Fréttablaðið - 17.08.2006, Síða 20

Fréttablaðið - 17.08.2006, Síða 20
 17. ágúst 2006 FIMMTUDAGUR20 nær og fjær „ORÐRÉTT“ Óviðunandi „Það er algjörlega óvið- unandi og óþolandi að leikskólinn sé settur í þá aðstöðu að vera orðinn skotspónn pólitískra deilu- mála.“ JÓNÍNA LÁRUSDÓTTIR, LEIKSKÓLA- STJÓRI Í FÁLKABORG Í BREIÐHOLTI, MÓTMÆLIR FYRIRHUGAÐRI KLOFN- INGU MENNTARÁÐS. MORGUN- BLAÐIÐ, 16. ÁGÚST. Þingmenn ráða ekki „Það verða um 850 manns sem kjósa á flokksþinginu en þingmennirnir hafa aðeins rétt til þess að greiða tólf atkvæði.“ SIV FRIÐLEIFSDÓTTIR, HEILBRIGÐIS- OG TRYGGINGAMÁLARÁÐHERRA, SEGIR ÞINGFLOKK FRAMSÓKNAR- FLOKKSINS EKKI RÁÐA HVER VERÐ- UR NÆSTI FORMAÐUR FLOKKSINS. FRÉTTABLAÐIÐ, 16. ÁGÚST. „Allt bara gott, ég hef verið upptekinn við að taka við ferðamönnum í sumar, bæði innlend- um og erlendum, sem vilja koma hingað vestur og njóta ægifagrar náttúrunnar,“ segir Gylfi Ólafsson, framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Vesturferða. Að sögn Gylfa er ferðaskrifstofan sú eina sem sinnir ferðamönnum sem kjósa að heimsækja svæðið. „Við bjóðum upp á siglingar út í Vigur, sem er falleg eyja með mikið æðar- og lundavarp auk þess sem þar er að finna einu vindmyllu landsins,“ segir Gylfi, ferðamálafrömuður Vestfjarða. „Það er siglt frá Ísafirði alla daga klukkan tvö.“ Siglingin út í Vigur, en eyjan hefur verið köll- uð perlan í Djúpinu, er ekki það eina sem Vest- urferðir hefur á boðstólum, því ferðaskrifstofan býður einnig upp á margs konar spennandi gönguferðir. Má þar helst nefna gönguferð um Hornstrandir þar sem göngu- görpum gefst færi á að skoða svæði sem lagðist í eyði fyrir um fimmtíu árum að sögn Gylfa. „Aðsóknin er búin að vera þokkaleg í sumar, en þetta kemur allt með kalda vatninu, Veðrið er búið að vera fínt í sumar og vegirnir hafa batnað stórlega, svo fólk hefur enga ástæðu til að fresta Vestfjarðaferðinni,“ segir framkvæmdastjórinn metnaðarfulli. Gylfi starfaði sem sumarstarfsmaður hjá Vesturferðum í fjögur sumur áður en að hann tók við stjórn ferða- skrifstofunnar núna í vor. „Mér líður vel hér, enda elska ég þetta svæði,“ segir Gylfi. „Í haust mun ég reka skrifstofuna áfram úr borginni, en ég er að fara setjast á skólabekk í Háskóla Íslands til að nema hagfræði,“ segir Gylfi sem er nýútskrifaður kennari frá Háskólanum á Akureyri. „Ég ætla að stunda nám með- fram vinnunni, enda ferðamennsk- an enn sem komið er tiltölu- lega árstíðabundin,“ segir Gylfi Ólafsson frá Ísafirði. HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? GYLFI ÓLAFSSON, FRAMKVÆMDASTJÓRI VESTURFERÐA Ástæðulaust að fresta Vestfjarðaferð Alls mættu 12.327 áhorf- endur á Laugardalsvöllinn í blíðskaparveðri á mánu- daginn til að fylgjast með vináttulandsleik Íslendinga og Spánverja í knattspyrnu. Tilefnið var ærið, ekki einungis gafst þar kostur á að berja margar af skærari stjörnum knatt- spyrnunnar augum, heldur var nýja stúkan á Laugardalsvellinum vígð við þetta hátíðlega tækifæri. Stemningin var góð og kliður fór um mannskapinn þegar hver stórstjarnan á fætur annarri steig fram á iðagrænan knattspyrnuvöll- inn. Vinsældir knattspyrnunnar hér á landi eru óumdeilanlegar, það var greinilegt í gær því flestir í stúkunni vissu með hvaða liði hin og þessi knattspyrnuhetjan stund- ar íþrótt sína. Eftir því sem sólin lækkaði jókst stemningin, því þegar leið á leikinn var hverjum ljóst að landsliðið okkar var ekki á leið til slátrunar eins og flestir höfðu búist við fyrir leik. Strákarnir báru enga virðingu fyrir stjörnunum, sem margar hverjar hafa unnið flesta titla sem í boði eru innan knattspyrnunnar. Ef eitthvað er, átti liðið okkar hættulegri færi og í hvert sinn sem okkar menn gerðu sig líklega jókst hávaðinn, eins og lög og reglur gera ráð fyrir. Áhorfendur mynduðu bylgju í síðari hálfleik og fór hún hringinn um Laugardalsvöllinn í ein átta skipti, svo mikil var stemningin. Stemningin á vellinum jókst með lækkandi sól FORMAÐURINN FYLGIST MEÐ STRÁKUNUM Formaður KSÍ, Eggert Magnússon, lét sig ekki vanta á leikinn frekar en fyrri daginn. KÆLIR SIG EFTIR ÁTÖKIN Kantmaðurinn eldfljóti Jose Antonio Reyes sést hér kæla sig niður eftir átökin. Blíðskaparveður var í Laugardalnum á meðan leikurinn fór fram. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ÁHORFENDUR Í ENDURGERÐU STÚKUNNI Spennan skein úr andlitum þeirra 6.500 áhorfenda sem hreiðruðu um síg í endur- gerðu stúkunni. HJÁLMAR JÓNSSON LÆTUR SKOT RÍÐA AF Þetta skot endaði ekki í netmöskvunum, heldur á meðal áhorfenda. Framherjarnir Veigar Páll Gunnarsson og Gunnar Heiðar Þorvaldsson bíða átekta. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI AUGL†SINGASÍMI 550 5000 FYLGIR FRÉTTABLA‹INU ALLA MI‹VIKUDAGA Brúðkaupsgjafir Óskalistar: Við höldum vandlega utan um alla óskalista og öll brúðhjón sem setja saman óskalista hjá Líf&List fá veglega brúðkaupsgjöf frá versluninni. Onde matar- og kaffistell Franskt gæða postulín

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.