Tíminn - 09.04.1978, Qupperneq 13
A/Klæðning er fáanleg í mörgum fallegum litum sem eru innbrenndir
og þarf því aldrei að mála.
A/Klæðning er úr áli sem má beygja án þess það brotni og ef það verður
fyrir miklu höggi tognar á því en það rifnar ekki.
Ánnars er álið í A/Klæðningu svo þykkt að það þolir töluvert högg án þess
að á því sjáist. Fáanlegir eru ýmsir fylgihlutir með A/Klæðningu sem
hefur þurft að sérsmíða fyrir aðrar klæðningar.
A/Klæðning er auðveld í uppsetningu og
hefur reynst vel í íslenskri veðráttu. ----------—---------------------
Afgreiðslufrestur eralveg ótrúlegastuttur.
Leitið upplýsinga og kynnist möguleikum |H\.: ^
A/Klæðningar. ■
Sendið teikningar og við munum reikna
út efnisþörf og gera
verðtilboð yður að kostnaðarlausu. Jm
INNKAUP HE
ÆGISGÖTU 7, REYKJAVÍK - SÍMI 22000 - PÓSTHÓLF 1012.
TELEX 2025 - SÖLUSTJÓRI: HEIMASÍMI 71400.
Í3S
Sunnudagur 9. apríl 1978
Miklar endur-
bætur gerðar á
Eyr arbakkakirkj u
Vaka og vima
Sameinuðu
þjóðirnar og
frjálshyggjan
mm
Eyrarbakkakirkja var reist á
árunum 1890—91, og er þvi orðin
87 ára gömul.
Kirkjan er timburkirkja, á
tveim hæðum, vegleg að gerð og
byggð af miklum stórhug og
myndarskap.
Það lætur að likum um svo
gamalt hús, að það þurfi orðið
gagngerðrar viðgerðar og endur-
bóta við. Ekki sizt vegna þess að
viðhald hefur jafnan verið tak-
markað, mest fyrir erfiðar fjár-
hagsaðstæður.
Nú var ekki lengur hægt að
fresta sliku viðhaldi eða endur-
bótum, þrátt fyrir það, að fjár-
mundir til mikilla og dýrra fram-
kvæmda væru ekki fyrir hendi og
lánsmöguleikar varla nokkrir.
Sóknarnefnd og sóknarprestur
ákváðu þó aö hefjast handa um
viðgerðir á kirkjunni, i trausti
þess, aö sóknarbörn og aðrir vel-
unnarar kirkjunnar mundu
leggja fram fjárhagslega aðstoð,
þannig að mögulegt yrði að fram-
kvæma þetta mjög svo nauðsyn-
lega verk.
Þetta traust og von sóknar-
nefndar og sóknarprests hefur
svo sannarlega ekki brugðizt.
Verður nú gerð nokkur grein
fyrirframkvæmdum við kirkjuna
og framlögðum fjármunum til
hennar.
Endurbætur innan kirkju hófust
á árinu 1976, með þvi að börn og
barnabörn Friðriks Sigurðssonar
frá Gamlahrauni gáfu kirkjunni
nýjan prédikunarstól, gefinn til
minningar um Friðrik og konur
hans tvær, Margréti Jóhannsdótt-
ur og Sesselju Asmundsdóttur, á-
samt sonum þeirra Jóhann og
Davið.
Stóllinn er smiðaður af Vigfúsi
Jónssyni en málaður og mynd-
skreyttur af listamönnunum
Grétu Björnsson og Jóni Björns-
syni.
Kostnaður við stólinn varð kr.
330.000.-
Endurbætur voru einnig gerðar
ikórkirkjunnar, sem sömu aðilar
framkvæmdu, kostnaður viö þær
framkvæmdir urðu kr. 50.000,-
Æskulýðsfélag kirkjunnar greiddi
þann kostnað að fullu.
