Tíminn - 30.04.1978, Síða 21
Sunnudagur 30. april 1978
Sunnudagur 30. april 1978
Maöur er nefndur Einar Ey-
steinsson. Hann hefur ekki eytt
ævidögum sínum viö skrifborö,
heldur unniö höröum höndum og
hvergi hlift sér viö likamlegu
erfiöi, hvort sem var á sjó eöa
landi. Um þaö þarf ekki aö skrifa
langan formála. Viö skulum held-
ur heyra, hvaö Einar hefur sjálf-
ur aö segja, það er vel ómaksins
vert aö forvitnast um, hvaö hann
hefurhaftfyrir stafni um dagana.
Oft var alveg mjólkur-
laust....
— Þú ert sveitamaöur aö upp-
runa, Einar?
— Já. Ég fæddist i Litla-Langa-
dal á Skógarströnd I Snæfellsnes-
sýslu 30. marz 1917. Sá bær stend-
ur inni á milli fjalla. Þá var bú-
skapur stundaður meö „gamla
laginu”, og þaö hélzt á meðan ég
var þar. Bústofninn var nær ein-
göngu sauöfé, en stundum ekki
nema ein kýr, enda ekki dæma-
laust aö þröngt væri i búi hjá okk-
ur, þvi að við vorum þrettán,
systkinin, og foreldrar okkar
bjuggu við mikla fátækt.
— Þaö hefur þá oft veriö litiö
um mjólk handa svo mörgum
börnum, þegar ekki var nema ein
kýr i búi?
— Það var oft alveg mjólkur-
laust, þótt reynt væri að drýgja
mjólkina með þvi að færa frá, en
það var alltaf gert, á hverju ári,
þegar ég var að alast upp.
— Sazt þú kannski yfir kviaám?
—- Já, það gerði ég. Og var vist
ekki nema tiu ára gamall. Þótt
fráfærurnar væru erfiðar, þá
voru gifurleg búdrýgindi aö
mjólkinni, og þar var auðvitaö
ekki um mjólkina eina aö ræöa,
heldur lika þá vöru, sem unnin
var úr mjólkinni: smjör, skyr og
osta. Ærnar mjólkuöu vel, enda
er frábærlega gott sauöland
þarna.
— Hvernig likaöi þér hjásetan?
— Mjög illa, — einkum vegna
þess, að ég var alltaf svo hræddur
um aö týna einhverju af ánum.
Ahyggjur minar voru svo miklar,
— þaö er vist kallaö samvizku-
semi — að ég haföi ekki rænu á aö
njóta umhverfisins, sem verð-
skuldaöi þó sannarlega aö þvi
heföi veriö veitt athygli, þvi aö
þarna er náttúrufegurö mikil.
Þegar liöa tók á sumar, var
hætt aö sitja ærnar á daginn.
Þeim var smalaö kvölds og
morgna, og þaö verk kom I minn
hlut eins og hjásetan. Ég þurfti aö
vakna fyrir allar aldir, og smala-
mennskan var erfitt verk, þvi aö
ærnar dreiföust um stórt svæöi.
Þaö jók mjög á fyrirhöfn mina og
erfiöi, aö þegar hér var komið,
haföi ég ekki enn eignazt nógu
góöan hund, en þau mál áttu eftir
að breytast til batnaðar hjá mér,
heldur en ekki. Þegar ég var
þrettán ára gamall, var mér gef-
inn hvolpur frá Valshamri. Þaö
var tik skozk i aöra ættina en is-
lenzk i hina. Sjálf var hún af-
bragðs fjártik, og undan henni
komu slikir úrvals hundar, hver á
fætur öðrum, aö orö var á haft.
Eftir aö ég eignaöist hana, mátti
segja aö allar smalamennskur
væru mér leikur einn, hvort sem
þær voru langar eöa stuttar. Und-
an þessari tik minni ól ég mó-
rauðan hund, sem ég kallaöi Sám.
