Tíminn - 09.04.1978, Blaðsíða 11
Sunnudagur 9. apríl 1978
11
Byggðasafn
í byggingu
Utgáfa héraðsrits hefst næsta haust.
Rætt við Friðjón Guðröðarson sýslumann
Stærsta verkefni Austur-
Skaftafells&ýslu hefur verið
bygging og rekstur elli- og
hjúkrunarheimilis en þar er
einnig fæðingardeild, sagði
Friðjón Guðröðarson sýslu-
maður i samtali við Timann.
Um helmingur af fjárráðum
okkar hefur farið i þennan
rekstur en þetta heimili hefur
nú verið hér i rúm þrjú ár.
Næsta stóra verkefni okkar
verður að koma hér upp
byggðasafni. Þegar er búið að
flytja hús frá gömlu Papós-
verzluninni á fyrirhugað safna-
svæði og er nú verið að gera
húsið upp. Utan á það á að setja
vatnsklæðningu og reynt verður
að halda þvi með sama svipmóti
og áður. Kostnaður verður
vissulega. litlu eða engu minni
en við að byggja nýtt hús en með
þvi að nota þetta gamla hús
fáúm við þetta ómissandi gamla
svipmót á byggðasafnið að
ógleymdum draugunum frá
Papós sem hljóta að fylgja með
en i þessu húsi hafa verzlað
margir góðir og gegnir menn.
Undanfarin 10 til 15 ár hefur
miklu af gömlum gripum verið
safnað og er nú þegar komið all-
gott safn en húsnæðið vantar til-
finnanlega.
Nú sitthvað fleira mætti nefna
sem við erum að vinna að, enda
látum við okkur fátt óviðkom-
andi. T.d. var samþykkt á
siðasta sýslufundi tillaga frá
mér um að setja upp stóra
gabbrósteina á austur- og
vesturmörkum sýslunnar.
Þessir steinar verða nálægt
vegum inn i sýsluna og vegur
hver þeirra 2-3 tonn. A þá ve-
rður letrað með upphleyptum
stöfum úr berginu sjálfu Austur-
Skaftafellssýsla.
Þá samþykkti sýslunefnd að
hefja útgáfu héraðsrits og er
fyrsta tölublað væntanlegt
næsta haust. 1 þvi verður
Friðjón Guðröðarson
annáll úr hverjum hrepp sýsl-
unnar en auk þess hafa nokkrir
aðilar verið fengnir til þess að
skrifa um nútið og fortið. 1 rit-
nefnd eru Benedikt Stefánsson,
Friðjón Guðröðarson og
Sigurður Björnsson.
MÓ
FJÖLBREYTT
FÉLAGSLÍF
ínin þarf
kka
nsson á Grænahrauni
bændur bæti heyverkunarað-
ferðir. Sérstaka áherzlu verður
að leggja á aukna súgþurrkun
og votheysgerð. Það má ekki
lengur við svo búið standa að
bændur stórskemmi fóðrið með
lélegum heyverkunaraðferðum.
Ég er andvigur fóðurbætis-
skatti, sérstaklega á þeim svæð-
um sem mjólkurframleiðsla er
litil. Hér er alveg á mörkunum
að við höfum næga mjólk á
haustin, enda er markaðurinn
þá enn stærri en vanalega vegna
hins mikla sildveiðiflota sem er
hér úti fyrir. Sé hins vegar of-
framleiðsla á einhverjum bú-
vörum verður að lagfæra það
með betra skipulagi og stjórnun
á framleiðslunni. Sérstaka
áherzlu legg ég á að farið verði
að nota útflutningsbæturnar á
annan hátt en nú er gert t.d.
greiða þær á frumstigi fram-
leiðslunnar og lækka- með þvi
vöruverðið i landinu.
MÓ
i _______________________________
Það er fint að búa hér á Höfn
og ég hef ekki áhuga á að vera
annars staðar, sagði Kristbjörg
Guðmundsdóttir en hún vinnur
á sýsluskrifstofunni. — Félags-
lifið, jú ætli þð sé ekki ágætt,
sagði hún aðspurð um það. Hér
er mikið um allskyns árshátiðir,
þorrablót og kvikmyndir eru
hér oft sýndar. Dæmi eru um 13
sýningar i viku ef landlega er,
en færri þess á milli.
Hér eru mörg félög starfandi.
Hér æfir karlakór söng, spilað
er og teflt, auk þess sem hér er
starfandi slysavarnafélag,
kvenfélag^ungmennafélag leik-
félag, Lionsklúbbur og J.C.
klúbbur að ógleymdu hesta-
mannafélagi sem hefur byggt
upp aðstöðu fyrir starfsemi sina
en hér er mikið stunduð hesta-
mennska.
A siðasta sumri sendi ung-
mennafélagið um 20 krakka á
aldrinum 10-12 ára til Skotlands.
Þar dvöldu þau við æfingar og
keppni i 10 daga og vakti þessi
ferð mikla ánægju. Aðstaða til
iþróttaiðkunar hefur verið mjög
léleg hér i þorpinu en nú er bæði
iþróttahús og iþróttavöllur i
byggingu, svo úr fer að rætast.
Leikfélag Hornafjarðar hefur
starfað i 15 ár og sýnt á þessu
timabili 25 verk. Siðasta verk
félagsins var Kertalog Jökuls
Jakobssonar. Leikstjóri var
Ingunn Jensdóttir úr Reykjavik.
Við fórum með það verk i leik-
ferð i nágrannabyggðarlög. T.d.
sýndum við á Breiðdal, Eski-
firði og Fáskrúðsfirði fyrir ára-
mót og i janúar fórum við suður
á Seltjarnarnes og sýndum þar
fyrir fullu húsi við mjög góðar
undirtektir. Þetta var fyrsta
ieikför félagsins i fjarlæg
byggðarlög.
Nýlega var hér haldið leik-
listarnámskeið þar sem Guðrún
Alfreðsdóttir leiðbeindi 25 þátt-
takendum. Þetta námskeið stóð
i viku.
Mó
Margrét Guttormsdóttir og Eirikur Guðmundsson I aðalhlutverkum I leikritinu „Kertalog