Tíminn - 24.05.1978, Blaðsíða 6

Tíminn - 24.05.1978, Blaðsíða 6
6 Miðvikudagur 24. mai 1978 rBORGARMAL Kristinn Björnsson: Þegar minnzt er á vernd barna og velferö koma mönnum fyrst i hug aðgerðir og úrræði barnaverndarnefndar og Félagsmálastofnunartil að leysa vanda þeirra barna, sem búa við sérstaklega erfiðar aðstæð- ur, eru munaðarlaus, vanrækt eða vanheil og þurfa þvi sér- staka hjálp, sem aðstandendur einir geta ekki veitt. Okkur koma lika i hug, dagheimili, leikvellir, leikskólar og ýmsir þættir fræðslumála, svo sem skólaathvörf og sérkennsla, en allt þetta hefur það markmið að bæta aðstöðu þeirra barna, sem miður eru sett. Þetta eru allt mikilvægir hlut- ir og hin mesta nauösyn, að barnavernd á þessum sviðum sé sem bezt rækt. En mig langar nú til að lita á velferð barna i dálitið viðara samhengi og benda á hversu margir þættir þjóðli'fsins hafa áhrif á aðstöðu, þroskun og öryggi barna, þó að okkur sýnist þeir i fljótu bragði fjarskyldir. Stjórnun borgar ræður miklu um þessa þætti, hversu hag- stæðir þeir eru, og er þvi vert að vekja athygli á þeim á kosn- ingaári. Ég nefni fyrst skipulag ibúðarhverfa. Hversu mörg hverfi bjóða ekki takmarkaða möguleika til athafna og útivist- ar fyrir börn á mismunandi aldri? Umferðargötur skera VELFERÐ OG VERND BARNA gjarnan ibúðarhverfi. Þær verða þó oft leiksvæði, þegar ekki er völ betri staða til leikja. Bilastæði eru gjarnan malbik- uð,áðurengengiðerfrá útivist- ar- og leiksvæðum. Bilastæði verða þáeftirsóttir leikvellir, en ekki að sama skapi heppilegir. Það skiptir þvi miklu við skipulagningu, að bilagötur liggi ekkigegnum ibúðarhverfi, svo að þar sé næði til útivistar og athafna i hættulausu um- hverfi. Þegar ný hverfi eru i byggingu, þarf að sjálfsögðu að sjá strax fyrir útivistarsvæði fyrir börn, svo að þau þurfi ekki að nota götur og bilastæði til leik ja. Umferðarmál skipta börn og unglinga miklu. Nú sitja þarfir einkabilaeigenda mjög i fýrir- rúmi, en það er óhagstætt börn- um. Flestir viðskiptavinir strætisvagna eru úr hópi barna og unglinga. Tiðar og vel skipu- lagðar ferðir eru þvi börnum til hagræðis, spara þeim bið i mis- jöfnum veðrum og gera þeim kleift að komast leiðar sinnar á tilætluðum tima, sem oft er af- markaður, þegarsækja á skóla, námskeið eða tómstundaiðju. I Reykjavik er naumast hægt að komast leiðar sinnar á reið- hjóli nema leggja sig i lifshættu, og viða er erfitt að komast fót- gangandi milli borgarhverfa. Kr istinn Björnsson. Þessu þarf úr að bæta með því að skipuleggja net hjólreiða- og göngustiga um borgina, er full- nægi þörfum þeirra, er komast vilja leiðar sinnar hjólandi eða gangandi. Margt er það i skipan at- vinnumála, sem hefur áhrif á velferð barna og ungmenna. Það er t.d. hagstætt, að vinnu- staðir séu dreifðir um borgina, svo að margir ibúar geti sótt vinnu nálægt heimili sinu. Þetta auðveldar kynni barna og ungl- inga af vinnustöðum og atvinnu- lifi. Atvinnulif verðurekki bara fjarlægt og óþekkt heldur ná- lægt og kunnugt. Þegar báðir foreldrar vinna úti, er æskilegra að ekki sé löng leið á vinnustað. Fjarvist for- eldra frá heimili er enn lengri, ef fara þarf langa leið til vinnu og þá gefst minni timi til sam- veru barna og fullorðinna. Það er lika hagur fyrir stálpuð börn, ef þau verða að vera ein heim, að vita af foreldrum i nálægð, ef eitthvaðbjátar á og leita þarf til þeirra. Dreiíing