Tíminn - 24.05.1978, Blaðsíða 16

Tíminn - 24.05.1978, Blaðsíða 16
16 Miövikudagur 24. mal 1978 Egill Olgeirsson Jónína Hallgrimsdóttir Aöalsteinn Jónasson átefán Jón Bjarnason Tryggvi Finnsson Framboöslisti Framsóknarmanna Framboðslista Framsóknar- manna við bæjarstjórnarkosning- arnar á Húsavik 28 mai n.k. skipa eftirtaldir menn: 1. Egill Olgeirsson, rafmagnstæknifr. 2. Jónina Hallgrimsdóttir, hússtjórnarkennari 3. Aðalsteinn Jónasson, húsa- smiður 4. Stefán Jón Bjarnason, skrif- stofum. 5. Tryggvi Finnsson, framkvæmdastj. 6. Sigrún Steinsdóttir, húsmóðir 7. Jón Helgason, verkstjóri 8. Ingimundur Jónsson, yfir- kennari 9. Haukur Haraldsson, mjólkur- fræðingur 10. Bergþóra Bjarnadóttir, hús- móðir 11. Pálmi Karlsson, sjómað- ur 12. Þorsteinn Jónsson, gjaldkeri 13. Laufey Jónsdóttir, húsmóðir 14. Kristján Benediktsson, bifreiðastjóri 15. Arni Björn Þorvaldsson, bifreiðaeftirlitsm. 16. Sigurður Kr. Sigurðsson, deildarstjóri 17. Kári Pálsson, verkamaður 18. Haraldur Gislason, mjólkur- bússtj. Sigrún Steinsdóttir Jón Helgason. LEIKFELAG REYKJAVIKUR fruinsýning. VALMÚINN SPRINGUR ÚT A NÓTTUNNI eftir Jónas Arnason. Leikstjóri: Þorsteinn Gunnarsson Leikmynd: Steinþór Sigurðsson Leikmunir: Þorleifur KarLsson Lýsing: Daniel Wflliamsson. Með bréf upp á kirkjugarð. Valmúinn springur út á nóttunni, heitir nýtt islenzkt leikrit eftir Jónas Arnason, rithöfund og alþingismann, en Jónas á sem kunnugt er langan og fjölskrúðugan feril sem leikritaskáld. Flestum ber þó saman um aðþaðhafi ekki verið fyrren með Skjaldhömrum sem Jónas náði virkilega góðum árangri i leikritun . Það er einkenni verka Jónasar Árnasonar, að þau eru sterk skirskotun til samtimans og að menn vilja horfa á þessi verk, og eru Skjaldhamrar bezt til vitnis um það, en Skjaldhamrar munu nú hafa slegið fyrri sýningarmet i Iðnó og segir það nokkuð um vinsældir Jónasar Arnasonar. Nýja leikritið, Valmúinn springur út á nóttunni, gerist á vorum dögum. Gamall togara- maður kemurheim i þorpið sitt og byrjar að grafa upp kirkju- garðinn og að púkka undir eitthvert mannvirki. Þettá þorp er i eyði, fólkið er flutt suður og húsin eru ein með fuglinum og vindinum. Likur benda þvi til þess að gamli maðurinn hafi gott næði i kirkjugarðinum, en hann hefur bréf upp á nokkrar grafir, sem aðvisúvirðist hafa mislagzt hjá yfirvöldum, þvi búið er að jarða þar fáeina merka menn, á hans landi. Þá er það að sjónvarps- menn eiga fyrir tilviljun leið um þorpið og kvikmyndaleiðangur er ráðgerður þangað til þess að gera filmu. Sjónvarpsmaður á viðtal við togaramanninn i kirkjugarðin- um, og viðtalið veldur miklu fjaðrafoki, þvi þarna er raskaö grafarró merkra manna, jafn- V almúinn springur út vel þótt sjómaðurinn reyni aö halda beinum einstakra pri'vat- manna til haga. Efemia Betúelsen, formaður átthagafélagsins ris upp i nafni félagsins og krefst þess að yfir- völdin stöðvi kirkjugarðsvinn- una, en róttækir stúdentar við Háskóla Islands sameinast og veita gamla manninum stuðn- ing i nafni byltingarinnar. Þeir senda menn á staðinn, en áður var kominn þangað grasafræö- ingur, sem hlotið hafði styrk til þess að kanna gróður i kirkju- görðum landsins. Þaðer ekki ástæða til þessað rekja efni leiksins öllu frekar, en úr þessum föngum verður i höndum Jónasar til ágæt sam- timalýsing, og minnist undirritaður þess ekki að háskólinn ogstúdentar hafi áður fengið aöra eins ráðningu á leiksviöi. Allt er tekið til meðferöar, Sviþjóðardekrið, Marxisminn og hin flóknu og róttæku afbrigði kommúnism- ans, og hvað sem um leikritið má segja, þá undrast maður þann kjark, sem þingmaður Alþýðubandalagsins, Jónas Árnason, sýnir þarna. Inn I þetta Déttast slðan mótmælapolitíkin, eiturlyfin, hin