Fréttablaðið - 17.08.2006, Síða 33

Fréttablaðið - 17.08.2006, Síða 33
FIMMTUDAGUR 17. ágúst 2006 Úr háborg tískunnar BERGÞÓR BJARNASON SKRIFAR FRÁ PARÍS Slönguskinnsæði Ein vinkona mín borðar engin dýr, ekki einu sinni vesalings litlu fiskana sem kveljast svo óskaplega þegar þeir deyja, áður en þeir enda í fiskibollum. Bara egg af því að hænurnar eru ekki drepnar og svo mjólk. Hún hefur samt stundað það árum saman að selja lúxusskó á 300-500 evrur parið sem eru auðvitað allir úr dýraskinni. Ég get svosem tekið undir það, að það að ala dýr eingöngu fyrir feldinn er hálf ógeðfellt og að ríkar kerlingar geti svo sem alveg lifað án loðfelda. Stella McCartney er mikill dýravinur og hefur nú sett á markað fylgihlutalínu með skóm og töskum án þess að nota svo mikið sem leðurbút við framleiðsluna, vinkona mín ætti held ég að sækja um hjá Stellu. Stella er reyndar alls ekki í takti við vetrartískuna því það er nánast hægt að tala um exótískt-æði í skóm og töskum í vetur. Nú gildir að vera í krókódílaskóm og með slönguskinns- eða strútstösku, svo ég tala nú ekki um loðfeldi sem hafa síðustu ár verið í sókn eftir að hafa á tímabili fengið á sig svartan stimpil frá dýraverndarsinnum. Villidýrin sem má nota í tískuheiminum eru í misjöfnum verðflokkum. Krókódíla- taska er til dæmis þrisvar sinnum dýrari en slönguskinnstaska. Hjá Chanel er töskulína úr marglitu slönguskinni í vetrarlínunni á 3.880 evrur taskan (356.000 krónur) en krókódílataska í svipaðri stærð er á 13.500 evrur ( 1.242.000 krónur). Það er því mikill stigs- og verðmunur á því hversu „chic“ maður vill vera. En þar sem flest tískuhúsin róa á sömu mið í vetur hefur skapast mikill flöskuháls í franska umhverfisráðuneytinu. Hver viðskiptavinur sem er frá landi utan Evrópusambandsins, og það eru þeir vissulega margir, þarf nefnilega að fá vottorð frá seljandanum um að skinnið sem notað er tilheyri ekki verndaðri tegund sem bannað er að veiða og vegna þess hversu mörg tískuhúsanna framleiða úr krókódílum og slöngum í vetur hefur umhverfisráðuneytið ekki undan. Ekki hjálpar til að opinbera stjórnsýslan vinnur á hálfum hraða vegna sumarleyfa og ef það er eitthvað sem ekki virkar vel á opinbera starfsmenn í þessu landi er það að láta reka á eftir sér; getur jafnvel haft þveröfug áhrif. Stjórnendur tískuhúsanna gráta fögrum krókódílatárum þar sem í lok júlí og ágúst er vertíð í tískuhúsunum meðan blæjuklæddar Sádi- Arabíukonur flykkjast til Parísar og kaupa handtöskur og skó í skipsförmum. Ef ekki eru til upprunavottorð fara krókó-töskurnar ekki langt og rykfalla í læstum hirslum. Þá er nú verr af stað farið en heima setið í þessum villimannaleik. bergthor.bjarnason@wanadoo.fr Hugsaðu vel um hárið JOICO BÝÐUR UPP Á FJÖLBREYTT ÚRVAL HÁRVARA. Snyrtivöruframleiðandinn Joico býður upp á fjölbreytt úrval af alls kyns hárvörum sem næra og styrkja hárið. Meðal þess sem framleitt er hjá Joico er línan Body Luxe. Í línunni er sjampó og sérstök blanda sem þykkir hárið heilmikið. Þessar vörur henta þeim einstaklega vel sem eru með þunnt og fínt hár þar sem Body Luxe eykur ummál hársins án þess að þyngja það. Meðal annars sem Joico hefur upp á að bjóða er Moisture Recovery sem vinnur á þurru hári, Color End- ure sem heldur lit og lífi í hári, Silk Results sem gerir hárið silkimjúkt og Style & Finish sem er lína af hárvör- um til að móta hárið. Body Luxe eykur ummál hársins án þess að þyngja það. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Útsölunni lýkur á laugardag. Erum að taka upp nýjar vörur. Kjólasprengja í Flash Kjólar við buxur Kjólar í brúðkaupið Kjólar í veisluna Kjólar í vinnuna Allir kjólar á 3990 Algjör bomba....!! KRINGLUNNI mán.-mið. 10-18.30 fimmtud. 10-21 föstud. 10-19 laugard. 10-18 sunnud. 13-17 i i l Hefurðu heyrt annað eins......?!?!? Já, þú velur þér hvaða þrjár flíkur sem eru á útsölunni en greiðir bara fyrir eina. Þú greiðir aðeins fyrir dýrustu vöruna Rýmum til fyrir nýjum vörum af öllum útsöluvörum fimmtudag, föstudag, laugardag, sunnudag i ...... ! ! , l j lí l i i i i i . r i ir i f rir r t r Mun hefja störf á hinni frábæru GRÍMU-hárstofu í Álfheimum 4, þann 25. ágúst n.k. Hlakka til að sjá ykkur öll. Gamlir sem og nýir viðskiptavinir velkomnir! Ebba Særún Brynjarsdóttir Sími 553 3133

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.