Tíminn - 09.04.1978, Blaðsíða 6

Tíminn - 09.04.1978, Blaðsíða 6
6 Sunnudagur 9. apríl 1978 menn og málefni Ú tflut ningsbann í þágu verðbólgunnar Úrelt krónu- tölustefna Þær tölur hafa áreiðanlega orðiðmörgumeftírminnilegar, að kaupgjald hækkaði i krónutölu á siðastliðnu ári frá 60-80%, en kaupmáttur launa jökst hins vegar ekki meira en frá 6-8%. Þetta er ótviræð sönnnum þess, að sú aðferð, sem hefur verið notuð hérlendis til að auka kaup- mátt launþega, er orðin úrelt. Þessi aðferð hefur aðallega verið fólgin i þvi, að vinnuveitendur og launþegar hafa samið um meiri kauphækkanir i krónutölu en við- ast annars staðar eru dæmi um, t.d. hefur verið samið um 20-30% grunnkaupshækkun meðan al- gengast er erlendis, að halda grunnkaupshækkunum innan við 10%. Þessu til viðbótar hefur svo verið samið um visitöluhækkanir á þriggja mánaða fresti ogmiðað við nákvæmari framfærsluvisi- tölu en annars staðar mun dæmi um, en hér er hreinum lúxusvör- um gert jafn hátt undir höfði og brýnustu neyzluvörum. Afleiðing þessarar krónutölustefnu eru stöðugar og stórfelldar vixl- hækkanir verðlagsog kaupgjalds og útkoman verður sú, að til þess að ná 6-8% kaupmáttaraukningu þarf 60-80% kauphækkun. Þessi vinnubrögð við kjara- samninga þekkjast hvergi orðið i Evrópu nema á íslandi. Þær þjóð- ir, sem hafa náð beztum tökum á efnahagsmálum, haga kjara- samningum á allt annan veg. Nærtækasta dæmið um þetta eru Norðurlönd. Þar er krónutalan ekki lögð til grundvallar. Þar keppa verkalýsðleiðtogar ekki að þvi að geta sýnt sem mestar kauphækkanir i krónutölu. Þar semja at vinnurekendur ekki óábyrgt i trausti þess, að þeir geti eftir á komið með reikninginn til verðlagsyfirvalda og rikisins og krafizt verðhækkana eða verð- uppbóta. Þar leggja báðir aðilar til grundvallar hvað unnt sé að auka kaupmáttinn innan þess ramma, sem þjóðarbúið þolir. Takmarkið er að veita raunhæfar kjarabætur en ekki dýndarbætur i krónutölu. Rikisvaldið reynir jafnframt að vera til leiðbeininga og aðhalds um að slikri stefnu sé fylgt fram. Gott fordæmi frændþjóðanna Eigi eðlilegt og heilbrigt ástand að skapast i þessum málum hér á landi verður að vikja frá krónu- tölustefnunni, sem núer fylgt, og fylgja fordæmi hinna norrænu frændþjóða okkar, sem hafa náð beztum árangri við gerð kjara- samninga. í stað þess að gera krónutölu kaupsins að aðalatriði, verður aö gera það að leiðarljósi, hvernig hægt er að tryggja og auka kaupmátt þess, án þess að þaðleiði til óhæfilegrar verðbólgu og fjármálalegrar óstjórnar. En þvi aðeins er þetta hægt, að gott samstarf takist milli aðila vinnu- markaðarins og rikisvaldsins, en forustuhlutverkið hvilir hér mest á því. Það er úrelt kerfi að ætla að láta það vera i höndum verka- lýðsleiðtoga og atvinnurekenda einna að ákveða launastefnuna, þvi að úr verður oftast ekki nema vixlhækkanir verðlags og kaup- gjalds. Það er krónutölustefna, sem leiðir til verðbólgu og fjár- málalegrar ringulreiðar. Hér þarf að verða breyting á vinnu- brögðum og hún ætti að geta orðið tiltölulega auðveld með þvi að hagnýta reynslu hinna norrænu frændþjóða. Útflutnings- bannið 