iðnfyrirtækja og at- vinnumöguleika um borgina er þvi hagstæð. Ég hef tekið þessi þrjú svið, skipulag, umferðarmál og at- vinnumál sem dæmi. Það mætti halda áfram og nefna fleiri málaflokka. Með þessu vildi ég sýna.að velferðarmál barna er viða að finna. Þarfir þeirra þarf að hafa I huga við flest þau mál, sem koma til ákvörðunar yfir- valda borgarinnar. Lóða- og byggingarmál í ólestri hjá borgarstj órnar meir ihlutanum Útvarpsræða Páls R. Magnússonar, húsasmíðameistara Húsnæðismál er einn þeirra málaflokka, sem varðar hvern og einn ibúa þessa misviðra- sama lands og miklu skiptir þvi hvernig til tekst, um lausn þeirra mála. Við framsóknar- menn litum svo á að hver ein- staklingur og hver fjölskylda þurfi að eiga kost á húsnæði af hæfilegri stærð og gerð er hvetji til aukins fjölskyldulifs innan veggja heimilanna. Þessari sjálfsögðu frumþörf borgar- anna viljum við .framsóknar- menn meðal annars mæta á eft- irfarandi hátt: 1. Borgaryfirvöld stuðli að þvi aö byggðar verði ibúðir i aukn- um mæli á félagslegum grund- velli t.d. af byggingarsam- vinnufélögum. Slikt fyrirkomu- lag gerir ungu fólki og efnalitlu kleift að eignast eigið húsnæði með þvi að greiða byggingar- kostnað á löngum tima. 2. Byggðar verði leiguibúðir af hóflegri stærð, ætlaðar ungu fólki, sem er að stofna heimili. Leigugreiðslum verði stillt i hóf og leigutimi takmarkaður við fá ár. Ennfremur verði byggðar leiguibúðir ætlaöar fólki sem er i húsnæöisvandræðum. 3. Byggðar verði ibúöir af hóf- legri stærð, sérstaklega ætlaðar eldra fðlki. tbúðir þessar verði sniðnar við þarfir þess fólks sem nú býr i eigin ibúðum, en vill gjarnan flytja i minna og hentugra húsnæði. Ibúöirnar verði byggðar viðs vegar um borgina, þ.á.m. i eldri borgar- hverfum. 4. Gerö veröi áætlun til fjög- urra ára um byggingu ibúða skv. 2. og 3. tölulið, er miðist við, að byggðar verði árlega a.m.k. 100-150 ibúðir á vegum borgarinnar. 5. Ungu fólki verði gert kleift að festa kaup á ibúöum i eldri borgarhverfum með þvi að veita rifleg lán úr byggingasjóði borgarinnar vegna kaupa og/eða endurbóta á gömlu hús- næði. Lán þessi taki m.a. mið af aldri umsækjenda og fjöl- skyldustærð. Jafnframt sjá borgaryfirvöld til þess að lán Húsnæðismálastofnunar rikis- ins til kaupa á gömlu húsnæði verði stórhækkuð. 6. Borgaryfirvöld beiti sér fyrir þvi að réttarstaða leigjenda verði stórbætt. Og sið- ast en ekki sizt að ávallt verði lóðir til fyrir þá einstaklinga og félagasamtök sem hafa þörf og vilja til að byggja. En hvernig er þessum málum háttað hér I borginni? Eru engin húsnæöis- vandamál eins og Sjálfstæðis- flokkurinn heldur fram? Er ætið nóg af lóðum fyrir þá sem þurfa á að halda og er þeim úthlutað hæfilega mörgum hverju sinni, svo þeir sem vinna við húsbygg- ingar hafi jafna og stöðuga vinnu? Hefur meirihlutinn I bocgarstjórn beitt sér fyrir eða stuðlað. að byggingu leiguibúöa sem einkum eru ætlaðar ungu fólki sem er að hefja búskap? — Lágmarksfram- lög til verka- mannabústaða Þessum spurningum verður þvi miður að svara neitandi. En litum nú aðeins nánar á þessi mál. 1 hringborðsumræðum, sem fram fóru i sjónvarpinu s.l. miðvikudagskvöld lét borgar- stjórinn þau orð falla að fram- lag Reykjavikurborgar til bygg- ingar verkamannabústaða hefði verið stóraukið á undanförnum árum. Þessi fullyrðing borgar- stjórans fær ekki staðizt og það veit áreiðanlega hinn glöggi maður mæta vel. 1 lögum um verkamannabústaði frá 1970 og með breytingum á þeim 1971 segin að framlag sveitarsjóðs skuli vera minnst kr. 400 á hvern íbúa sveitarfélags en mestkr. 