Tíminn - 17.05.1978, Qupperneq 2

Tíminn - 17.05.1978, Qupperneq 2
2 Mi&vikudagur 17. mai 1978 Ítalía: Aiikið fylgi kristi- legra demókrata — alda hryðjuverka hafði áhrif á kosningarnar Róm/Reuter. Kristilegir demó- kratar unnu talsvert fylgi I bæjar- og sveitarstjórnakosn- ingunum er fram fóru á ítalíu um helgina, en kommúnistar misstu mikinn fjölda atkvæ&a. Kristilegir demókratar hlutu nú 4% fleiri atkvæBi en I þingkosn- ingum fyrir tveim árum, og fagna sigrinum sem viðurkenn- ingu á þvi aB stjórnin hafi tekiB rétta afstöBu i Moro-málinu. Stjórnin neitaBi algerlega aB semja viB ræningja Moro sem kröfBust þess aB 13 öfgamenn yröu látnir lausir i skiptum fyrir Moro. Kommúnistar á Itallu, sem stefna aö þvi aö veröa fyrsti marxistaflokkurinn i Evrópu sem kemst til valda viö frjálsa atkvæöagreiöslu, kenna moröinuá Moroum aö þeir tqp- uöu nú fylgi sem nemur niu af hundra&i. Kosningarnar, sem stóöu I tvo daga, fóru fram aöeins fimm dögum eftir að skæruliöar Rauöu herdeildarinnar myrtu Aldo Moro fyrrum forsætisráö- herra landsins. Niöurstööur úr kosningunum i 816 bæjarfélögum sýna aö kristilegir demókratar fengu 38,9% atkvæöa i þjó&aratkvæöa- greiöslunni 1976, en hlutu nú 42,5%. Fylgi kommúnista minnkaöi hins vegar úr 35,6% áriö 1976 i 26,5%. Kommúnista- flokkurinn, sem hefur fylgt hóf- samri stefnu aö undanförnu og hafiö samvinnu viö minnihluta- stjórn kristilegra demókrata, hlaut þó 0,6% fleiri atkvæöi en I siöustu sveitarstjórnakosning- um. Þaö var litil huggun, en málgagn kommúnista, L’Unita, var fljótt aö benda á aö kosningarnar voru aö þessu sinni haldnar viö mjög erfiöar aöstæöur vegna óróa i landinu. Sósialistar unnu nokkuö á i kosningunum, en þaö mun ekki hafa nein veruleg áhrif á stööu stjórnarinnar, en kristilegir demókratar mynduöu minni- hlutastjórn meö lauslegri sam- vinnu viö sósialista og kommún- ista auk tveggja annarra flokka. Leiötogi þingflokks kristi- legra demókrata, Flaminio Piccoli, sagöist telja aö kosningarnar heföu ekki breytingar i för meö sér. Hann kvaöst þess fullviss aö aögeröir skæruliöa á Italiu heföu haft mikil áhrif á úrslit kosninganna, en sagöist ekki telja aö tilfinn- ingarnar einar heföu rá&ið þvi aö slikur fjöldi kaus kristilega demókrata. Eitt af fórnarlomDum RauBu neraeuuarinnar l ueuua Reyna að opna Naritaflugvöll Narita, Japan/Reuter.Lögreglan hótaöi i gær aö rifa niöur virki andstæöinga Narita flugvallar I Tokyo, en andstæöingar vallar- ins, sem voru vel útbúnir meö hjáíma á höföum, héldu kyrru fyrir og brenndu tilkynningar frá stjórninni. Neyöarlög voru sam- þykkt isiöustu viku. Ekki kom til átaka á flugvellinum þó aö mikil spenna rikti þar. 120 öfgamenn höföust viö i virki viö flugvöllinn, en samkvæmt neyöarlögunum er lögreglunni heimilt aö rifa virkiö niöur. Lögfræöingar andstæöinga flugvallarins hafa krafizt dóms- úrskuröar vegna lagasetningar stjórnarinnar og segja hana brjóta i bága viö stjórnarskrána. Flug um Narita-flugvöll á aö hefj- ast næsta laugardag, og þar eru nú 14 þúsund lögreglumenn á veröi. Ródesía: Óbreyttir borgarar stráfelldir Salisbury/Reuter. Fimmtiu ó- breyttir borgarar létu lifiö i átök- um milli ródesiskra öryggissveita og þjóöernissinnaöra skæruliöa, aö þvi er tilkynnt var I höfuö- stöövum hersins i gær. 1 fréttatil- kynningunni sagöi aö auk þess heföu 24 særzt og verið fluttir á sjúkrahús. Hermenn úr liði