1 byrjun marz reyndu forustu- menn launþegarsamtakanna að A leið i róður. ráði vissra leiðtoga Alþýðu- bandalagsins og Alþýðuflokksins að efna til ólöglegs allsherjar- verkfalls i þeirri von, að þannig væri hægt að ógilda efnahagslög rikisstjórnarinnar. Þáð mistókst. Nú er að ráði sömu stjórnmála- leiðtoga stefnt að þvi að koma á útflutbingsbanni, og enn sem fyrr er launalægstu stéttunum att fram, tilað koma fram enn meiri hækkunum fyrir þá, sem betur eru settir. Kjörorðið er nú sem fyrr: Kjarasamningana i gildi. Sennilega hafa ekki nærri allir launþegar gert sér grein fyrir hvað þetta þýðir i reynd. Það er rétt, aö samkvæmt þessu fengju laun-' þegar fleiri krónur, en það yrðu enn verðminni krónur en þær, sem þeir fá nú og verða þær þó ekki taldar verðmiklar. f áliti verðbólgunefndar er að finna út- reikninga Þjóðhagsstofnunar á þvi, hversu mikill verðbólgu- vöxturinn hefði orðið á árinu 1978, ef engar efnahagsráðstafanir hefðu verið gerðar. Þessir út- reikningar sýna m.ö.o. hver verð- bólguvöxturinn myndi verða, ef verðbótaákvæði kjarasamning- anna tækju aftur fullt gildi. Samkvæmt þeim hefði verðbólg- an orðið 36% á árinu 1978 og að meðaltali meiri en 1977. Með efnahagslögunum erstefnt að þvi að verðbólgan fari ekki yfir 30% á árinu. Krónurnar, sem menn fá i kaup, verða af þessum ástæðum nokkru færri enella, en þær verða verðmeiri sem svarar þvi, sem verðbólgan verður minni. Atvinnuleysið erlendis Ef útflutningsbannið næði þeim tilgangi sinum, að fullar verð- bætur yrðu greiddar að nýju, myndi það ekki verða eina afleið- ingin, að verðbólguvöxturinn yk- ist að nýju. Afkoma atvinnuveg- anna myndi versna og mikil hætta á, að atvinnuleysi fylgdi i kjölfarið. tslendingar hafa ekki kynnzt atvinnuleysi á undanförn- um árum og ýmsir verkalýðsleið- togar hér virðast þvi hættir að gerasér grein fyrir hvert böl það er. Það gildir því ekki hið sama um þá og verkalýðsleiðtoga i 18 Evrópulöndum, sem ákváðu i stiðastl. viku að gera baráttuna gegn atvinnuleysinu að höfuðmáli verkalýðssamtakanna i þessum löndum. Þeim er áreiðanlega annað meira i huga en að koma á útflutningsbanni, sem aðeins getur veiktstöðu atvinnulifsins og rutt atvinnuleysinu braut. Það er mikili misskilningur, að at vinnuleysið geti ekki náð til Is- lands, ef ógætilega er á málum haldið. Fátt er hægt að gera ógætilegra i þeim efnum en að þrengja stöðu Utflutningsatvinnu- veganna. Ranglát verð- bótaákvæði Hverjir myndu það svo annars verða, sem helzt græddu á Ut- flutningsbanninu, ef það næði þeim tilgangi sinum, að fullar verðbætur yrðugreiddaraðnýju? Þaðerui' fyrsta lagi braskararn- ir, sem alltaf græða á aukinni verðbólgu. Það yrði i öðru lagi launahæstu stéttirnar. Þvi til sönnunar er skemmst að minnast Utreikninga hagfræðings Alþýðu- sambandsins, en samkvæmt þeim myndi launþegi með 300 þús. króna mánaðarlaun hagnast um 444 þús. krónur á ári, ef verð- bótarákvæði kjara samninganna tæki aftur fullt gildi, en maður með 106 þús. kr. mánaðarlaun ekki nema um 114 þús. krónur á ári. Á þaðað vera baráttumál laun- þegasamtakanna og tilefni