Tíminn - 17.05.1978, Síða 3
Miðvikudagur 17. mai 1978
3
Áhugi á
refarækt
— Skinnin í háu verði og
refarækt hæfir e.t.v. fjár-
mannseðli íslendinga
SJ — Ég heid að refarækt kunni
að eiga betur við íslendinga en
minkarækt, sagði Sigurjón Blá-
feld loðdýraræktarráðunautur
Búnaðarfélags islands i viðtali
við Tfmann. Minkaræktendur
þekkja ekki hin einstöku dýr, en
i refaræktinni þekkja þeir sem
sinna henni hvert og eitt dýr.
Þaö hæfir betur fjármannseðl-
inu i islendingum. Auk þess er
refarækt að mörgu leyti hag-
kvæmari en minkarækt. Það
væri hægt aö breyta gömlum
húsum, svo sem fjárhúsum og
hlöðum, og nota til refaræktar
með bættum birtuskilyrðum. Á
vissan hátt er refurinn einnig
harðgerðara dýr en minkurinn,
þolir t.d. betur ýmsar bakteriur
og veirur.
Sigurjón Bláfeld er nýkominn
heim frá Skotlandi þar sem
hann kynnti sér litillega refa-
rækt, en hann er áður einkum
menntaöur i minkarækt. — Ég
tek þaö samt fram að enginn
lærir refarækt á vikutíma.
Verð á refaskinnum hefur
verið mjög gott að undanförnu
og fer sifellt hækkandi. A upp-
boði i Leningrad nú i mai hækk-
aði verðið um 10%, og er nii
heldur betra verð á refaskinn-
um en minkaskinnum.
Aðalgalla við refarækt kvað
Sigurjón Bláfeld vera hve
pörunartiminn er langur, en
hann stendur frá þvi um 20. feb.
til 10. mai. Pörunartimi minka
er hins vegar aðeins 20 dagar,
frá 4. marz til 24. marz u.þ.b.
Ýmsir aðilar hafa sýnt áhuga
áað setja á stofn refarækt hér.
En hún kann aö henta vel hér
sem aukabúgrein. Komið hefur
til tals að minkabúin þrjú á
Norðurlandi yrðu saman um
refabú og eins hafa nokkrir ung-
ir menn sýnt áhuga á málinu. —
Ég taldi mér skylt aö afla mér
nokkurra upplýsinga um þessa
grein loðdýraræktar og mai-
byrjun var heppilegur timi, þvi
þá er bæði got og pörunartlmi.
Einnig kynnti ég mér bygging-
ar, verklega þætti og verð á
refaskinnum.
Skinn af blárefum og silfur-
refum eru f háu verði, en ekki
hefur reynzt unnt hingað til að
fá verömætt skinn af islenzka
fjallarefnum, sem hér er fyrir i
landinu.
Refarækt var stunduð hér á
landi 1929-1951 og sums staðar
allt til 1960. Um tima voru skráð
hér 80-90 dýr i refabúum.
Sigurjón Bláfeld kvað auð-
veldaraaðhaldaniörivilliref en
villimink. Refurinn væri það
dýr skepna að menn létu hann
ekki ganga sér úr greipum. Þre-
falt varnakerfi værinú I refabú-
um þannig að það væru ekki
nema sérstakir trassar, sem allt
skyldu eftir opið, sem létu dýr
sleppa.
Sigurjón Bláfeld loðdýra-
ræktarráðunautur fer reglu-
bundnar ferðir milli minkabú-
anna hér, en þau eru nú fjögur,
á Sauðárkróki, Grenivik, Dalvik
og Lykkju á Kjalarnesi. Hann
kvaðst vonast til að þetta yrði
eitt bezta árið i minkaræktinni,
útlitið værigotti þrem húsanna.
Um 7350 paraðar læður, lífdýr,
eru nú á búunum eða samtals
rúmlega 9000 dýr. Flestir hafa
minkarorðiðhér rúmlega 10.000
lifdýr.
Verð á minkaskinnum var
orðið stöðugt um siðustu áramót
og fór jafnvel aðeins lækkandi,
en hækkaði siöan aftur um 10%.
Mjög mikil eftirspurn hefur
verið undanfarin ár eftir skinn-
um af hvers kyns loðdýrum, að
sögn Sigurjóns Bláfelds.
Bolungarvík:
Öllum bæjarbúum
boðið í áttræðisaf mæli
KEJ — tbúar Bolungarvikur
halda i dag hátiðlegt áttræðisaf-
mæli Einars Guðfinnssonar.
Verður Einar með opið hús I
félagsheimilinu i Bolungarvik
siðdegis i dag og má búast þar
við miklu fjölmenni, m.a.
starfsfólki hans fjölmörgu.
