Fréttablaðið - 17.08.2006, Page 4
4 17. ágúst 2006 FIMMTUDAGUR
GENGIÐ
GENGI GJALDMIÐLA 16.8.2006
Bandaríkjadalur 69,72 70,06
Sterlingspund 131,77 132,41
Evra 89,1 89,6
Dönsk króna 11,94 12,01
Norsk króna 11,143 11,209
Sænsk króna 9,682 9,738
Japanskt jen 0,5999 0,6035
SDR 103,49 104,11
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
KAUP SALA
123,214
Gengisvísitala krónunnar
Máttarstólpi Menningarnætur
Menningarnótt 19. ágúst
Öll dagskráin á www.landsbanki.is
Jeff Who?
MÓTMÆLI Lögreglan á Eskifirði
lagði í gær hald á bifreið sem
notuð hafði verið til að flytja mót-
mælendur að byggingarsvæði
álvers Alcoa á Reyðarfirði.
Einn mótmælendanna, Stephan
Silbermann, sat í bifreiðinni og
varnaði því að lögreglumenn gætu
tekið hana og var hann handtekinn
og færður á lögreglustöðina á
Eskifirði. Bifreiðina höfðu mót-
mælendurnir leigt hjá Bílaleigu
Akureyrar.
Lögreglan gaf mótmælendum
þá skýringu að lögreglustjóri hefði
tekið ákvörðun um að hald skyldi
lagt á bifreiðina, þar sem hún
hefði verið notuð til mannflutn-
inga í tengslum við mótmæla-
aðgerðirnar.
Til orðaskipta kom á milli mót-
mælenda og lögreglumanna en
mótmælendur telja handtöku bíl-
stjórans og töku bílsins vera ólög-
mæta. Bifreiðin var staðsett á
svæði sem Alcoa hafði úthlutað til
mótmæla. - jse / öhö
Lögreglan á Eskifirði:
Bílaleigubíll
í vörslu lögreglu
STEPHAN SILBERMANN HANDTEKINN Step-
han reyndi að koma í veg fyrir að hald yrði
lagt á bílinn en var handtekinn af lögreglu
og færður til Eskifjarðar.
FRÉTTABLAÐIÐ/JÓN SIGURÐUR
MÓTMÆLI Lögreglan á Eskifirði
handtók í gær þrettán mótmæl-
endur sem farið höfðu inn á bygg-
ingarvæði álvers Alcoa í Reyðar-
firði. Þá var einn til viðbótar
handtekinn en hann hafði ekið
mótmælendunum. Vinna lá niðri á
byggingarsvæðinu fram eftir degi
í gær vegna aðgerða mótmælend-
anna.
„Það eru mjög strangar reglur
um öryggi á byggingarsvæðinu.
Það er engum hleypt inn á svæðið
án þess að fá leiðbeiningar um
öryggi og í fylgd með starfsmönn-
um Bechtel sem annast bygging-
arframkvæmdirnar,“ segir Erna
Indriðadóttir, upplýsingafulltrúi
Alcoa á Íslandi. Hún segir að mót-
mælendurnir hafi sett bæði sjálfa
sig og aðra í mikla hættu með
aðgerðum sínum. Mótmælendurn-
ir fóru inn á vinnusvæðið á vakta-
skiptum klukkan sex í gærmorgun
og klifruðu þrír þeirra upp í vinnu-
krana. Þá fór einn upp á þak
nýbyggingar og nokkrir til viðbót-
ar upp á vinnupalla.
„Það kom ekkert annað til
greina en að stöðva vinnu,“ segir
Erna. Vinna lá niðri í um átta
klukkustundir vegna aðgerðanna.
Alcoa hefur ekki útilokað að krefja
mótmælendur um skaðabætur
vegna þeirra tafa sem urðu á
vinnu í gær.
Mótmælendur hafa meðal ann-
ars haldið því fram að virkjana- og
álversframkvæmdirnar á Austur-
landi séu ekki löglegar, en tals-
menn Alcoa segja það ekki rétt.
„Það er fráleitt að tala um að
þessar framkvæmdir séu ólögleg-
ar. Þær voru samþykktar með
yfirgnæfandi meirihluta atkvæða
á Alþingi. Leyfin eru ekki felld úr
gildi nema með dómi og það hefur
ekki verið gert. Framkvæmdin er
lögleg en aðgerðir mótmælenda
eru það hins vegar ekki,“ segir
Erna.
Mótmælendurnir voru fluttir á
lögreglustöðina á Eskifirði til
skýrslutöku og stóðu þær fram
eftir kvöldi í gær. Mótmælendurn-
ir gistu fangageymslur í nótt og
verða leiddir fyrir dómara í dag.
Ekki er ljóst að svo stöddu hvort
þeir verða kyrrsettir hér á landi.
hnefill@frettabladid.is
Alcoa útilokar ekki
að krefjast skaðabóta
Lögreglan handtók í gærmorgun 13 mótmælendur sem farið höfðu inn á bygg-
ingarsvæði álvers Alcoa í Reyðarfirði. Höfðu sumir þeirra klifrað upp í vinnu-
krana og stofnuðu sjálfum sér og öðrum í mikla hættu. Málið hefur verið kært.
