Tíminn - 09.04.1978, Blaðsíða 28

Tíminn - 09.04.1978, Blaðsíða 28
28 Sunnudagur 9. apríl 1978 Anthon Mohr: Árni og Berit FERÐALOK barnatíminn Ævintýraför um Kyrrahafið og Suður-Ameríku urðu að hlýða boði hans og banni i blindni”. „Þetta hefur verið einskonar páfariki hjá þeim”, skaut Árni inn i. „Já, þú getur nefnt það þvi nafni, ef þú vilt”, svaraði prófessor- inn, ,,en minnstu þess þó, að hann var lika guð, en það er páfinn ekki. En annars var þetta að mörgu leyti frumstætt riki. Inkarnir þekktu hvorki leturgerð, pen- inga eða vagna. Allt þeirra gull — og þeir áttu mikið af gulli— var notað i skartgripi, og öll þungavara var borin af mönnum. Þeir gerðu þvi aldrei beygjur eða króka á vegi, en þeir voru mestu snillingar i vegagerð — réttara væri ef til vill i „tröppugerð”. Alla vegi byggðu þeir beint upp og niður hinar bröttu hlið- ar. Enn sjást hér vegir upp snarbrattar hliðar með mörg þúsund tröpp- um. Það er næstum óskiljanlegt, hvernig þeir hafa getað borið þungar byrðar upp þessa fjallastiga. Von- andi færð þú að sjá sýnishorn af þessum gömlu „vegum”. 12. Seint um kvöldið var komið að námubænum Huancano, þar sem járnbrautin endaði. Þaðan til Cuzco voru um 600 km. „Gorillaapinn” (systkinin nefndu Clay það fyrst sin á milli) hafði útvegað tvo sterka Fordbila, til að geta haldið ferðinni áfram. Þessir vagnar voru ekki af venjulegri gerð. Þeir voru með aukadrif og óvenjulega hjólastórir. Clay sagði, að þeir væru byggðir þannig vegna þess, hve vegimir væru grýttir og ósléttir, ef vegi skyldi kalla. Og satt var það, hér voru grýttar leiðir. Berit mundi ekki eftir að hafa lent i öðru eins, siðan hún ók i rússnesku hest- vögnunum frá Irkutsk til Lena. Verst var að bif- reiðarstjórarnir óku eins og vitlausir menn. Eins og margir hálfvillt- ir menn vissu þeir ekki hvað hræðsla var og þekktu ekki orðið taug- ar. Bifreiðin hoppaði og hentist yfir stórgrýti og djúpar holur, en aldrei var linað á. Þetta vom víst traustir vagnar að þola þennan akstur. Það var hrein heppni, að all- ir voru með óbrotna limi. Loksins var stanzað við fátæklegt gistihús seint um kvöldið, og höfðu þau þá farið um það bil hálfa leið. Ef ekkert kæmi fyrir, yrðu þau komin til Cuzco næsta dag. Það var gott að vita að leiðinvar hálfnuð, þvi að hér upp á hásléttunni var sárkalt, og stundum höfðu þau fengið dynj- andi haglél. Á nokkrum hluta leiðarinnar var allt alþakið af nýföllnum snjó. Berit hlakkaði mjög til að koma inn i vel upphitað hús. Fætur hennar voru dofnir af kulda. En ferðalagið gekk ekki eins hratt og vel næsta dag. Fyrri daginn hafði leiðin legið yfir nokkurn veginn jafna hásléttu, þótt leiðin væri grýtt, en nú breyttist landslagið. Fram undan voru tveir djúpir dalir með snarbröttum hlið- um. Yfir þessar dalskor- ur urðu þau að fara. Wil- son sagði, að kvislar eða upptök Amason-fljótsins lægju i þessum dölum. Kæmu þessar kvislar upp i vestur brúnum Andesfjalla. Vegurinn niður i dal- ina var svo mjór og svo þverbrattur, að ógerlegt var að komast þá leið á bifreið. Á fljótunum niðri i dölunum var þá heldur engin notandi brú fyrir þungar bifreiðar, en aðeins veikbyggðar hengibrýr úr bambus- viði og tágum. Þau urðu þvi að skilja bilana eftir og setjast á bak múlösnunum, sem Clay hafði áður útvegað og biðu þeirra á fyrri dalbrúninni. Hægt og hægt þokaðist ferðafólk- ið niður i dalinn. Viða var svo bratt og stigur- inn svo mjór, að Berit undraðist að blessaðar skepnumar skyldu geta fótað sig. Þar sem verst var, lét Berit aftur aug- un. Hún bað fyrir sér i huganum og varaðist að lita niður i gljúfur og gjár, sem þau þræddu meðfram. Allt lánaðist lika vel. ■ Ekkert óhapp henti, en ferðin var mjög erfið. Verst var hitastigs- breytingin. Uppi á há- slttunni voru krapaél, en niðri i dölunum var rakaþrungið hitabeltis- loftslag og úðaþoka. Á leiðinni yfir dalinn var Árna bent á gamlan Inkaveg, sem lá beint upp þverbratta brekk- una. Þessar „tröppur” voru hálfhuldar af kjarri, en þó gatÁrni séð fyrir þeim alla leið upp á dalsbrún. Wilson hafði haft rétt fyrir sér. Þessir vegir lágu ætið þver- beint upp snarbrattar hliðar. Árni hugsaði með sjálfum sér, að það hlytu að hafa verið brjóst-heilir 'menn, sem báru þunga'r byrðar upp slikar „tröppuF’. 