Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.08.2006, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 17.08.2006, Qupperneq 26
 17. ágúst 2006 FIMMTUDAGUR26 hagur heimilanna Framhaldsskólarnir fara á fullt nú um mánaðamótin og ekki seinna vænna að útvega allt sem þarf til að geta byrjað skólaárið eftir sumarið. Skólabækur eru stór útgjaldaliður og því ekki úr vegi að rýna aðeins í hvar þær fást og hvernig best má komast frá því að eyða allri sumarhýrunni í þær. Meðal bókaverslana sem halda úti skiptibókamarkaði eru Griff- ill og Office 1 í Skeifunni, Eymundsson í Austurstræti og Mál og menning á Laugavegin- um, svo dæmi séu tekin. Inn- kaupsverð og söluverð á bókun- um er mismunandi eftir verslunum og sumar verslanirn- ar taka ekki við illa förnum bókum. „Skiptibókamarkaðurinn hefur verið á mikilli ferð í svona tíu daga, en við lokum honum í raun aldrei yfir árið,“ segir Þór- unn Inga Sigurðardóttir, verslun- arstjóri í Pennanum Austur- stræti. „En þetta eykst dag frá degi þar til skólarnir byrja í næstu viku. Við tökum við bókum og seljum þær aftur, en ef bæk- urnar eru úreltar er tekið við þeim og borgað 50 krónur fyrir. Við gerðum samning við Íslenska gámafélagið sem mun sjá um að endurvinna þær fyrir okkur.“ Þórunn segir alltaf vera líf og fjör í skiptibókasölunni. „Svo fylgir skafmiði með öllum bókum sem við tökum við og getum selt aftur. Í vinning eru til dæmis far- tölvur, iPodar, minniskubbar og úttektir úr búðunum okkar. Við köllum þetta skiptimiða,“ segir Þórunn. „Markaðurinn hefur gengið mjög vel, og er núna í fyrsta skiptið í sérhúsnæði við hliðina á hinni búðinni,“ segir Nína Krist- björg Hjaltadóttir, verslunar- stjóri í Griffli, Skeifunni. „Krakk- arnir hafa farið af stað örlítið fyrr en undanfarin ár. Við gerum mikið af verðkönnunum og fylgj- umst grannt með samkeppnisað- ilunum. Við segjumst vera alltaf ódýrari og viljum standa við það. Ef við sjáum lægra verð annars staðar lækkum við okkar verð samkvæmt því. Við pössum vel upp á þetta og tökum alltaf inn mjög mikið af bókum. Ég tel að við séum með mjög góða þjón- ustu fyrir námsmenn.“ Fréttablaðið gerði óformlega könnun á hvað það kostar fyrir nemendur að hefja nám í tveim- ur framhaldsskólum, Mennta- skólanum í Reykjavík og Mennta- skólanum við Hamrahlíð. Tekinn var saman áætlaður kostnaður við bækur fyrir nýnema á mála- braut í MR annars vegar og nýnema á félagsfræðibraut í MH hins vegar. Athugaðar voru tvær verslanir með skiptibókamark- að, Penninn í Austurstræti og Griffill í Skeifunni. Griffill var með talsvert lægra verð á þeim bókum sem teknar voru inn í útreikningana. Það má útskýra að einhverju leyti með því að Griffill átti oftar notuð eintök af bókunum, en í Pennanum þurfti oft að kaupa bækurnar nýjar í plastinu. Meira var þó um að ein- staka bækur af listanum fengj- ust ekki í Griffli, en í Pennan- um. steindor@frettabladid.is „Stjórnmálamenn eru nú þekktir fyrir að setja sínar gjörðir í jákvætt ljós, jafnvel þær miður góðu, þannig að ég vil nú helst ekki gangast við neinum sérlega slæmum kaupum,“ segir Jónmundur aðspurður um verstu kaup hans. „Þurfi ég að telja eitthvað upp nefni ég leirdúfukastara sem ég og vinur minn Haraldur Johannessen, hagfræðingur og fyrrverandi aðstoðarmaður umhverfisráðherra, keyptum okkur fyrir nokkrum árum. Við erum báðir áhugamenn um skotveiði og til að verða sannar skyttur keyptum við saman handkast- ara til æfinga. Það rann hins vegar upp fyrir okkur að mikla lagni og talsverða krafta þurfti til að leirdúfan losnaði úr sæti sínu og kæmist á flug. Skemmst er frá því að segja að æfingin endaði á því að Haraldur þeytti dúfunni af alefli í höfuðið á mér af stuttu færi. Kastarinn góði hefur staðið óhreyfður í bílskúrnum síðan.