VIÐHORF VEGFARENDA
Ketill Hallgrímsson
„Þetta er nokkuð seint í rassinn
gripið hjá þeim, þeir hefðu þurft
að mótmæla áður en ákvörðunin
var tekin, ekki nú þegar fram-
kvæmdir eru hafnar því það
verður ekki hætt við úr þessu.“
Jóna B. Margeirsdóttir
„Ég held að þau séu ekki að gera
neitt gott með þessu. Það lítur út
fyrir að þetta séu hálfgerðir
auðnuleysingjar. Ég held að þeir
ættu frekar að vinna að mannúðar-
störfum eða eitthvað því um líkt,
frekar en að vera að þessari
vitleysu.“
Sigurjón Kristinn Björgvinsson
„Mér finnst þetta bara kjaftæði.
Framkvæmdir eru komnar langt
á leið og þetta verður ekkert
stoppað núna. Þeir hafa allan rétt
á að láta skoðun sína í ljós en það
að ráðast inn á skrifstofu Hönn-
unar og svo nú að stöðva vinnu
við álverið er of langt gengið.“
LÖGREGLUMENN HJÁLPA MÓTMÆLENDUNUM NIÐUR Þrír lögreglumenn þurftu að fara upp
í kranana tvo sem mótmælendur höfðu klifrað upp í. Talsmenn Alcoa segja að með aðgerð-
um sínum hafi mótmælendur bæði stofnað sér og öðrum í hættu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
GAZA, AP Forseti og forsætisráð-
herra palestínsku heimastjórnar-
innar hittust í gær að máli til að
ræða hugsanlega stjórnarmyndun.
Forsetinn, Mahmoud Abbas, er
leiðtogi Fatah-samtakanna, sem
þykir hófsamt afl í palestínskum
stjórnmálum, en forsætisráðherr-
ann, Ismaíl Haniyeh, er leiðtogi
Hamas-hreyfingarinnar, sem hefur
verið skilgreind sem „hryðjuverka-
afl“ af vestrænum ríkjum.
Haft er eftir embættismönnum
að í stjórnarsáttmála yrði tilveru-
réttur Ísraelsríkis viðurkenndur
og að með stjórnarþátttöku Fatah
sé vonast til að draga úr einangrun
heimastjórnarinnar á alþjóðavísu.
Talsmaður Hamas tók fram að
áður en nokkur slík viðurkenning
verði að veruleika þurfi að sleppa
nokkrum ráðherrum heima-
stjórnarinnar úr haldi Ísraels-
manna.
Skærur hafa verið á Gaza-
ströndinni síðan herför Ísraels-
manna hófst þar þann 25. júní og
hafa minnst 140 manns látið lífið í
árásunum. Á mánudaginn var gerð
loftárás á hús í Jebaliya-flótta-
mannabúðunum, en enginn dó í
henni. Sameinuðu þjóðirnar hafa
reynt að vekja athygli á ástandi
mála á Gaza-svæðinu og var haft
eftir talsmanni þeirra að það væri
„jafn slæmt og í Líbanon.“ - kóþ
Fatah og Hamas í stjórnarmyndunarviðræðum:
Gætu viðurkennt Ísraelsríki
JARÐARFÖR Á GAZA-SVÆÐINU Hljótt hefur
verið um yfirstandandi herför Ísraelsmanna
á Gaza-svæðinu, en í henni hafa minnst
140 manns látist síðan þann 25. júní.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
����������������������������������
�������������
�������
����
�������� ��
���������
������
�����
���������
���������������
������
��������
��������
�������
����
������� ��
�������������
�������������
�����������������
�������������
�������������
������������
������������
������������
��������������
���������������
�������������
�������������
��������������
��������������
���������������
����� ��� ����
���������
����������� � ������ ��
����� ��� ���� ��������
������������������� ��
��� ��������������
���� ������������������
���� ������������ ��
����������������������������
���������� ���� �
�������������������� � ��
��������������� ������
�������� ������������
����� �������� ���������
��������� ���� �����
������� � ����������
���� ����������� ����
���������� ��� �������
��������������������
�����������
��� ���� ����� ��
��������� ��������
���� ������������������
��� ���
���� ��
�������
�� ������ �� ����������
������� �� ���
��
��
�� ��
��
��
�
�
�
�
�
�
�
�
�
�
��
��
��
�� ��
��
��
��
��
��
���
��
��
��
��
LÖGREGLA Lögreglan á Húsavík
hafði afskipti af hópi fólks á
þrítugsaldri í fyrrinótt, sem var
ölvað og lék sér að því að stela
fyrirtækjafánum um bæinn.
Fólkið var í skemmtiferð í
bænum á vegum vinnustaðar síns
og var talsvert ölvað. Að sögn
lögreglu hafði fólkið sankað að
sér „góðri hrúgu af fánum.“
Fánarnir voru teknir af fólk-
inu eftir tiltal og fólkinu sleppt
að því loknu. Fánunum verður
skilað til eigenda sinna, en lög-
regla segir athæfi sem þetta
hvorki fyndið né skemmtilegt í
augum annarra en sökudólga.
- sh
Fánaþjófahópur á Húsavík:
Stálu fánum í
skemmtiferð