Tíminn - 25.04.1978, Blaðsíða 16

Tíminn - 25.04.1978, Blaðsíða 16
Þri&judagur 25. apríl 1978 1 6 |íþrótti] Island hlaut bronsið í Polar Cup Sigruðu Dani og Norðmenn Finnar Norðurlandameistarar Islenzka landsliöinu gekk vel i Norðurlandameistaramótinu i körfuknattleik, greinileg framför er hjá liðinu þó aö við eigum langt i land með að verða jafngóðir sig- "urVegurunum, Finnum. Islenzka liðið hafnaöi i 3. sæti á mótinu og voru gæðaflokki fyrir ofan Dani og Norðmenn. Finnar unnu Norð urlandameistaratitilinn i 6. sinn, þeir unnu 5 fyrstu mótin, en siðan tóku Sviar viö og unnu i 3 skipti i röð. Finnar voru meö langbezta og jafnasta liöiö á þessu móti. Úr- slit leikja á mótinu urðu þessi: tsland — Finnland 62:99 Danmörk — Sviþjóð 43:102 Island — Sviþjóð 82:99 Noregur — Danmörk 87:80 Finnland — Noregur 104:58 Island — Danmörk 105:61 Finnland —Danmörk 107:79 Sviþjóð —Noregur 102:61 Island — Noregur 96:84 Finnland — Svlþjóö 100:74 Danir auðveldir viðureignar tslendingum þykir alltaf gam- an aö vinna Dani i iþróttum, en sigurinn i Polar Cup var of auö- veldur til þess að hann vekti mikla ánægju. tslendingar voru gæöaflokki fyrir ofan Danina i öll- um þáttum körfuboltans. Islend- ingar byrjuðu leikinn vel og var strax séð hvert stefndi. Staðan I hálfleik var 45:29 eöa 16 stiga for- ysta, þó skoruöu Islendingar ekki stig siöustu 3 min. hálfleiksins. 1 seinni hálfleik hélt svo ein- stefnan áfram, Islendingar juku forskot sitt og eina keppikefli þeirra var aö skora 100 stig, sem þeim tókst og gott betur, þvi að leikurinn endaði 105:61. Beztir Is- lendinga i leiknum voru þeir Simon Olafsson, sem skoraði 20 stig, Pétur Guömundsson sem skoraði einnig 20 stig og hirti 18 fráköst, en það var þaö mesta sem hann hirti i einum leik, Jón Sigurðsson var meö 14 stig. Einn- ig komst Kristján Agústsson vel Nýliðinn i islenzka landsliöinu i körfubolta, Kristján Agústsson, getur veriö ánægður með sinn hlut i Norðurlandameistaramót- inu um helgina. Kristján stóð sig frábærlega vel i mótinu, skoraöi 46 stig og hirti 19 fráköst, sem er mjög góður árangur. Annars stóöu allir Islendingarnir fyrir sinu á þessu móti. Simon Ölafsson og Torfi Magnússon komu einna Pétur Guömundsson sagði eftir Polar Cup, að hann væri ánægður með útkomuna hjá liðinu i mót- inu. Pétur sagöi, aö miklar fram- farir hefðu oröið hjá liðinu eftir að bandariski þjálfarinn hefði komið til landsins, hann hefði samt ekki verið nema i eina viku. Pétur vildi meina að ef þjálfarinn hefði verið i 3 vikur, hefði islenzka liðið átt möguleika á þvi aö vinna' Svi- ana og ná öðru sæti i mótinu. bjálfarinn lagði mesta áherzlu á vörnina, sem liðsmenn kunnu greinilega ekki nógu mikiö fyrir frá leiknum eins og öðrum leikj- um i mótinu. Eigum ekki langt i Svia A laugardaginn kepptu Islend- ingar og Sviar suöur i Njarðvik og lauk leiknum með sigri Svia, 99- 82. Leikur þessi var ágætlega leikinn af tslands hálfu, og voru Pétur Guðmundsson og Jón Sig- urösson þar aðalmenn. Pétur byrjaði af miklum krafti og skor- aði 12 af fyrstu 14 stigum tslands, aðallega eftir sendingar frá Jóni. Sviar leiddu allan leikinn aö und- anskildum fyrstu minútunum. 