Fréttablaðið - 17.08.2006, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 17.08.2006, Blaðsíða 40
 17. ágúst 2006 FIMMTUDAGUR10 Heilbrigð sál BORGHILDUR SVERRISDÓTTIR EINKAÞJÁLFARI OG B.A. Í SÁLFRÆÐI Að verða það sem maður hugsar Ein af stærstu ástæðum þess að við náum ekki árangri, hvort sem það er í lífinu almennt eða í heilsurækt, er vegna þess að við setjum okkur ekki markmið. 90% fólks nær ekki heilsurækt- armarkmiðum sínum eða að halda árangrinum. 10 prósent fólks nær hins vegar markmið- um sínum, viðheldur þeim og setur sér fleiri og stærri mark- mið. Munurinn á þessum hópum er að þessi 10 prósent setja sér skýr og skrifleg markmið, lesa þau á hverjum degi og eru með hugann við efnið alla daga. Þegar við stefnum að einhverju, hvort sem það er að kaupa okkur íbúð eða byggja okkur upp líkamlega, er það sannarlega hugurinn sem ber okkur hálfa leið og jafnvel lengra. Hann þarf að fá stöðuga upprifjun og endurtekningu svo við hegðum okkur í samræmi við markmið okkar. Ef þú veist ekki hvert ferðinni er heitið, er líklegast að þú endir hvergi Mikilvægt er líka að hafa mark- miðin nákvæm og á jákvæðum nótum. Ekki skrifa til dæmis að þú viljir ná af þér fitunni á mag- anum, heldur að þú ætlir að ná ákveðnu miklu fituhlutfalli af líkamanum. Enda fer fitan ekki bara af einu svæði. Aðalmálið er að vita hvar þú ert og hvert þú ætlar. Að vita og að framkvæma Flestir vita alveg hvað þeir þurfa að gera, til að ná árangri með lík- ama sinn. Borða reglulega nær- ingarríkan mat og hreyfa sig. En það er mikill munur á að vita hvað maður á að gera og gera það sem maður veit. Markmiðið er brúin milli þessara tveggja póla. Þegar undirmeðvitundin stjórn- ar Það sem þú hugsar endurtekið um yfir daginn kemst fljótt inni í undirmeðvitund þína og þú ferð að trúa og endurtaka. Þegar það gerist er eins og það sé sett í „hlutlausan“ og hlutirnar fara að ganga snurðulaust fyrir sig án mikillar umhugsunar. Ástæðan fyrir því að þú gerir það sem þú gerir á hverjum degi er að þú hefur endurtekið það nógu oft og hugsað nógu mikið um það, að undirmeðvitundin hefur tekið við. Það er hún sem stýrir hvers- dagslífinu og þangað viltu kom- ast með aðferðirnar sem færa þér árangur í líkamsræktinni sem og öðru sem þú stefnir að. Að endurtaka markmiðið í hug- anum eða lesa það yfir, helst nokkrum sinnum á dag, er því lykillinn að því að ná hvaða markmiði sem er. Til að ná árangri: 1. Hafðu markmiðið nákvæmt og skýrt með nákvæmri dagsetn- ingu um hvenær þú vilt vera búin(n) að ná því. Settu þér bæði langtíma- og skammtímamark- mið. 2. Hafðu markmiðið mælanlegt. Taktu stöðuna í upphafi, reglu- lega á leiðinni og svo í lokin til að þurfa ekki „að horfa á grasið vaxa“, því þá finnst okkur ekkert gerast. 3. Settu þér raunsætt markmið. Ef þú þarft að fara langa leið, skaltu taktu þér tíma. 4. Hafðu markmiðið einfalt. Þeir sem ætla að góma tvær mýs, ná hvorugri! Eitt í einu! 5. Hafðu markmiðið á jákvæðum og persónulegum nótum og í nútíð eins og þú sért búin(n) að ná þeim. 6. Hegðaðu þér eins og þú værir búin(n) að ná markmiðinu. Ef markmiðið er að verða í topp- formi skaltu hegða þér eins og manneskja í toppformi. Hún situr ekki fyrir framan sjónvarp- ið með snakkpokann og nammið, fær sér hammara og franskar í hádeginu eða kallar það hreyf- ingu að ganga út í bíl eða innan- húss í vinnunni. 