Fréttablaðið - 17.08.2006, Side 70

Fréttablaðið - 17.08.2006, Side 70
50 17. ágúst 2006 FIMMTUDAGUR sport@frettabladid.is FÓTBOLTI Það er eflaust mikið af fólki sem bíður spennt eftir að boltinn fari að rúlla í ensku úrvals- deildinni, en þeirri bið mun ljúka á laugardaginn. Meðal leikja sem þá fara fram er viðureign Reading og Middlesbrough en með fyrrnefnda liðinu leika tveir íslenskir lands- liðsmenn, Brynjar Björn Gunn- arsson og Ívar Ingimarsson. „Það er gríðarleg spenna í bænum fyrir leiknum á laugardag enda er þetta í fyrsta skipti sem félagið er í úrvalsdeild í rúmlega 130 ár. Það er mjög mikil eftir- vænting sem ríkir og við leikmenn hlökkum til að takast á við þetta erfiða en skemmtilega verkefni,“ sagði Ívar Ingimarsson við Frétta- blaðið eftir landsleikinn á þriðju- dag. Ívar lék á sínum tíma með Val og ÍBV hér á landi en hann er þó uppalinn á Stöðvarfirði, þar sem hann hóf ferilinn hjá liði Súlunn- ar. Ekki eru mjög miklar breyting- ar á leikmannahópi Reading fyrir tímabilið. „Það verður nú aðeins meiri samkeppni um stöður núna heldur en í fyrra en það er bara af hinu góða. Maður fer inn í tímabil- ið og verður að standa sig vel til að halda sér inni í byrjunarliðinu. Við höfum reyndar aðeins fengið tvo nýja menn, markaðurinn er þannig að það er erfitt að fá réttu leik- mennina á réttu verði.“ Ívar kom til Reading árið 2003 en þá var hann keyptur á hundrað þúsund pund frá liði Wolves. Hann hefur verið hjá félaginu síðan og gildir núverandi samningur hans út næstu tvö tímabil. „Þrátt fyrir að það líti út fyrir að við förum inn í tímabilið með tvo nýja leikmenn gerum við það fullir sjálfstrausts. Það vill oft vera þannig með öll lið sem voru að komast upp að ekki er búist við miklu af þeim. Þannig er það með okkur og við erum bara ánægðir með það, við ætlum að koma fólki á óvart,“ sagði Ívar. Reading vann 1. deildina af öryggi síðasta tímabil og liðið setti einnig stigamet í deildinni þegar það lauk keppni með alls 106 stig. „Það er enginn sem á fast sæti í þessu liði, við erum með frekar jafnt lið og það eru allir í baráttu um að vera í byrjunarliðinu,“ sagði Ívar, sem átti mjög gott tímabil í fyrra og hefur staðið sig vel á und- irbúningstímabilinu núna. Hann skoraði til að mynda sigurmark í æfingaleik gegn Feyenoord fyrir skömmu. „Ég tel okkur spila mjög góðan bolta en það er náttúrulega allt öðruvísi fótbolti spilaður í úrvals- deildinni. Þegar við vorum að leika í ensku 1. deildinni þá gátum við spilað þennan hefðbundna breska neðri deildar bolta þegar þess þurfti. Notuðum langar send- ingar fram völlinn og sóknar- mennirnir okkar frammi voru að vinna skallaboltana. Að sama skapi þá höfðum við mjög flinka leikmenn sem gátu spilað boltan- um vel meðfram jörðinni og hefur þetta verið svona blanda af þessu tvennu.“ Brynjar Björn kom til liðsins í fyrrasumar og hefur öðlast lykil- hlutverk hjá liðinu líkt og Ívar. „Enska úrvalsdeildin er nátt- úrulega ein sterkasta deildin í heiminum og það er frábært tæki- færi að fá að taka þátt í henni. Öll liðin í henni eru sterk og það er því ekki bara mikil eftirvænting að fá að kljást við þessi stórlið heldur verður bara gaman að taka þátt í öllum leikjum. Það er allt brjálað í bænum og hefur eigin- lega verið síðan við komumst upp. Alvaran byrjar á laugardaginn og við hlökkum til þess,“ sagði Ívar. Fyrsti leikur Reading verður á heimavelli félagsins, Madejski Stadium. „Þetta byrjar nokkuð þétt, það kemur náttúrulega þetta landsleikjahlé í september og því byrjar tímabilið af krafti,“ sagði Ívar en hann telur mikilvægt fyrir Reading að byrja á heimavelli. „Það er sérstaklega mikilvægt fyrir lið sem eru nýkomin upp að fá góða byrjun og vonandi ná inn einhverjum stigum. Það róar mannskapinn og myndi gera okkur mjög gott.