Fréttablaðið - 17.08.2006, Page 58

Fréttablaðið - 17.08.2006, Page 58
 17. ágúst 2006 FIMMTUDAGUR38 menning@frettabladid.is ! Aðsóknarmesta sýning síðasta leikárs! Drepfyndinn gamanleikur í Reykjavík! Miðasala er þegar hafin! Miðasala í síma 551 4700 // opið 13:00-17:00 // www.midi.is //Austurbæjarbíó – Snorrabraut 37 Næstu sýningar: Föstudaginn 18. ágúst kl. 20:00 Laugardaginn 26. ágúst kl. 19:00 Laugardaginn 26. ágúst kl. 22:00 Á ÞAKINU OPIÐ: Í DAG 16.30 - 22.00 LEIKHÚSTILBOÐ Tvíréttaður matur, miði og frítt í Göngin til baka í boði Landnámsseturs Frá kr. 4000 - 4800 MIDAPANTANIR Í SÍMA 437 1600 Sýnt í Landnámssetri í Borgarnesi Laugardag 19. ágúst kl. 20 Örfá sæti laus Sunnudag 20. ágúst kl. 15 Uppselt Sunnudag 20. ágúst kl. 20 Uppselt Föstudag 25. ágúst kl. 20 Uppselt Laugardag 26. ágúst kl. 20 Laus sæti Laugardag 2. september kl. 20 Uppselt Sunnudag 3. september kl. 15 Sunnudag 3. september kl. 20 Fimmtudag 7. september kl. 20 Föstudag 8. september kl. 20 Laugardag 9. september kl. 20 Sunnudagur 10. september kl. 16 Föstudagur 15. septemberkl. 20 Laugardagur 16. september kl. 20 > Ekki missa af... aukasýningum á leikritunum Fullkomnu brúðkaupi og Litlu hryll- ingsbúðinni hjá Leikfélagi Akureyrar. myndlistarsýningunni Eilandi í Gróttu. Fimm myndlistarmenn sýna fjölbreytt verk í vitanum og nágrenni hans. Síðan er tilvalið að fá sér kaffisopa og með því á staðnum. 90‘s partíi á Bar 11 á föstudags- kvöldið. Óborganleg kvöldskemmtun þar sem plötusnúðurinn Curver tælir hlustendur aftur til fortíðar. Tíðar- andaklæðnaður æskilegur en ekki skilyrði. Kl. 22.00 Danshópurinn Brite Theatre sýnir verkið Kjöt. Sýningin er hluti af sviðlistahátíðinni ArtFart sem nú stendur yfir í fyrrverandi húsakynn- um Ó. Johnson & Kaaber við Sætún í Reykjavík. Á Akureyri er allt með blóma og ekki síst menningarlífið því nú stendur yfir Listasumar í bænum. Það sem af er sumri hafa Norðlendingar tjaldað því sem til er en einnig fengið til sín frábæra gesti. Í kvöld verður framhald á heit- um fimmtudögum þar sem Kvartett Andrésar Þórs leikur ljúfan djass af plötunni „Nýr dagur“ en með Andrési leika Sigurður Flosason, Þorgrímur Jónsson og Scott McLemore. Í Gamla bænum í Laufási verður kvöldvaka þar sem Har- aldur Þór Egilsson sagnfræðingur flytur erindi um ljósfæri í íslenska bændasamfélaginu. Á morgun verða síðustu föstudagshádegistónleikar sumarsins en þar leika Pawel Panasiuk sellóleikari og Aladár Rácz píanóleikari flytja verk eftir Bach, Chopin, Dimitrescu og Stravinsky. Minjasafn Akureyrar stendur síðan fyrir minjagöngu um Djúpadal í Eyjafirði á laugardaginn kl. 13 og síðar um daginn opnar myndlistarkonan Jóna Bergdal Jakobsdóttir sýningu í Deiglunni. Sýningin ber heitið „Vöknun“ en þar veltir listakonan vöngum yfir náttúrunni. Sýningin stendur til 3. september. HEITIR FIMMTUDAGAR OG FÍNIR FÖSTUDAGAR Fjölbreytt Listasumarsdagskrá um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/KK Listasumar norðan heiða 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI Áhugi útlendinga á íslensku máli fer sífellt vaxandi og í dag hefst ráðstefna um íslensku sem annað og er- lent mál á vegum Stofnunar Sigurðar Nordal. Úlfar Bragason, forstöðumaður Stofnunar Sigurðar Nordals, segir að rúmlega tuttugu fyrirlestrar verði haldnir á ráðstefnunni en þar munu þekktir fræðimenn fjalla um málefni íslenskukennslu í samhengi við aðra tungumála- kennslu, sögu hennar og þróun í samfélaginu. „Aðalviðfangsefni ráðstefnunnar eru málvísindaleg- ar rannsóknir á máltileinkun, það er að segja hvernig fólk lærir málið, kennslufræði íslensku sem annars máls eða erlends mál, menningarmiðlun eða menningar- læsi og