Fréttablaðið - 17.08.2006, Qupperneq 30
17. ágúst 2006 FIMMTUDAGUR
FRÁ DEGI TIL DAGS
AUGL†SINGASÍMI
550 5000
FYLGIR FRÉTTABLA‹INU ALLA MI‹VIKUDAGA
Sögurnar, tölurnar, fólki›.
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Sigríður
Björg Tómasdóttir og Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Björgvin Guðmundsson RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á
FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING:
Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á
landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871
Þegar kvótakerfið var tekið upp
1984 með endurgjaldslausri
úthlutun aflakvóta til útvegs-
manna, vöruðu margir við því, að
þar væri að óþörfu verið að stíga
stórt skref í átt til aukins ójafnað-
ar á Íslandi. Rökin gegn endur-
gjaldslausri úthlutun og þá um
leið með veiðigjaldi í einhverri
mynd snerust bæði um hag-
kvæmni og réttlæti og ófust
saman, því að ranglæti hneigist
jafnan til að rýra hagkvæmni eftir
ýmsum leiðum, til dæmis með því
að tefla auði og völdum upp í hend-
ur óverðugra, sem kunna með
hvorugt að fara. Ójafnaðarmenn
ganga þá á lagið, og misskipting
auðs og tekna vindur upp á sig.
Með tímanum tók að bera á auk-
inni misskiptingu, svo sem vænta
mátti, en um þessa þróun var þó
engum opinberum staðtölum til að
dreifa þrátt fyrir ítrekaðar áskor-
anir. Þetta er ekkert smámál.
Hvað segðu menn, ef engar upp-
lýsingar lægju fyrir um hagvöxt
og umræðan um hann væri öll
byggð á sandi? Veiðigjald var leitt
í lög eftir dúk og disk.
Ísland er nær eina Evrópuland-
ið, sem engar tekjuskiptingartölur
eru birtar um í alþjóðlegum
skýrslum. Ekki þar fyrir, að einka-
aðilum eins og til dæmis mér sjálf-
um sé um megn að gera þessa
útreikninga, alls ekki. Kjarni
málsins er sá, að stjórnvöldum ber
skylda til að safna og dreifa upp-
lýsingum um helztu þætti efna-
hagsmála, og þá einnig um tekju-
skiptingu. Opinberar tölur verða
ekki vefengdar í hráskinnsleik
stjórnmálanna líkt og ýmsir
stjórnmálamenn voga sér stund-
um að vefengja réttar upplýsingar
frá einkaaðilum. Ég sneri mér því
að gefnu tilefni til ríkisskattstjóra
nú í vor og óskaði eftir því, að
embættið reiknaði og birti vísitölu
ójafnaðar, svo nefndan Gini-stuð-
ul, tólf ár aftur í tímann. Nú liggja
tölur ríkisskattstjóraembættisins
um Ísland fyrir, svo að hægt er að
ganga að þeim vísum á vefsetri
embættisins og einnig á vefsetri
mínu.
Tölurnar sýna, að áhyggjur
manna af auknum ójöfnuði reynd-
ust eiga við gild rök að styðjast.
Ójöfnuður á Íslandi hefur aukizt
til muna ár fram af ári síðan 1993.
Gini-stuðullinn er viðtekinn mæli-
kvarði á misskiptingu tekna milli
manna og er reiknaður úr gögnum
um neyzluútgjöld heimilanna eða
tekjur, ýmist samkvæmt neyzlu-
könnunum eða skattframtölum, og
tekur í minnsta lagi gildið 0, ef
allir hafa sömu tekjur eða neyzlu
(fullkominn jöfnuður), og í mesta
lagi 100, ef allar tekjur og neyzla
falla einum manni í skaut (full-
kominn ójöfnuður). Séu tekjur
mælikvarðinn, er helzt miðað við
heildartekjur að greiddum skött-
um og þegnum bótum, svo að
tekjujöfnunaráhrifum skatta- og
tryggingakerfisins sé haldið til
haga. Ef horft er til heimsins alls,
nær Gini-stuðullinn frá 25 í Dan-
mörku, Japan, Belgíu, Svíþjóð og
Tékklandi, þar sem tekjuskipting-
in er jöfnust, upp í 71 í Afríkuland-
inu Namibíu, þar sem hún er nú
talin vera ójöfnust.
Jöfnuður á Íslandi var löngum
talinn svipaður og annars staðar
um Norðurlönd, en svo er ekki
lengur. Samkvæmt ríkisskatt-
stjóra var Gini-stuðull Íslands í
fyrra 36 eins og á Bretlandi, en
þar er misskipting tekna meiri en
annars staðar í Evrópu nema í
Eistlandi, Portúgal og Tyrklandi.