“ elvargeir@frettabladid.is Við ætlum að koma fólki á óvart Enska úrvalsdeildin hefst á laugardaginn og eigum við Íslendingar tvo nýja fulltrúa í deildinni, báðir leika þeir með nýliðum Reading. Annar þeirra er varnarmaðurinn Ívar Ingimarsson sem ólst upp á Stöðvarfirði. ÍVAR INGIMARSSON Átti frábæran leik í hjarta varnarinnar gegn Spánverjum á þriðjudagskvöldið. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Ísland upp um eitt sæti Íslenska landsliðið hefur hækkað sig um eitt sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem birtur var í gær. Ísland er nú í 106. sæti en ekki er búið að reikna inn jafnteflið gegn Spáni á þriðjudagskvöldið. Spán- verjar eru í sjöunda sætinu en Brasilía er á toppi listans. > Straumur til Eyja Handknattleiksdeild ÍBV er að vinna hörðum höndum að því þessa dagana að styrkja karla- og kvennalið sín fyrir komandi tímabil. Ungversk stúlka bættist við kvennaliðið í gær en hún er 26 ára og heitir Andrea Löw. Hún getur leikið í vinstra horninu og einnig á miðjunni og hefur síðustu ár leikið með Cornexi í heimalandinu en liðið varð meðal annars Evrópumeistari félagsliða á síðasta tímabili. Þá hafa tveir leikmenn samið við karlaliðið, annar þeirra er markvörður- inn Jóhann Ingi Guð- mundsson sem var í fríi á síðasta tímabili og þá hefur Leifur Jóhannesson snúið aftur eftir árs dvöl hjá ÍR. U21-landslið Íslands gerði markalaust jafntefli gegn Austurríki á útivelli í gær. Þetta var fyrri leikur liðsins í undan- riðli fyrir Evrópumótið sem fram fer á næsta ári. Lukas Kostic, landsliðsþjálfari Íslands, sagði eftir leikinn að mótherj- arnir hefðu verið meira með boltann, en íslenska liðið hefði fengið mun fleiri færi og verið óheppið að ná ekki sigri. „Austurríkismennirnir náðu aðeins einu sinni að ógna marki okkar og þá var það varla meira en hálffæri. Þeir voru mikið í löngum sendingum og áttum við ekki í erfiðleikum með að stöðva þá. Við feng- um hins vegar fullt af færum og sum þeirra voru algjör dauðafæri. Þá áttum við að fá tvær vítaspyrnur en búlgarski dómarinn dæmdi ekkert, í seinna skiptið var Rúrik (Gíslason) kominn einn í gegn, búinn að leika á markvörðinn og ætlaði að skjóta en þá fer maður beint í hann og hann fellur en dæmd var aukaspyrna á Rúrik,“ sagði Lukas. „Í blálok leiksins fengum við síðan auka- spyrnu og upp úr henni komst Rúrik einn gegn markverði en skotið fór rétt framhjá. Ég er bara svekktur fyrir hönd strákanna að ekki hafi náðst sigur í þessum leik, við erum með talsvert betra lið en þeir. Eftirlitsmaðurinn sagði við mig eftir leikinn að við værum með frábært lið og sagði að við ættum að byggja í kringum þessa stráka,“ sagði Luka en margir stór- efnilegir leikmenn eru í U21-landsliði Íslands. Seinni leikur íslenska liðsins í riðlinum er á heimavelli gegn gríðarsterku liði Ítalíu þann 1. september og með sigri í honum kemst það mjög líklega áfram. „Það er ýmislegt í okkar stráka spunnið og með smá heppni þá getum við náð góðum úrslitum gegn ítalska liðinu,“ sagði Lukas Kostic. LUKA KOSTIC, ÞJÁLFARI U21 LANDSLIÐSINS: HEFÐI VILJAÐ SJÁ LIÐIÐ NÁ AÐ SIGRA AUSTURRÍKI Ég er svekktur fyrir hönd strákanna FÓTBOLTI