma til greina að kjör- dagur verði ekki fyrsti laugar- daguri'júniheldurhinn síðastí en alþingiskosningar fara eins og kunnugt er fram siðasta sunnu- dag i júni. Heilbrigðisþjónusta Matthías Bjarnason heilbrigöismálaráðherra hefur mælt fyrir stjórnarfrumvarpi til laga um heilbrigöisþjónustu. Er þetta frum- varp samið af nefnd skipaðri af ráðherra áriö 1975. Um er að ræða heildarendurskoöun á löggjöf um heilbrigöisþjónustu. Manneldisráð Heiibrigöisráöherra hefur mælt fyrir frumvarpi til laga um manneldisráö. Er frumvarpiö samið af nefnd skipaöri af ráöhérra f júni s.l. Eiga lög þessi aö koma í staö eldri laga um manneldisráö, en ráðuneytið telur nauösyn á áframhaldandi starfi þess, en taka beri tillit til breyttra aöstæöna I þjóðfélaginu og þess vegna þurfi aö breyta lögum um manneldisráö og færa þau I raunhæfara form. Með hliösjón af þvi er frumvarp þetta fram boriö. •••••••••••••••••••••••••••»•••••• Lyfjalög Heilbrigöisráöherra hefur mælt fyrir stjórnarfrumvarpi til lyfja- laga. Frumvarpið er samið af nefnd skipaðri af ráöherra 1973 tii endurskoöunar á lyfsölulögum frá árinu 1963. t frumvarpi þvl sem hér liggur fyrir er leitazt viö aö lögfesta reglur um allt þaö, sem aö lyfjunum sjálfum og framleiöslu þeirra lýtur og nefndin telur rétt aö binda I lög. Auk þess er reiknaö meö aötvenn lög til viðbótar, þ.e. um lyfjafræöinga og lyfjabúöir, komi i staö núverandi lyfsölulaga. Mj ólkurflu tningar Sigurlaug Bjarnadóttir <S) flytur lagafrumvarp um breytingu á lögum umFramleiðsluráð landbúnaðarins. í frumvarpi þessu felst heimil fyrir Framleiösluráö til aö styrkja kostnaöarsama mjólk- urflutninga til byggöalaga þar sem mjólkurþörf veröur ekki fuil- nægt á annan hátt. Ennfremur aö stuöla aö aukinni mjólkurfram- leiöslu á viökomandi svæöi meö sérstökum veröbótum á mjólk. Úrsögn úr NATO Þingmenn Alþýöubandalagsins flytja tillögu til þingsáiyktunar um úrsögn islands úr Atlantshafsbandalaginu og uppsögn varnar- samnings milli islands og Bandarikjanna. Færeyinga út Jón Árm. Héöinsson (A) flytur þingsályktunartillögur um upp- sögn fiskveiöiheimilda Færeyinga innan fiskveiðilandhelgi islands. Skipulögð fisklöndun Lúðvík Jósepsson (Abl) flytur þingsályktunartillögur svohljóö- andi: „Alþingi ályktar aö fela sjávarútvegsráöuneytinu aö undir- búa löggjöf um skipulag á fisklöndun til fiskvinnslustöðva meö þaö aö markmiöi, aö fiskiskipafloti landsmanna nýtist sem bezt til þess að tryggja fiskvinnslustöðvum sem jafnast og bezt hráefni til sam- felldrar vinnslu.” •••••••••••••••••••••••••••••••••• Erfðafjárskattur Fjármálaráðherra hefur mælt fyrir stjórnarfrumvarpi til laga um breyting á lögum um erföafjárskatt. „Meö frumvarpi þvi, sem hér liggur fyrir, er ekki gert ráö fyrir neinum grundvallarbreyt- ingum á gildandi erfðafjárskattslögum fremur en gert var meö lög- unum frá 1972. Hér er aðeins um að ræöa breytingar á skattstigan- um, sem rétt og nauösynlkegt viröist aö gera vegna stórfelldra hækkana á fasteignamati. Erföafjárskatturinn fer stighækkandi eftir fjárhæð þeirri, sem til arfs fellur, þar til ákveðnu hámarki er náð, en það hámark er mismunandi eftir erfðaflokkum. t gildandi lögum eru þessi stig eða skattþrep niðuð við 200 þúsund kr„ en nú er lagt til að þau miðist við 1200 þús kr. Gert er ráð fyrir að hundraðs- liluti erfðafjárskattsins verði óbreyttur. Samábyrgð