Tíminn - 24.05.1978, Blaðsíða 1
Miðvikudagur
24. maí 1978 106. tölublað
—62. árgangur.
Síðumúla 15 • Pósthólf 370 • Reykjavik • Ritstjórn 86300 • Auglýsingar 18300 Afgreiðsla og áskrift 86300 • Kvöldsimar 86387 & 86392
Dagsbrún afléttir hættu á
benzinskorti
Benzínið
á land
• Veitti undanþágu til
uppskipunar
• Þvert nei frá
Hafnarfirði
JB— Stjórn og trúnaöarmanna-
ráð Dagsbrúnar ákvað á fundi
sínum í gær, að verða við beiðni
oliufélaganna um undanþágu til
að losa það magn af benzini, sem
skipa átti upp i Reykjavik. Er þér
um að ræða 7.700 tonn. Einnig
veitti félagið heimild til að skipið
losaði oliufarminn, sem skipa átti
upp á yfirráðasvæði þess, en hann
verður innsiglaður og ekki settur
á markað. Áður hafði sú
ákvörðun verið tekin i Verka-
mannafélaginu Hlif i Hafnarfirði
að synja undanþágubeiðninnar,
og siglir þvi skipið með þann
farm, sem þangað átti að fara,
sem eru rúm 5000 tonn að sögn.
Mun mismunandi mat á stöðu
hafa ráðið þvi að þessi tvö
aðildarfélög Verkamannasam-
bandsins voru ekki samsinna I
ákvörðunum sinum nú.
í frétt frá Dagsbrún um málið
:segir að eftir að verkalýðsfélögin
höfðu framlengt oliubannið til 15.
júni hafi oliufélögin lýst þvi yfir
að þau ættu birgðir af bensini
frar-. i júni Hins vegar, þegar
oliuskip kom með benzinfarm um
miðjan mánuðinn, hafi þau upp-
lýst, að benzin þryti i þessari
viku. Hafi félagið sannfrétt að ef
skip það sem hér lægi með
benzinfarm fengi ekki afgreiðslu
sigldi það af landi brott eigi siðar
Hlif i
en 25. mai og landið vrði þá
bensinlaust i 3-4 vikur. Kemur
fram, að félaginu hafi ekki jótt
stætt á að halda benzininnflutn-
ingsbanninu til streitu þar sem
það lenti á þeim sem sizt skyldi,
eða almenningi i landinu, en tekið
er fram i fréttinni, að félagið hafi
ekki taliö sig siðferðislegar skuld-
bundið oliufélögunum til að veita
þeim undanþágu þar sem þau
væru aðilar i samtökum atvinnu-
rekenda sem hafi neitað að ganga
að sanngjörnum kröfum verka-
lýðsfélaganna um að verkafólk
fái að búa við óskerta samninga.
1 viðtali viö Halldór Björnsson
hjá Dagsbrún i gær sagði hann, að
ekki mætti túlka þetta á þá leið að
þetta væri komið úr böndunum
hjá þeim. Itrekaði hann, aö
félagið hefði ekki viljaö láta
benzlnskort bitna á almenningi
enda hafi það ekki veriö markmiö
aðgeröarinnar. Sagði hann að
þótt áhrifa oliuinnflutningsbanns-
ins gætti ekki á fyrsta degi
fremur en áhrifaannarra aðgerða
væri það einn þáttur i þvi að
leggja áherzlu á og ýta undir
kröfur verkalýðshreyfingarinnar
um að eitthvað raunhæft verði
gerttil úrlausnar þeirri deilu sem
rikir meðal aöila vinnumark-
aðarins.
Þeir lægstiLaunuðu
fái launahækkun
★ segir Ólafur Jóhannesson
dóms- og viðskiptaráðherra
★ upplýst um aðgerðir
rikisstjórnarinnar í dag
KEJ — Um sjónarmið min i
kjaramálum er það kunnugt að ég
hef viljað fylgja fram launajöfn-
unarstefnu og láta hina
lægstlaunuðu fyrst og fremst
njóta þeirrar hækkunar sem geta
þjóðarbúsins leyfir, sagði ólafur
Jóhannesson dóms- og viðskipta-
ráðherra i samtali við Timann i
gær. Sagði Ólafur ennfremur að
ríkisstjórnin hefði að undanförnu
kannaö ástand og viðhorf I kjara-
og samningamálum og mundi
eiga frumkvæði að vissum
aðgerðum. Hvað i þeim aðgerð-
um fælist kvaðst hann ekki geta
nánar um sagt en gefin yrði út
fréttatilkynning um máliö I dag.
Hvort þessar aðgerðir yrðu til
þess að leysa samningadeiluna
nú, kvaðst Ólafur ekkert geta
fullyrt um, en þær væru vissulega
gerðar i trausti þess að þær gætu
greitt úr i þeim efnum. Efnahags-
lögin, sagði hann, heföu nokkuð
verið gagnrýnd og sumir mundu
e.t.v. halda þvi fram aö um væri
að ræða undanhald þegar vikiö
væri frá einhverjum ákvæðum
þeirra.
Ég tel ekki að það sé raunhæft
aðlita þannig á málin, sagði Ólaf-
ur Jóhannesson. Þegar menn aö
fenginni reynslu komast að þeirri
niöurstöðu að eitthvaö megi betur
fara tel ég aðeins sjálfsagt að
breyta I þá átt, sagði ráðherrann
að lokum.