Einar Guðfinnsson hefur lengi
verið umsvifamikill athafna-
maður i Bolungarvik og er
mestöll útgerð og fiskvinnsla I
eigu fyrirtækja hans. Eins og
fyrr segir verður afmælis
Einars minnst með opnu húsi i
félagsheimilinu og stendur öll-
um bæjarbúum til boöa að taka
þátt í afmælisfagnaðinum. í
Bolungarvik búa nú um 1200
manns.
Járnblendiverksmiöjan að Grundartanga. i fyrra var samdráttur I sölu á kísiljárni á alþjóðamarkaði.
Undanfariö hefur þróun i þessum málum verið jákvæð og þykir tryggt að unnt veröi að selja allt það
kfsiljárn sem verksmiöjan framleiðir á næsta ári.
Aðalfundur íslenzka járnblendifélagsins í Osló:
Jákvæð þróun í markaðs-
málum kísiljárns
A aðalfundi Islanzka járn-
blendifélagsins.sem haldinn var i
Osló i april s.l. voru markaðsmál
járnblendiverksmiðjunnar á
Grundartanga ofarlega á baugi.
Arið 1977 var erfitt ár fyrir kisil-
járnsframleiðendur, vegna þeirr-
ar samdráttarsveiflu sem rikt
hefur i stáliðnaðinum og hafa
ýmsir framleiðendur kisiljárns
orðið að draga saman seglin eöa
stöðva framleiðslu. Þannig hefur
smám saman náðst meira jafn-
vægi á markaðinum milli fram-
boðs og eftirspurnar.
Á aðalfundinum gáfu fyrir-
svarsmenn Elkem-Spigerverket
skýrslu um núverandi markaðs-
horfur og upplýstu i þvi sambandi
aö eftirspurn eftir kisiljárni frá
verksmiðjunum i Noregi hafi far-
iðvaxandi aöundanförnu og megi
búast við verulegri magnaukn-
ingu i sölu frá þeim á árinu 1978
frá þvi sem var á fyrra ári. M.a.
sé hér um að ræða árangurinn af
þvi, að norsku sölusamtökin hafa
styrkt stöðu sina á mörkuðum ut-
an Vestur-Evrópu, sem verið hef-
ur hinn hefðbundni aðalvettvang-
ur þeirra.
Með tilliti til þessarar þróunar
er það mat hinna norsku sam-
starfeaðila, að ástæða sé til að
ætla, að unnt verði aö selja allt
það kísiljárn, sem járnblendi-
verksmiðjan að Grundartanga
muni framleiða, þegar hún tekur
til starfa á næsta ári. Með tíman-
um eigi einnig að vera unnt aö fá
hærra söluverð, þótt þvi verði
ekki slegið föstu að svo stöddu,
hversu ör þróunin muni verða að
þvi leyti. Að áliti samstarfsaðil-
anna eru allar likur tíl þess, að
framtiðarþróun i járnblendi-
iðnaðinum verði verksmiðjunni
til hagsbóta, og sé þess aö vænta
að hún eigi sér öruggan starfs-
grundvöll þegar litið sé til lengri
tima.
A fundinum var stjórn félagsins
öll endurkjörin, en hana skipa
þeirdr. Gunnar Sigurðsson, verk-
Skátahreyfingin mun i sumar,
eins og undanfarin sumur, standa
að útilifsnámskeiöum og reka
sumarbúðir aö Úlfljótsvatni, sem
standa öllum börnum opin. titi-
lifsnámskeiðin eru ætluð fyrir 11-
14 ára krakka. Þátttakendur fá
þar þjálfun i ýmsum undirstöðu-
fræðingur, formaður, Eggert G.
Þorsteinsson, alþingismaður, dr.
Guðmundur Guömundsson, verk-
fræðingur, Jósef H. Þorgeirsson,
lögfræðingur, dr. Rolf Nordheim,
framkvæmdastjóri, Jan P. Rom-
saas, lögfræðingur, og Gunnar
Viken, framkvæmdastjóri. Vara-
menn eru þeir Hjörtur Torfason,
hrl., varaformaður, Helgi G.
Þóröarson, verkfræðingur, Hún-
bogi Þorsteinsson, sveitarstjóri i
Borgarnesi, Hörður Pálsson,
bæjarfulltrúi á Akranesi, Leif
Kopperstad, framkvæmdastjóri,
J.K.L. Andersen, aðstoðarfram-
kvæmdastjóri, og Knut Nygard,
deildarstjóri.
atriðum útilifs og ferðamennsku.
Sumarbúðirnar eru ætlaðar 7-11
ára börnum og er þar lögð
áherzla á útiveru, jafnt göngu-
ferðir og náttúruskoðun, sem
iþróttir og leiki m.m. Nánari upp-
lýsingar má fá hjá Bandalagi is-
lenzkra skáta.
