Tíminn - 09.04.1978, Page 15

Tíminn - 09.04.1978, Page 15
Sunnudag'iir 8. aj>rfl 1978 (iamalt stórbýli á Mors fi/:t 1978 Kennslukona lcggur af staft i skóla á Mors I Lima firði <>/:! 1978 endur, vaðfugla, vepju, fasana oglævirkja. Refum bregður fyr- ir og hérar hlaupa oft yfir akr- ana. Sviakonungur noWtur fyrr á tið hældi sér af þvi að hann gæti hitt eyra á héra á harða- hlaupum! Kaupangur heitir gamall sveitabær i Eyjafirði. Hér heitir langstærsti kaupstaðurinn „Nýi-Kaupangur” (Nyköbing) og var hann til fyrir um 700 ár- um. Margir sveitabæir og all- mörg sveitaþorp eru á Mors. Landið er heldursviplitið yfir að lita að vetrinum, en mildast mjög og frikkar á sumrin. Há- vaxnir skógarlundar koma i stað hóla og hæða. Li'tum á vetrarmyndirnar. Þarna sómir gamla stórbýlið Brandam sér vel, hálfhulið i álm viðarlundi. Allstórar bygg- ingar eru á bakvið gamla ibúðarhúsið stórbóndans. Land- inu hefur fyrir löngu verið skipt i fleiri jarðir. önnur mynd sýnir sveitabæ i grenndinni, Kildevej 1 (Lindarvegur). Þar býr Jó- hannes litli, ensvonefna nábúar hann, sjálfur hjá sér og rekur arðsamt svinabú. Hann hefur lika komið upp fögrum og fjöl- breyttum skrúðgarði. Ég kom þar einu sinni að sumarlagi og dáðist að garðinum. Og allt þekkti Jóhannes! A þriðju myndinni sést kennslukona leggja af stað frá heimili sinu Kildvej 12 til barnanna i ,,Fri- tidshjemmet” i Nyköbing, en þar er athvarf barna, sem eiga erfitt heima fyxir. Eiginmaður- inn kennir vandræðaunglingum i tilraunaskóla i Flade á Mors. Á fjórðu Morsmyndinni dregur stór heimifishundur barnavagn. Vöxtuleg tré i baksýn. Mörg hús eru hér allgömul. Aðallega er byggt úr rauðum eða gulum tigulsteini og fara húsin mjög vel við grænar merkur og skögarlundi. Vitlausa tizkan með flöt þök, sem oftast leka, hefur litið náð til Danmerkur. örfá opin ruslasvæði sá ég á Mors og fylgdi þeim máfager eins og hér heima. Flestir munu farnir að sjá, að ekki nægir að ganga með byssu eða eitur og hrópa „drepum, drepum”, ef verulega skal fækka vargfugli. Við ölum sjálf fuglinn og eigum aðallega sökina á offjölgun hans. Við beinlinis fóðrum veiðibjölluna (svartbakinn) og hrafninn á slógi og öðrum fiski- úrgangi, sorpi o.s.frv. T.d. tróna stórir sorphaugar við Kefla- vikurflugvöll — og svipað er viðar. Er nú, sem betur fer, sums staðar farið að hylja sorp- ið með mold, t.d. i' Gufunesi. Er það til stórbóta, en hröð handtök þarf við., Borgnesingar brenna öllu sorpi jafnóðum — og sést þar varla máfur lengur. Rætt hefur verið i dönskum blöðum undanfarið um eitrað viðarsag og um vinauglýsingar á búningum iþróttamanna. 1 seinni tið hefur borið á óvenju- legum dauðsföllum ýmissa dýra, einkum búrdýra og gælu- dýra, m.a. á Bretlandseyjum. Hefur komið i ljós að orsökin er stundum eitrað viðarsag, er borið hefur verið undir dýrin. Fundizt hefur i saginu eiturlyfið dieldrin o.fl. eitruð lyf, sem bönnuð eru á Norðurlöndum, til eyðingar skordýra á trjám og viði. Drepizt hafa kettir, uglur, mýs,rottur o.fl. dýr i eldisstöðv- um og dýragörðum. Sagið er vitanlega einnig hættulegt mönnum. Vinauglýsingar á búningum danskra iþróttamanna er nú mikiðdeilumál. Framleiðslu- og áfengissöluf yrirtæki borga félögunum vel fyrir aug- lýsingarnar og mun sums stað- ar hafa verið samið til margra ára. Þetta er orðið hitamál og þykir illasitja á iþróttafélögum að auglýsa áfengi! Brugg- iðnaðurinn kvartaði nýlega og kvað minna seljast af áfengi nú en áður. Nokkrar likur eru til þess, að áfengisauglýsingr á búningum iþróttamanna verði brátt bannaðar, eða a.m.k. dregið mjög úr þeim, t.d. skrá firmaheitiðen ekki nafn vinsins. Grinteikning sýnir vöðvastælt- an knattspyrnumann i ,,aug- lýsingabúningi". Er gamli Carlsberg letrað á vinstra brjóst og Tuborg hægra megin — silfruðum stöfum, en Ala- borgar-ákaviti með gullnu letri á bakið! llelga Steffensen og Hallveig Thorlacius með tvær af brúðum sinum Síðasta sýning í Leikbrúðulandi SJ — Siðasta sýning i Leikbrúðu- landi i vor verður á sunnudag að Frikirkjuvegi 11 kl. 3. Að þessu sinni eru flutt fjögur leikrit, Vökudraumur, Saga án orða, Litla Gunna og litli Jón, Drekinn og Ævintýrið um Eineygu, Tvi- eygu og Þrieygu. hpSEe Ævintýralínan Antik-eik Fura Eik Sérhannað íslenzkt HILLUEININGAR i stofuna/ skrifstofuna/ barna- og unglingaherbergi SKRIFBORÐ með hillu og Ijósi Greiðsluskilmálar Sendum hvert á land sem er Opið 2-6 alla daga Laugardaga 10-12 Haghvæmt 5 Litað og ólitað Laugavegi 168, sími 28480 /nngangur frá Brautarho/ti

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.