Tíminn - 17.05.1978, Page 10
10
Miðvikudagur 17. mai 1978
Félagsstarf ddábom fX
mJ f
Sumardvöl
Eins og undanfarin sumurefnir Félags-
málastofnun Reykjavikurborgar, i sam-
vinnu við þjóðkirkjuna, til sumardvalar
að Löngumýri i Skagafirði fyrir eldri
Reykvikinga.
Farnar verða nú sex ferðir þ.e.:
Fyrsta f erð: 12. júni—23. júni
önnur ferð: 26. júni—7. júli
Þriðja ferð: 10. júli—21. júli
Fjórða ferð: 24. júli—4. ágúst
Fimmta ferð: 21. ág. — 1. sept.
Sjöttaferð: 4. sept. —15. sept.
Þátttökugjald er kr. 27.000.-
Innifalið i verði er: ferðir báðar leiðir,
dvöl, fullt fæði og skoðunarferð um Skaga-
fjörð.
Allar nánari upplýsingar gefnar að
Norðurbrún 1, simi 86960 frá kl. 9.00 —
12.00 alla virka daga — næstu þrjár vikur.
Félagsmálastofnun
Reykjavikurborgar.
Frá Verzlunarskóla
íslands
Umsóknir um skólavist
Umsóknir um skólavist þurfa að berast
sem fyrst og i siðasta lagi fyrir 8. júni.
Umsóknareyðublöð liggja frammi á
skrifstofu skólans.
Það skal tekið fram, að Verzlunarskóli
íslands tekur við nemendum af öllu land-
inu.
Utanbæjarnemendum sem þess æskja,
verða send umsóknareyðublöð.
Skólanefnd Verzlunarskóla íslands.
ILG-WESPER
HITA-
blásarar
fyrirliggjandi i eftirtöldum stærðum:
2.500 k.cal.
12.800 k.cal.
17.600 k.cal.
19.800 k.cal.
Sérbyggðir fyrir hitaveitu og þeir hijóðlát-
ustu á markaðinum.
Vegna óreglulegs viðtalstima, þá vinsam-
legast hringið i næstu viku á milli kl. 12-13.
HELGI THORVALDSSON
Háagerði 29 — Simi 34932
Reykjavik SA
Bújörð óskast
Óskum eftir að kaupa góða jörð til ábúðar,
sem fyrst. Helst á suður- eða vesturlandi
Tilboö sendist til blaösins fyrir 25. þ.m. merkt, Borgar-
fjaröarsýsla.
V-Skaf tfellingar vara
við útbreiðslu smit-
sjúkdóma á Suðurlandi
Búnaðarfélög í öllum sveitum
Vestur-Skaf tafellssýslu hafa
haldið almenna bændafundi um
smitsjúkdóma i búfé'. og varnir
gegn þeim. A öllum fundunum
hafa verið samþykktar ályktanir,
það sem lýst er yfir áhyggjum
vegna vaxandi úthreiðslu smit-
sjúkdóma austur um Suðurland,
lögð áherzla á að varnir á Suður-
landi verði efldar, og á það bent
að Vestur-Skaftafellssýsla er eina
sýsla landsins, sem laus er við
alla illviga smitsjúkdóma i búfé.
Var mál þetta meðal annars rætt
á fundi búnaðarfélaganna i Alfta-
veriog Skaftártungum, sem hald-
inn var i Hrifunesi 16. apíil sl.
Auk þessa sem að framan
greinir var á það lögð áherzla að
reynt yrði með öllum tiltækum
ráðum að verja þetta svæði, og
bent á nauðsyn þess að allar
varnarlinur i kringum það verði
styrktar sem bezt. Treystir fund-
urinn á skilning, samstarf og
velvilja þeirra aðila i Rangár-
vallasýslu, sem afréttarlönd eiga
að V-Skaftavellssýslu.
Þá gerir fundurinn kröfu til
þingmanna kjördæmisins að þeir
útvegi fjármagn til nauðsynlegra
framkvæmda i þessu sambandi
og hvetur siðan alla Skaftfellinga
til órofa samstöðu um varnir
svæðisins.
