Tíminn - 17.05.1978, Qupperneq 20

Tíminn - 17.05.1978, Qupperneq 20
20 Miðvikudagur 17. mai 1978 „Allir vilja leggja okkur að velli”.. — segir Berti Vogts, fyrirliði V-t>jóðverja, sem þurfa að verja HM- titilinn í Argentínu — Ég tel að viö eigum góða mögu- leika á að komast i 8-liða úrslitin i HM-keppninni, og eftir það hefst baráttan fyrir alvöru — annars veröur hver leikur I HM-keppn- inni úrslitaleikur fyrir okkur, þvi aö að sjálfsögðu vilja allir leggja heimsmeistarana að velli, sagöi Berti Vogts, hinn snjalli bakvörö- ur og fyrirliði v-þýzka landsliðs- ins I knattspyrnu, sem er byrjað að undirbúa sig af fullum krafti fyrir HM-keppnina, en V-Þjóð- verjar leika með Póllandi, Mexi- kó og Túnis í riöli. Vogts segir að andinn hjá v- þýzka liðinu sé stórkostlegur — og gera allir strákarnir sér fyllilega grein fyrir, til hvers þeir eru að fara til Argentinu. — „Til að verja heimsmeistaratitilinn”, sagði Vogts. Helmut Schön, einvaldur v- þýzka liðsins, sagði að margir góðir leikmenn hefðu ekki gefið kost á sér i landsliðið — leikmenn sem léku stór hlutverk i HM- keppninni i V-Þýzkalandi. — ,,Þrátt fyrir það er ég sæmilega bjartsýnn fyrir HM-keppnina, þvi að við höfum nóg af sterkum leik- mönnum, sem koma til með að fylla sköröin”, sagði Schön. Þeir 22 leikmenn sem fara til Argentinu eru þessir: Markverðir: Sepp Maier, Bayern Munchen Bernd Franke, Braunschweig Rudi Kragus, Hamburger SV Varnarmenn: Berti Vogts, „Gladbach” Rolf Russmann, Schalke 04 Manfred Kaltz, Hamburger SV Bernhard Dietz, Duisburg Herbert Zimmermann, 1. FC Köln Harald Konopka, 1. FC Köln Hans-Georg Schwarzenbeck, Bayern Munchen Karl-Heinz Förster, Stuttgart Bernd Cullmann, 1. FC Köln Miðvallarspilarar: Rainer Bonhof, „Gladbach” Heinz Flohe, 1. FC Köln Hans Muller, Stuttgart Erich Beer, Hertha Berlin Bernd Hölzenbein, Frankfurt Sóknarmenn: Rudiger Abramczik, Schalke 04 Klaus Fischer, Schalke 04 Karl-Heinz Rummenigge, Bayern Munchen Ronald Worm, Duisburg Dieter Muller 1. FC Köln. — sagði Diðrik Olafsson, sem átti mjög góðan leik í marki Víkinga, en þeir hafa ekki tapað leik í Eyjum síðan 1974 BERTI VOGTS...sést hér á æfingu ásamt Helmut Schön. tefli. — Við erum mjög ánægðir og við megum vera það, þvi að undanfarin ár hefur okkur gengið betur i Eyjum, heldur en nokkru öðru liði, sagði Diðrik. Diðrik sagði að leikur Vikings- liðsins hefði verið skásti leikur Vikings á keppnistimabilinu. — Baráttugleðin var mikil hjá strákunum, og þá vár vörnin miklu traustari núna heldur en hún hefur verið að undanförnu, sagði Diðrik. Diörik átti stórgóðan leik i Vik- ingsmarkinu og stöðvuðust flest- ar sóknarlotur Eyjamanna, sem sóttu mun meira i leiknum, á hon- um. Þá voru þeir Róbert Agnars- son og 17 ára nýliði i vörninni, Heimir Karlsson — bróðir Jóns H. Karlssonar, fyrirliða landsliðsins i handknattleik úr Val, mjög traustir sem miðverðir —- þeir, ásamt Diðriki, voru vel á verði og héldu Eyjamönnum i skefjum. — Ég bjóst við framlinumönn- um Eyjaskeggja beittari — mér fannst þeir ekki vinna nógu vel saman, sagði Diðrik. Leikurinn i Eyjum bauð ekki upp á góða knattspyrnu — mikið var um langspyrnur og „kýling- ar”. Eyjamenn voru ekki á skot- skónum, en aftur á móti fundu Vikingar tvisvar sinnum leiðina fram hjá Arsæli Sveinssyni, markverði Eyjamanna. 1:0.... Jóhann Torfason skoraði fyrra mark Vikinga úr þvögu á 59. minútu — honum tókst að spyrna knettinum inn fyrir marklfnu Eyjamanna, þar sem Arsæll Sveinsson, markvörður, gerði árangurslausa tilraun til að bjarga á siðustu stundu — með þvi að slá til knattarins. 