13. Á milli dalanna voru aðeins nokkrir kilómetr- ar og sæmilegur vegur. Það voru mikil við- brigði, eftir stritið niður og upp úr dalnum. Reið- skjótarnir fundu þetta lika. Þeir reistu sig og þutu á léttu valhoppi yfir hálsinn. En svo kom hinn dalurinn, og var hann ennþá erfiðari yfirferð- ar Reyndi þá mjög á þol og þrek ferðafólksins, og reiðskjótarnir voru orðnir lúnir. 1 rökkurbyrjun kom ferðafólkið að fátæklegu gistihúsi upp undir dal- brúninni. Allt var þarna óvistlegt og óhreint, en enginn tók eftir sliku, þar sem allir vom dauð- þreyttir. Ámi og Berit höfðu varla þrek til að afklæðast. Strax og Berit hafði búið um Lindu, fleygði hún sér ofan á svefnpokann sipn og sofnaði samstundis. 14. Um hádegisbilið næsta dag mættu þau bifreiðum, sem Clay hafði pantað áður, og nú var ekið með miklum hraða á leið til Cuzco. Vegurinn fór batnandi, en var þó enn grýttur og ósléttur. Þegar þau nálguðust Cuzco, varð byggðin þéttari. Ekki var þó jörðin frjósöm og erfitt með jarðrækt. Þar sem hlýjast var, mátti rækta mais, en aðallega voru hér ræktaðar kartöflur og bygg. Wilson sagði Árna, að hér væru hin upprunalegu heimkynni kartöflujurtarinnar. Héðan var kartaflan flutt til Evrópu á 16. öld- inni. (Hér á íslandi var það Björn Halldórsson prestur I Sauðlauksdal, er fyrstur ræktaði kartöflur). Þótt Punaen- hásléttan sé bæði hrjóstrug og harðbýl, þá hefur Evrópa öll og mikill hluti heims hlotið þaðan eina mestu nytja- jurt veraldar. Veslings Linda hafði ekki þolað erfiði ferða- lagsins og sifelld skipti hita og kulda. Hún kvartaði um verk i herðunum um það leyti, sem þau komu i náttstað i fátæklega, sóðalega gistihúsinu. Um nóttina leið henni illa og lá i svitabaði aðra stundina, en hina stundina kvart- aði hún um kulda. Berit vonaði, að þetta væri aðeins ofkæling og þreyta, en þó var hún mjög óttaslegin. Hún rif jaði upp allt, sem hún hafði heyrt um hættu- lega sjúkdóma svo sem: lungnabólgu, taugaveiki og maxarin. Hún gat varla sofið fyrir áhyggj- um. Ó, hve það væri hræðilegt, ef Linda yrði alvarlega veik. Um kvöldið 24. mai komu þau loks til Cuzco. Borgin er byggð i vel ræktuðu dalverpi. Þetta var höfuðborgin i hinuforna Inkariki. Ekki fannst þeim mikið um dýrð þessarar borgar, enda var borgin ekki mannmörg. Enn i dag eru ekki meira en 30 þúsund ibúar i borginni, og af þeim eru um f jórir fimmtu hlutar bláfátæk- ir Indiánar. Berit var innilega feg- in, er hún kom i gistihús- ið i Cuzco, sérstaklega þó vegna Lindu. Nú lá á að koma henni i rúmið og senda eftir lækni. Gistihúsið var ekki fyrsta flokks að mati Evrópumanna, en þó það bezta i borginni. Linda var með hita- óráði, er hún var borin úr bilnum inn i gistihús- ið. Berit sat á rúm- stokknum, þreytt og sorgmædd. Hvernig skyldi þetta fara? Hún varð að skrifa Alexej á morgun. Jafnvel þótt brefið kæmist aldrei til hans, þá létti það áhyggjum hennar að skrifa honum og trúa honum fyrir sorgum sin- um og áhyggjum. Ó, hve sárt hún sakn- aði Alexej. Hún þráði hann af öllu sinu hjarta. 1. Sorata V. Seinna um kvöldið kom læknirinn. Hann fullvissaði Berit um að telpan væri ekki haldin neinum alvarlegum sjúkdómi. Þetta væri að visu alvegleg ofkæling en hvild og rúmlega i nokkra daga myndi færa henni fulla heilsu aftur. Það létti lika yfir Grainger, föður Lindu. Hann hafði ekki sagt margt, er Linda kvart- aði um sjúkleikann, en Berit hafði séð á honum, að hann óttaðist um litlu dóttur sina. Hann ákvað strax að leggja ekki upp i fjallgönguna fyrr en Linda væri orðin vel hress. Timinn var notaður til að skoða borgina og ná- grennið. Wilson prófess- or þekkti alla sögu Ink- anna og þeirra menn- ingu. Nú sýndi hann allt og útskýrði. Annars var ekki svo margt að sjá og skoða. í ofsa trúboðsins

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.