Tíminn - 24.05.1978, Blaðsíða 5

Tíminn - 24.05.1978, Blaðsíða 5
Miðvikadagur 24. mai 1978 5 Vilhjálmur Einarsson settur skólameistarivið Menntaskólann á Eiðum Menntamálaráðuneytið hefur sett Vilhjálm Einarsson skóla- meistara við Menntaskólann á Egilsstöðum um eins árs skeið frá 1. september 1978 að telja. Jafn- framt hefur ráðuneytið veitt honum launalaust leyfi frá starfi Héraðsskólans i Reykholti um rætt timabil. (Frétt frá menntamálaráðu- neytinu) Háskóli * Islands fær að byggja JG-RVK — A fundi borgarráðs Reykjavikur nýverið var lagt fram bréf skipulagsnefndar, dags. 9. þ.m., varðandi framtið- arskipulag á lóð Háskóla Islands, ásamt bréfi rektors Háskóla Islands, dags 16. þ.m., varðandi byggingu á Háskólalóðinni. Borgarráð heimilar Háskóla Islands að reisa eina byggingu á hvoru framkvæmdasvæði fyrir sig, merktum A2 og B, sbr. uppdrátt Þróunarstofnunar nr. 1, dags 3.3. 1978, og bréf háskóla- rektors, jafnhliða þvi, sem unnið verður að endanlegri gerð deili- skipulags fyrir svæði A og B. Nánari staðsetning bygginganna innan ofangreindra reita skal ákvarðast af skipulagsnefnd. Aðalfundur Breiðabliks Aðalfundur Ungmennafélags- ins Breiðabliks var haldinn 16. marz siðastliðinn og hófst hann með skýrslu formanns félagsins, Reynis Karlssonar. Fjölþætt iþróttastarfsemi var hjá félaginu að vanda og náðist góður árangur I mörgum greinum. Fékk félagið nokkra Is- landsmeistara á árinu bæði i ein- staklingsgreinum og flokka- iþróttum og voru þeir heiðraðir sérstaklega á fundinum. Reynir Karlsson, sem verið hefur formaður félagsins undan- farin tvö ár, baðst undan endur- kjöri, en stjórn félagsins skipa nú þessir menn: Torfi Tómasson formaður, Gestur Guðmundsson varaformaður, Jóhann Baldurs- son gjaldkeri, Friðrik Jónsson ritari og Helga Kristjáns- dóttir spjaldskrárritari. Óska eftir að kaupa notaða heybindivél. Upplýsingar í síma (91)1-00-14. 14 ára stúlka óskar eftir að komast i sveit i sumar. Er vön sveitastörfum. Upplýsingar í síma 8- 17-80. Árangurshlutfall borana fer vaxandi — Freyr Þórarinsson, á ársfundi Rannsóknaráðs Kás — Jarðhitarannsóknir á lághitasvæðum nefndi Freyr Þórarinsson jarðeðlisfræðingur erindi sitt er hann flutti á árs- fundiRannsóknaráðsrikisins sl. föstudag. Sagöi hann að lághita- svæði hérlendis væru um 250 talsins, flest I byggð, mest i Borgarfirði og á Suðurlandi, en væru annars dreifð um landið. Islendingar væru meðal þeirra sem einna mest nýttu jarðvarma lághitasvæða. Nú nytu t.d. 60% landsmanna jarð- varma við húshitun, og mætti búastviðaðsútala hækkaði upp i 80% í framtiðinni. Einnig taldi hann aðra jarðhitanotkun geta aukizt að einhverju marki, t.d. i fiskiðnaði og landbúnaði. Hlutur jarðvarmans i orku- notkun landsmanna næmi þriðj- ungi heildarorkunotkunar, og um 3/5 hluta allrar nýttrar orku innlendra orkugjafa. Siðan lýsti Freyr þeim aðferð- um sem beitt væri við jarðhita- rannsóknir, t.d. jarðfræðilega kortlagningu, jarðeðlisfræðileg- ar mælingar, efnagreiningu á uppleystum efnum i heitu vatni og siðast en ekki sizt boranir og rannsóknir tengdar þeim. Nútimalegar jarðhitarann- sóknir