Hann losaöi mig bókstaflega viö
aösmala, þvi aö ég gat verið kyrr
heima á túni og haldiö áfram meö
verk mitt, en beöiö hann aö fara
að sækjá ærnar, og þaö geröi
hann. Hann fór þá aleinn, smalaði
einn allt það svæöi, þar sem kvia-
ánna gat veriö aö leita, og kom
meö þær heim, án þess að nokkur
maður kæmi þar nærri. Og þaö
vantaði aldrei hjá honum. — Það
er svo ómetanlegt aö hafa slika
skepnu undir höndum, aö þvi er i
raun og veru ógerningur aö lýsa
fyrir þeim, sem ekki hafa reynt
eitthvað áþekkt. Samstarf
mannsins og skepnunnar veröur
svo náiö, aö þaö er næstum eins
og einn hugur stjórni báðum.
„Við vorum taldir af”
— Þér hefur þótt gaman aö bú-
skap?
— Já, og sérstaklega var mér
mikið yndi aö umgangast skepn-
ur.
— En samt varö raunin sú, aö
þú yfirgafst sveitina og fluttist aö
sjónum.
— Já, að visu. Ariö 1940 kvaddi
ég Skógarströndina fluttist
norður i Húna'vatnssýslu og bjó
þar i sex ár sin þrjú á hvorri jörð,
Efri-Svertingsstööum og Úti-
bleiksstööum. Báöar þær jaröir
eru i Ytri-Torfustaöahreppi. Þar
skildi meö mér og Sámi minum.
Honum leiddist mjög fyrir norðan
og eitt kvöld lagöi hann á stað
einn saman og var kominn vestur
á Skógarströnd klukkan þrjú um
nóttina — þá urðu menn varir viö
hann þar.
Þegar þessi sex ár I Húnavatns-
sýslu voru á enda runnin, fluttist
ég suöur til Reykjavfkur, þar sem
ég hef átt heima siöan. Fyrr á ár-
UNNIÐ
HÖRÐUM
HÖNDUM
— Spjallað við
Einar Eysteinsson verkamann
um haföi ég reyndar verið „fyrir
sunnan” annaö slagið um lengri
eða skemmri tima, aðallega á
vertiöum.
— Þú hefur þá getaö hugsaö þér
sjóinn lfka?
— Já mér þótti reglulega gam-
an að stunda sjó, og liklega væri
ég sjómaður núna., ef ekki heföi
verið sá ljóöur á ráöi minu , aö ég
var ákaflega sjóveikur. Ég sjóaö-
ist aldrei, og var jafn veikur I sið-
asta róðrinum og þeim fyrsta.
— Hvar var þetta, sem þú rer-
ir?
— Ég byrjaði sjóróðra mina
suður I Sandgeröi, og var þar á tiu
tonna báti, sem hét Franz. En ég
var ekki alla vertiöina á honum.
Þar kom upp krytur á milli for-
manns og reiðara vegna þess aö
báturinn var ekki I góöu lagi. Þaö
haföi veriö siglt á bátinn, for-
manninum fannst ekki nógu vel
gert viö hann, og af þessu spratt
deila nokkur, sem lauk meö þvi
aö formaöurinn gekk af bátnum
og nokkrir menn aðrir, þar á
meöal ég. En þótt vera min á
Franz yröi ekki löng, þá fór ég þó
á honum sögulegasta róðurinn,
sem ég hef lent i um dagana.
— Hvernig vék þvi viö?
— Viö rerum einskipa frá Sand-
geröi, hrepptum snarvitlaust veö-
ur og vorum taldir af. Viö höföum
veriö djúpt úti, en þegar viö vor-
um aö sigla til lands, henti okkur
það óhapp, að oliurör bilaði, og
okkur rak til hafs. Þó tókst okkur
um siðir að gera við röriö, settum
út bauju, lágum hjá henni, létum
vélina vera I gangi og héldum
bátnum upp i sjó og vind um nótt-
ina, þvi ekki var viðlit aö reyna að
komast til lands, eins og veöriö
var.