Sumarbúðir og
útilifsnámskeið
að Ulfljóttsvatni
Verður byggð steinullar-
verksmiðja á Sauðárkróki?
Framsóknarfélag Sauðárkróks
hélt almennan fund um atvinnu-
mál þriöjudaginn 9. þ.m. Form.
félagsins Stefán Pedersen setti
fundinn og stjórnaði honum og
gat þess aö aðalefni fundarins
væri að ræða hugmyndina um
byggingu steinullarverksmiöju á
Sauðárkróki. Framsögumenn
voru Þórir Hilmarsson bæjar-
stjóri og Marteinn Friðriksson
bæjarfulltrúi.
Þórir bæjarstjóri rakti þá
þróun sem átt hefði sér stað I at-
vinnumálum Islendinga á siðustu
áratugum. Kom fram i erindi
hans að islenzka þjóðin hefur lifað
mikla umbrotatima bæði i at-
vinnulegu og menningarlegu til-
liti.
Taldi hann að framundan væru
örar breytingar i atvinnuháttum
og lifsvenjum þjóðarinnar, og þvi
þyrftu forustumenn hennar að
bregðast skjótt og rétt við mái-
um.
Gera mætti ráð fyrir allt að
30.000 manna fólksfjölgun á landi
hér á næstu 10 árum og þyrfti þvi
aö koma á fót um 10.000 nýjum
störfum til að halda i horfinu.
A Sauðárkróki hefur ibúum
fjölgaö um 250 manns á siðustu 4
árum og eru nú rúmlega 2000 ibú-
ar á Sauöarkróki.
Taldi Þórir aö til þyrftu að koma
80 ný störf til að mæta f jölguninni,
i en þessi þörf væri enn ekki farin
að hafa áhrif þar sem nú væri stór
hluti hinna nýju ibúa á barns-
aldri.
Bæjarstjórinn lýsti síðan I itar-
legu máli hvað bæjaryfirvöld á
Sauðárkróki hefðu unnið að at-
vinnumálum og hvað á döfinni
væri i þvi efni. Gerði hann þvi
næst grein fyrir þeim áætlunum
sem I gangi eru um að setja á
stofn steinullarverksmiöju á
Sauðárkróki.
Það verkefni er komiö vel á
veg og hefur mikið áunnizt i
framgangi þess. Var gerö jarö-
fræöirannsókn á sumri sem leið
og gerð hefur verið itarleg
skýrsla um málið sem ber nafnið
„Könnunarskýrsla I — steinullar-
framleiðsla á Sauðárkróki” og
var hún lögö fram upp úr siðustu
áramótum.
Þetta verkefni var unnið undir
umsjón Iðnþróunarstofnunar Is-
lands en auk þess unnu að verk-
efninu Útflutningsmiðstöð
iönaðarins, verkfræðistof a
Benedikts Bogasonar og sérstak-
ur starfshópur heimamanna.
Þá hefur veriö haft samráð við
iönaöarráðuneytiö og sérstakar
viðræður hafa farið fram milli
forráðamanna Sauöárkróks-
kaupstaöar og ráöherra. Einnig
hafa þingmenn kjördæmisins
fylgztvel með málinu og sýnt þvi
mikinn áhuga. Sérstök sendi-
nefnd fór nýlega utan og skoðaöi
steinullarverksmiðjur i Sviþjóð
og Þýzkalandi og átti itarlegar
viðræður við hina erlendu
verzlunaraðila og seljendur véla.
Unnið er áfram aö steinullar-
verkefninu af fullum krafti.
Marteinn Friöriksson gerði grein
fyrir ýmsum þáttum er vöröuðu
rekstur og mannafl við steinullar-
verksmiðju og sýndi einnig fram
á að aðstæður á Sauðárkróki
hentuöu vel fyrir rekstur slikrar
verksmiöju hvað varöar stærð
bæjarins og áhrif fyrirtækisins á
bæjarlifið og þróun þess. Og
Sauðárkrókur mun einnig henta
vel bæði með hliðsjón af fyrir-
huguðum útflutningi afuröa frá
verksmiðjunni og einnig með til-
liti til innanlandsmarkaðar.
Gestir á fundinum voru Friðrik
Danielsson verkfræðingur og
Hallgrimur Jónasson jarð-
, fræðingur hjá Iðnþróunarstofnun
Islands og svöruðu þeir fyrir-
spurnum frá fundarmönnum og
veittu þeim miklar og fróðlegar
upplýsingar um málið.
Mikili áhugi er á þessu máli og
samhugur hjá öllum flokkum i
bæjarstjórn að vinna að fram-
gangi þess.
Þökkuðu fundarmenn Þóri
Hilmarssyni sérstaklega fyrir
það mikla starf, sem hann hefur
. lagt fram til að undirbúa málið og
vinna aö framgangi þess.
G.Ó.