Tíminn - 25.04.1978, Blaðsíða 9

Tíminn - 25.04.1978, Blaðsíða 9
Þriöjudagur 25. apríl 1978 9 Jón Skaftason, formaður Seðlabankaráðs: Nauðsyn ber til að tryggja samkeppnishæfni íslenzkra atvinnuvega Háttvirtir ráðherrar og aðrir góðir gestir. Aður en fundarstörf hefjast, vil ég minnast Egils Simonar- sonar, endurskoðanda banka- ráðsins, er lézt 14. febrúar s.l. Hann átti fimmtán ára gott starf við bankann á vegum bankaráðsins, og vil ég biðja fundarmenn að minnast hans með þvi að risa úr sætum. Bankaráðið hefur nýlega ráðið Stefán Svavarsson, löggiltan endurskoðanda, ti bankans i stað Egils heitins og hóf hann þar störf i þessum mánuði. Býð ég hann velkominn til starfa. Mér er það mikil ánægja að bjóða ykkur velkomin til þessa sautjánda ársfundar Seðla- banka Islands. Reikningar bankast fyrir árið 1977 hafa verið staðfestir af viðskiptaráð- herra. Vandamál verðþensl- unnar koma æ betur i ljós Sú hagstæða efnahagsþróun, sem hófst á árinu 1976, hélt áfram fram eftir árinu 1977. Samkvæmt þeim upplýsingum sem fyrirliggja, jókst verg þjóð- arframleiðsla um 4,8% að raun- gildi en vegna batnandi við- skiptakjara jukust þjóðartekjur ennmeira, eða um 7.9%. Mikill- ar eftirspurnarþenslu gættiþeg- ar i ársbyrjun, og magnaðist hún mjög eftir þvi, sem á árið leið. Af þessum sökum m.a. reyndist ekki unnt að draga úr viðskiptahallanum við útlönd og varð hann nokkru meiri en 1976. Verðbólgan, sem um mitt árið var komin niður i tæp 27% á ári tðk þvi miður að vaxa á ný á seinni hluta ársins og nam hækkun framfærslukostnaðar 35% fráupphafi til ársloka. Það er vissulega mjög alvarlegt hversu illa gengur að ná tökum á verðbólgunni, þvi afleiðingar langvarandi verðþenslu og vandamál henni samfara erusi- fellt að koma betur i ljós og kalla á auknar aögerðir, ef ekki til þess að halda aftur af verð- bólgunni, þá til þess að draga úr alvarlegustu áhrifum hennar á mikilvæga þætti efnahagslifs- ins. Umsvif ársins endurspeglast að sumu leyti i reikningum bankans og mun ég að venju reyna að gefa stutt yfirlit um af- komu hans á s.l. ári. Rekstrarafgangur varð aðeins 6,7 millj. króna, en þá höfðu vextir af eigin fé verið færðir til gjalda, og voru þeir að fjárhæð 180 milljónir krona. Miðað var viðl3% ársvexti, eins og árið á undan. Arður af stofn- fé var ákveðinn 60 milljónir króna. Tekjur Arðsjóðs námu alls 41.1 milljón krðna, en helmingi þeirrar f járhæðar var ráðstafað til Visindasjóðs, sam- kvæmt ákvæðum laga bankans. Opinber gjöld bankans námu samtals 72,8 milljónum króna og eru það landsútsvar, gjöld af gjaldeyrisviðskiptum og fleira. Til rekstrar Þjóðhagsstofnunar runnu 41.7 millj. kr. og framlag til Eftirlaunasjóðs starfsmanna var 10 millj. króna. Rekstrarko'stnaður, þ.m.t. laun, nam 523 millj. kr. og jókst um nálægt 36%. Afkoma bankans í gjaldeyris- viðskiptum á s.l. ári var hag- stæð, en er i aðalatriðum færð á gengisreikninga utan reksturs. Gengishagnaður alls árins 1977 nam 1494.5 milljónum króna, en þar af var ráðstafað til vaxta- auka vegna gengistryggðra verðbréfa 396.5 millj. kr. og til endurgreiðslu til varasjóðs 400 milljónum króna. Eru varasjóð- um þar með bættar upp að þessu marki afskriftir á fyrri gengis- töpum. Staða gengisbreytinga- reikninga bankans var jákvæð um 618 millj. kr. i lok ársins. Breytingar á vaxtakjörum innlánsstofnana við Seðlabank- ann urðu tvær á árinu, i ágúst og nóvember. Vaxtaútkoma þeirra við bankann varð hagstæð og einkum varð veruleg hækkun á vöxtum af bundnu fé. Nettóvaxtabyrði bankans ier- lendum viðskiptum varð lik i krónutölu og hún varð árið á undan. Eigin sjóðir bankans námu i árslok 2.054.6 milljónum króna og er þar meðtalið stofnfé 100 milljónir króna, og Arðsjóður 