Morguninn eftir urðum viö þess
varir, aö baujan haföi slitnaö upp,
og hana rak til hafs. Nú var haldið
af stað á ný, en þegar viö höföum
fariö tuttugu og tvær milur, vor-
um við orðnir oliulausir. Þá var
ekki um annaö aö ræða en að
setja upp segl, en á þessum árum
var þaö enn skylda aö hafa segla-
búnað meö i hverri veiðiferö. Viö
sigldum nú alla leið til Reykja-
vikur og lögðumst undir Engey.
Þangað sótti hafnsögubáturinn
okkur, og þá vorum viö búnir að
vera rúma tvo sólarhringa I ferð-
inni,' og vorum, eins og ég ég
sagöi áðan, taldir af, enda voru
þá ekki neinar talstöövar i bátum,
og þvi gátum við hvorki látib af
okkur vita, • né heldur neinn for-
vitnazt um afdrif okkar.
— Geröist þetta á fyrstu vertiö-
inni sem þú rerir?
— Já, og eftir þaö fór ég til sjós
á hverjum vetri. Siöustu vertlö
mina I þeirri lotu reri ég áriö
1940, en seinna átti ég eftir aö
endurnýja kynni min viö sjó-
mennskuna, þótt sjóveikin hætti
ekki að angra mig.
— Hvað tókst þú þér svo fyrir
liendur, þegar þú haföir sagt end-
anlega skiliö viö búskapinn og
gert hlé á sjómennskunni?
— Ég fór að vinna i vélsmiðj-
unni Keili og starfaði þar að við-
gerð á skipum. Ekki stundaði ég
þó nám i skipasmiði, heldur vann
ég þarna sem gervismiður, eins
og það var kallað á þeim árum.
Þarna vann ég i sjö ár.
Kvaöst aldrei
samþykkja
kauplækkun
— Hvernig likaöi þér að berja
járn, eftir að hafa bæði stundað
bústörf og sjómennsku?
— Mér likaði það ágætlega. Ég
var ekkert óvanur aö halda á
smiðaverkfærum, þvi að i sveit-
um verða menn að geta bjargað
sér sjálfir, ef þeir búa ekki alveg
á næstu grösum yið þorp eða
kaupstaö. Á uppvaxtarárum min-
um var það nokkurs konar dauöa-
dómur, ef menn voru ekki svo bú-
hagir, að viðhlitandi gæti talizt,
heima hjá mér var þetta þannig,
að fátæktin bókstaflega rak okkur
til þess aö bjargast eins og bezt
gekk, hvaöa verklegan vanda
sem aö höndum bar.
Svo var þaö áriö 1952, aö ráða-
mönnum Keilis þótti viö, sem
Þessi sjón hefur löngum glatt augu islenzkra fjármanna. t viðtalinu, sem hér birtist, kemur fram, aðEinar Eysteinsson hafði iöngum mikið yndi af skepnum, og þess vegna
er myndin birt, þótt búskap Einars væri löngu lokiö, þegar kindurnar, sem myndin er af, voru á dögum og prýddu jöröina.
vorum búnir að vera þar lengst,
vera komnir með nokkuð hátt
kaup. Við unnum allt, sem lærðir
menn unnu, störfuöum m.a. að
plötusmiði, rafsuðu, logsuðu o.fl.