fáránlega kvikmyndagerð sænskmenntaðra leikstjóra og fl. sem við öll þekkjum. Ýmsir einstaklingar þekkjast þarna úr lifinu sjálfu, eða menn telja sig þekkja þá, og sagt er að ákveðið bókaforlag hafi t.d. þegar hótað lögbanni á verkið, vegna skjólstæðings, sem „fram kemur i leiknum”, en þetta seljum við ekki dýrara en viö keyptum. Jónas Arnason kemur á óvart með þessu verki, svo ekki sé meira sagt. Valmúinn Valmúinn springur út á nóttunni er ekki fullkomið verk, þótt það sé að voru mati mjög vel gert, og reyndar það bezta ogáhrifamesta, sem fráhöfundi hefúr komið til þessa. Fyrri hlutinn er mjög vel gerður, og hreinasta afbragð á köflum, en siðari hlutinn á örðugra uppdráttar, er of brattur og á köflum dálitið langdreginn. Samt eru þar lika stórskemmti- legir sprettir, þannig að maður freistast til þess að halda, að með smávægilegri hagræðingu megi lagfæra það, sem á hrað- ann vantar. T.d. mætti gjarnan stytta latneska málfræðitima togaramannsins og grasafræð- ingsins, en Jónasi hættir til að miklast um of gáfur ólærðra erfiðismenna. Okkur er það ljóst, að margir menn með háa greindarvisitölu hafa verið á Eyrinni, um borð I togurum á dekkinu, og að hinir sömu hafa lagt á sig miklar smalamennsk- ur i stað þess að læra, á sama tima og heimskari menn voru studdir dyggilega til langskólanáms, en þetta er þó sem betur ferað mestu liðin tið — með undantekningum þó. leiklist Eflaust má skrifa nokkuð af þessu á leikstjórann, sem gætir sin ekki á samhenginu milli hraða og burðarþols. Seinvirkar skiptingar eru partur af hinu sama. Með helzta hlutverk fer Jón Sigurbjörnsson, sem leikur Keops togaramann og grafarræningja. Jón er mjög góður i þessu hlutverki og vinnur þarna umtalsverðan sigur sem leikari. Túlkun Hjalta Rögnvaldssonar á Freudistanum og Gassa var stórkostleg á köflum. Hjalta hættir dálitið til of mikillar stilfærslu, enþarna tekst honum vel. Mjög ánægjulegt var að sjá nýtt andlit á sviðinu, Lilju Guðrúnu Þorvaldsdóttur, sem mun vera nýútskrifaður leikari. Hún stendur sig vel. Margrét ólafsdóttir liður dálitið fyrir að hennar hlutverk er skemmt með einræðum, en hún gerir þvi annars trúverðug skil Aðrir sem fara með hlutverk i leiknum eru Margrét Helga Jóhannsdóttir, Sigurður Karlsson og Harald G. Haraldsson og ferst bærilega. Um leikstjórn Þorsteins Gunnarssonar var fjallað litil- lega hér að framan. Leikurinn hefur það umfram mörg önnur verk, að hanngerist ekki aðeins á sviðinu heldur utan kirkju- garðs lika. 1 þessa leikgerð vantar umhverfi og veðurfar, stefnan er of mikið inn á sviðið sjálft, þar sem ekki blaktir hár á höfði. Svona pláss eru undir stöðug- um vindnúningi, að ekki sé nú talað um kirkjugarðana. Áhorfendur skynja t.d. ekki návist þorpsins, svo eitlhvað sé nefnt. Leikmynd Steinþórs Sigurðssonar var góð og jarðvegurinn var þykkur og ekta. Ef ekki væru kosningar i landinu innan skamms, væri leikurinn tilefni til nokkurra póli tiskra skrifa. Auðvitað er leik- urinn skirskotun til mikilla átaka i röðum vinstri manna, en við látum þar við sitja. Þá er ekki annað eftir en að þakka fyrir sig íyrir skemmti- lega kvöldstund og við spáum Valmúanum langlifi. Hann er planta. Jónas Guömundsson BREIÐHOLT KÓPAVOGUR Látiö kunnáttumennina smyrja bílinn á smur- stöðinni ykkar SMURSTÖÐ ESSO Stórahjalla 2, Kópavogi Snjólfur Fanndal —............. ' SÍMI 43430 Skjót viðbrögð Þaö er hvimleitt aö þurfa aö biöa lengi meö bilaö rafkerfi, leiöslur eöa tæki. Eöa ný heimilistæki sem þarf aö leggja fyrir. Þess vegna settum viö upp neytendaþjónustuna - meö harösnúnu liöi sem bregöur skjótt viö. 'RAFAFL Skólavöröustig 19. Reykjavik Simar 2 17 00 2 8022 1

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.