179,4 milljónir kr. Höfðu eigin sjóðir hækkað um 687.3 milljónir króna frá árinu áður vegna áhrifa gengisbreytinga á eignir. Þrátt fyrir þetta, er eiginfjár- hlutfall bankans nú aðeins 2.8% af heildareignum,en fyrir fimm árum var eiginfjárhlutfallið 7.6%, og eiga gengisbreytingar ogverðbólga mestan þátt i þess- ari breytingu. Vaxtastefnan Meðvaxtabreytingum siðustu Jón Skaftason. Ræða flutt á ársfundi Seðlabanka Islands í gær tveggja ára hefur verið stefnt að þvi að verja sparifjáreigendur fyrir áhrifum verðbólgunnar, sem þeir hafa sizt allra borið ábyrgð á. Vaxtaaukareikningar voru teknir upp i þeim tilgangi árið 1976. Gáfu þeir frá upphafi góða raun og hvöttu til aukins sparnaðar á almennum fjár- magnsmarkaði i stað þess að festa fé i innfluttum gögnum og gæðum. Höfðu i árslok 1977 safnazt 19.3 milljarðar á vaxta- aukareikninga, sem svaraði til 25.3 % af spariinnlánum. Heild- arinnlánaaukning varð og óvenjumikil á árinu eða um 42.9%. Af þessu þótti sýnt, að nýta þurfti hina hagstæðu reynslu af vaxtaaukaforminu á almennari vettvangi. var það gert með upptöku verðbótaþáttar vaxta i ágústmánuði siðasta árs, svo og meðaukinnisamræmingu innan vaxtakerfisins. Reynslan af þessum aðgerðum varð ótvirætt hagstæð, svo sem gleggst kem- ur fram af þvi, að raungildi sparifjár, sem lækkað hafði um nærri fjórðung frá ’71-’75 — eöa um fullan þriðjungað tiltölu við þjóðartekjur — tók aftur að hækka, um 0.8% árið 1976, og um 4.5% árið 1977. Má þvi segja, að á siðustij tveim árum hafi vörn verið srtúið i sókn. Vekur það vonir um, að á næstu árum reynist auðið að byggja lána- starfsemina i vaxandi mæli á innlendum sparnaði i stað er- lendrar skuldasöfnunar. Sú vaxtastefna, sem fylgt hefur verið að undanförnu, hefur þann tviþætta tilgang að vernda hagsmuni sparifjáreig- enda og tryggja eftir föngum lánsfé i bankakerfinu til at- vinnuveganna. Hún hefur vissu- lega aukið nokkuð reksturs- kostnað i atvinnulifinu. Vextir eru hluti framleiðslukostnaðar ins og lúta svipuðum lögmálum og aðrir rekstursliðir, svo sem vinnulaun og hráefni, þ.e. þeir hækka i vaxandi verðbólgu. Heildarframleiðslukostnaður er hér almennt talaö of hár fyrir innlendar og erlenda markaði. Brýna nauðsyn ber til þess að tryggja samkeppnishæfni i's- lenzkra atvinnuvega gagnvart erlendum. Vaxtalækkun, sem byggir á verðbólguhjöðnun, er ein af leiðunum að þvi marki. Að þvi ber að keppa eftir öllum förum leiðum. Um starfsemi bankans Þá mun ég vikja stuttlega að innviðum bankans. Astæða er til að benda á, að litil breyting varð á tölu starfsmanna bankans á árinu 1977. Fækkaði þeim um einnog voru 117 i lok ársins, 50 konur og 67 karlar. Bankinn býr sem fyrr við ákaflegar frum- stæðar aðstæður varðandi geymslu seðla og myntar, og erfitt er að halda uppi lág- marksöryggi við flutninga á gjaldmiðli. Afgreiðsluaðstaða bankans á seðlum og mynt batnaði nokkuð á árinu og hægt var að flytja seðlagreiningar- deild, sem hefur 9 starfsmenn, úr kjallara i bankahúsinu i betri húsakynni i Edinborgarhúsi. Ekkert sérstakt gerðist i bygg- ingarmálum bankans eins og kunnugt er. Heildartillögur um gjaldmiðilsbreytingu Hggja fyrir. Mjög verulegri vinnu var varið til að kanna og semja heildartillögur um nýja útgáfu seðla og myntar. Ennfremur voru athugaðar aðstæður og þörf fyrir gjaldmiðilsbreytingu. Voru þessi mál itarlega rædd í bankaráðinu. Liggja heildartil- lögur nú fyrir, samt frágengn- um tillögum um nýja myntröð. Ennfremur liggja fyrir allmikið unnar tillögur að nýjum seðl- um, hvor leiðin sem farin verður, að byggt sé áfram á óbreyttum gjaldmiðli eða farið út i 100 földum krónunnar. Akvörðun i þessum efnum, um mörg veigamikil atriði, um mynt- og seölastærðir, gjaldmið