fiskiskipa Sjávarútvcgsráðherra hefur mælt fyrir stjórnarfrumvarpi til laga um Samábyrgð tslands á fiskiskipum. Hér er um að ræöa frumvarp til heiidarlaga meö ýmsum breytingum til aö koma I staö eldri laga. Aukið lýðræði í hlutafélögum Halldór Asgrimsson (K) mælti á lundi efri deildar Alþingis á fimnitudag fyrir ncfndaráliti og breytingartillögum við frumvarp til laga uni hlutafélög. Sagði Ilalldór ni.a. að gildandi lög um hlutafélög væru frá ármu 1921, litlar breytingar hefðu á þeini verið gerðar og þau að mörgu leyti orðin úrelt. Siðan sagði Halldór m.a.: ,,1 frumvarpinu er m ,a. leitazt við að treysta hlutafélagsformið og auka lýðræði i hlutafélögum, t.a.m. með þvi aö bæta réttar- stööu minnihlutahópa i félögun- um. Reynt er að leysa úr ýmsum vafaatriðum sem upp kunna að koma i hlutafélögum og i skiptum þeirra við aðra aðila. Fjárhags- og viðskiptanefnd hefur farið yfir frumvarpið ásamt fjárhags- og viðskiptanefnd Nd. fvrir hagkvæmnissakir, þar sem frumvarpið er mjög yfirgrips- mikið og athugun þvi timafrek. Umsagna var leitaö hjá ýmsum aöilum og bárust umsagnir frá þeim, er hér greinir : Landssamband isl. út- vegsmanna. Vinnuveitendasambandi Is- lands. Verzlunarráði íslands. Lögmannafélagi Islands. Félagi löggiltra endurskoð- enda. Lagadeild Háskóla Islands. ViðskiptadeildHáskóla tslands. Sambandi isl. viðskiptabanka. Seðlabanka tslands. Skat trannsó kna rstjóra. Við athugun á frumvarpinu naut nefndin einkum aðstoðar Gylfa Knudsen deildarstjöra. Kann nefndin honum beztu þakkir fyrir aðstoðina. Nefndin hefur fallizt á að mæla með samþykkt frumvarpsins með þeim breytingartillögum, sem hún leggur fram á sérstöku þing- skjali. Tillögurnar sem eru marg- llalldór Ásgrimsson ar, eru öl komnar vegna ábend- inga i umsögnum og við athugun nefndarinnar á frumvarpinu. alþingi Söluskattur Fjármálaráðherra hefur mælt fyrir frumvarpi til laga um breyt- ingu á iögum um söluskatt. í frumvarpinu feist aö gerö veröi hlut- fallslega sama hækkun á viöurlagsákvæöum söluskattslaganna og oröið hefur á vöxtum i landinu slöan núgildandi söluskattslög voru samþykkt. Aöalbreytingin er aö 4% viöurlög veröa af vangreiddum upphæöum i stað 2% áður. •••••••••••••••••••••••••••••••••• Forstöðumenn rikisstof nana Ragnar Arnalds (Abl) flytur frumvarp til laga um endurnýjun I stööum forstööumanna rikisstofnana. Gerir frumvarpiö ráö fyrir aö forstööumenn rikisstofnana skuli settir eöa ráönir til sex ára I senn, og aö þeim tima liönum skulu stööur þeirra auglýstar aö nýju. Heimilt er að endurráöa þá til starfa, en stuöla ber aö hæfilegri end- urnýjun I þessum stööum, einkum þegar sami maður hefur veriö i starfinu 12 ár eöa lengur. Fiskveiðar í landhelgi EllertB. Schram og Ingólfur Jónsson (S) flvtia frumvarp til laga um breytingu á lögum um rétt til fiskveiöa I landhelgi. Breytingar þær sem hér um ræöir eru á þann veg aö rlkisstjórninni sé heimilt aö leyfa islenzkum aöilum aö semja um leigu-kaup á stóru verk- smiöjuskipi til vinnslu á koimunna og öörum sjávarafla. Dómsvextir Ellert B. Schram flytur frumvarp til laga um dómsvexti. Gerir frumvarpið ráö fyrir aö á tlmabilinu frá stefnubirtingu til dóms- uppsagnar i dómsmáli geti dómari ákveðið, aö vextir af dómkröfu séu jafnháir innlánsvöxtum af vaxtaaukalánum eöa öörum sam- bærilegum vaxtakjörum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.