Hvelfing kirkjuskips og kórs
var einnig endurnýjuð, settar upp
nýjar plötur (fullningar) og mál-
uð. Þaö verk framkvæmdi Vigfús
Jónsson.
Kostnaður við efni og vinnu
varð kr. 205.0000.- Vigfúsina
Bjarnadóttir og Vigfús gáfu þetta
til minningar um fósturforeldra
sina Margréti Vigfúsdóttur og
Tómas Vigfússon.
1 framhaldi af þessu voru settar
einangrunarmottur ofan á hvelf-
inguna en hún hafði ekki verið
einangruð áður, sem að sjálf-
sögðu orsakaði mjög mikinn
kulda i kirkjunni.
A s.l. ári 1977, var svo hafizt
handa um endurbætur og við-
gerðir á kirkjunni utanverðri.
Rifið var allt járn af veggjum
hennar, ásamt klæöningu, grindin
mikið endurnýjuð vegna fúa,
skipt um flesta glugga, tvöfalt
einangrunargler sett i þá, grindin
fyllt af einangrunarefni, en ein-
angrun hafði heldur ekki veriö
þar. Siðan var kirkjan klædd utan
með liggjandi borðviði.
Ytra borð kirkjunnar er þar
með orðið með upphaflegri gerð.
Þá var forkirkjan einnig stækk-
uð, þannig að nú er hægt að koma
fyrir betri stiga upp á kirkjuloftið
en verið hefur. Þeir hafa verið ó-
þægilega brattir og þröngir.
Ný og vönduð útidyrahurð var
sett fyrir forkirkjuna.
Þessi stækkun og breyting á út-
liti kirkjunnar þykir mjög til bóta
og kirkjan svipmeiri, eftir en áð-
ur.
Smiðir við þessar framkvæmd-
ir voru Ólafur Sigurjónsson frá
Forsæti, bræður hans og frændur.
Vinnulaun og efniskostnaður
við þessar framkvæmdir á ytra
borði kirkjunnar hafa orðið kr.
5.106.584, -
Kostnaður við þessar fram-
kvæmdir 1976—7 eru kr.
5.691.584, -
Fyrirhugaðar framkvæmdir ■
við kirkjuna á næsta eða næstu
árum eru helztar þessar:
Innrétting á forkirkjunni, stigi
upp á kirkjuloftið, salernisað-
staða, nýtt gólf i alla kirkjuna,
endurnýjun raflagnar, nýir bekk-
ir ög málun kirkjunnar að innan.
Þetta eru að sjálfsögðu mjög
fjárfrekar framkvæmdir, til við-
bótar þvi sem þegar hefur veriö
gert.
Ekki verður á þessari stundu
séð, hvernig ráðið verður fram úr
fjárhagshlið þessa mikla verks.
Það er þó fullur ásetningur sókn-
arnefndar og sóknarprests, að
þessu verði öllu lokið fyrir 90 ára
afmæli kirkjunnar árið 1981.
Til þess að það megi verða, er
enn sem fyrr vonazt eftir fjár-
hagslegri aðstoð velunnara kirkj-
unnar innan og utan kirkjusókn-
ar.
Sóknarnefnd hefur notið að-
stoðar Bjarna Ólafssonar viö
þessar endurbætur á kirkjunni,
og hefur hann séð um alla hönnun
verksins ásamt Bjórgvini
Hjálmarssyni arkitekt og
Guðmundi Hjálmarssyni, tækni-
fræöingi.
Kirkjunni hafa, auk þess sem
áður er nefnt, borizt margar og
stórar gjafir i peningum, ýmist
sem minningargjafir, aðsendir
peningar, fjársafnanir eöa áheit.
Má þar t.d. nefna, að hjónin Jón
Axel Pétursson og Ástriður Ein-
arsdóttir, Hringbraut 53, Rvik.,
gáfu kirkjunni og kirkjugarði 1
milljón króna til minningar um
foreldra Jóns, Pétur Guð-
mundsson og Elisabetu Jónsdótt-
ur ásamt Guörúnu Jónsdóttur, en
Pétur var um margra ára skeið
skólastjóri á Eyrarbakka.