átaka og verkfalla á vinnumarkaðnum aðfáslik kjarabótaákvæði kjara- samninganna aftur igildi? A það að vera hlutverk samtaka þeirra, sem minnst bera Ur býtum, verkamannasamtakanna, að knýja slikt hrópandi ranglæti fram? Þremenningar í einni sæng Það ber ekki oft við, að stjórn- arandstöðuflokkarnir þrir verði sammála. Þótt allir telji þeir sig vinstr.i flokka, stefna þeir oftast hver i' sina áttina. Glöggt kom þetta i Ijós sumarið 1974, þegar Framsóknarflokkurinn beitti sér fyrir myndun nýrrar vinstri stjórnar með þátttöku Alþýðu- flokksins, Alþýðubandalagsins og Samtakanna. Þó komu Alþýðu- flokkurinn og Alþýðubandalagið fram sem höfuðandstæðingar og deildu lengi um það eftir að stjórnarmyndunartilraunin mis- tókst, hvorum þeirra væri meira um að kenna, að hún fór út um þúfur. Þessi misklið þeirra hefur haldizt meira og minna allt kjör- Tímamynd Gunnar. timabilið. Það fór þó ekki svo, að þessi misklið þeirra héldist alveg til loka kjörtimabilsins. Þegar til endanlegra úrslita dró i verð- bólgunefndinni, og taka varð af- stöðu til efnahagstillagna rikis- stjórnarinnar, töldu foringjar hinna þriggja stjórnarandstöðu- ílokka sér ekki annað fært en að ganga i eina sæng og eignast sameiginlegt afkvæmi. Þeir Lúð- vik Jósepsson, Gylfi Þ. Gislason og Karvel Pálmasonrituðu undir sameiginlegt álit, þar sem þeir lýstu fylgi sinu við svokallað „annað dæmi” i nefndaráliti verðbólgunefndar og töldu það heppilegt til lausnar á efnahags- vandanum. Kjarni þess var 10% gengisfelling, auknar niður- greiðslur, samdráttur opinberra framkvæmda og aukin fjáröflun rikissjóðs til að risa undir niður- greiðslunum. Þeir þremenningar lýstu sig i megindráttum fylgj- andi þessari lausn, en þo með þeirri breytingu að nýrra tekna yröi aflað með þvi að þyngja álögur á atvinnuvegunum i stað hækkunar á beinum sköttum. Auglýsing um úrræðaleysi Það hefði mátt ætla, að þeir þremenningar myndu hampa verulega þessum efnahagstillög- um sinum og telja þær meira snjallræði en efnahagslög rikis- stjórnarinnar. Svo hefur þó ekki orðið. Milu fremur má segja, að þeir hafi reynt að þegja þær i hel. Astæðan er sú, að þeim er manna bezt ljóst, að tillögur þeirra hefðu ekki leyst vandann, heldur hið gagnstaeða. 1 áliti verðbólgu- nefndar er þvi lýst, að væri „ann- að dæmið” lagt til grundvallar, myndi sáralitill árangur nást i glimunni við verðbólguna, enhins vegar mætti búast við stöðvun fyrirtækja og atvinnuleysi, þar sem hér væri samdráttarstefna á ferð.Þess vegna er ráðið frá þvi i áliti nefndarinnar, að þessi leið verði farin. Það eina, sem foringjar stjórn- arandstöðuf lokkanna þriggja gátu orðið sammála um, var samdráttarstefna, sem hefði leitt til fyrirtækjahruns og atvinnu- leysis. Betur verður ekki leitt i ljós, að þeir hafa ekki upp á nein raunhæf úrræði að bjóða. Það ’ sannaðist þannig eins vel og verða má, að stjórnarandstæð- ingar hafa ekki neitt trúverðugt svar til lausnar efnahagsvandan- um, svo að stuðzt sé við ummæli Vésteins ólasonar i Þjóðviljanum fyrir nokkru. Tillaga þeirra Lúð- viks, Gylfa og Karvels er eins glögg auglýsing um úrræðaleysi og framast má verða. Athyglisverð lýsing Mbl. Morgunblaðið birti nýlega i for- ustugrein athyglisverða lýsingu á atvinnuástandinu 1968-1969, en þá var hér erfitt viðskiptaárferði likt og fyrstu valdaár núv. rikis- stjórnar. Lýsing Mbl. var m.a. á þessa leið: „Fyrstu merki versnandi at- vinnuástands komu fram sumar- ið 1967 i' styttingu vinnutima og erfiðleikum skólafólks við að fá sumarvinnu. 