1 hálfleik var staðan 52 stig gegn 38 Svium i vil. I seinni hálfleik náöu tslendingarnir ágætum kafla og náðu að minnka muninn I 8 stig, en þá brast þá úthaldið og um leið fengu þeir Kári Mariasson og Kolbeinn Kristinsson hvor sina fimmtu villu og urðu að yfirgefa völlinn. Sviar juku forskotiö og sigruöu eins og áöur sagöi, 99-82. Hjá islenzka liöinu bar mest á þeim Pétri og Jóni og uröu þeir stigahæstir. Pétur skoraöi 29 stig og Jón Sig. 18 stig. Stigahæstur Svianna var Sten Feldreich með 19 stig og Peter Gunterberg meö 17 stig. Sprettur Jóns réði úrslitum á móti Norðmönnum Leikur Islendinga og Norö- manna var nokkuö jafn og spenn- andi. tslendingar leiddu leikinn meiri hluta fyrri hálfl., en náðu aldrei afgerandi forystu. Leikur Islendinganna datt nokkuð niður, þegar leið á hálfleikinn og Norö- menn komust i forystu með sið- asta skotinu i hálfleiknum. Staö- an ihálfíeik var 46:45 Norðmönn- um I vil. Islendingar tóku siöan forystuna I leiknum á 4. min. og var likt á með liðunum þangað til á 8. min., að Jón Sigurösson tók leikinn hreinl. i sinar hendur og skoraöi 10 stig i röð þannig að Is- bezt út úr mótinu, einnig komust Pétur- Guðmundsson, Jón Sig- urðsson og Kári Marisson vel frá þessu móti. sj^ * Nýliöinn I landsliðinu, Kristján Agústsson, I hörkubaráttu undir kröfunni. og Finnar hefu unnið vegna mik- illar reynslu. Erfiðasti mótherj- inn i mótinu fannst Pétri vera miðherji Svianna, Sten Feldriech. Nýliðinn i landsliðinu, Kristján Agústsson, kom mjög vel út úr þessu móti og á tvinvælalaust heima i landsliðinu, sagði Pétur Guömundsson að lokum. — Mér fannst mótið i alla staði, stórkostlegt, sagði Kári Marisson sem keppti nú i Polár Cup i þriöja sinn. Kári sagði að islenzka liðið hefði staðiö sig mjög vel á þessu móti og það væri mikið Denny lendingar voru komnir með 10 stiga forystu eftir 11 min. leik. Þessi munur hélzt siðan nokkurn .veginn út leikinn og Island sigraöi með 96 stigum gegn 84. Jón Sig- urðsson, Kristján Agústsson og Pétur Guðmundsson áttu beztan leik Islendinganna, og var þetta bezti leikur Kristjáns I mótinu. Finnar öruggir i úrslitaleiknum Crslitaleikur mótsins milli Finna og Svia var aldrei spenn- andi á að horfa, en skemmtilegur var hann á stundum, aðallega fyrir góðan leik bezta og skemmtilegasta kröfuknattleiks- manns mótsins, Finnans Kalevi Sarkalahti. Finnar höföu yfir- burði I leiknum og voru komnir meö 12 stiga forystu i hálfleik. Þeir juku siðan forystuna jafnt og þétt og kepptust við I lokin aö ná 100 stiga markinu, sem þeim tókst á lokasekúndunni. Úrslitin urðu 100:74. Fjórir Islendingar fengu 5 vill- ur og uröu að yfirgefa leikvöllinn. Allir bakverðir liðsins fengu fimm villur, þ.e. Jón Sigurðsson, Kári Marisson, og Kolbeinn Kristinsson. Gunnar Þorvarðar- son fékk einnig fimm villur. Villuvandræði voru mikil hjá islenzka liðinu I mótinu. T.d. fengu fjórir leikmenn einnig