Tíminn - 25.04.1978, Blaðsíða 13

Tíminn - 25.04.1978, Blaðsíða 13
Þriöjudagur 25. april 1978 13 Torfi Guðbrandsson: Vantar okur meira af verðlausum peningum? Eins og kunnugt er hafa ýmsir forkólfar verkalýðshreyfingar- innar hvatt ákaft til þess, að beitt veröi litflutningsbanni I þvi skyni, að knýja stjórnvöld og vinnuveitendur til að gera fyrri verðbótaákvæði kaupgjalds- samninganna gildandi að nýju. Þótt sh'k tillaga væri upphaflega sett fram af fljótfærni eða jafn- vel i reiðikasti eftir skerðingu verðbótaákvæðanna, þá hafa mörg verkalýðsfélög þvi miður tekið mark á þessum áróðri og nú, 12. april eru málin komin á það stig að ekki verður aftur snúið og þvi mun útflutnigur á framleiðsluvörum okkar stöðv- ast viða um landið, nema hart verði brugðið við' og bannið afturkallað. En hugleiðum nú um stund hvaða áhrif það mundi hafa, ef þeir, sem að útflutningsbanninu vinna, fá fram vilja sinn, þ.e.a.s. skerðingarákvæðin af- numin. Væri þaö ekki sætur sig- ur eða hvað? Hver slær hendi á móti hærra kaupi? Verða ekki allir fegnir aö fá fleiri seðla I veskið sitt? Vissulega mundi seðlunum fjölga, rétt er þaö, en gallinn er bara sá, að það út af fyrir sig mun ekki reynast nein kjarabót, heldur þvert á móti, vegna þess, að þá liði ekki á löngu að verðbólgan færðist i aukana og þá tæki við fram- leiöslustöðvun og atvinnuleysi, er leiða mundi til algers öng- þveitis i islenzku þjóðlifi. Það var einmitt þetta, sem stjórn- völdin vildu hrinda með aðgerð- um sinum og voru fyrir það menn að meiri, þvi að slikar að- gerðir eru vitaskuld aldrei vin- sælar. Það hefðu kannski ein- hverjir i þeirra sporum freistazt til aðgefa Seðlabankanum skip- un um að prenta bara fleiri seöla. En þá freistingu stóðst rikisstjórnin og sannaði með að- gerðum sinum að hún skilur til fulls aö nú er nóg komið af verö- lausum peningum. Nýlega var frá þvi sagt i fjölmiðlum að skuld rikissjóðs við Seðlabank- ann væri komin yfir 20 millj- arða, sem þýðir það, að nú þeg- ar er búið að gefa út ávaisanir á 20 þúsund milljón króna verð- mæti.sem eftirer aðframleiða. Þessi mikla fjárhæð er þó aðeins brot af þeim erlendu skuldum, sem á okkur hvila og vaxa dag frá degi, og eru enda löngu farnar að ógna fjárhags- legu sjálfstæði okkar. Er nú hægt aö áfellast þá, sem vilja hamla á móti þessari geigvæn- legu þróun? Skrýtnir væru þeir Islendingar, sem það gerðu. Og er ekki lika ástæöa til aö spyrja þá, sem ábyrgö bera á útflutn- ingsbanninu: Hverju erum viö bættari, verkamenn og aörir launþegar, þótt allir vasar okkar veröi fylltir af fölskum ávfsunum? Hafiö þiö trú á því, aö viö séum betur settir i lif sbaráttunni fyrir þaö? Hvort sem svarið verður játandi eða neitandi, þá bera þeir þunga ábyrgö, sem nú hafa af mikilli skammsýni ginnt verkamenn til aðgeröa, sem einungis geta skaöaö lifskjör þeirra og þjóðarinnar allrar. Engin leið önnur. Þaðerstaöreyndaö allt aflafé þjóðarinnar hefur komið til skipta aö undanförnu og auk þess stórar fjárfúlgur, sem viö höfum fengið að láni