Tíminn - 17.05.1978, Síða 9
á víðavangi
Hver lýgur hvern
inn í hvað?
Nú er aðalmaður „rann-
sóknablaðamennskunnar” —
sem Magnús Torfi Ólafsson
hefur skirt heitinu ofsókna-
blaðamennska — farinn að
draga i land, útskýra, rifja
upp, endurtaka, segja „alla”
söguna upp á nýtt og reyna að
renna „stoðum” undir eitt og
annað af þvi sem fullyrt var og
hefur verið hrakið, sem dylgj-
að var um og afsannað hefur
verið með öllu.
Þetta er i stuttu máli megin-
inntak þeirrar ritgjörðar sem
Vilmundur Gylfason birti sl.
föstudag i málgagni sinu.
Þessi grein er merkilegt
hugarfóstur fyrir margra
hluta sakir. Einn er titill henn-
ar: „Ekki eitt mál — heldur
mörg mál”, og er orð að
sönnu. Munurinner bara Sá að
sjálfur rannsóknapostulinn
heldur enn áfram að rugla
saman málum.
Annar er sá að höfundi tekst
ekki fremur en jafnan að hafa
hóf á sér. Merkileg er t.d. eft-
irfarandi málsgrein:
„Hér er vert að staldra við.
Eitt augnablik getum við sett
okkur i spor þeirra ógæfusömu
ungmenna, sem unnu það
óhæfuverk að ljúga saklausa
menn inn i afbrotamál af
verstu tegund. Þau gátu vitað,
eins og aðrir læsir borgarar
þessa lands, að aðstandendur
Klúbbsins höfðu notið spilltrar
greiðasemi dómsmálaráðu-
neytisins. Það sem þegar
hafði verið rætt og ritað um
meint afbrot Klúbbsins og af-
skipti ráðuneytis var nógu
svart. Vera má —og er raunar
alls ekki óliklegt — að einmitt
það hafi ráðið þvi að þessir til-
teknu menn voru saklausir
lognir inn i þetta óhugnanlega
mál. Þetta var afleiðing
spilltrar dómsmálastjórnar.
Þetta kann að hafa verið pris-
iim sem við greiddum fyrir
undangengna spillingu”.
Fyrir neðan
allar hellur
Hvað er biessaður maður-
inn, svo vel ættaður sem um
hefur verið fjallað i blöðum,
að segja í þessum orðum sin-
um? Gerirhann sér það sjálf-
ur ljóst hvert þær ógöngur,
sem hann hefur komið sér i,
eru að leiða hann sjálfan?
Það er rétt að það sem hafði
verið „rættog ritað” um þessi
mál „var nógu svart”. En
hverjir áttu þar hlut að máli?
Getur Vilmundur Gylfason
hreint og beint leyft sér að
álykta þannig af sinum eigin
blaðaskrifum? Er þetta hægt?
Svo virðist greinilega vera, en
þá er það lika fyrir neðan allar
hellur.
Skyldi það vera — sem „er
raunar alls ekki óliklegt” —að
þetta hafi verið „prisinn sem
við greiddum fyrir undan-
gengna spillingu” i blaða-
skrifum?
Tilkynning frá samtökum
grásleppuhrogna-
framleiðenda
Samtök grásleppuhrognaframleiðenda
hafa opnað skrifstofu að Siðumúla 37,
Reykjavik.
Siminn er 8-66-86.
Fyrirlestur um
fræðslu fullorðinna
Á vegum Félagsvisindadeildar Háskóla
íslands og MFA mun Inge Johansson for-
maður fræðslusamtaka sænsku verka-
lýðshreyfingarinnar (Arbetarnas bildn-
ingsforbund) flytja fyrirlestur um hlut-
verk og þýðingu frjálsra fullorðins-
fræðslusamtaka og stofnana i samfélagi
nútímans.
Fyrirlesturinn verður fluttur miðvikudag-
inn 17. mai kl. 20.30 i stofu 101 i Lögbergi,
húsi lagadeildar Háskólans og túlkaður á
islensku.
öllum er heimill aðgangur meðan hús-
rúm leyfir.
Félagsvisindadeild Háskóla íslands,
Menningar- og fræðslusamband
alþýðu.
Og hverja er Vilmundur að
Ijúga saklausa inn i þessi mál
með þessum orðum sinum,
enn á þessu vori 1978? Hverja
er hann enn einu sinni af
blindri þrákelkni að reyna að
draga inn i þessi mál, nú þeg-
ar hann sér að uppvist er orðið
fyrir öllum mönnum um þau
hræðilegu mistök sem honum
sjálfum hafa orðið á i þessum
efnuin? Mig tekur sárt að lesa
þetta enn einu sinni og sjá það
enn einu sinni að Vilmund
brestur kjark til að játa það
sem orðið er. Hann er mörg-
um góðum kostum gæddur, og
vonandi fer hann að sjá að sér.
Þeir gengu
of langt
Það er, þegar öllu er á botn-
inn hyolft, ekki einkennilegt
að jafnvel formaður Alþýðu-
flokksins er orðinn hræddur
við hugsanlegar afleiðingar
hinna órökstuddu blaðaskrifa.
Benedikt Gröndal segir i við-
tali við Visi sl. föstudag i til-
efni blaðaskrifa og ummæla
Vilmundar Gylfasonar og Sig-
hvats Björgvinssonar:
„Það má segja um blaða-
menn og þá sem vinna út frá
blöðum að þeir vekja athygli
á málum. Þeir dæma ekki, ef
þeir gera þaö, má segja að
þeir gangi of langt”.
Þessiorð Benedikts Gröndal
eru það vægasta sem sagt
verður um þessi mál. En þau
lýsa þeim ótta sem af gildum
ástæðum er tekinn að gagn-
taka forystumenn Alþýðu-
flokksins um aö þessi mikla
bomba muni að lyktum
springa á þeim sjálfum.
JS
Tilboð óskast í smíði á 101 stk.
flutningsgámum
fyrir Skipaútgerð ríkisins
Gámunum skal skila fullbúnum við skips-
hlið á einhverri islenskri höfn þar sem
skip Skipaútgerðarinnar geta lagst að
bryggju.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri,
Borgartúni 7, Reykjavik.
Tilboð verða opnuð á sama stað fimmtu-
daginn 15. júni kl. 11.00 f.h. i viðurvist við-
staddra bjóðenda.
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS
BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006
Góð fjárjörð
Óska eftir að kaupa stóra bújörð, hentuga
til fjárbúskapar.
Skipti á fasteignum i Reykjavik koma til
greina. — Mikil útborgun.
Upplýsingar sendist blaðinu fyrir 15. júni
merkt: 1288.
\br í Reykjavík
Við bjóðum landsmenn velkomna til Reykjavíkur. Vekjum athygli á
þeim sérstöku vorkjörum, sem við bjóðum nú á gistingu.
Leitið upplýsinga, - hafið samband við okkur, eða umboðsskrifstofur
Flugleiða um land allt.
«HOTEL#
Suöurlandsbraut 2. Sími 82200
HOTEL
LOFTLEIÐIR
Reykjavíkurflugvelli. Simi 22322