Í gærkvöldi voru ótal- margir vináttulandsleikir á dag- skránni en þá hófst einnig undan- keppni Evrópumótsins með þremur leikjum. Belgía og Kaz- akhstan gerðu óvænt markalaust jafntefli í A-riðli, Georgíumenn rúlluðu yfir Færeyjar á útivelli 6- 0 í B-riðli þar sem Shota Arveladze, leikmaður AZ Alkmaar, skoraði þrennu og svo vann Makedóna sigur á Eistlandi í Tallinn með sig- urmarki á lokamínútunni í E-riðl- inum. Á Old Trafford í Manchester vann England fjögurra marka stórsigur á Evrópumeisturunum frá Grikklandi í vináttulandsleik. Leikurinn fór rólega af stað en heimamenn voru meira með bolt- ann og komust yfir í leiknum, en þar var að verki sjálfur fyrirliðinn John Terry. Hætta skapaðist eftir aukaspyrnu frá Frank Lampard sem endaði með því að Stewart Downing skallaði á Terry, sem skoraði fyrsta mark leiksins. Lampard skoraði ekkert á HM en hann skoraði frekar furðulegt mark fyrir enska liðið stuttu eftir mark félaga síns. Englendingar voru komnir á flug og Peter Crouch, hinn hávaxni sóknarmaður, bætti við tveimur mörkum fyrir leikhlé. Það fyrra eftir að hann náði að fylgja eftir skoti sem var varið frá Lampard og það síðara eftir fyrirgjöf Stew- art Downing frá vinstri. Síðari hálfleikurinn var mun rólegri en þar leit ekkert mark dagsins ljós, gríska liðið náði lítið að ógna marki enska liðsins og úrslitin því 4-0. Fjölmargir aðrir vináttulandsleikir voru í gær, Norður-Írar sem eru með okkur Íslendingum í riðli í undankeppni EM unnu góðan útisigur á Finnum og Danir, sem einnig eru með okkur í riðli, unnu sannfærandi sigur á Póllandi svo einhver úrslit séu nefnd. - egm Fjölmargir landsleikir fóru fram víðs vegar um Evrópu í gærkvöldi: Rúllað yfir Evrópumeistarana BRAUT ÍSINN John Terry var mættur með fyrirliðabandið og skoraði fyrsta mark Englands í gær. NORDICPHPOTOS/GETTY Undankeppni EM: EISTLAND - MAKEDÓNÍA 0-1 0-1 Goce Sedloski (73) FÆREYJAR - GEORGÍA 0-5 0-1 Kankava (16), 0-2 Iashvili (18), 0-3 Arveladze (37), 0-4 Kobiaschwili (51), 0-5 Arveladze (62), 0-6 Arveladze (82) BELGÍA - KAZHAKSTAN 0-0 Helstu vináttulandsleikir: RÚSSLAND - LETTLAND 1-0 1-0 Pogrebnik (90) FINNLAND - NORÐUR ÍRLAND 1-2 0-1 David Healy (34), 0-2 Lafferty (64), 1-2 Väyr- ynen (74) DANMÖRK - PÓLLAND 2-0 1-0 Bendtner (32), 2-0 Rommedahl (62) NOREGUR - BRASILÍA 1-1 1-0 Morten Pedersen (51), 1-1 Carvalho (62) TÉKKLAND - SERBÍA 1-3 1-0 Stajner (3), 1-1 Lazovic (41), 1-2 Pantelic (54), 1-3 Trisovic (54) ÞÝSKALAND - SVÍÞJÓÐ 3-0 1-0 Schneider (4), 2-0 Klose (8), 3-0 Klose (44) ÍTALÍA - KRÓATÍA 0-2 0-1 Silva (27), 0-2 Modric (42) BOSNÍA/HERZ.- FRAKKLAND 1-1 1-0 Barbarez (16), 1-1 Gallas (40) ENGLAND - GRIKKLAND 4-0 1-0 Terry (14), 2-0 Lampard (30), 3-0 Crouch (35), 4-0 Crouch (42) ÚRSLIT GÆRDAGSINS FÓTBOLTI Newcastle United og Glasgow Celtic eru bæði talin vera að berjast um danska miðjumann- inn Thomas Gravesen sem leikur með Real Madrid. „Augljóslega er meira freistandi fyrir leikmenn að spila í ensku úrvalsdeildinni en þeirri skosku en Celtic er í Meist- aradeild Evrópu og það hefur sitt að segja,“ sagði John Sivebaek, umboðsmaður Gravesen og fyrr- um leikmaður Manchester United. Real Madrid eru sagðir tilbúnir að hlusta á öll tilboð sem ekki eru undir tveimur milljónum punda en launamál gætu sett strik í reikninginn þar sem talið er að Gravesen þéni um áttatíu þúsund pund á viku á Spáni. - dsd Thomas Gravesen: Newcastle eða Celtic?

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.