2:0....Arnór Guðjohnsen fékk laglega stungusendingu (74. min.) frá Viðari Eliassyni — um leið og hann stakk sér inn fyrir vörn Eyjamanna, sem léku rang- stöðuleikaðferð. Arnór brunaði með knöttinn að marki og skoraði örugglega — hans fyrsta 1. deildarmark. Eyjamenn töldu að Arnór hafi verið rangstæður er hann fékk inga og stuttu siðar fékk hann annað gullið tækifæri, en skot hans hafnaði þá i stöng. Orn Óskarsson, sem lék stöðu bakvarðar — fyrir ólaf Sigur- vinsson, sem er á Spáni, átti mjög góöan leik með Eyjaliðinu og skil- aði hlutverki sinu mjög vel. Þá var Tómas Pálsson hreyfanlegur, en aðrir léku langt undir getu — það vantaði alla baráttu iEyjalið- ið. Það vakti athygli að Jón Her- mannsson, hinn sterki varnar- maður, sem lék áður með Ar- manni, og Snorri Rútsson skyldu ekki leika með Eyjaliðinu — þeir eiga tvimælalaust heima i þvi. Diðrik Ólafsson, markvörður Vikings, átti mjög góðan leik i markinu og er furðulegt að hann skuli ekki vera i landsliðshópn- um. Þá voru þeir Róbert Agnars- son og Heimir Karlsson traustir i vörn Vikinga — sýndu mjög góð- an leik. Maður leiksins: Róbert Agnarsson. —BR/-SOS Skrílslæti í Eyjum...: Ráðizt á línuvörð... — sem lenti í handalögmálum við drukkna áhorfendur. Lögreglan þurfti að skerast í leikinn Annar linuvörðurinn — Eiður Guðjohnsen, i leik Vestmannaey- inga og Vikinga, stóð I ströngu i Eyjum. Eyjamenn — sumir undir áhrifum áfengis, gerðu tvisvar sinum aðför að honum og varð Eiður þá fyrir miklu aðkasti. Ahorfendur höguðu sér eins og dónar við Eið — voru með skrils- læti, og þurfti þvi að stöðva leik- inn tvis var.og undir lokin varð að kalla á lögreglulið, undir stjórn Óskars Sigurpáls sonar, hins kunna lyftingakappa, til að halda áhorfendum i skefjum. Þessi framkoma áhorfenda i Eyjum setur óneitanlega leiðin- legan blett á knattspyrnuáhuga- menn staðarins — þvi að aga- nefnd K.S.l. er komin i málið, og má búast við að hún geri eitthvað róttækt i málunum. Má jafnvel búast við að Eyjamenn fái heima- leikjabann. Eiður varð fyrst fyrir aðkasti áhorfenda, eftir að Vikingar höfðu skorað fyllilega löglegt mark, sem áhorfendur voru þó ekki sáttir við. Þá réðist ölvaður maður að linuverðinum. Siðan varð Eiður aftur fyrir aðkasti, þegar Vikingar — Arnór Guð- johnsen, sonur Eiðs var þar að verki —skoruðu sitt annað mark. Réðust menn þá að Eiði, sem varði sig með þvi að taka duglega á móti — við ryskingarnar missti Eiður annan skóinn. Ctlitið varð þá það slæmt, að það þurfti að kalla lögreglulið á staðinn til að halda áhorfendum i skefjum. Framkoma áhorfendanna i Eyjum er óafsakanleg. Þá er það einnig óafsakanlegt af þeim mönnum, sem raða dómurum niður á leiki, að láta dómara, sem er faðir leikmanns i liði, sem er að leika, vera á linunni. Eiður dæmir fyrir Armann. Fyrir leik- inn flaug sú saga út — að Eiður væri faðir Arnórs og beindu áhorfendur þvi strax stpjótunum að Eiði — eins og skiljanlegt er i hita leiksins. Það er ekki hægt annað en að lita á framkomu áhorfenda i Eyj- um alvarlegum augum, og má þvi búast við að Aganefnd K.S.l. geri eitthvað i þessu máli. Þetta er ekki i fyrsta skipti sem dómarar, linuverðir og aðkomulið verða fyrir aðkasti áhorfenda i Eyjum, sem eru þá undir áhrifum áfengis. Það þarf greinilega að herða alla gæzlu i Eyjum þegar knattspyrnuleikir fara þar fram, en hingað til hefur engin gæzla verið við knattspyrnuvöliinn þar. Þá má geta þess, að dómarar og linuverðir þurfa að ganga 200-300 m spotta að búningsklefum og á þessari stuttu leið hefur oft verið kastað ýmsu drasli að dómurum og aðkomuliði. -BR/-SOS ARNÓR GUÐJOHNSEN....opnaöi marka- reikning sinn f Eyjum. DIDRIK ÓLAFSSON...átti góftan leik I marki Vlkings. knöttinn, en Sævar Sigurðsson, dómari var þeim ekki sammála — hann sagði að Arnór hefði ekki verið kominn inn fyrir varnar- vegg Eyjamanna, er Viðar spyrnti knettinum fram völlinn. Sigurlás Þorleifsson fékk gullið tækifæri til að minnka muninn fyrir Eyjamenn á 91. min., þegar vitaspyrna — vafasöm, var dæmd á Vikinga. Sigurlási brást boga- listin — skaut framhjá marki Vik- — Okkur tókst það, sem vift áttum ekki von á — aö leggja Vest- mannaeyinga að velli I Eyjum. Þessi óvænti og sæti sigur á eftir aft binda okkur saman i þeirri erfiftu baráttu, sem framundan er, sagði Diðrik ólafsson, hinn snjalli markvörftur Vikinga, sem lögöu Vestmannaeyinga aft velli — 2:0, i Eyjum. Vfkingar komu, sáu og sigruftu f Eyjum — og þeir héldu ánægöir heim til Reykja- vfkur meft tvö dýrmæt stig i poka- horninu. Vikingar, sem hafa ekki tapað leik gegn Vestmannaeyingum siðan 1974, höföu óneitanlega * nokkra heppni með sér, þvi að sanngjörn úrslit hefðu veriö jafn- „Sigurinn í Eyjum bindur okkur saman”

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.