1 febrúarmánuði 1968 kom til atvinnuleysis i raun. Þann mánuð voru 1500 manns skráðir atvinnulausir og var það um 2% af mannafla. Um vorið og sumarið batnaði atvinnuástand nokkuð en versnaði á ný þegar liða tóká árið og i árslok 1968 nam atvinnuleysi um 3% af mannafla. 1 lok jafnúarmánaðar 1969 varð atvinnuleysið mesten þá voru um 5500 manns atvinnulausir eða um 7% af mannafla. Þá gætti að visu áhrifa s jómannaverkfalls en eftir að það leystist minnkaði atvinnu- leysi niður i 1-1 1/2% af mannafla. Siðari hluta ársins jókst atvinnu- leysi enn og i des.lok það ár voru um 2500 manns atvinnulaus- ir eða um 3,2% af mannafla. Meðalfjöldi skráðra atvinnu- leysingja á árinu 1969 nam um 2,5% af mannafla eða um tvöfalt fleiri atvinnulausir á þvi árf en 1968. Til þess að gefa skýra mynd af atvinnuástandinu á þessum tima ber að geta þessað um 250-300 manns fóru til starfa erlendis aðallega byggingarmenn en sam- dráttur i byggingariðnaði á milli áranna 1967-1969 nam um 20%. Á þessum árum jókst greiðsla atvinnuleysisbóta stórlega. 1 töl- um þeirra tima voru greiddar 1967 um 7,8 milljónir i atvinnu- leysisbætur. Ári siðar var sú upp- hæð komin i 28 milljónir og 1969 i 124,3 milljónir. Þessar tölur má a.m.k. tffalda,ef ekki tólffalda til þess að fá hugmynd um núgildi þeirra og verður þá ljóst að á ár- inu 1969 hafa verið greiddar i' at- vinnuleysisbætur i núgildandi verðmæti peninganna um 1200-1500 milljónir króna.” Ólíkar ríkis- stjórnir Við þessa lýsingu Mbl má bæta þvi, að lifskjör almennings fóru mjög versnandi á þessum árum og voru háð mikil stórverkfóll bæði árin til þess að reyna að fá þau bætt. Verðbólga var um þre- falt tíl fjórfalt meiri hérlendis á þessum árum en i nágrannalönd- unum. Meginorsök þessa ömur- lega ástands i efnahagsmálunum var.sUað viðreisnarstjórnin fylgdi samdráttarstefnu. M.a. var van- rækt að efla undirstöðuatvinnu- vegina, eins og ráða má af þvi að nær ekkert var gert i valdatíð hennar til að endurnýja togara- flotann. Tilfinnanlegast var að- gerðaleysið i dreifbýlinu og lá þvi mikill fólksflótti þaðan ttí þétt- býlisins. SU mynd sem blasir við frá stjórnartið nUv. ríkisstjórnar sannarlega önnur, þótt viðskipta- árferðið hafi ekki verið hag- stæðara sum árin. Atvinna hefur verið næg. Framkvæmdir hafa verið miklar um allt land og fólksflóttinn Ur dreifbýlinu hefur stöðvazt. Þetta hefur tekizt sök- um þess að haldið hefur verið uppi öflugri framfarastefnu i stað samdráttarstefnunnar i tið viðreisnahstjórnarinnar. Þessi sámanburður er vissu- lega lærdómsri'kur og sýnir m.a. muninn á þvf hvort Framsóknar- flokkurinn er innan eða utan rikisstjórnar. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.