yrðu þannig að spanna mörg svið sérfræðiþekkingar og verkkunnáttu, og náin sam- vinna yrði að vera á milli allra aðila, þvi að samræming niður- staðna væri lykillinn að vel- heppnuðum rannsóknum. Mikil- vægi rannsóknanna ykist jafnt og þétt með aukinni jarðhita- nýtingu, ekki sizt vegna þess að Freyr Þórarinsson búið væri að virkja aðgengileg- ustu svæðin, og þvi væru nýrri verkefni yfirleitt flóknari og krefðust ýtarlegri rannsókna. Freyr ræddi nokkuð um undirbúning og rannsóknir fyrir hitaveitu Akureyrar, en þar væri nú dýpsta hola landsins, 2800m.Nú væribúið aðbora þar átta holur, og gert ráð fyrir að úr þeim fengist helmingur þess vatns sem hitaveita Akureyrar þarfnast. Að endingu ræddi Freyr vinnslurannsóknir og sýndi fram á hvaða áhrif þær gætu haft á árangur borana. Helztu gögn er sýndu þróun í árangri borana mætti lesa úr borunum fyrir hitaveitu Reykjavikur, vegna þesshve lengi og samfellt hefði veriðaðþeim staðið. En á 20 ára timabili heföi gufubor rikisins og Reykjavikurborgar boraö rúmlega 70 holur fyrir hitaveitu Reykjavikur. Þessum borunum mætti skipta i fjóra flokka eins og meðfylgjandi mynd sýnir: 1958-63, þegar borað var á Laugarnessvæðinu, 1967-70, þegar borað var á Elliöaár- svæðinu, og 1970-73 og 1973-77, þegar borað var á Reykjum i Mosfellssveit. Skástrikuðu súlurnar á myndinni sýndu hvernig meðaldýpi hola hefði vaxið með árunum, og væntan- lega héldi sú þróun áfram. Doppóttu súlurnar sýndu hins vegar hversu mikill hluti bor- holanna heppnaðist og væri nýttur til jarðefnavinnslu. Þetta hlutfail, sem oft væri nefnt árangurshlutfall, færi greini- lega vaxandi yfir þetta 20 ára timabil og mætti að verulegu leyti þakka árangri rannsókna jafnhliða borununum. Sagði Freyr, að lftið hefði ver- ið fjallað um arösemi slikra rannsókna, þótt hún væri i raun aðalatriðið. Að visu væri ekki auövelt að reikna út arðsemi i krónum og aurum, en þjóðhags- leg hagkvæmni jarðhitanotkun- ar yrði aö vera sá mælikvarði sem menn horfðu á. A þessari mynd má sjá að árangurshlutfall borana hefur farið sl- vaxandi slðustu ár. Nánar i lesmáli. „Grænlenzku stígvélin ekki hönnuð fyrir stiga” — rabbað við Magdalenu Ingimundardóttur sst—Þegar blm. dvaldist dag- stund á Akranesi fyrir skömmu hafði hann pata af þvi, að nokkrum konum úr S.B.K., Sambandi borgfirzkra kvenna, stæði til boða ásamt fleiri konum i Kvenfélagasambandi Islands ferð til Grænlands i sumar, vikuna 10.—17. ágúst. Til þess að forvitnast nánar um þessa ferð og tildrög hennar fór undirritaður á fund Magdalenu Ingimundardóttur formanns S.B.K. Þannig var, að i fyrra komu hingað til lands 25 konur frá Grænlandi og voru þær á vegum Sambands sunnlenzkra kvenna og svo okkar sambands, sagöi Magdalena, þegar við spjöll- uðum við hana.Og nú stendur til að þessi heimsókn verði endur- goldin og munu 25 konur héðan af Islandi fara til Júlianehab 10. ágúst, ef næg þátttaka fæst. — Hver hafði forgöngu að þessari ferð grænlenzku kvenn- anna i fyrra, spyrjum við næst. — Upphafið að þessari ferð átti Hendrik Lund bæjarstjóri i Júlianehab og eftir þvi sem ég