öryggissveit- anna voru á eftirlitsferö er þeir komu aö skæruliða sem ræddi viö blökkumenn þar sem þeir voru komnir saman til fundar. A& sögn hersins var þegar hafin skothrið á skæruliöann, en félagar hans svöruöu i sömu mynt og skutu úr ýmsum áttum og á blökkumenn- ina er komið höföu til fundarins. Fimmtiu óbreyttir borgarar féllu og hermenn úr öryggissveit- unum fluttu 24 á sjúkrahús. Talið er aö þetta sé versti atburöur sinnar tegundar frá þvi aö skæru- li&ar og öryggissveitir hófu átök fyrir fimm árum. Fyrir Ari féllu 35 óbreyttir borgarar er svipaöur atburöur geröist. 1 sömu tilkynningu og getiö var um atburðinn, sagöi frá fleiri dauösföllum i sambandi viö átök skæruliða og stjórnarhermanna, og var alls getiö um 88 er látizt höföu. Er þetta hæsta tala sem gefin hefur veriö upp i slikri til- kynningu, en nú hafa alls 1.553 látiö lifiö i átökunum i Ródesiu á þessu ári. Eþíópíumenn hef ja stórsókn í Eritreu Beirut/Reuter Miklir bardagar geisuöu I gær eftir aö stjórnarher- inn I Eþiópiu hóf sókn gegn aö- skilnaöarsinnum. Stjórnarher- mönnum tókst aö brjótast út úr borginni Asmara, en þar höföu skæruliöar króaö 40.000 hermenn innni frá þvl i febrúar 1975. Helmingur herliösins i Asmara brauzt út úr borginni og hóf mikla sókn en loföier Eþiópfumanna heldur uppi stööugum loftárásum á stöövar skæruliöa. Stórsókn stjórnarhersins 1 Eritreu hefur veriö spáö siöan I marz en þá lauk gagnsókn Eþlópi'uhers er nýtur aöstoöar kúbanskra ráögjafa I Ogaden- ey&imörkinni, en þar böröust skæruliöar og hermenn Sómaliu- stjórnar viö Eþiópiumenn og Kúbumenn. Talsmaöur frelsis- hreyfingar Eritreu, ELF, sagöi aöengar sannanir lægju fyrir um aö Kúbumenn tækju þátt 1 sókn- inni i Eritreu og Hklegt þætti aö Eþiópiumenn einir stæðu fyrir bardögunum. Hernaöarsérfræöingar frá Vesturlöndum telja hæpiö aö Eþiópi'umönnum takist hjálpar- laust aö binda endi á frelsisbar- áttu skæruliða I Eritreu en striðiö þar hefur nú staðiö i 17 ár. A næstu fjórum vikum er taliö aö úrslit átakanna ráöist þvi regn- timinn i Eritreú hefst aöra vikuna I júni og þá veröur erfitt aö beita stórskotaliöi en skæruliöar geta haldiö baráttu sinni áfram. Margt er enn ógert — Golda Meir ræðir um fyrstu 30 ár Ísraelsríkis Er 30 ár voru liöin frá stofnun ísraelsrikis átti Golda Meir, fyrrum forsætisráðherra, átt- ræöisafmæli. Hún ræddi þá viö bla&amann, um rikiö sem hún átti þátt i aö stofna og lýsti þvi yfir a& þaö væri gott. Meir var forsætisráðherrafrá 1969 til 1974 og er einn af frumbýlingunum. Húnsagöi i viötalinu að þjóöinni heföi ekki tekizt aö ná öllum markmiöum er hún haföi sett sér, en hún taldi aö viöa heföi verið náö mikilvægum árangri, kaupmenn og veröbréfa- braskarar geröust bændur, samyrkjubú voru stofnuö og skref voru tekin i átt til félags- legs jafnréttis. Meir hældi yngri kynslóöinni fyrir hollustu og lagöi áherzlu á friöarvilja þjóöarinnar. Meir talaði hægt milli þess sem hún reykti filterlausar sigarettur. Hún sagöi: „Viö höf- um ekki náö settu marki á öllum sviðum, en þrátt fyrir gallana hefur verkalýöshreyfingin gert kraftaverk. Aðalatriöiö er, bætti húnviö,” aðþetta land er okkar eigiö. Enginn þarf aö kviöa þvi hvaö nágrönnunum finnst um hann. Þaö er ekkert vandamál aö vera Gyöingur hér.” Viðtalið viö Goldu Meir fór fram á skrifstofu hennar I háskólanum i Tel Aviv. For- sætisráöherrann fyrrverandi virtist