Tíminn - 09.04.1978, Blaðsíða 8
8
Sunnudagur 9. apríl 1978
1909-1911. Starfaði einnig að
bindindis- og búnaðarmálum.
„Eygði svo í einum svip fjörutíu
íranskar duggur — fimmtán
róðrarskip”. Svo kvað Jón
Ólafsson frá Kolfreyjustað i Fá-
skrúðsfirði, er hann sat kviaær
og komst upp á Halaklett. Jón
varð siðar alþingismaður, rit-
stjóri o.fl. Franskar fiskiskútur
voru algeng sjón við Austfirði,
Vestfirði og viðar fram yfir
aldamót. Fylgdu eftirlitsskip og
hér er mynd tekin um borð i
einu þeirra á Fáskrúðsfirði um
aldamótin. Maðurinn sem situr
lengst til vinstri (með svartan
kúluhatt), er Georg Georgsson
læknir, forstöðumaður franska
spitalans á Fáskrúðsfirði.
Drengurinn er mágur hans, Jó-
hann Wathne frá Seyðisfirði.
Hinir munu franskir.
Franskur spítali var og lengi
rekinn i Reykjavik, eins og al-
kunnugt er. Eitthvert slangur
mun vera af franskættuðu fólki
á íslandi, sumir komnir af
skútumönnum. „Golfranskir
skútumenn skruppu inn á
fjörðu, skildu eftir mark sitt i is-
lenzkri jörðu”.
Vikjum að öðru. Minningin
um jól og þorrablót lifir enn i
Kirkjan á Vestdalseyri
........
Ingólfur Davíðsson:
Byggt og búið í gamla daga
Ferming i kirkjunni á Vestdalseyri
Gm borft f frönsku eftirlitsskipi um aldamótin
Enn er brugðið upp þremur
myndum frá Austfjörðum — úr
myndasafni Jóns Wathne. Við
sjáum kirkjuna á Vestdalseyri
við Seyðisfjörð, myndarlegt
hús, fólkið mun vera að koma
frá messu. Seyðfirðingar hinir
eldrimunukannast við kirkjuna
og húsin i grennd. Kirkjan mun
hafa verið rifin og ný kirkja
byggð inni á ölduárið 1922.
Önnur mynd sýnir fermingu i
kirkjunni á Vestdalseyri. Séra
Björn Þorláksson fyrir altari.
Kirkjan stóð fyrst á Dverga-
steini utarlega með firðinum.
Gerðist Björn þar prestur 1884.
Þjónaði Seyðisfirði til 1925. Var
alþingismaður Seyðfirðinga
mörgum huga. Mér bárust ný-
lega i hendur myndir af listavel
útskornum laufabrauðskökum.
Skurðmeistarar tvær konur,
önnur eyfirzk en hin úr Þing-
eyjarsýslu búsettar i Reykja-
vik. Eru þetta kniplingar?, varð
„skrifstofustarfskrafti” að orði,
er hann leit eina myndina. Vert
væri að ungt fólk lærði þennan
listavel gerða laufaskurö, hann
má ekki falla i gleymsku. Hygg
ég að þeir séu ekki margir fyrir
norðan sem kunna hann svo vel
að listbragð sé að. En þessi
norðlenzki siður er þó að breið-
ast út, einnig hér syðra. Eiga
átthagafélög þátt i þvi og er það
vel.
Laufabrauft fjölbreytilega skorift