síðan saga og núverandi aðstæður til íslenskukennslu,“ segir Úlfar. Aðalfyrirlesararnir eru Ken- neth Hyltenstam, prófessor við Stokkhólmsháskóla sem er þekkt- ur í tvítyngisfræðum, en Úlfar segir að hann muni til dæmis ræða hvernig mismunandi aldurshópar læra tungumál, Maisa Martin, prófessor við Jyväskylä-háskóla í Finnlandi, sem hefur sérstakan áhuga á því hvernig fólk lærir beygingamál, eins og til dæmis íslensku, öðruvísi en setninga- fræðileg mál eins og ensku. Þriðji fyrirlesarinn er Ulla M. Connor, prófessor við Indíanahá- skóla, og mun hún fjalla um menn- ingarlæsi og hversu mikilvægt það er fyrir tungumálanám. „Við fáum til dæmis nemendur hingað til okkar sem hafa fræðilegan áhuga á íslensku og skilja ekki hvers vegna við erum að kenna þeim um íslenska menningu og sögu. Ef maður ætlar að nota tungumálið verður maður að skilja stóra samhengið. Það er sagt að tungumál séu lykillinn að heimin- um en hvers vegna er maður að læra á þann lykil ef maður vill ekki nota hann eða vita að hverju hann gengur?“ spyr Úlfar. Úlfar útskýrir að rekja megi sögu íslenskukennslu við erlenda háskóla aftur á 19. öld en nú er hægt að taka B.A. próf í íslensku sem annað eða erlent mál við Háskóla Íslands. „Þetta varð smá- saman að fagi en það hefur skort rannsóknir á þessum málefnum hérlendis. Þetta er mjög nýtt því þótt búið sé að kenna íslensku við erlenda háskóla í meira en hálfa öld hefur þetta verið álitin auka- geta fremur en sérfag.“ Úlfar bendir ennfremur á að þær kennsluaðferðir og bækur sem við höfum notað séu ef til vill ekki nógu vel ígrundaðar með tilliti til þess að fólk læri íslensku öðruvísi en ensku eða önnur setningafræði- leg tungumál en verið er að þróa nýjar kennsluaðferðir, til dæmis með heimasíðunni Icelandic Online, sem yfir 300 nemendur hvaðanæva úr heiminum heim- sækja daglega. „Það er auðvitað allt annað að kenna stúdentum sem hafa lært önnur mál eða innflytjendum sem kannski skortir undirbúnings- menntun,“ segir Úlfar og bætir við að kennslan eða fagið hafi þró- ast á Norðurlöndunum þegar inn- flytjendum fjölgaði þar. „Þetta er að gerast hér núna, þörfin eykst og áhuginn vaknar.“ Meðal þátt- takenda í málstofunum verða kennarar sem starfa við íslensku- kennslu í erlendum háskólum sem Stofnun Sigurðar Nordals hefur meðal annars milligöngu um. Úlfar útskýrir að á annað þúsund nemendur stundi slíkt nám og fjöldinn fari vaxandi með ári hverju. Ráðstefnan fer fram í stofu 101 í Odda og hefst kl. 18 í dag. Nánari upplýsingar má finna á heimasíð- unni www.nordals.hi.is. - khh ÚLFAR BRAGASON Segir áhugann á íslenskri tungu og tungumálakennslu vera sífellt að aukast. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Málið er lykill að heiminum Kammersveitin Ísafold heldur tón- leika á Hömrum á Ísafirði kl. 20 í kvöld. Hópurinn er skipaður ungu og metnaðarfullu tónlistarfólki sem flytja mun fjölbreytta efnis- skrá, þar á meðal verk eftir Toru Takemitsu, Anton Webern og Luigi Dallapiccola. Einnig frumflytur hópurinn tónverkið PAR eftir Hauk Tómasson sem hann samdi sérstak- lega fyrir hópinn. Tónleikarnir marka upphaf sumartónleikaferðar Ísafoldar sem leikur í Safnaðarheimili Akureyr- arkirkju á sunnudag og á Lista- safni Íslands á mánudags og þriðju- dagskvöld. Stjórnandi hópsins frá upphafi er Daníel Bjarnason. HAUKUR TÓMASSON TÓNSKÁLD Samdi verkið PAR sérstaklega fyrir Kammersveit- ina Ísafold. Ísafold á Ísafirði 17. ágúst - kl.20:00 - Uppselt 18. ágúst - kl.20:00 - Örfá sæti 24. ágúst - kl.20:00 - Örfá sæti 25. ágúst - kl.20:00 - laus sæti 31. ágúst - kl.20:00 - laus sæti 01. sept - kl.20:00 - laus sæti

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.