il, heiti hans og fleira, þarf að liggja fyrir á hausti komanda. Knýjandi er orðið að taka á þessum málum og endurskoða og endurnýja myntsláttu og seðlautgáfu. Endurskipulagning seðla- og myntkerfisins er mikilvægur þáttur i heildaraðgeröum til ný- skipanar efnahagsmála okkar. En vel að merkja aðeins eitt þáttur af mörgum, sem þurfa að framkvæmast samtimis, ef árangur á að nást. Forsenda þess að þetta megi takast er almennur skilningur lands- manna á þörfinni á breytingum og gott samstarf stjórnvalda, atvinnurekenda og almanna- samtaka um samræmda stefnu að þessu marki. Ég fullyröi, að i Seðlabankanum erfullur vilji til þess að leggja sitt af mörkum til þess að markinu verði naö. Ótrúlega ólíkt útsýni A mörgum fundum banka- ráðsins á s.l. ári var vaxandi skuldasöfnun rikissjóðs við bankann rædd og olli hún áhyggjum. Fyrir nokkru hefur verið gengið frá samkomulagi við f jármálaraðuneytið, sem vonandi kemur i veg fyrir áframhald þessarar skulda- söfnunar. Er það vel. Um önnur málefni bankans visa ég til ársskýrslu hans, sem hér liggur frammi. En að lokum þetta: Alþingis- maður og kennimaður, sem jafnhliða var formaður banka- ráðs Landsbankans um árabil, sagði einu sinni fræg orð á þá leið, að ótrúlegt væri, hve ólikt veröldin liti út af tröppum Landsbankans og af tröppum Alþingisishússins. Þetta var sagt, þegar Landsbanki var seðlabanki og þjóðbanki lands- ins. Liklega átti hann við útsýni hans sjálfs á sitt hvorum staðn- um, sem bankaráðsformaur annars veg ar og alþingismaður hinsvegar. Ég þekki þessa reynslu Htils háttar lika. Alþing ismönnum, sem horfa út yfir grænan Austurvöll — jafnvel þótt i norður sé — hættir til nokkuð meiri bjartsýni i ákv- örðunum, en þeim sem peninga- málum eiga aö stýra. En er ósanngjarnt að gera þá kröfu til þeirra er rikisfjármál- um stýra, að þeir hugsi sig a.m k. tvisvar um, áður en skot- izt er inn i þjóðbankann og þangað sóttir peningar, sem i reynd eru ekki til? Ahrif sliks láta ekki á sér standa. Vaxtalækkun, sem byggist á verðbólgu- hjöðnun, er ein leiðin að því marki Aukning á umferðarslysum Við samantekt á skýrslum um umferðarslys á öllu landinu und- anfarna 3 mánuöi frá áramótum kemur i ljós aukning á umferðar- slysum miöað við árið i fyrra. Alls hafa orðið 1630 skráð óhöpp og slys I jan., febr. og marz, á móti 1275 á sama tima i fyrra eöa 355 fleiri. Slys með meiöslum og dauöa frá áramótum eru 90 á móti 83 i fyrra. Iþessum 90 slysum slösuö- ust 138 og 3 létu lifið. Af þessum 138 slösuðust 54 alvarlega. A sama tima i fyrra slösuðust 93 og 7 létu lifiö. Slys með meiöslum á börnum yngri en 7 ára eru færri nú en i fyrra eöa 6 á móti 11. Undanfarin ár hefur slysum á yngri börnum fækkað. Aftur á móti eru slys meö meiðslum á börnpm og ungling- um á aldrinum 7-20 ára næstum helmingi fleiri það sem af er ár- inu en á sama tima i fyrra. Aberandi er aö miklu færri gangandi hafa orðið fyrir meiðsl- um i umferðinni i ár en i fyrra á sama tima, eöa 28 á móti 42, og þar af eldri en 64 ára slösuðust 4 á móti 13 i fyrra. Konur viröast vera fimmti hluti þeirra ökumanna sem eiga aðild af umferöarslysum þaö sem af er árinu eða 25 á móti 107. Aukning óhappanna i umferö- inni i ár kemur sérstaklega fram i öllum stærri þéttbýlisstööum landsins. Mest er aukningin i Reykjavik 88, Kópavogi 45, Kefla- vik 42, Hafnarfiröi 41, Akureyri 28 og Keflavikurvelli 25. Aukning ökutækja i umferðinni undanfarið hefur vafalaust haft áhrif á aukningu óhappa. Bifvélavirkjar Félag bifvélavirkja Bifvélavirkjar Umsóknarfrestur um orlofshús Félags bifvélavirkja er til 1. mai. Umsóknum ber að skila á skrifstofu fé- lagsins. Stjórnin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.