A fostudag lauk tveggja daga ráöstefnu á vegum forstjóra, starfsmanna og stjórnarmanna lffeyrissjóö-
anna innan SAL, sambands almennra lifeyrissjóöa. Er þetta iannaö sinn sem ráöstefna þessara aöila er
haldin, en hún var fyrst haldin fyrir tveim árum.
Aösögn Eövarös Sigurössonar, formanns Dagsbrúnar, er hún einkum til þess ætluö aö aöilar geti boriö
saman bækur sinar um ýmis vandamál sjóöanna. Sagöi Eövarö ráöstefnuna hafa veriö vel undirbúna.
Fyrri dag hennar var m.a. fjallaö um samskipti sjóöanna og slöan ýmislegt er snertir tölvuvinnslu og
samræmingu. Þá voru i gær rædd innheimtumál og sitthvaö þar aö lútandi. Voru flutt fjögur tii fimm
inngangserindi og siöan störfuöu nefndir og þá uröu almennar umræöur. Eövarð sagði, aö þar til stjórn-
arfundur veröur haldinn i SAL, veröi unnið úr þeim niöurstöðum, sem urðu af fundinum og þær lagöar
fyrir þar. Meöfylgjandi mynd tók G.E. af fundinum.
Húsnæðismálastofnun ríkisins:
5.977,8 millj. kr. veitt
til húsnæðismála
A árinu 1977 námu lánveitingar
Húsnæðismálastofnunar rikisins
samtals 5.977,8 milljónum króna,
til byggingar og/eða kaupa á 3879
ibúðum. Var hér um að ræða lán-
veitingar úr Byggingarsjóði
rikisins og Byggingasjóði verka-
manna sem og af hinu sérstaka
framlagi rikissjóðs til nýbygging-
ar ibúða i stað heisluspillandi
húsnæðis.
Lánveitingar úr Byggingar-
sjóði rikisins til framangreindra
þarfa námu samtals 5.545,6 millj-
onum kr. á árinu. Var mestu veitt
i F-lán (frumlán og viöbótarlán)
eða 3.880,2 milljónum, sem fóru i
1823 ibúðir. Þá i G-lán, 573.5
milljónum, og C-lán til útrýming-
ar heilsuspillandi húsnæðis 56.9
milljónum i 29 ibúðir.
Úr Byggingarsjóði verka-
manna námu lánveitingar 432.2
milljónum króna og þau lán veitt,
ásamt lánum úr Byggingarsjóði
rikisins tU smiða 409 ibúða i
verkaannabústöðum i 11 byggð-
arlögum i' landinu. Frá þvi að lög-
in um Byggingarsjóð verka-
manna og verkamannabústaði
tóku gildi vorið 1970, hefur verið
hafin bygging á samtals 807 ibúð-
um i verkamannabústöðum i 25
byggðarlögum i landinu. Er
meirihluti þessara ibúða nú i
notkunogvoru um sl. áramót 362
ibúðir i byggingu i yerkamanna-
bústöðum i landinu.
A árinu 1977 komu til útborgun-
ar lánveitingar úr Byggingarsjóði
rikisins samtals að fjárhæð
6.141.0 milljónir króna. Til sam-
anburðar má geta þess, að á ár-
inu 1976 komu til útborgunar
4.284,7 milljónir króna.
Finnskir listamenn sýna í Eden
A föstudaginn 12. mai opna þrir
finnskir listamenn málverkasýn-
ingu i Eden i Hveragerði. List-
málararnir eru Elina O. Sand-
ström JuhaniTaivaljarvi og Liisa
Urholin-Taivaljarvi. Sýna þeir
um 90 oliumálverk, landslags og
blómamyndir.
Frú Sandström hefur haldið
fjölmargar sýningar hér á landi
og er þetta i fjórða skiptið sem
hún sýnir i Eden.
Juhani Taivaljarvi er Islend-
ingum einnig að góðu kunnur, en
hann sýndi meðal annars hér i
Norræna húsinu árið 1971.
Kona Juhani, Liisa, sýnir hér i
annað sinn en hún á um 20 blóma-
myndir á sýningunni að þessu
sinni.
Málverkasýningin verður sem hefst föstudagskvöld kl. 20 og
fyrr segir i Eden i Hveragerði og stendur yfir til 21. mai.