Tölurnar um Ísland eiga við ráð-
stöfunartekjur sambýlisfólks með
fjármagnstekjum samkvæmt
skattframtali ásamt barna- og
vaxtabótum að frádregnum tekju-
, eignar- og fjármagnstekjuskatti.
Tölur ríkisskattstjóra sýna, að
jöfnunaráhrif skatta- og trygg-
ingakerfisins hafa minnkað jafnt
og þétt allt tímabilið. Breytingar á
skattkerfinu og tryggingakerfinu
undangengin ár hafa því dregið úr
jöfnuði. Íslenzki Gini-stuðullinn
hefur að jafnaði hækkað um eitt
stig á ári og vel það síðan 1993.
Mér er ekki kunnugt um, að svo
skyndileg umskipti í tekjuskipt-
ingu hafi nokkurn tímann átt sér
stað í nokkru nálægu landi, þótt
misskipting tekna hafi víða færzt í
vöxt að undanförnu vegna tækni-
framfara og aukinna viðskipta.
Tíu stiga munur á Gini-stuðlum
milli landa svarar til munarins á
jöfnuði í tekjuskiptingu í Noregi
og á Bretlandi. Það yrðu væntan-
lega uppi fótur og fit meðal Norð-
manna, ef tekjuskiptingin þar í
landi hefði á röskum áratug færzt
í sama horf og á Bretlandi og
stefndi hraðbyri á Bandaríkin, þar
sem ójöfnuður er mun meiri en
annars staðar í okkar heimshluta,
án þess að frá því væri greint á
áberandi stað í opinberum hag-
skýrslum. Nú hefur ríkisskatt-
stjóri svipt hulunni af þessari við-
kvæmu hlið á þróun íslenzks
samfélags undangengin ár. Svona
eiga sýslumenn að vera.
Hernaður gegn jöfnuði
Í DAG
HERNAÐUR
ÞORVALDUR
GYLFASON
Jöfnuður á Íslandi var löng-
um talinn svipaður og annars
staðar um Norðurlönd, en svo
er ekki lengur.
Tugir þúsunda landsmanna hafa í sumar kynnst vegum í landshlutum sem þeir eiga ekki daglega leið um og flestir ef ekki allir eru sammála um að víða sé þörf á
vegabótum og sumir vegir séu hreinlega óframbærilegir.
Umferðin um þjóðvegina hefur líka stóraukist, bæði vegna
mjög aukinnar bifreiðaeignar og ekki síður vegna hinna mjög
auknu landflutninga, þar sem stórir flutningabílar með mikla
aftanívagna geysast um mjóa vegi á hámarkshraða. Þeir
skjóta mörgum ökumönnum á fólksbílum skelk í bringu þegar
þeir koma á móti þeim með viðeigandi sviptivindi.
Það kalla margir á betri vegi, sem vonlegt er, en það eru
ekki allir sömu skoðunar um á hvað eigi að leggja megin-
áherslu í þeim efnum. Þarna togast töluvert á sjónarmið
þeirra sem vilja leggja megináhersluna á mislæg gatnamót
og greiðar akstursleiðir til og frá höfuðborgarsvæðinu og
innan þess, og svo hinna sem búa við fáfarna vegi á lands-
byggðinni og gera ekki aðrar kröfur en að vegir séu þannig
að þeir séu sæmilega færir allan ársins hring.
Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur í gegnum árin barist
fyrir bættu vegakerfi og í vikunni greindi félagið frá verk-
efni sem það hefur unnið að um gæða- og öryggiskröfur vega
hér á landi undir merkjum EuroRap, sem eru samtök bif-
reiðaeigenda í 25 Evrópulöndum. Þegar hafa helstu vegir út
frá höfuðborgarsvæðinu verið teknir til athugunar, eða til
Keflavíkur, austur fyrir fjall og upp í Borgarnes. Samkvæmt
því kerfi sem FÍB vinnur eftir, fá vegakaflar einkunn eftir
ákveðnum reglum, og er þá vegurinn sjálfur ásamt umhverfi
hans metið. Í þessum hluta landsins ætti vegakerfið að vera
einna fullkomnast, en þegar að er gáð er víða gloppur þar að
finna, sem huga þarf betur að samkvæmt könnun FÍB. Ætlun-
in er að taka marga aðra aðalvegi landsins til athugunar á
þennan hátt og er það vel. Verður fróðlegt að fylgjast með
framvindunni og hvaða einkunn íslenskir vegir fá í saman-
burði við vegi í öðrum Evrópulöndum. Hér eru að vísu engar
hraðbrautir eins og víða á meginlandi Evrópu en engu að
síður virðast margir erlendir ökumenn halda að svo sé, ef
marka má hraðakstur þeirra á undanförnum dögum á greið-
færum vegum á Suðurlandi. Það getur verið freistandi að
spretta úr spori á auðum vegi á góðum degi, en nú virðist sem
meira umferðareftirlit sé þar og þess vegna lenda fleiri en
áður í hraðamælingageisla lögreglunnar.