fimm villur á móti Noregi, tveir á móti Dönum og einn á móti Finn- um. I leiknum á móti Finnum voru 6 leikmenn komnir meö 4 villur og áttu þvi erfitt með að beita sér. Villuvandræðin sýna að kennslu I varnarleik er mjög ábótavant hér. SJÓ Pétur Guðmundsson, stigahæsti maður mótsins, sést hér skora eina af körfum sínum í mótinu. Houston þjálfara aö þakka. Kári sagðist vilja þakka fyrir að hafa fengið að vera undir hans stjórn. — Ég hef lært meira á þessari viku en ég hef gert i langan tima, sagði hann. Skemmtilegasti leik- maður mótsins fannst mér nr. 4 hjá Finnunum, Kalevi Sarkalahti, en erfiðast fannst mér að spila á móti nr. 15 hjá Finnunum, Erkki Saaristo. Ég vil að lokum geta þess að ég hef tekið þátt i Polar Cup tvisvar áður og þetta er bezt skipulagða mótið sem ég hef ver- ið með á, sagði Kári. «0Mk ISLAND1978 W Nýliðinn kom vel út Hefðum getað náð öðru sæti Pétur hlaut tvenn einstaklingsverðlaun Pétur Guömundsson ,risinn i is- lenzka liöinu, hlaut tvenn ein- staklingsverðlaun 1 Polar Cup. Pétur varö stigahæsti einstakl- ingurinn, og hann hirti einnig flest fráköst i keppninni. Pétur skoraði 90 stig i mótinu Næstur Petri i markaskoruninni var hinn stórskemmtilegi leikmaður Finn- anna, Kalevi Sarkalathi meö 71 stig. Pétur hirti 47 fráköst i mót- inu sem er mjög gott, en hann gæti áreiðanlega gert ennþá bet- ur. Sviinn Sten Feldreich var næstur með 38 fráköst og Finninn Heikki Kasko með 34 fráköst. Stigin fyrir tsiand geröu eftir- taldir: Pétur Guðmundsson 90 stig Jón Sigurðsson 53 stig Kristján Agústsson 49 stig Simon Ólafsson 36 stig TorfiMagnússon 30 stig Þorsteinn Bjarnason 21 stig Bjarni G. Sveinsson 21 stig Gunnar Þorvarðarson 20 stig Kolbeinn Kristinsson 16 stig Kári Marisson 9 stig SJÓ Övæntir sigrar í knattspyrn- unm Ármann - Þróttur 1-0 Fram - Vikingur 3-2 A sunnudaginn kepptu i Reykjavikurmótinu i knattspyrnu Vikingur og Fram. Framarar sigruðu með 3 mörkum gegn 2. A annarri minútu leiksins kom fyrra mark Vikings, þar var hinn efnilegi Arnór Guðjohnssen að verki. Gunnar Orn kom Vikingum i 2-0 með marki úr vitaspyrnu, og þannig var staðan i hálfleik. Vik- ingar reyndu mikið að skora sitt þriöja mark i seinni hálfleik, en Framarar voru ekkert á þvi aö gefa sig og um miðjan seinni hálf- leik skoraöi Rafn Rafnsson fyrir Fram og Eggert Steingrimsson jafnaði stuttu síöar. Bæði liöin reyndu allt hvað þau máttu aö ná sér I aukastig, en með þvi að skora þrjú mörk og vinna leikinn fæst aukastig. Er 4 minútur voru til leiksloka, skoraði Pétur Orm- slev sigurmark Fram. Sannar- lega óvæntur sigur. A laugardaginn kepptu Þróttur og Armann og lauk þeim leik með óvæntum sigri Armanns, 1-0. Þróttarar sóttu nær látlaust allan leikinn en tókst ekki aö koma knettinum framhjá Agli Stein- þórssyni markverði Armanns. Það var Einar Guönason sem gerði mark Armanns I fyrri hálf- leik. Leikurinn var leiðinlegur á aðhorfa, litil knattspyrna. Aðeins markvarzla Egils hélt áhuganum vakandi. —RP.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.