Tíminn - 09.04.1978, Blaðsíða 14

Tíminn - 09.04.1978, Blaðsíða 14
14 'iiaam Sunnudagur 9. apríl 1978 Ingólfur Daviðsson: Deilt um flesk og f uglabúr Komið verður og við á Mors og minnzt á eitthvað fleira. Svin og hænsni eru mjög á dagskrá á Norðurlöndum og viðar. Málskraf, harðar deilur og jafnvel málaferli. Deilt er t.a.m. um venjulega „frjálsa” hænsnarækt og á hinn bóginn búrhænsni. Hin siðarnefdu eru lokuð inni i þröngum biírum, fóðrið sett rétt við nefið á þeim, en eggin koma Ur hinum endan- um og veltaniðurltrekteðaann-' aðilát, saurinnsáldrast niður úr búrvirnetinu. Dýrið er orðið hluti af vél, eggjavél, i raun og veru. Hvernig liður búrhænsn- unum? Um það er deilt i ákafa^ og sums staðar er búrhænsna- rækt bönnuð af dýraverndunar- ástæðum. Aðrir telja allt í lagi, hænsnin hugsi vist ekki mikiö, og ef fyrir komi að hin þröng- býlu dýr taki upp á þeim óvanda að reyta fjaðrir af sér eða hvert af öðru, þá megi bæta úr þvi með hárnákvæmri hirðingu og aögæzlu. Búrhænsnin verpi ekki siðuren hin frjálsu og véltæknin spari vinnukraft. Gárungar grinblaðanna likja þessu viö , kvennabúr soldánanna fornu eða „sheika” núti'mans. Lokiö hópaf yngismeyjum inni i smá- herbergjum, segja þeir, hleypið inn karlmönnum, fáum útvöld- um við og við á réttum tima og sjáið hvort „búrbörnin” verða ekki eins mörg og hjá hefð- bundnum fjölskyldum? Sam- kvæmt hugsunarhætti LUr- hænsnaeigenda ætti kvenna- búrastúlkunum að liða prýði- lega! Þær fá föt og fæði fyrir barnaframleiðsluna. Hvaö segja t.d. rauðsokkar? En að gamni slepptu virðist búrhænsnalifið heldur ömur- legt, en liklega er hægt að græða fé á þvi. Hart er deilt um svinin, enda mikið i húfi fjárhagsl. Fyrr- verandi eftirlitsmaður i Dan- mörku fann opinberlega að ýmsum atriðum varðandi ný- tizku svinaeldi — og kvað svina- kjötið fara hriðversnandi. Lenti svo i málaferlum og þrasi. Var nýlega kveðinn upp dómur og framleiðendur sýknaðir. Þótti ekki sannað að kjötið færi versnandi vegna nýlegra fram- leiðsluhátta, m.a. lyfjagjafar. Svinin fá mörg hver mikið af lyfjum, en talið er að flestir svinabændur haldi lyfjagjöfinni þó innan hófsamíegra tak- marka, — og grisastiurnar fari viða batnandi. Þó ber talsvert á taugaveiklun hjá grisum og magasárum, en litið vitað með vissu um orsakir. Sums staðar taka grisir upp á þeim óvanda aönaga rófuna hverá öðrum en þá er slæmu plássi eða vanhirð- ingu um kennt. Fleiri grisir fá magasár en áður ef þeir standa á rimlagólfiog hafa ekkert til að róta i. Svinakjötið danska er tal- ið mjög gott yfirleitt, og stefnt er að þvi með talsverðum árangri að draga úr fitunni. Stundum ber dálitið á svinakjöti sem ekki er hæft i „kotelettur”, af þvi aö það verður grjóthart viö steikingu. Kjötið er þá ljós- ara en ella og mikið vatn lagar úr þvi ef i er skoriö. Orsakir eru Aligylta af Yorskhire-stofni Villigylta með röndótta grisi litt eða ekki kunnar. Kjöt sumra kroppanna er á hinn bóginn þurrt og dökkleitt. Er þetta allt Ul athugunar og umræðu þar ytra, m.a. talsvert um það ritað í blöðin, enda flesk mikilsverð útflutningsvara. Sumir telja að svinin séu knúö um of til örs vaxtar og leiði það til streitu, taugaveiklunar, hjartasjúk- dóma og magasára. Svinakjöt hefur lengi verið i miklum met- um allt frá fyrstu sögulegu tim- um.Fleskvar matur Einherja i Valhöli samkvæmt hinni fornu goðatrú. Gyðingar bönnuðu neyzlu þess, sennilega af ótta við sjúkdóma (innýflaorma). Við þekkjum alisvinið sem þunglamalega, feita og digra skepnu. Villisvininu er að ýmsu öðruvisi farið. Það er magrara, léttara á fæti, trýnið lengra