Atvinnuleysi var þá nokkurt, og
þegar svo stendur á, sjá atvinnu-
rekendur sér oft leik á borði að
þrýsta kjörum verkafólks niður,
ef hægt er. Þegar þetta gerðist,
var ég trúnaðarmaður á vinnu-
stað okkar, og ég vildi ekki sam-
þykkja neina kauplækkun eða
kjaraskerðingu, hverju nafni sem
hún nefndist. Við vorum góðir
kunningjar, ég og forstjóri fyrir-
tækisins, en nú kastaðist i kekki
með okkur. Ég kvaðst aldrei
skyldu samþykkja kauplækkun
sjálfum mér til handa, en við hitt
gæti ég ekki ráðiö, hvað aðrir létu
bjóöa sér. Hann sagðist aftur á
móti óska þess, að ég kæmist
aldrei i þá aðstöðu, aö mér yrði
falið að standa að samningagerð
fyrir hönd verkalýðshreyfingar-
innar, þvi að það hlyti að þýða, að
aldrei næöust neinir samningar,
þar sem ég væri fyrst ég vildi ekki
samþykkja þaö sem gagnaöilinn
styngi upp á. Þó komust nú þess-
ar umræður svo langt, að okkur
var boðið sveinakaup, en ekki
sveinakjör aö ööru leyti. En
sveinakjör voru m.a. fólgin i þvi,
að menn fengu laun fyrir þá fri-
daga, sem ekki voru sunnudagar,
eins og t.d. sumardagurinn fyrsti
og fleiri slikir dagar. — Ég svar-
aöi forstjóranum, góðkunningja
minum, þvi, aö mér þætti vænt
um, ef hann léti starfsmenn sina
fá sveinakaup, þótt þeir nytu ekki
sömu kjara og sveinar að ööru
leyti en ég ætlaði hins vegar ekki
að ganga að þvi fyrir mitt leyti, —
log þar skildi með okkur. Ég hætti
þarna, en fór að vinna i Stálum-
búðum og vann þar i sjö ár.
— Hvernig undir þú hag þinum
þar?
— Ljómandi vel. Þar vann ég
verk, sem mér þótti ákaflega
skemmtilegt. Stálumbúðir voru
þá að framleiða eldhúsvaska úr
ryðfriu stáli, og ég vann að þvi á-
samt öörum verkum þarna. Þess-
ir vaskar voru ljómandi snyrti-
legir, og oft beinlinis fallegir
gripir, og mér fannst verulega
gaman að starfa að þessari fram-
leiðslu. Já, þar var sannarlega
gott að vera.
Gott að vinna
með blindu fólki
— Og þó hættir þú þar eftir sjö
ára starf?
— Já, rétt er þaö. Ég hætti i
Stálumbúðum og fór að vinna hjá
Blindravinafélagi Islands. Ég var
Einar Eysteinsson.
verkstjóri hjá Blindraiðn i
Ingólfsstræti 16 i þrjú ár.
— Það hefur veriö næsta ólikt
vinnunni i Stálumbúöum?
— Já, að visu, en engu að siður
bæði lærdómsrikt og skemmti-
Legt. Það er i sannleika sagt mjög
gaman að vinna með blindum
mönnum þeir eru svo duglegir og
ósérhlifnir og lausir við alla
sjálfsmeðaumkun, enda vilja þeir
ekki láta vorkenna sér, sem ekki
er heldur von, enda gersamlega
óþarft. Blindir menn eru sizt
verri starfsmenn en þeir sem
sjónina hafa, ef þeir fá verkefni
við sitt hæfi, en það á nú reyndar
við um alla menn, hvort sem þeir
eru blindir eða sjáandi. Enginn
maður er jafnvigur á öll störf,
heldur þurfa allir að velja sér
verkefni við sitt hæfi, svo að
starfsgeta þeirra nýtist eins vel
og framast verður á kosið. Og þar
eru blindir menn auðvitaö ekki
nein undantekning.
— Hvaö tókst þú þér svo fyrir
hendur, eftir að hafa veriö i þrjú
ár hjá Blindravinafélaginu?
— Hún togaði i mig, gamla
freistingin min, sjórinn. Ég fór á
vertið, ennþá einu sinni, en að
þessu sinni reri ég ekki, heldur
var landmaður við bát suður i
Grindavik i tvær vertiðir. Ég
vann þar við bát sem hét V^nin
VE 113 og var frá Vestmannaeyj-
um. Guðmundur Vigfússon út-
gerðarmaður og aflakóngur i
Eyjum, átti þennan bát ásamt
Stefáni Þorbjörnssyni, sem var
formaður á bátnum. Þarna var
indælis mannskapur og ljómandi
gaman að vera. Ég var landfor-
maður á seinni vertiðinni af þess-
um tveim, og undi hag minum
prýðisvel.