“ Bestu kaupin segir hann vera sólpall sem þau hjónin létu smíða í sumar umhverfis húsið. „Það sér loks fyrir endann á þeirri lang- þráðu framkvæmd. Af einskærri bjartsýni og framkvæmdahug lét ég vélskóflu moka upp úr öllum garðinum í fyrravor og stóð í þeirri trú að allt yrði klappað og klárt mánuði seinna. Það sem ég hafði hins vegar gleymt að reikna með er hinn alkunni skortur á iðnaðarmönnum í bland við þann hæfileika margra þeirrar stéttar að fá mann til að trúa því að senn fari nú allt að gerast hjá manni. En nú er verkinu lokið og þessi prýðilegi pallur gefur húsinu og lífi fjölskyld- unnar í því aukið gildi. Eftir á að hyggja hef ég sjaldan verið ánægðari með einstök kaup og er viss um að sú tilfinning mun endast að minnsta kosti fram á næsta ár þegar það kemur í hlut húsbóndans að bera við- arvörn á herlegheitin.“ NEYTANDINN: JÓNMUNDUR GUÐMARSSON, BÆJARSTJÓRI Á SELTJARNARNESI Fékk leirdúfuna í hausinn af alefli Handhafar Vildarkorts Visa og Icelandair geta nú nýtt sér tíu þúsund vildarpunkta sem sex þúsund króna greiðslu upp í hvaða flug sem er. Tilboðið gildir til 1. október 2006. Félagar í Vildarklúbbnum fá 3.000 til 14.400 vildarpunkta þegar þeir fljúga með Ice- landair. Þar að auki fá handhafar Vildarkortsins punkta af erlendri veltu kortanna sem og viðbótarpunkta hjá samstarfsfyrirtækjum. Til að punktar skili sér inn á punktayfirlit þarf að skrá Sagakortsnúmerið við bókun ferðar. Ef punktar skila sér ekki er hægt að skrá flug með Icelandair allt að sex mánuði aftur í tímann á heimasíðu flugfélagsins. ■ Tilboð hjá Vildarklúbbnum: Lækkað verð með punktum Skólabækur fyrir minna á skiptibókamörkuðum SKIPTIBÓKAMARKAÐUR GRIFFILS Nóg þarf að kaupa af bókum fyrir veturinn og fer oft stór hluti sumarlauna nemenda í bókakaupin. MENNTASKÓLINN Í REYKJAVÍK Dæmigerð bókainnkaup fyrir fyrsta ár nýnema á málabraut Ódýrasti pakkinn í Pennanum: 39.740 kr. Ódýrasti pakkinn í Griffli: 32.534 kr. MENNTASKÓLINN Í HAMRAHLÍÐ Dæmigerð bókainnkaup fyrir fyrstu önn nýnema á félagsfræðibraut Ódýrasti pakkinn í Pennanum: 19.276 kr. Ódýrasti pakkinn í Griffli: 14.435 kr. Sveinn Rúnar mælir með því að fjölskyldan drífi síg í berjamó því þar fái fólk útiveru, hreyfingu og kyrrðina í náttúrunni allt í senn. Þá má að sjálfsögðu spara stórfé með því að tína berin í stað þess að kaupa þau. „Ég geri mikið af því að geyma berin sem ég tíni fersk og tek þau síðan úr frysti jafnóðum og geri úr þeim sultu. Með þessu móti þarf ekki eins mikinn sykur í sultuna.“ Sveinn segir berin holl og góð og í þeim séu öflug andoxunarefni sem eigi sinn þátt í því að hægja á öldrun. GÓÐ HÚSRÁÐ BERIN HÆGJA Á ÖLDRUN ■ Sveinn Rúnar Hauksson læknir segir bláberjasúpu góða við niðurgangspest- um en sjálfur er hann mikill berjamað- ur og gerir úr þeim sultu og súpu. Margar fataverslanir eru með tilboð á ýmsum vörum á haustmánuð- unum miðuð að því unga fólki sem er á leið í skóla á ný. Erfitt er að henda reiður á öllum tilboðunum og verður fólk bara að skoða sjálft. En til dæmis má nefna að verslunin Brim á Laugavegi er með skólatilboð á fötum, en það hljóðar upp á 9.900 krónur ef keyptar eru buxur og eitt af fernu, bolur, peysa, skyrta eða jakki. Dressman á Laugavegi er með tilboð á Batistini gallabuxum og kosta þær 2.990 krónur. Fleiri tilboða er að vænta á næstunni, að sögn búðarstarfsmanna. ■ Verslun og þjónusta Víða skólatilboð á fötum á haustin Hagur heimilanna > Skráður fjöldi hjólhýsa og tjaldvagna Heimild: Hagstofa Íslands 5. 53 6 8. 07 1 9. 98 5 2004 2001 1995 Fj öl di 3. 60 1 1998
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.