Tíminn - 28.04.1978, Page 1

Tíminn - 28.04.1978, Page 1
Föstudagur 28. apríl 1978 62. árgangur — 87. tölublað Merkur atburður i menningarsögu Bls. Vestmannaeyja 12 Slðumúla 15 • Pósthólf 370 • Reykjavik • Ritstjörn 86300 • Auglýsingar 18300 • Afgreiðsla og áskrift 86300 • Kvöldsimar 86387 & 86392 sterkt mót í Las Palmas SSt — „Þetta mót er nú ekkert fariðað leggjasti mig ennþá, það er ekki fyrren ég er byrjaður að t tefla að ég finn hvernig það leggst i mig”, sagði Friðrik Ólafsson i samtali við Timann i gær, en hann er nú á förum til Las Palmas til þátttöku i sterku móti, sem þar fer fram, og hefst á sunnudag. „Nei,éghefekkistúderað skák mikiðað undanförnu.hef haft nóg annaðaðgera og það er ekki állt'- af sem góður undirbúningur og góður árangur fer saman á mót- um,” sagði Friðrik. Keppendur á þessu móti verða 16. Ekki er enn endanlega ákveðið hverjir þeir verða, en kappar eins og Larsen, Miles, Sax, Spassky, Portisch og fl. verða meðal kepp- enda. Friðrik hefur tvisvar áður teflt á mótum i Las Palmas og náð góöum árangri i bæöi skiptin. Lögfræðingur Alþýðubankans krefst opinberrar rannsóknar JB —Ingi R. Helgason, hæsta- réttarlögmaöur hefur sent saksóknara rikisins, Þórði Björnssyni bréf, þar sem hann fer þess á leit við hann, aö opinber rannsókn verði gerð á sakargiftum, sem honum voru á brýn bornar i dagblaðinu Vfsi dagana 17. og 22. april sl., sem lögmanni Alþýðubankans h.f. Tilgreinir Ingi R. Helgason i bréfi sinu þrjár tilvitnanir I forystugreinar i Visi þar sem látiö er i það skina, að Ingi eigi allnokkra aðild að Alþýðu- bankamálinu svonefnda og hafi gerzt sekur um refsivert athæfi i samskiptum sinum við aöila þess. Neitar Ingi þessum fullyrðingum og gerir þá kröfu, að opinber rannsókn verði gerð á tilhæfu þeirra. Bréf Inga birtist i heild á bls. 10 f blaðinu I dag. Mikilvægt að draga úr tortryggni í laiinamálum — væri stofnun launamálaráðs til bóta? — sagði Olafur Jóhannessson dóms- og viðskiptaráðherra i útvarpsumræðum í gær JS — „Landshelgismálið er kom- ið I höfn. Okkur hefur tekizt að tryggja okkur óskoruð yfirráö yf- ir fiskimiðunum umhverfis land- ið, og getum nýtt þau á þann hátt sem skynsamíegastur er talinn. Stækkun landhelginnar mun skipta sköpum um framtið þess- arar þjóðar.” sagði ólafur Jóhannesson dóms- og við- skiptaráðherra meðal annars i útvarpsumræðum á Alþingi I gær, en hann var fyrri ræöumaður af hálfu framsóknarmanna. „Rikisstjórnin setti sér það mark að koma i veg fyrir stöövun atvinnuvega og tryggja lands- mönnum fulla atvinnu. Þvi marki hefur verið náð. Þaö hefur ekki til þessa verið hægt að tala um atvinnuleysi hér á landi á þessu timabili, þó að af ýmsum ástæö- um sé ekki unnt að koma i veg fyrir timabundinn atvinnuskort á stöku stað. Þetta er allt annað ástand en rikt hefur i flestum nálægum löndum, þar sem at- vinnuleysi er viðast hvar verulegt og sums staðar geigvænlegt. Núverandi rikisstjórn hefur haldið áfram og eflt þá byggða- stefnu sem hafin var og mótuð I tið fyrrverandi stjórnar. Sú stefna hefur borið rikulega ávexti. Það geta menn séð hvar sem er á landinu, ekki áizt á þétt- býlisstöðum við sjávarsiðuna.” I ræðu sinni ræddi Ólafur Jóhannesson ýtarlega um þær margháttuðu umbætur sem gerð- ar hafa verið á sviði dómsmála, bæði með nýjum lögum, reglu- gerðum og framkvæmd þeirra mála. Rakti hann f þvi sambandi efni all margra lagafrumvarpa. Ólafur Jóhannesson. Sfðar I ræöu sinni sagði Ólafur Jóhannesson m.a.: „Við íslendingar ættum ekki að gleyma hinu fornkveðnæ, að með lögum skal land byggja, en með ólögum eyða. Það er oröið of mik- ið um að einstaklingar og hags- munahópar vilji taka sér rétt sinn sjálfir án þess að hiröa um hvað leikreglur þjóðfélagsins segja. Slikt horfir ekki til þjóðarfarsæld- ar. Stjórnmálaflokkar sem kynda undir slikum ófarnaði bera