7. Til að ná markmiðum okkar þurfum við oftast að fara út fyrir þægindarammann. Enginn sem skarar fram úr eða nær góðum árangri, er innan þægindaramm- ans. 8. Ekki vera hrædd við „þrösk- ulda“, þó þeir geti haldið þér niðri eða kippt þér til baka. Þeir eru hluti af lífinu og merkustu meistarar hafa þurft að glíma milljón sinnum við þá áður en meistaraverkin hafa orðið til. Aldrei að gefast upp! 9. Allt sem þú hefur, er dagurinn í dag. Vertu í núinu og gerðu allt- af þitt besta í hvaða aðstæðum sem er. 10. Finndu sterkan tilgang fyrir markmiðið. Það koma dagar þar sem einbeiting er lítil og dauf. Sterkur tilgangur virkar sem besta hvatningin á slíkum augna- blikum. 11. Lestu markmiðið á hverjum degi og endurtaktu það í hugan- um. Það er eina leiðin til að koma því í undirmeðvitundina og hegða sér á hverjum degi í sam- ræmi við það, án mikillar fyrir- hafnar. Kær kveðja, Borghildur Íþróttaálfurinn ætlar að hlaupa krakkamaraþon Glitnis í fyrsta skiptið í ár. Hlaupið er ætlað öllum hlaupaglöðum börnum, 11 ára og yngri. „Eitt það skemmtileg- asta sem ég geri er að hlaupa með vinum mínum. Þess vegna ætla ég að taka þátt í Latabæjarmaraþoni Glitnis og mér þætti mjög gaman ef þið vilduð koma og hlaupa. Fyrst hitum við okkur aðeins upp og hlaup- um svo stutta vegalengd,“ segir íþróttaálfurinn. Hann hvetur alla krakka til að mæta, ekki endi- lega til að vera fyrst og vinna heldur bara til að vera með og hafa gaman af því að hreyfa sig. Hlaupið er frá útibúi Glitnis við Lækjargötu. Kl. 13.45 mætir íþróttaálfurinn til að hita upp með krökk- unum en það er mikil- vægt að vera heitur áður en maður tekur þátt í maraþoni. Annars gæti maður tognað. Hálftíma síðar, kl. 14.15, ættu allir að vera orðnir vel heitir og tilbúnir í hlaupið en þá verður líka lagt af stað. Sá sem er of seinn er fúlegg! Hlaupaleiðin er einföld og ekki of löng og ekki of stutt. Hlaupið er út Fríkirkjuveginn og beygt til hægri yfir brúna á tjörninni en sú gata heitir Skothúsvegur. Þar var víst einu sinni hús þar sem skotveiði- menn æfðu sig en það er löngu horf- ið. Þegar maður er kominn yfir brúna beygir maður til vinstri með- fram tjörninni og hleypur svo í kringum hana, út á Sól- eyjargötu og svo beinustu leiðina aftur að Glitni. Þar er endamarkið og þegar maður klárar er maður búinn að hlaupa heilan einn og hálf- an kílómetra. Allir krakkar sem taka þátt í hlaupinu þurfa að skrá sig og borga 800 krón- ur í keppnis- gjald. Þeir fá bol sem er sérhannaður fyrir hlaupið og líka verðlaun þegar hlaupið er búið. Allar nánari upplýsingar er að finna á internetinu á www. glitnir.is. tryggvi@frettabladid.is Hlaupið með íþróttaálfinum Fleiri feitir en hungraðir OFFITUTILFELLUM FJÖLGAR EKKI BARA Á VESTURLÖNDUM. Samkvæmt bandarískum sér- fræðingum glímir nú fleira fólk við offitu en við hungursneyð. Breytt mataræði og öðruvísi lífsmunstur í Kína og Japan ræður þar miklu um. Með minnkandi erfiðisvinnu, meira sjónvarpsáhorfi og aukinni neyslu á feitum dýraafurðum í stað græn- metisafurða hafa milljónir Kínverja og Japana fitnað hratt á síðustu árum. Sérfræðingarnir benda á að offita sé ekki aðeins vandamál á Vesturlöndum og ef ekkert yrði aðhafst myndu sjúkdómar sem tengjast offitu á borð við sykursýki og hjartasjúkdóma aukast hratt víða um heim. - vör Fleiri glíma við offitu en hungursneyð. Íþróttaálfur- inn hvetur alla til að hlaupa í krakkamar- aþoni. �������������� ��������� �������������������������������� A R G U S 0 6 -0 3 5 0 �������������������� ������������������������� �������� ��� ������������ ����� ����������������� 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.