bæði utan- lands og innan og einnig skipt á milli okkar sem vinnulaunum eða hagnaöi af atvinnurekstri, og eytt jafnharöan aö mestu. Það er þvi ljóst, að ekki er til umræðu aö skipta meiru, þ.e. — hækka kaup almennt án þess aö kalla yfir okkur aukna veröfell- ingu krónunnar og önnur vand- ræði. Hitter okkur aftur á móti i sjálfsvald sett, hvort við skipt- um ööruvisi þjóðartekjunum en við höfum áður gert. Allir viija bæta kjör verkamanna og ann- arra, sem minnst bera úr být- um. Um það höfum við margar fagrar yfirlýsingar og ályktan- ir. En samt sem áður hefur öll viðleitni I þá átt runnið út i sandinn, viljandi eða óviljandi. Þegar kaup hefur veriö hækkað hjá verkamönnum koma aðrar stéttir á eftir og fá enn meir hækkanir, þannig aö hlutfall verkamanna verður jafnvel óhagstæðara en áður. Hvernig væri að láta einu sinni reyna á það, hvort menn meina nokkuð með tali sinu um nauðsynlegar launabætur láglaunafólksins? Það er nefnilega til ágæt og raunhæf leið I þvi efni: Það þarf að taka upp nýja stefnu i kaup- gj aldsmálum, launajöfnunar- stefnu.Ogfyrstaskrefið á þeirri braut er að hætta að miða visi- tölugreiðslur á laun viö pró- sentuhlutfall, en taka i þessstað upp jafnar verðbótagreiðslur i krónutölu til allra launþega. Að minum dómi er það hæpinn hugsunarháttur að lita á dýrtið- arbætur sem vinnul. Hér er um að ræða greiðslur, sem eiga aö auðvelda mönnum aö afla sér lifsnauðsynja, er hækkaö hafa i verði. Þegar verðlag hækkar, t.d. á brauövörum, þá þarf hafnarverkamaöurinn að greiða þá hækkun að fullu engu siður en forstjórinn. Hvers vegna á þá að mismuna þeim i verðbótagreiðslum? Sá mis- munur getur jafnvel verið fjór- faldur eða meira, þannig aö halda mætti, að þar væri for- stjdrinn sá láglaunaði og þyrfti þvi meirihjálp til að kaupa sitt brauð. Þetta skipulag hefur marga fleiri kosti og þar á meö- al þann, að verka sem hemill á verðbólguna, og fyrir slfkt er mikið gefandi. Hátekjumenn þurfa vitaskuld aö gefa nokkurn hluta eftir af launum sinum, en þó ekki eins mikið og virðist fljótt á litið, þvi að samhliða launajöfnuðinum kemur einnig skattajöfnuður.Við lægri tekjur greiðast minni skattar, en rikis- sjóður verður þó ekki fyrir Framhald á bls. 23 w A sogusíooum , íhjarta Hvort heldur þú kýst ys og þys stórborg- arinnar eða kyrrð og friðsæld sveitahérað- anna - þá finnur þú hvort tveggja í Luxemborg, þessu || litla landi sem liggur í hjarta Evrópu. Næstu nágrannar eru Frakkland Þýskaland og Belgía - og fjær Holland - Sviss og ftalía. Því er það að margir helstu sögustaðir Evrópu eru innan seilingar. Til dæmis er stutt á vígaslóðir tveggja heimstyrjalda Verdun og Ardennafjöll. Ef þú ferðast til Luxemborgar, þá ferð þú í sumarfrí á eigin spýtur - ræður ferðinni sjálfur - slakar á og sleikir sólskinið og skoðar þig um á söguslóðum. Sumarfrí í Luxemborg er hvort tveggja í senn einstæð skemmtun og upplifun sögulegra atburða. Sjáumst í Lúx í sumar. flucfélac LOFTLEIDIR ÍSLANDS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.