Fréttablaðið - 17.08.2006, Síða 66

Fréttablaðið - 17.08.2006, Síða 66
 17. ágúst 2006 FIMMTUDAGUR46 Svo virðist sem leikar séu farnir að æsast í samskiptum þeirra Sir Paul McCartney og Heather Mills sem skildu að borði og sæng fyrir skömmu. McCartney hefur mein- að Heather að sækja dóttur þeirra Beatrice inn á heimili hans. Þess í stað þarf fyrirsætan fyrrverandi að sækja barnið á hlutlaust svæði og hitta hina tveggja ára gömlu dóttur á Flackley Ast hótelinu sem er aðeins í 300 metra fjarlægð frá heimili Bítilsins fyrrverandi. McCartney hefur séð um barn- ið síðustu vikur og sendi dóttur þeirra á hótelið í fylgd barnapíu. „Paul gerði það ljóst að hann vildi ekki að Heather kæmi í húsið til að hitta telpuna. Heather var þó hvorki reið né æst þegar hún frétti þetta. Hún yppti bara öxlum og sagði: „Ef hann vill leika á þennan hátt þá hann um það“,“ var haft eftir heimildarmanni Daily Mirror. „Heather telur að það væri hægt að leysa þetta á mun farsælli hátt fyrir Beatrice en hún vildi ekki búa til nein leið- indi og leyfði honum að fá sitt fram.“ Þegar Heather hafði hitt dóttur sína flaug hún með hana í þyrlu á Heathrow-flugvöll þar sem flug- vél beið þeirra og flaug með þær beint vestur til Los Angeles. Klukkutíma síðar hélt Paul McCartney til New York. Kastast í kekki milli Pauls McCartney og Heather Mills PAUL MCCARTNEY OG HEATHER MILLS Hjónakornin skildu að borði að sæng fyrir nokkru og vildu reyna að leysa málin friðsamlega. Það virðist hins vegar ekki ætla að takast. „Þetta er svokölluð „monobrand“ verslun með hollenska fatamerkinu G-Star,“ segir Blængur Sigurðsson, verslunarstjóri í G-star tískuvöru- versluninni sem opnaði siðastliðinn laugardag á Laugaveginum. G-star fyrirtækið var stofnað árið 1989 og hefur síðan þá náð skapa sér sess meðal stærstu galla- buxnamerkja í heiminum í dag. Merkið er þekkt fyrir tilrauna- kenndan stíl með töffaralegu yfir- bragði. „G-Star leggur mikið upp úr „hráu“ gallaefni sem þýðir að það er alveg óunnið og ekkert þvegið. Bæði kvenna- og herralínan í galla- buxum einkennist af því,“ segir Blængur en hann segir að viðtök- urnar hafi hingað til verið góðar enda þekkja margir til merkis- ins sem er gríðarlega vinsælt úti um allan heim. Einnig býður versl- unin upp á flottar hettupeysur, jakka, úlpur og belti fyrir bæði kynin. Búðin er staðsett fyrir ofan bílastæða- húsið þar sem gamla Stjörnubíó var einu sinni. Góð lofthæð og stórir gluggar ein- kenna búðina sem er innréttuð í stíl við fatnaðinn, töff og hrátt. Fyrir- hugaðar eru sex verslanir í þessu húsnæði og til dæmis mun tísku- vöruverslun með danska merkinu Day opna þar innan tíðar. Það verð- ur því nóg af skemmtilegum versl- unum í miðbænum. Hollenskur gallabuxnarisi VERSLUNARSTJÓRINN Blængur Sigurðsson stýrir nýju búðinni og er hann sérstaklega hrifinn af kvenlínunni sem er kynþokkafull og töffara- leg í bland. MIKIÐ ÚRVAL Búðin býður upp á mjög gott úrval af gallabuxum fyrir bæði kynin. MIÐBÆRINN Staðsetning búðarinnar er góð og tískuvöruverslanirnar Gallerí 17 og Eva eru beint á móti. VINSÆLASTA SNIÐIÐ Elwood sniðið frá G-Star er mest selda sniðið þetta árið og er bæði á konur og karla. FRUMSÝND 18. ÁGÚST 9. HVER VINNUR! Vinningar verða afhendir hjá BT Smáralind. Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 99 kr/skeytið. SENDU SMS SKEYTIÐ JA CAF Á NÚMERIÐ 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ MIÐA FYRIR TVO. VINNINGAR ERU BÍÓMIÐAR FYRIR 2 DVD MYNDIR VARNINGUR TENGDUR MYNDINNI OG MARGT FLEIRA! Fyrirsætan og leikkonan góð- kunna Pamela Anderson ætlar að stofna súludansskóla ásamt eiginkonu rokkarans Marilyns Manson, Ditu Von Teese. Stöllurnar eiga það sameiginlegt að hafa einhvern tíma dansað í kringum súl- una áður en þeim hlotnaðist frægð og frami. Anderson og Von Teese vilja að aðrar konur fái að finna fyrir sælunni og frelsinu sem fylgir því að dansa súlu- dans og er reiknað með að skólinn verði opnaður bæði í London og Los Angeles. Súludansæfingar er nýj- asta æðið í Hollywood enda þykja þær reyna vel á vöðva líkamans ásamt því sem konur tileinki sér fallegar og kynþokkafullar hreyf- ingar. Madonna og Gwyneth Paltrow eru meðal frægra kvenna til að prófa þessa nýju líkamsrækt. Stofna strippskóla PAMELA ANDERSON Gekk nýlega í það heilaga með Kid Rock og vill nú stofna strippskóla með Ditu Von Teese. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTYIMAGES DITA VON TEESE Ein frægasta strippdansmær Bandaríkjanna er nú kærasta rokkarans Marilyns Manson. HETTUPEYSA Vel sniðin hettupeysa frá Marc Newsom-línunni sem er fatalína fyrir bæði kynin, litaglöð og skemmtileg.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.