þreyttur, en geröi þó aö gamni sinu og sagöi aö sagt væri aö lifiö hæfist fyrst er áttræöis- aldri væri náö og hún ætti þvi mikla framtiö. Hún kvaöst þó sjá eftir þvi aö hafa yfirgefið samyrkjubúið. Meir var lögö inn á sjúkrahús vegna hjartaáfalls fyrir nokkru en hún gat þó haldið upp á af- mæliöá heimilisinumeöal vina. Hún hefur dregiö sig út úr opin- beru lifi aö mestu. Meir á enn sæti i miöstjórn Verkamanna- flokksins. Meir nýtur virðingar erlendis en heimafyrir er hún oft gagn- rýnd fyrir að hafa staöið illa aö varnarmálum fyrir Yom Kipp- urstriöiö 1973. Nákvæmt eftiriit hennar innan Verkamanna- flokksins hefur einnig oft verið gagnrýnt. Meir vildi litiö ræöa um stjórnmál. Hún sagöist þó ekki finna til sektarkenndar vegna ófara Israelsmanna I striöinu 1973 þvi leyniþjónusta hersins heföi mistúlkað upplýsingar. Þráttfyrir fögnuöinn er fylgdi i kjölfar heimsóknar Sadats i nóvember kvaö Meirengan þess umkominn aö tryggja aö ekki kæmi framar til átaka milli Israelsmanna og nágrannanna. Hún sagði aö eingöngu ætti að hafa öryggismál i huga er rætt væriumaöskila landitil Araba. ,,Viö erum ekki aö deila um landsvæði,” sagöi Meir, ,,viö er- um aö deila um öryggi.” Hún vildi þó ekki gera grein fyrir þvi hvaöa landamæri Israel ætti aö hafa til að öryggi ibúanna væri tryggt en þjóöina kvaö hún aðeins vilja landamæri sem hún værifær um aö verja án utanað- komandi hjálpar. Þrátt fyrir núverandi ófriöarástand telur Meir aö ástandiö sé nú betra en Golda Meir áöur. Er rætt var um tímabilið erBretarhöföuyfirráö I landinu sagöi Meir: ,,Þá vorum viö að- eins dropi i hafinu.” Meir kom til Palestinu 1921 frá Bandarikjunum ásamt syst- ur sinni Sheyna og átti drjúgan þátt i aö stofna verkalýös- hreyfinguna. „Við vissum aö til aö geta eignazt þetta land urö- um viö aö breyta atvinnu Gyöinganna.viö urðum að geta ræktaöeigin ávexti og framleitt okkar eigiö brauö. Þetta var ekki auövelt, hér voru mýrar og malaria, Arabarnir voru á móti okkur, en þaö tókst,” segir Meir og minnist erfiöleika frum- býlingsáranna. Þrátt fyrir aö ísraelsmenn geti nú flutt ávexti og grænmeti til Evrópu vill Meir ekki aö henni sé þakkað neitt af árangrinum. ,,Ég geröi aldrei neitt ein,” fullyröir hún, „allur árangur náöist meö samstarfi.” Um leið og framfarir uröu i landbúnaðarmálum og byggöar voru nýjar borgir, uxu upp I Israel nýjar kynslóöir sem Meir segir að séu reiöubúnar aö yfir- gefa borgir og heimili og fara út I eyöimörkina og upp i fjöllin sé þess krafizt. Meir telur aö Israelsmenn séu eina þjóö i heimi sem tekiö hefur upp sam- yrkjuformið sjálfviljug. „Stalin reyndi aö neyöa Sovétmenn til þess en tókst ekki,” segir Meir. Félagslegri sameiningu er ekki lokið i tsrael aö sögn Meir enda komu Gyöingar til tsraels frá Asiu, Afriku og Evrópu úr afar mismunandi samfélögum. Ráöherrann fyrrverandi telur aðeitt helzta verkefniö nú sé aö gerastórátaki húsnæöismálum, en hún nefndi einnig vandamál 500 þúsund Araba sem eru rikis- borgarar i Israel og njóta ekki sömu réttinda og Gyöingar. Meir kvaö nauösynlegt aö fleiri Gyðingar flyttust til tsraels, tvær milljónir innflytj- enda ættu að nægja. Mun Israelsrflú verða eilift? var Meir spurð. „Af hverju spyröu um tsraelsriki?” svaraöi hún. „Myndi það hvarfla aö þér aö spyrja hvort franska rflciö veröi til um alla eilifö?”

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.