Tíminn - 17.05.1978, Page 14
14
Mibvikudagur 17. mai 1978
Stefnuskrá Framsóknarmar
UMFERÐIN OG GATNAKERFIÐ
Framsóknarflokkurinn bendir á erfibleika umferöar-
innar hér i borginni þar sem flutningar fara um tiltölulega
þröng svæði til miðborgarinnar.
Flokkurinn telur tvö atriöi öðrum fremur geta komið til
lausnar þessu vandamáli. I fyrsta lagi, að með reglu-
bundnum ákvörðunum verði hámarksumferðartiminn
lengdur og stefnt að sveigjanlegum vinnutima fólks. t
öðru lagi verði ný svæði þannig skipulögö að þau reynist
sjálfum sér nóg með atvinnu og þjónustu að þvi leyti sem
við verður komið.
Flokkurinn telur að gatnaframkvæmdir eigi að miðast
að jöfnu við notkun almenningsvagna og einkabila, en tel-
ur þó aö ekki fáist góð lausn á umhverfismálum eldri
hverfanna, nema meö þvi að takmarka umferð þar, enda
gerir hiö endurskoöaða aðalskipulag ráð fyrir miklu minni
kröfum um bifreiðastæði. Þess vegna telur flokkurinn
mikilvægt að almenningsvagnakerfið geti leyst einkabil-
inn að verulegu leyti af hólmi i gamla bænum, þannig að
tiðar ferðir fari um hann frá bifreiðastæðum i jöðrum
hans.
Framsóknarflokkurinn telur að komast eigi hjá svo
sem unnt er fyrirferðamiklum akbrautum i þéttbýli borg-
arinnar og telur áformaðar gatnaframkvæmdir i Foss-
vogsdal og um öskjuhlið vafasamar, enda eru þar ákjós-
anlegustu útivistarsvæði borgarinnar á sjó og landi.
Stefna ber að þvi að leita leiða sem hindra þessi áform.
Framsóknarflokkurinn telur, að stðrt átak þurfi að gera
til að greiða fyrir umferö um borgina, einkum i gamla
bænum og á aðalumferðarleiðum milli borgarhverfa.
Gera þarf áætlunsem miðar að þvi að sttfrbæta þjónustu
strætisvagna Reykjavikur frá þvi sem nú er, m.a. með
eftirfarandi:
1. Teknar verði upp hraðferðir milli einstakra borgar-
hverfa svo sem áður tiðkaðist.
2. Borgarbúum verði gefinn kostur á að kaupa svonefnd
mánaðarkort sem framvisað sé i hvert skipti i stað sér
staks endurgjalds, miða eða peninga. Slik breyting ætti
að greiða fyrir ferðum strætisvagnanna frá þvi sem nú
er.
3. Tekin verði upp samvinna við nágrannasveitarfélögin
um það að samræma strætisvagnakerfi alls höfuðborg-
arsvæðisins.
4. Kanna ber hvort hagkvæmt geti orðið að taka i notkun
farartæki til almenningsnota sem ganga fyrir innlendri
orku t.d. rafknúna vagna eða svonefnda „einteinunga”.
Gera þarf áætlun til langs tima sem miðar að þvi að
auka umferðaröryggið i borginni með þvi að létta á um-
ferðarþunganum og gera umferðina reglulegri en nú er.
Aætlun þessi miði m.a. að eftirfarandi atriöum:
1. Uppbyggingu nýrra borgarhverfa og enduruppbygg-
ingu eldri hverfa verði hagað þannig að ibúarnir eigi
þess jafnan kost að sækja bæði atvinnu og þjónustu inn-
an sins hverfis i stað þess að þurfa að leita út fyrir það.
2. Leitað verði leiða til að draga úr umferðarþunga á
ákveðnum tima dags t.d. með þvi að gera vinnutima og
opnunartima verslana sveigjanlegri en nú tiðkast.
3. Umferðaröryggi jafnt akandi sem gangandi vegfarenda
verði stóraukið á aðalumferðarleiðum borgarinnar.
4. Lagðir verði sérstakir gangstigar og hjólreiðabrautir
um borgina er tengi hin ýmsu borgarhverfi og geri
borgarbúum kleift að ferðast um fótgangandi og á hjóli.