Einnig það að velunnari kirkj-
unnar, sem ekki óskar eftir aö
láta nafns sins getið, gaf henni
húseign á Eyrarbakka, til frjálsr-
ar ráðstöfunar sóknarnefndar.
Einstaklingar og hópar hafa
gefið miklar og rausnarlegar
gjafir til kirkjunnar, sem of langt
mál yrði að telja upp.
Alls nema gjafir og áheit Eyr-
arbakkakirkju á árinu 1977, auk
þess sem áöur er nefnt kr.
2.149.078.-.
Kemur þar fram velvilji og á-
hugi bæöi sóknarmanna og ann-
arra velunnarar kirkjunnar fyrir
Sameinuðu þjóðirnar hafa á
sinum vegum nefnd eða ráð sem á
að fylgjast með eiturlyfjamálum
og leggja á ráð um varnir i þeim
efnum. Þetta er 13 manna ráð. I
þvi er enginn Norðurlandabúi
eins og sakir standa.
Þetta eiturlyfjaráð telur að nú
sé þróun mála i Vestur-Evrópu
skuggalega neikvæð. Þriðjungur
af öllu heróini sem næst er tekinn
þar. Það gæti þó að nokkru leyti
stafað af þvi að varnir færu þar
batnandi, en bendir þó ákveðið til
þess að smyglarar viti þar af
markaði. Þeim sem neyta eitur-
lyfja sem unnin eru úr ópium —
morfins og heróins — virði st þvi
ekki fara fækkandi i Vestur-
Evrópu.
Þá virðist þessu eiturlyfjaráði
að neyzla efna af cannabisætt, en
það er einkum hass og mari-
huana, standi föstum fótum og
vera geigvænleg.
Ennfremur telur ráðið það
áhyggjuefni að sitt af hverju, sem
hugsað er sem læknislyf er selt i
vaxandi mæli utan við öll
læknaráð.
Ráðið telur að vonlaust sé að ná
árangri i baráttunni við þennan
ófögnuð allan öðruvisi en með öfl-
ugu alþjóðlegu samstarfi. Stefna
þess er i fyrsta lagi að banna
frjálsa ræktun þeirra jurta sem
þessi framleiðsla byggist á. Þær á
aðeins að rækta undir opinberu
eftiriiti til læknisfræðilegra nota.
Siðan verði að hafa öflug samtök
til að uppræta ólöglega fram-
leið’slu, smygl og sölu hvar sem
slikt yrði reynt.
Þessi stofnun Sameinuðu
þjóðanna reynir fyrir sitt leyti að
vaka yfir þvi að framleiðslan
haldist innan þessara marka. En
ráðið segist vera máttvana nema
rikisvald almennt og helzt undan-
tekningarlaust komi myndarlega
til liðs.
Eina ráðið til að sigrast á þessu
böli er að rikisstjórnir séu ein-
huga um að ,,hafa vit fyrir fólk-
inu” eins og sumir okkar menn
vilja orða það.
ll.Kr.
ÍEcgljJlij
Auglýsingadeild Tímans
.................. ■
því, aö þessu merka húsi verði
komið i viðunandi horf.
Auk þessa hefur Kvenfélag
Eyrarbakka gengizt fyrir fjár-
söfnunum til endurbóta á kirkj-
unni. Hefur nú stjórn kvenfélags-
ins tilkynnt sóknarnefnd form-
lega að félagið muni nota þessa
fjármuni til að kosta viðgerð á
gólfi kirkjunnar og jafnframt
nýja bekki, sem nú eru I smiðum.
Fyrir þessar stórgjafir, áhuga
og aðstoð vill sóknarprestur og
sóknarnefnd færa gefendum öll-
um innilegustu þakkir og biður
þeim öllum Guðs blessunar.
Eyrarbakka, marz 1978.
Sóknarnefnd Eyrarbakkakirkju.