— Þú hefur samt ekki bundizt
sjónum til frambúöar, þá fremur
en fyrr á árum, þegar þú stundaö-
ir róðra á vetrarvertiðum?
— Nei, ekki varð þaö. Næst fór
ég að fást við plastframleiðslu
með Sigurði Þórðarsyni. Við rák-
um ásamt nokkrum öðrum mönn-
um plastverksmiðjuna Orra. Sig-
urður var svo bráðsnjall maður,
að auðvelt var að fá minnimátt-
arkennd við það eitt að horfa á
hann vinna. Og þetta átti ekki ein-
ungis við hið verklega, heldur var
Sigurður lika bráögreindur mað-
ur og gæddur mjög fjölhæfum
gáfum á hinum svokölluöu and-
legu sviðum. — En reksturinn hjá
okkur var ýnsum erfiðleikum
bundinn, og svo fór að við seldum
fyrirtækið eftir nokkur ár.
Strik i reikninginn
— heilsubrestur
— Þú hefur vist ekki lagt árar i
bát og stungiö höndum i vasana,
þótt þú tækir ekki lengur þátt i þvi
að framleiða plast?
— Nei, enda hefði ekki verið
nein ástæða tii þess. Næst fór ég
að vinna i Sænska frystihúsinu og
gerði að fiski þar á einni vertiö.
Ég kunni þvi vel, en nú tók ég aö
kenna heilsubrests, þótt ég hafi
annars ekki verið kvellisjúkur um
dagana. Þetta lýsti sér mjög ein-
kennilega: Ég var allur stifur og
stirður, næstum eins og ég væri
liðamótalaus, og skrokkurinn all-
ur undirlagður af annarlegri van-
liöan. Ég kunni þessu satt að
segja afarilla, en vildi þó ekki
gefast upp, heldur fór austur að
Búrfellsvirkjun og reyndi að
vinna þar, en varð hreinlega að
lúta i lægra haldi fyrir þessu,
hvaðsem það nú var. Þá fór ég lil
Reykjavikur aftur og fékk að
vinna við útkeyrslu hjá Áfengis-
og tóbaksverzlun rikisins, og það
var eingöngu fyrir góðsemi Jóns
Kjartanssonar, en ekki af þvi að
ég gæti heitiö boðlegur starfs-
maður, eins og komið var. Einnig
sýndu vinnufélagar minir mér
mikla velvild og umburðarlyndi
og létu það ekki á sig fá, þótt ég
væri linur til verka.
Ég leitaði til lækna, gekk i
nudd, ljós og hljóðbylgjur, og
fannst ég hafa gott af þvi, einkum
hljóðbylgjunum, en annars töldu
læknar að ekki væri mikiö hægt
við þessu að gera. Þá hugsaði ég
með mér, að bezt væri að ég
reyndi að vinna þessa ógerð úr
mér, en það ætlaði ekki aö ganga
greitt. Ég skipti um störf og vann
á ýmsum stöðum, en aldrei tókst
mér að verða svo hraustur sem ég
vildi.
Svo var þaö einu sinni að ég var
nýkominn heim frá vinnu lagztur
upp i rúm og var rétt i þann veg-
inn að blunda. Þá var allt i einu
eins og rekinn væri hnifur i bakiö
Brimiö viö Islandsstrendur getur oröiö stórfengiegt. Einar Eysteinsson segir frá þvi hér I viötalinu,
þegar hann og bátsfélagar hans ientu i hrakningum „og voru taidir af”, eins og hann kemst aö oröi. En
þaö var aö visu á ööru skipi en þvi sem hér er aö berjast við hafrótiö.
