Tíminn - 24.05.1978, Blaðsíða 10

Tíminn - 24.05.1978, Blaðsíða 10
10 Miövikudagur 24. mai 1978 Bæjarútgerö Hafnarfjaröar. Framsóknarmenn telja þaömikilvægt aörekstri bæjarútgeröarinnar veröi komiö á traustan grundvöll. Engidalsskóli. Markús A Einarsson og Eirlkur Skarphéöinsson. i baksýn er Astjörn sem þar í kring veröi skipulagt gott útivistarsvæöi fyrir Hafnarfjaröarbúa. Stíga þarf lokaskref í gatnag og koma Byggðin i Hafnarfirði á sér langa sögu og ber elzti hluti bæjarins þess glögg merki, þar hefur ekkert skipulag ráðið upp- byggingu friðsæls bæjarkjarna i kvosinni. En Hafnarfjaröarbær hefur vaxið ört undanfarna ára- tugi.f jöldi manna hefur flutzt aö úr nálægum sveitarfélögum og má segja að hinn stóri atvinnu- veitandi þar i grenndinni, Al- verið eigi þar nokkurn hlut að máli. En eigi að siöur er Hafnarfjarðarbær háður ná- grannasveitarfélagi sinu Reykjavíkurborg, i atvinnu- legu- og menninarlegu tilliti. A þvi kjörtimabili sem nú er aö ljúka hafa sjálfstæðismenn og óháðir borgarar veriö i meiri- hluta i bæjarstjórn Hafnar- fjaröar, sjálfstæðismenn meö 5 bæjarfulltrúa og Óháöir borg- arar með 2 fulltrúa. í minni- hluta hafa verið Alþýðuflokkur með tvo bæjarfulltrúa og Al- þýöubandalag og Framsóknar- flokkur með einn bæjarfulltrúa hvor, Ragnheiöur Sveinbjörns- dóttir hefur átt sæti i bæjar- stjórn Hafnarf jarðar fyrir F’ramsóknarflokkinn nú I 8 ár, en lætur nú af störfum. Arin 1970-’74 var Framsóknarflokk- urinn i meirihlutastarfi meö Al- þýðuflokki og óháðum borgur- um. Efstir á lista Framsóknar- flokksins til bæjarstjórnar- kosninganna næstkomandi sunnudag er Markús A. Einars- son veðurfræöingur og Eirikur Skarphéðinsson skrifstofústjóri. Blaðamaður Timans hitti þá að máli og spurði þá fyrst um helztu framkvæmdir i Hafnar- fjarðarbæ á þvi kjörtimabili sem nú er að ljúka. Hitaveitan Markús: Af mikilvægum fra mkvæm dum s em unn ið hefu r veriö að á þessu kjörtimabili, hljótum við fýrstaö nefna lagn- ingu hitaveitunnar i bæinn og fyrir utan það að hitaveitan sparar hverjum Hafnfiröingi stórfé i upphitunarkostnað þá var samhliða þessum hitaveitu- framkvæmdum lagt i mikinn kostnað i gatnagerö og lagningu nýrra ræsa. Strax i kjölfar lagn- ingar hitaveitunnar urðu götur bæjarins tilbúnar fyrir varan- legt slitlag. Eirikur: Gatnakerfið í Hafnarfirði er 42 km langt i allt og þar af hafa 20 km þegar verið malbikaðir. 6 km verða mal- bikaðir i sumar en lokaskrefið i þessu efni veröur nauðsynlegt og auðvelt að taka vegna þeirr- ar undirbúningsvinnu sem gerð var,er hitaveitan var lögð. Viö teljum að þaö hafi verið sam- staða allra flokka um þessar •framkvæmdir. Fræðslumál i ólestri Sp. En skólamál hafa verið afskipt þetta kjörtimabil ekki rétt? Markús: Jú t.d. verður samanburður viö vinstri meiri- hlutann i bæjarstjórn kjörtima- bilið þar á undan núverandi meirihluta mjög óhagstæöur. 1 fjárhagsáætlun fyrir Hafnar- fjarðarbæ fyrir árið 1974 hafði hinn svonefndi vinstri meiri- hluti áætlað 12% af niöurstöðu- tölum fjárhagsáætlunarinnar i skólamannvirki. t stjórn núver- andi meirihluta þetta kjörtima- bil hefur það gerzt að framlög tii þessa málaflokks hafa lækkað fræðslumálum á Viðtal við Markús Á. Einarsson og Eirík Skarphéðinsson - tvo efstu menn á lista Framsóknarflokksins til bæjarstjórnarkosninga í Hafnarfirði mjög og fóru lægst i 2,3% fyrir árið 1976. Við skiljum vel aö árið 1975 sem var langmikilvægasta áriö i hitaveituframkvæmdum og gatnagerð, hafi litið veriö af- gangs til þessara mála. Eftir það er engin afsökun fyrir þvi aö vanrækja þennan málaflokk. t raun hefur ekki nema ein skóla- bygging verið reist frá grunni og tekin i notkun á þessu kjör- timabili. Það er þriðji áfangi Viðistaðaskóla i Norðurbæ. Nú er i byggingu Engidals- skóli i