Ólafur Jóhannesson
Þriggja vikna
olíubirgöir í landinu
JB —Eins og fram kemur annars
staðar á siðunni, segir það sig
sjálft, að ekki kemur til skömmt-
unar á benzini til almennings að
þessusinni eins og fyrirsjáanlegt
var, þar sem veitt var heimild til
losunar sovézka oliuskipsins. Og
hvaðvarðar dieseloliu þá ættu að
vera til nægar birgðir af henni i
landinu, bar til oliuinnflutnines-
banninu lýkur 15. júni n.k., að þvi
er blaðið bezt veit.
Um miðjan mánuðinn kom hér
oliuskip og skipaði á land 19000
tonnum af hráoliu og þá voru fyr-
ir einhverjar birgðir. Ekki er ljóst
hvenær von er á næsta oliuskipi,
en för þessskipssem átti að koma
i kringum 26. mai var frestað að
beiðni oliufélaganna er innflutn-
ingsbanninu var frestað og þvi
alls óvist um næstu skipakomu.
Hafði för þessa skips áöur verið
frestaö. Undirbúningur að komu
oliuskipa hingað tekur oft langan
tima, eða allt aö tveim mánuðum.
Eins og áður hefur verið greint
frá kostar þaö oliufélögin sex
hundruö þúsund kr. á dag, að láta
oliuskip biða losunar hér og lætur
þvi nærri, að kostnaður vegna
þessa skips nú sé um fjórar
milljónir króna.
Glundroðakenning Sjálf-
stæðisflokksins markleysa
— sem afsönnuð hefur verið i kaupstöðum, þar sem framboð annarra
hafa velt gömlum Sjálfstæðismeirihluta úr sessi
ÞÞ —Reykjavik. —Sjálfstæðis-
flokkurinn i Reykjavik heldur
mjög á loft þeirri kenningu i
borgarstjórnarkosningunum, að
voði sé á ferðum, ef hann missi
þar meirihluta sinn. Reynslan
segir, að þetta sé fölsk kenning.
Enginn voði hefur steðjað að
öðrum kaupstöðum, þar sem
Sjálfstæðismenn hafa verið
lengi einráðir, þótt þeir misstu
meirihlutann og nýir menn
tækju við stjórninni. Þvert á
móti hafa slik bæjarfélög tekið
fjörkipp við þá breytingu að fá
til forystu nýja og óþreytta
menn, framfarir orðið meiri en
áður og hagur fólks blómgazt.
Ólafsfjörður er dæmi, sem hafa
má til hliðsjónar um þetta.
1 ólafsfirði höfðu Sjálfstæðis-
menn hafthreinan meirihluta I
bæjarstjórninni mörg kjörtima-
bil, og þar var að sjálfsögðu
jafnan teflt fram þeirri kenn-
ingu, að sundurþykkja og glund-
roði myndi taka við, ef mennúr
mörgum flokkum tækju við bæj-
arstjórninni.
1 bæjarstjórnarkosningunum
1974 dugði þessi kenning Sjálf-
stæðisflokknum i ólafsfirði ekki
til sigurs. Leikar fóru svo, að
listi þeirra flokka, sem áður
höföu verið i minnihluta, fékk
303 atkvæði, en listi Sjálfstæöis-
flokksins 283. t framhaldi af
þessum sigri vinstriflokkanna
tók nýr meirihluti við stjórn
bæjarins og fékk til bæjar-
stjórastarfans ungan lögfræð-
ing, sem siðan hefur gegnt hon-
um semembættismaður.
Af þvi'er skemmst að segja,
að samkomulag og samstarf
innan hins nýja meirihluta hef-
ur allan timann verið með ágæt-
um. Þar hefur ekki komiö upp
neinn ágreiningur, ekkert bólað
á sundurþykkju, hvaö þá aö til
neins glundroöa hafi komiö.
Framkvæmdir hafa orðið meiri
en á nokkru öðru kjörtimabili I
sögu kaupstaðarins, atvinnulifið
hefur blómgazt og atvinna verið
stöðug, og þaö eitthefur staðiö í
vegi fyrir verulegum aöflutn-
ingi fólks til Ólafsfjarðar, að
kaupstaðurinn var, vegna ónógs
húsnæðis, ekki við aðflutningi
fólks búinn.
Þannig hefur glundroöakenn-
ingin reynzt bábilja, sem ekki
hafði við minnstu rök að styðj-
ast. Hinn nýi meirihluti vinstri-
manna reyndist eins samhentur
og orðið gat og gengur til kosn-
inga á sunnudaginn án minnsta
ágreinings um áframhaldandi
samstarf að bæjarmálum.
1 Ólafsfirði er kyrrstaða orð,
sem enginn ber sér i munn, og
þaðan hefur ekki verið neinn
flótti fyrirtækja, nema siður sé.
Þaðan eru gerðir út tveir togar-
ar og von á hinum þriðja. Þar
eru tvö hraðfrystihús og ein
fiskimjölsverksmiðja, fjöldi
smábátaog smáfyrirtækja, sem
tengjast fiskverkun,byggingar-
iðnaði og von á nýju fyrirtæki,
þar sem bátavélar verða settar
saman.
Meðalbrúttótekjur á hvern
framteljanda voru árið 1976 nær
tvö hundruð þúsund krónum
hærri en i Reykjavik. Meöaltal-
ið fvrir landið aílt var 1.490 þús-
Framhald á bls. 23
Ólafsfjörður — einn þeirra kaupstaða, þar sem Sjálfstæöisflokkurinn hafði lengi veriö einráður í
bæjarstjórn. Nýr meirihluti manna meö margvislegar stjórnmálaskoöanir tók við árið 1974 og hefur
starfað siðan með öllu ágreiningslaust og komið meiru i framkvæmd en dæmi eru um i kaupstaönum
á nokkru öðru kjörtimabili.