á mér, ég glaðvaknaði, og fyrsta
skynjun min, eftir að ég var kom-
inn alveg til sjálfs min, var ósegj-
anleg sælutilfinning, sem hrisl-
aðist út um allan likamann. Upp
frá þeirri stundu get ég ekki sagt
að ég hafi nokkru sinni fundið til
þess krankleika sem búinn var að
þjá mig árum saman.
— Sagðir þú ekki læknum frá
þvi, hvernig bata þinn bar aö
höndum?
— Jú, það vildi svo til, að rétt á
eftir átti ég pantaðan tima hjá
lækni, og þá sagði ég honum hvað
gerzt hafði, en hann var einmitt
einn þeirra sem voru fyrir löngu
búnir að segja mér, að við þess-
um krankleika minum væri litið
eða ekkert að gera. Þegar hann
hafði heyrtsögu mina, sagði hánn
að þetta væri allt ósköp eðlilegt.
Hann taldi, að taug i baki minu
hefði klemmzt, trúlega i
sprungnu brjóski, og setið þar
föst, en svo allt i einu losnað úr
prisundinni. Þá hefði mér eitt
andartak fundizt eins og rekinn
væri i mig hnifur, en svo hefði ég
fundið velliðanina hrislast um
mig, þegar allt var komið i samt
lag. En hann bætti þvi við, að
þetta gæti vel komið fyrir aftur.
Taugin gæti-hæglega átt eftir að
klemmast á sama staðnum. og þá
endurtæki sagan sig. Ég svaraði
þvi til, að ef svo færi, værum við
reynslunni rikari og þá gæti hann
kannski læknað mig. Þvi tók hann
vel og kvað það alls ekki óliklegt.
— Síðan þetta gerðist, eru liðin
þrjú ár, á þeim tima hef ég ekki
þurft að leita læknis.
/,Sef meira
um helgar...."
— Nú hefur þú uni árabil veriö
„pökkunarstjóri" hér á Timan-
um, en eitthvaö munt þú gera
fleira, ef ég gizka rétt á?
— Það er alveg rétt. ég vinn
fullt dagsverk hjá Sambandi is-
lenzkra samvinnufélaga að
Höfðabakka 9 i Reykjavik. Ég er
húsvöröur þar frá klukkan tvö á
daginn og þangað til vinnu lýkur á
kvöidin. Húsvaröarstarfinu fylgir
m.a. aö halda öllu hreinu, og sum
þau verk vinn ég sjálfur en læt
vinna önnur.
— Hversu langur er vinnutimi
þinn þarna?
— Ég er sjaldan kominn heim
fyrr en klukkan hálftiu til tiu á
kvöldin.
— Og þá kemur þú hingaö og
ferö aö pakka Timanum?
— A meðan Timinn var niðri á
Lindargötu fór ég venjulega beint
þangað niður eftir til þess að und-
irbúa, svo hægt væri aö byrja að
vinna strax og blaðið væri tilbúið.
En eftir að blaðið fluttist inn i
Siðumúla. er aðstaöan öll önnur
og miklu þægilegri. Ég kem hing-
að um klukkan ellefu á kvöldin.
og vinn auðvitað þangað til allt er
búið. Sjálf vaktin stendur til
klukkan sex að morgni. en oft er
ég þó laus eitthvað fyrr. jafnvel
klukkan fjögur. þvi aö við meg-
um fara. þegar pökkuninni er lok-
ið.
— Þú sefur þá ekki nema svo
sem fimm tima á sólarhring. eöa
varla þaö?
—■ Ekki nærri svo lengi! Þegar
ég kem heim. þarf ég alltaf að
setjast niöur og lesa blöðin. og
það tekur venjulega tvo tima. eða
nálægt þvi. Ég fer sjaldan aö sofa
fvrr en á sjöunda timanum á
morgnana. og er alltaf vaknaður
klukkan tiu að morgni. — stund-
um fvrr.
— Nú. þetta er ekki neitt. þú
sefur svona ýmist tæph eöa rúma
þrjá klukkutima á sólarhring.
— Já. ég læt mér nægja það á
virkum dögum, •—en ég sef meira
um helgar. ..
—VS