1200. Rikissjóður greið- ir siðan sömu upphæð og við- komandi sveitarfélag I bygging- Páll R. Magnússon. arsjóð verkamanna. Reykjavik- urborg hefur greitt kr. 400 á hvern ibúa siðan árið 1973. Að sjálfsögðu er hér um grunntölur að ræða sem breytast með byggingavisitölu. Á þessu sést að framlag Reykjavikurborgar til þessarar byggingarstarfsemi hefur verið og cr óbreytt, hvað grunngjald snertir og er það allægsta er lög leyfa. Ég tel að hér þurfi að verða mikil breyting á. Hækka þarf þegar á næsta ári framlag borgarinnar i hámarks greiðslu, en slik breyting mundi stórauka pessar eðlilegu og eftirsóttu ibúðabyggingar. Byggingarsam - vinnufélög vanrækt- ónógar einbýlishúsalóðir En ekki eiga allir kost á að eignast ibúðir i þessu bygging- arformi og huga verður aö fleiri valkostum. Starfsemi bygging- arsamvinnufélaga á að vera fastur þáttur i byggingu ibúðar- húsnæðisyþvi þar fá byggjendur ibúðirnar á kostnaöarverði. Framsóknarmenn vilja að byggingarsamvinnufélögum og öðrum stórum byggingaraðilum verði gefinn kostur á afmörkuð- um svæðum eða byggingarreit- um.þar sem þeir geta haft áhrif á skipulagninguna sjálfa. Það getur léitt til lækkunar á bygg- ingarkostnaði. Þá þarf einnig að ætla byggingameisturum og öðrum einstaklingum bygging- arlóðir. Heföi Reykjavikurborg gætt þess að hafa ávallt til lóðir t.d. fyrir einbýlishús af hóflegri stærð, hefðu ekki þúsundir borgarbúa orðið að flytja til nágrannabyggðarlaga og setj- ast þar að eins og átt hefur sér stað. Lækkandi xneðal- tekjur og óhag- kvæm aldurs- dreifing Þessi þróun veldur miklu um það, að i Reykjavik eru lægri meðaltekjur einstaklinga en i öðrum nálægum sveitarfélög- um. Fólk á bezta aldri og með góðar tekjur hefur flutzt þangað sem það hefur fengið betri fyrir- greiðslu. Húsnæðiserfiðleikar unga fólksins eru miklir og meirihluti borgarstjórnar hefur nánast ekkert gert til að hlaupa þar undir bagga. Við fram- sóknarmenn viljum að byggðar verði sérstakar Ibúðir fyrir það fólk sem er að hefja búskap og þar geti það verið I öruggu hús- næði á meðan það er að koma sér upp sinu framtiðarheimili. Þá telja framsóknarmenn að Reykjavikurborg verði að beita sér fyrir stórauknum lánum til kaupa og endurbóta & húsnæði i eldri hverfum borgarinnar. Með þeim hætti er hægt að snúa við þeirri öfugþróun að barnafjölskyldur safnist i nýj- ustu hverfi borgarinnar. Slik ráðstöfun mundi meðal margs annars jafna álag á skóla borg- arinnar og blanda aldurshópun- um öllum til hagsbóta og ánægju. Ég hef hér aðeins drep- ið á örfáa þætti er varða hús- næðismál, af nógu er að taka. Borgarbúar þekkja þessi mál af eigin raun. Enn má benda á,að þeir sem byggt hafa i Reykjavik verða að sæta fáránlegum skilyrðum um byggingarform, svo sem brött þök i einu hverfi, flöt og lek þök i öðru og aðrar óskiljanlegar kvaðir. Nú er mál að linni sliku stjórnleysi. Á sunnudaginn kemur gefst þér, kjósandi góð- ur, tækifæri til að segja þitt álit á stjórn borgarinnar. Viljir þú breytt fyrirkomulag á stöðnuðu stjórnkerfi borgarinnar greiðir þú B-listanum, lista Framsókn- arflokksins, atkvæði og tryggir kosningu Eiriks Tómassonar i borgarstjórn. Páll R. Magnússon.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.