o.s.frv. Villisvinið syndir ágæt- lega, og brýzt lika léttilega gegnum skógarþykkni. Það er allfljótt á fæti einkum ef það getur ruðzt beint áfram, og vel gengur þvi að ferðast um vot- lendi. Kannþar bezt viö sig. Þaö á heima i öllum heimsálfum nema Astraliu. Er mest á ferli á nóttunni. Etur flest sem að kjafti kemurog frjósamter það i mesta máta. Auðvelt þykir að temja villisvin og hafa menn komizt upp á lag með það. Villi- svi'n gera oft mikinn skaða á ökrum, en eru lika viða mikils- verð veiðidýr. Þótti fyrrum mikið sport höfðingjum að fara á villisvinaveiðar með spjót eitt að vopni, enda hættulegt vegna hinna miklu vigtanna, sem svin- ið kann vel að beita. Alisvinið er komið af villisvin- inu, kynbætt i þúsundir ára, svo nú eru til ýmis afbrigði eöa stofnar, næsta ólikir villisvinun- um. Litum á myndirnar. önnur sýnir villigyltu með grisi sina. Grisirnir eru röndóttir og oft mikill leikur i þeim. Gyltan er ráðsettari I fasi, strihærð meö langt trýni og tiltölulega langa fætur, þrifleg i holdafari að visu, en þó ekkert svipuð og ali- svinið. Hin myndin sýnir tamið svin, aligyltu af hinu allstór- vaxna Yorkshire-kyni. Þetta svin er vöðva- og fituklumpur, langvaxinn og fótastuttur með stutt trýni. Hausinn er orðinn býsna undarlegur og ólikur hausi villisvinsins. Hár alisvins- ins eru orðin gisin. Liklega hafa svin landnámsmanna likst villi- svini meira en alisvinum nútim- ans. Þegar undirritaður var á ferð i Danmörku i vetur höfðu bænd- ur ærinn starfa i fósi og svina- stlum. FjárbU munu fá, og hesturinn er orðinn „sportsdýr” likt og hér heima. Þegar ég sigldi til Hafnar i fyrsta sinn haustið 1929 tók ferðin 10 daga frá Akureyri með gamla gufú- skipinu Islandi. Fregnum hafis fýrir Horni varð til þess aðskip- ið sigldi austur um land til Reykjavikur og tafði það ferð- ina. Nú var flugvél farartækið og fárra tima ferð milli landa. Tindar Himalajafjalla teygja sig hátt íil himins, en þotan flaug i rúmlega þúsund metra meiri hæð, yfir öldóttu, gráu skýjahafi. Fjöll Skotlands voru alhvitlangt niðureftir 20. febrú- ar, ogDanmörk einnig hvit yfir að lita. Hafði verið hriðarveður með allmiklu frosti undanfarið. Nú skein sól i tvo daga, en siðan gerði þoku, og hana oft mjög dimma i Danmörku, 10 daga samfleytt. Hiti 2-5 stig. Hvarf þá snjórinn að mestu, en áður höfðu sumir vegir lokazt vegna skafla. Dökkjarpir akurteigar komu nú brátt i ljós undan snjónum, illir yfirferðar vegna limugrar aurbleytu. Sólin skein á ný, en frost var á nóttum. Isrekvar enn á Limafirði fyrstu viku marzmánaðar. Fljótlega sáust samt hvitar og gular breiður vetrargosaog vorboðai görðum og hlaðvörpum sveita- býlanna. Égætla að bregða upp nokkrum þokulofts vetrar- myndum frá eyjunnistóru Mors á Limafirði, en þangað lagði ég leið mina. Mikil og fógur boga- brú tengir eyjuna við héraðið Thy norðan fjarðar. Brúin ligg- ur yfir hið 400 m breiða Vilsund. önnur brú sem er i smiðum, mun tengja Mors hinum megin við Salling. Eyjan er að mestu öldótt flatlendi, aðeins 20-40 m yfir sjávarmáli. Vogskorin ströndin er þó allviða sæbrött og risaþarhöfðar. Ef þú vilt ganga umhverfis eyna, þá er það um 200 km leið. 32 kirkjur eru á Mors handa um 28 þUsundum ibúa. Flestar eru kirkjurnar gamlar, sumar jafnvel frá Sturlungaöld, hlaðnar úr stóru, höggnu grjóti. Hefur eyjan þá þegar verið þéttbýl og ræktuð. Heldur er næðingasamt og lítiö um skóga. Trjánum i hinum mörgu skjólbeltum hallar viða til austurs undan rikjandi vestanvindinum. Dýralif er talsvert, mikið um fúgla t.d.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.