þunga ábyrgð. Þeir stuðla að þvi að slita sundur friöinn og brjóta niður þjóðfélagið.” Undir lok ræðu sinnar sagði Ólafur Jóhannesson: „Tekjuskipting og launapólitik eru viðkvæm mál og vandmeð- farin. Ég spyr: Væri ekki eðlilegt að ákveða hlutfall á milli hæstu og lægstu launa, annað hvort með samkomulagi eða jafnvel með lagasetningu? Þessi mál öll eru ekki hvað sizt Einar Ágústsson. viðkyæm fyrir þá sök að i sam- bandi við þau rlkir mikil tor- tryggni. Ef unnt væri að draga úr eða eyöa þeirri tortryggni, þá væri það mikill ávinningur. Ég kann þvi miður ekkert töfraráö til þess. En væri ekki hugsanlegt að setja á fót launamálaráð, sem skipað væri fulltrúum frá þvi opinbera, launþegum og atvinnu- rekendum, sem hefði það hlut- verk að safna upplýsingum um raunverulega tekjuskiptingu?” Einar Agústsson utanrikisráð- herra gerði I ræöu sinni grein fyrir utanrikismálum á þvi kjör- tfmabili, sem nú er að ljúka. Fjallaöi hann fyrst um landhelg- ismálið, mikilvægi þess fyrir Is- lendinga og úrslitasigur þeirra i landhelgisdeilunni. Lagöi hann áherzlu á, að íslendingar kynnu aö gæta fengins fjár og stæðu vörö um auðæfi hafsins, sem yrðu und- irstaða islenzks efnahagslifs um langan aldur. Um varnarmálin sagði hann, að flest þau ákvæði, sem samið var um við endurskoðun samnings við Bandarikjamenn haustið 1974, væru ýmist i framkvæmd komin eöa aö þeim unnið um þessar mundir, en þau miöuðu aö aö- skilnaði hernaðarumsvifa og ann- arrar starfsemi á Keflavikurflug- velli. Kvaðst hann vilja nota tæki- færið til þess að itreka þá von sina og ósk, og væntanlega flestra ís- lendinga, að sá dagur sé ekki langtundan, aö sól renni á ný upp yfir herlaust Island, þótt Is- lendingar verði að, óbreyttum aö- stæðum aðilar að samtökum vest- rænna þjóða. Siðan sneri hann sér að efna- hagsmálum og þeim háska, sem yfir vofir, þegar nokkur hópur Is- lendinga hefur tekið sér vald til þess að stöðva blððrás útflutn- ingsviðskiptalifsins. Rakti hann siðan efnahagsvandkvæöi þau, 'sem við er að striða, siðustu efnahagsráðstafanir og ákvarð- anir þær, sem teknar voru jafn- framt, til þess að þær yrðu sem mildastar og hlutur láglaunafólk ekki skertur. Vakti hann athygli á þvi, að hlutur Islendinga væri aö þvi leyti betri en flestra annarra þjóða, að-hér væri full atvinna handa öllum. Að lokum sagði hann: „Væri okkur nú ekki sæmst að sliðra vopnin, Islendingum, taka saman höndum og leita nýs og réttlátara fyrirkomulags I hluta- skiptum þjóðarskútunnar, jafn- framt þvi ættum við að taka upp sameiginlega baráttu gegn verð- bólgudraugnum og læra þannig af samstöðu okkar i landhelgismál inu, sem færði okkur sigurinn heim.” Verður útflutn- ings- banninu i Straums - vík aflétt í dag? .11? —1 fvrri nótt tókust samning- armeð fulltrúum Verkamanna- félagsins Hlifar i Hafnarfirði og Alversins i Straumsvik i kjara- deilunni. Sandfokið í Þorlákshöfn Þessi mynd sýnir hluta af sandfjörunni I Þorlákshöfn, en sandfok frá henni hcfur plagaö ibúa þar siðastliðin tvö ár eða frá þvf að nýr hafnargarður var byggður þar. Með tilkomu hans breyttust sjávarstraum- ar þann veg, að þar hefur á skömmum tima myndazt um 100 metra breiður sandfláki sem veldur Þorlákshafnarbú- um miklum. vandræðum, ef vind hreyfir.eins og sagt hefur verið frá f Tfmanum. Þessa mynd og fleiri tók Pall Þor- leifsson, fréttaritari Timans I Þorlákshöfn. Sjá nánar bls. 6. Að sögn Ragnars Halldórsson- ar. framkvæmdastjóra Alversins, vargert samkomulag um það að gefa ekkert upp um eðli samning- anna fyrr en þeir hefðu verið lagðir fyrir og ræddir á fundi starfsmanna i verksm iðjúnni. Verður það gert i dag. En það eru tiu félög við Álverið. sem þessi samningur nær til, og þurfa þau að samþykkja þá áður en útflutningsbanninu þar verður aflétt.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.