Magdalena Ingimundardóttir. veit bezt mun hann hafa verið hér um tima við nám. Það stóð til að hann kæmi með hingað i fyrra, en af þvi varð þó ekki, sagði Magdalena. — Þegar grænlenzkar konur eru á íslandi detta manni fyrst i hug tungumálaerfiðleikar. Hvernig gengu þau mál fyrir sig? — Það leystist nú eiginlega af sjálfu sér, sagði Magdalena. Einar fimm eða sex af græn- lenzku konunum töluðu dönsku og við gátum flestar gert okkur skiljanlegar á henni og þannig var það úr sögunni. Hvað virtist ykkur koma þeim helzt á óvart hér? Það var nú ýmislegt sem þeim fannst athyglisvert hér. Þeim fannst við búa rikmann- lega, en þær eru nú varla einar um það. Þá undruðust þær mikið öll þau býsn af rafmagns- tækjum sem við höfum til ýmis- legra nota og þykja sjállsagðir hlutir hér. — Þær ferðuðust mikið i rútum og voru heldur óhressar yfir því og kunnu þvi illa og i fyrstu urðum við að reyna að sannfæra þær um að þetta væri með öllu hættulaust. Hvað fannst ykkur athyglis- verðast við þessar grænlenzku konur? Það kom manni fljótt á óvart hve þær voru vel menntaðar eða vel að sér um marga hluti. Þær virtust hafa ferðazt töluvert og þá einna helzt um Danmörk. Kannski höfum við haft þá við- teknu skoðun i of rikum mæli, að fólk á Grænlandi sé meira og minna óupplýst. Eitt i fari þess- ara kvenna vakti mikla athygli okkar og það var hvaö söngur- inn var mikið sameiningarafl hjá þeim. Hvar sem hljóðfæri varð á vegi þeirra i ferðinni tóku þær lagið og sungu býsnin öll fyrirhafnarlaust, sagði Magda- lena. — Minnisstætt atvik úr ferð- Já, — það er ýmislegt sem er manni minnisstætt. Viö ýms tækifæri i ferðinni klæddust þær , þessum grænlenzka viðhafnar- búningi, þ.á.m. selskinnssstig- vélunum, sem ná yfirleitt upp fyrir hné og eru heldur stif og ó- þjál. Meðal þeirra staða sem við sýndum þeim var t.d. spitalinn á Akranesi. En þegar þærætluðuaö ganga upp stiga á milli hæða þar, reyndist þaö alveg vonlaust, vegna þess hve óþjál stigvélin voru. Og það er eitt og annað i þessum dúr, sem manni kemur i hug, sagði Magdalena Ingi- mundardóttir að lokum. Tónlistarviðburður i Færeyjum Kás —1 sumar fá Færeyingar i heimsókn viðfræga tónlistar- menn, 17 manna strokhljómsveit, Camerata Lysy, sem halda mun Gunnar Kvaran cellóleikari sem var milligöngumaöur um tónleikahaldið en hann er einn hljómsveitarmanna. þrenna tónleika i eyjunum. Stjórnandi og einn af einleikurun- um með hljómsveitinni er fiölu- leikarinn Alberto Lysy, sem tal- inn er einn af fimm beztu núlif- andi fiðluleikurum. Þetta er i fyrsta skipti sem hljómsveitin kemur fram á Norðurlöndun um, og er einstak- ur viðburður I færeysku tónlistar- lifi. Að sögn færeyska blaðsins 14. septembers er það fyrir tilstuðlan Gunnars Kvaran cellóleikara að tónleikarnir fara fram, en hann er mikill Færeyingavinur og spilaði m.a. á Færeyskri menn- ingarvöku fyrir nokkrum árum. Færeyingar eru að vonu»ánægð- ir með þetta framtak Gunnars, sem ber upp á heimsókn Margrétar drottningar til Færeyja, og verður hún viðstödd eina tónleikana að eigin ósk.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.