Fréttablaðið - 17.08.2006, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 17.08.2006, Blaðsíða 39
[ ] Margir Íslendingar finna fyrir þreytu og orkuleysi yfir vetrar- mánuðina. Þá er gott að gefa sér tíma í upphafi dags til þess að koma sér í gang með því að borða hollan og næringarríkan morgunmat. Ingibjörg Gunnars- dóttir, dósent í næringarfræði, segir að hafragrautur og lýsi standi alltaf fyrir sínu. Oft er talað um að morgunmatur- inn sé mikilvægasta máltíð dags- ins en því miður eru alltof margir sem sleppa henni eða borða eitt- hvað sem ekki er nógu hollt. „Holl- ur morgunmatur er hluti af heil- brigðum lífsstíl og þeir sem borða hollan morgunmat borða almennt næringarríkari mat,“ segir Ingi- björg og bætir við að mjög algengt sé að fólk sem er of þungt borði engan morgunmat og jafnvel lítið fram undir fjögur á daginn. „Með því að borða morgunmat kemst ákveðin regla á matmálstímana sem hefur mikið að segja og það er sérstaklega mikilvægt fyrir börn að fá næringarríkan morgun- mat.“ Ingibjörg mælir hiklaust með því að fólk byrji daginn á hafra- graut. „Allir sem mögulega geta komið hafragraut niður ættu að byrja daginn á honum og helst að setja í hann hveitiklíð, hörfræ, möndlur, rúsínur eða eitthvað gróft og nota lítið valsaða hafra. Úr hafragrautnum fáum við trefj- ar og hann skilar sér ekki eins hratt út í blóðið og fínunnið morg- unkorn. Allt sem er tilbúið fer mikið hraðar út í blóðið svo við verðum fljótt svöng aftur og það á einnig við um tilbúna hafragrauta. Það tekur ekkert svo langan tíma að elda hafragraut en það þarf bara að koma því inn í rútínuna.“ Skyr og aðrar mjólkurvörur geta líka verið ágætur kostur á morgnana. „Fólki er ráðlagt að borða tvo skammta af mjólkurmat á dag og það er ekk- ert sem segir að það sé verra að gera það á morgn- ana en seinni part- inn. Hins vegar er allt umfram þessa tvo skammta í raun og veru óþarfi svo að ef fólk drekkur mikla mjólk þá ætti það frekar að velja eitt- hvað annað á morgnana,“ segir Ingibjörg. Ingibjörg mælir líka með því að allir sem geta taki lýsi á morgn- ana. „Við búum það norðarlega að við njótum ekki nógu mikillar sólar til þess að fá það D-vítamín sem við þurfum í húðinni. Þess vegna verðum við að fá D-vítamín úr fæðu en mjög fáar fæðutegund- ir innihalda nóg D-vítamín og eig- inlega er ekki hægt að setja saman matseðil sem gefur okkur nægjanlega mikið magn af D-vítamíni nema við tökum lýsi eða fjölvítamín. Í lýsi eru auk þess langar fitusýrur sem eru okkur nauðsynlegar.“ Marga hryllir við lýsi á flösk- um og kjósa því frekar að taka það í belgjum. „Ég mæli helst með venjulegu þorskalýsi í flösku en í belgjunum er náttúrulega nauð- synlegt A- og D-vítamín þó að það sé minna af fitusýrum í þeim. Ég mæli ekki með því að fólk taki ufsalýsi þar sem það er margfalt sterkara en þorskalýsið. Margir gera sér ekki grein fyrir því að aðeins má taka nokkra dropa af ufsalýsi á móti teskeið eða mat- skeið af þorskalýsi og það getur valdið eitrunum.“ Stundum er ástæðan fyrir því að fólk sleppir því að borða morg- unmat ekki tímaleysi heldur lyst- arleysi. „Ávextir eru mjög góður kostur fyrir þá sem hafa litla lyst á morgnana og geta ekki hugsað sér að borða mikið,“ segir Ingi- björg og bendir á að þegar for- eldrar nesti börnin sín í skólann verði þeir að taka mið af því hvað þau borða mikið áður en þau fara að heiman. „Börn sem hafa litla lyst á morgnana verða að vera með gott nesti og helst brauðmeti á meðan þau sem eru mjög lystug á morgnana þurfa kannski bara einn ávöxt fram að hádegi.“ emilia@frettabladid.is Edik blandað í vatn er gott meðal við magaverkjum. Einnig er gott að byrja hvern dag með edikvatni og undirbúa magann fyrir átök dagsins. Uppfull af næringarefnum AGÚRKA HENTAR ÞEIM SEM VILJA EITTHVAÐ GOTT OG HOLLT Í KROPPINN. Margir telja agúrku til hollari grænmetistegunda. Auk þess sem agúrka er uppfull af vatni, inni- heldur hún níu næringarefni sem stuðla að bættri heilsu, þeirra á meðal A- og C-vítamín sem búa yfir bólgueyðandi efnum sem og and- oxunarefnum. Agúrka inniheldur líka lítið af kaloríum og ætti því að henta vel þeim sem vilja hugsa um línurnar. Fyrir utan að vera holl er agúrka líka bragðgóð og því tilvalin í ýmsa rétti, salöt og fleira. Agúrku má borða án þess að hafa áhyggjur af að þyngjast. Hafragrauturinn alltaf góður Ingibjörg Gunnarsdóttir næringarfræðingur segir að morgunmaturinn sé mikilvægur. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Hafragrautur inniheldur trefjar og gefur okkur gott start inn í daginn. Lýsi inniheldur D-vítamín og fitu- sýrur sem eru okkur nauðsynlegar. Fyrir börn Kids Frískandi og mildir hreinsiklútar fyrir augn- og andlitsfar›a. Fást í verslunum um land allt. EKKERT GERVIGRAS! NÝTT OG BETRA GRAS! WWW.GRAS.IS Veggur maraþon- hlauparans Þeir sem hyggjast hlaupa maraþonhlaup munu án efa upplifa fyrirbæri sem langhlauparar kalla „vegginn“. Veggurinn svokallaði er þekktur meðal langhlaupara og lenda maraþonhlauparar á veggnum þegar glýkógen-birgðir líkamans klárast. Flestir maraþonhlauparar lenda á veggnum eftir að hafa klárað um þrjá fjórðu hluta maraþon- hlaups. Þegar hlauparar lenda á veggnum er eins og öll orka líkamans hafi klárast og hann geti ekki farið lengra. Þegar allt glýkógen í líkamanum er búið fer líkaminn að nota fituforðann sem orkugjafa og hafa þau umskipti verið mörgum íþróttamönn- um nær ómöguleg. Á meðan óvanir maraþon- hlauparar geta fundið fyrir óþægindum um allan líkamann og krampa í vöðvum, þá finna bestu langhlaupararnir oft aðeins tímabundið fyrir óvenjulega mikilli þreytu. - vör Maraþonhlauparar lenda á veggn- um svokallaða þegar glýkógen- birgðir líkamans klárast.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.