Norðurbæ, sem er smá- barnaskóli. Sá skóli hefði átt að vera kominn i notkun nú þegar. Við teljum það mikið hags- munamál að leysa þann hnút sem fræðslumálin eru i. 9. bekkur á götunni Eirikur: Sem dæmi um hvernig málum er háttað hér i skólamálum, þá er 9. bekkur grunnskóla allur til húsa i Flensborg, en ekki i hinum þremur grunnskólum Hafnar- fjarðar, vegna plássleysis. Sp. Dagvistunarmál eru i brennidepli i öllum bæjarfélög- um. Hvaö liður þeim málaflokki hér i' Hafnarfjarðarbæ? Eiríkur: Nú er komiö i notkun myndarlegt dagheimili, Viði- vellir, sem reist var á þessu kjörtimabili. En ákvörðun var tekin um byggingu þess á sið- asta kjörtimabili. Markús: Eins og i flestum bæjarfélögum er það mikið hagsmunamál að halda áfram uppbyggingu slikra dag- vistunarstofnana. Auk þess er sjálfsagt að byggja fleiri ibúðir fyrir aldraða,en fyrstu ibúðir af þvi tagi voru teknar i notkun fyrir skömmu á Sólvangs- svæöinu. Skipulagt útivistar- svæði við Ástjörn Sp. Nú er Hafnarfjörður ört vaxandi bær. Hvernig horfir i skipulagsmálum? Markús: Nú stendur fyrir dyrum að skipuleggja svonefnt Asland og einnig Setbergsland. Þarna verða væntanlega skipu- lögðstór ibúðasvæði og mun sú vinna fara fram á næsta kjör- timabili og verður mjög mikil- vægt verkefni. Við viljum sjá svo um að séö verði fyrir nægi- legum útivistarsvæðum og við teljum upplagt aö skipulagt veröi stórt og gott útivistar- svæði i kringum Ástjörn. Þar ættum við að notfæra okkur að nú fyrir nokkrum vikum var gengiðfrá friölýsingu Astjarnar og dálítils svæðis þar i kring. M.a. vegna þess aö menn virða ekki sem skyldi slik skipulögö útivistarsvæði verður aö hafa vakandi auga með þvi að þessu sé framfylgt. 1 þessu sambandi má geta þess,aö nú fyrir nokkru sam- þykkti meirihluti bæjarstjórn- arinnar byggingu gróðurhúsa á sliku útívistarsvæði. Varanleg- ar byggingar á ekki að reisa áþeim svæðum sem ætluð eru til útivistar. Börnum bönnuð bú- seta! Markús: Svo verður aö nefna annað dæmi um virðingarleysi fyrir samþykktu skipulagi. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins og Alþýðuflokksins Islenzkir skólamenn: Ætla að kynna sér norska grunnskólann Kás— Dagana 3.-9. júni nk. munu islenzkir skólamenn sækja ráðstefnu um norska grunnskól- ann til Þrándheims i Noregi. Er það Félag skólastjóra og yfir- kennara sem efnir til þessarar ferðar í samvinnu við norsku kennarasamtökin. A ráðstefnunni munu ýmsir þekktir skólamenn flytja erindi um norskan grunnskóla, en hann er 10 ára um þessar mundir. Er það hugmyndin með þessar ferð, að kynnast reynslu Norömanna á þessu sviði, og vafalaust verða þátttakendur margs vísari um kosti og galla norska grunnskól- ans. Að erindunum loknum verða fyrirspurnatimar, umræöur og hópvinna. öll erindin fará fram fyrir hádegi, en siðdegis veröur farið i ýmis styttri og lengri ferðalög, heimsóknir i skóla og stofnanir. M.a. verður farið til Stikla- staða, hlýtt á messu i Niðaróss- dómkirkju og gengiö i fótspor Einars Þambarskelfis og höfuð- bðl hans, Skaun, heimsótt. Að ráðstefnunni lokinni ætlar islenzki hópurinn að ferðast í áætlunarbil um vesturströnd Noregs og lýkur ferðinni væntan- lega i Osló þann 15. júni. Margir aðilar hafa styrkt þessa Noregsferð islenzkra skóla- manna, m.a. þjóðargjöf Norð- manna, menntamálaráðuneyti, sveitarfélög o.fl. Enn getur áhugasamt skóla- fólk, skólastjórnarmenn og kenn- arar komizt i þessa einstöku ferð, og þurfa þeir strax að setja sig i samband við stjórn Félags skólastjóra og yfirkennara eða Samvinnuferðir. Upplýsingar fástuppgefnarþar oghjá Ólafi H. Oskarssyni i sima 27743 og hjá Vilbergi Júliussyni i sima 42756. Að morgni 4. júni hlýða ferðalanf arnir á messu i Niðaróssdóm kirkju.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.