HUS-
NÆÐIS-
MÁL
Framsóknarflokkurinn telur það eitt brýnasta verkefni
borgaryfirvalda á næsta kjörtimabili aö bæta úr þeim
skorti á leiguhúsnæöi sem nú er til staðar i borginni. Þá
þarf að nýta betur það húsnæði sem fyrir hendi er i eldri
borgarhverfum og hraða uppbyggingu nýrra hverfa.
Flokkurinn leggur þvi áherzlu á eftirfarandi:
1. Borgaryfirvöld stuðli aö þvi aö byggðar verði 1 auknum
mælifbúðirá félagslegum grundvelli, t.d. af byggingar-
samvinnufélögum. Slikt fyrirkomulag gerir ungu fólki
og efnalitlu kleift að eignast eigið húsnæði með þvi aö
greiða byggingarkostnað á löngum tima.
2. Byggðar verði leiguibúðir af hóflegri stærð, ætlaöar
ungu fólki, sem er að stofna heimili. Leigugreiðslum
verði stillt í hóf og leigutimi takmarkaður viö fá ár.
Ennfremur verði byggðar leiguibúöir, ætlaöar fólki sem
er í húsnæðisvandræðum.
3. Byggðar verði ibúðir af hóflegri stærö, sérstaklga ætl-
aðar eldra fólki. tbúðir þessar verði sniðnar við þarfir
þess fólks sem nú býr i eigin ibúðum, en vill gjarnan
flytja i minna og hentugra húsnæöi. tbúðirnar verði
byggðar viös vegar um borgina, þ.á.m. i eldri borgar-
hverfum.
4. Gerð veröi áætlun til fjögurra ára um byggingu Ibúða
skv. 2. og 3. töluliö er miöist við að byggðar verði árlega
a.m.k. 100-150 Ibúðir á vegum borgarinnar.
5. Ungu fólki verði gert kleift að festa kaup á Ibúðum i
eldri borgarhverfum meö þvi að veita riflega lán úr
byggingasjóði borgarinnar vegna kaupa og/eöa endur-
bóta á gömlu húsnæöi. Lán þessi taki m.a. miö af aldri
umsækjenda og fjölskyidustærð. Jafnframt sjái borg-
aryfirvöld til þess að lán Húsnæðismálastofnunar rikis-
ins til kaupa á gömlu húsnæði veröi stór-
hækkuö.
6. Borgryíirvöld beiti sér fyrir þvi aö réttarstaða leigjenda
veröi stórbætt.
UMHVERFISMÁL
Framsóknarflokkurinn leggur áherzlu á nauðsyn þess
að tengsl fólks við náttúru landsins geti aukist og borgar-
búar eigi greiðan aögang aö útivistarsvæðum bæði innan
borgarmarkanna og utan,þar sem jöfnum höndum er um
að ræða skipulagt land og litt snortið upprunalegt um-
hverfi.
t sambandi við náttúru- og umhverfisvernd vill flokkur-
inn sérstaklega nefna eftirfarandi:
1. Kostað verði kapps um aö gera útivistarsvæði og önnur
opin svæði I borginni eins aðlaðandi og kostur er og
halda þeim jafnan hreinum og snyrtilegum. Fjaran
meðfram borgarlandinu sé hreinsuö reglulega og þess
gætt af fremsta megni aö halda henni ómengaöri.
2. Grafarvogurinn fái að halda sér i núverandi mynd, enda
er hann mikilsvert fæðúöflunarsvæði ýmissa fuglateg-
unda, sem annars hyrfu úr nágrenni borgarinnar.
3. Efsti hluti Laugarássins veröi varðveittur — eins og
hann er, m'.a. vegna þeirra jökulrispuöu klappa sem þar
eru.
4. Ströndin frá Geldinganesi að Korpuósi fái að haldast I
núverandi mynd enda tæpast annað óspillt náttúrulegt
strandsvæði með fjöru eftir f borgarlandinu.
5. Stefnt verði að friðun Viðeyjar en vegna legu hennar og
sögu hlýtur Reykjavikurborg að láta sig varða framtið
hennar.