Vegagerð hefur mikið farið fram hér á síðustu árum, en
víða háttar þó þannig til að gamlir vegir hafa aðeins verið
lagfærðir og síðan lagt á þá bundið slitlag. Þessir vegir þola
engan veginn þá miklu umferð sem nú fer um þá, og má víða
sjá þess merki. Aðra sögu er hins vegar að segja af nýgerðum
vegum, og fá þeir væntanlega góða einkunn í FÍB-könnun-
inni.
Vegagerðin virðist ekki hafa tekið beinan þátt í þessari
vegakönnun sem um ræðir og kemur það undarlega fyrir
sjónir, því þar á bæ eru á einum stað mestu upplýsingar um
vegakerfið hér á landi. Þar hafa menn greinargóðar upplýs-
ingar um hvar flest og alvarlegust umferðarslys hafa orðið á
undanförnum árum, og það var m.a. á grundvelli þeirra upp-
lýsinga sem ráðist var í tvöföldun Reykjanesbrautar. FÍB og
Vegagerðin ásamt öðrum umferðaryfirvöldum ættu því að
sameina krafta sína varðandi úrbætur á vegakerfinu, þannig
að sem mest fáist fyrir það fé sem ætlað er til vegagerðar.
SJÓNARMIÐ
KÁRI JÓNASSON
Könnun á vegum og umhverfi þeirra
Vegakerfið
Et tu, Brute
Deilurnar um Kárahnjúkavirkjun
standa enn sem hæst og nýverið hefur
umræða um sprungusvæðið undir
virkjuninni sprottið upp að nýju. Virtir
vísindamenn hafa lagt þar orð í belg og
nú síðast birtir Mogginn heilsíðuviðtal
við bandarískan vatnsaflsverkfræð-
ing og prófessor sem spáir því að
stíflan mikla muni leka nánast frá
upphafi og gerir því jafnvel skóna
að hún geti allt eins brostið. Þykja
það tíðindi að Mogginn leggi
hlustir við hrakspám af þessu tagi
en hingað til hefur hann frekar
verið virkjuninni hliðhollur. Hins
vegar munu fleiri skýrslur
vísindamanna, innlendra
sem erlendra, um þær
hættur sem leynast undir
Kárahnjúkavirkjun, vera
væntanlegar á næstunni.
Össur vill kallana
Það hefur verið til siðs í íslenskri pólitík
að þingmenn einstakra stjórnmála-
flokka tjá ekki opinberlega hug sinn til
formannskosninga í öðrum flokkum,
þó þeir hafi kannski sínar óskir í þeim
efnum. Þetta kann að vera að breytast
með þeim vaxandi fjölda þingmanna
sem viðra skoðanir sínar á netinu,
margir hverjir daglega. Össur
Skarphéðinsson veltir væntan-
legu formannskjöri í Framsókn-
arflokknum fyrir sér í netpistli og
þó hann nefni ekki beint hvern
hann vilji sjá í forystunni
óskar hann þess helst
að Framsókn bjóði
landsmönnum upp á
tvo kalla sem eru að
detta inn á sjötugs-
aldurinn fyrir næstu
kosningar!
Fínt að hafa heimasíðu
Talandi um netskrif þingmanna þá
kemur fram á vef Alþingis að 29 þing-
menn halda úti heimasíðum. Tæpur
helmingur þingmanna þjóðarinnar
nýtir sér sem sagt þá upplýsingaveitu
sem netið er og ekkert nema gott
um það að segja. Þegar síðurnar eru
hins vegar skoðaðar kemur á dag-
inn að blessaðir þingmennirnir eru
misduglegir að uppfæra þær. Þannig
er síða Guðjóns Arnars, Kristjánssonar
formanns Frjálslyndra, síðast uppfærð
í september 2004 og síðasta færsla á
heimasíðu Guðrúnar Ögmundsóttur,
þingkonu Samfylkingar, er frá janúar
á sama ári. Þessi tvö eiga þó ekki
metið því Samfylkingarfólkið Rannveig
Guðmundsdóttir og Lúðvík Bergvinsson
hafa ekki skrifað stafkrók á heimasíður
sínar síðan í lok árs 2002!
ssal@frettabladid.is